Tíminn - 12.02.1976, Síða 5

Tíminn - 12.02.1976, Síða 5
Fimmtudagur 12. febrúar 1976 TÍMINN 5 Vantar hann rússneska hreiminn? t Þjóðviljanum i gær birtist óvenju rætið lesandabréf— að öllum likindum heimatilbúið — um einn af fréttainönnum Sjónvarpsins, Jón Ilákon Magnússon, sem haft hefur umsjón með eriendum frétta- skvringaþáttum, ásamt öðr- um. Astæða er til að gefa smá- sýnishorn úr „rósagarði” Þjóðviljans: „Það er bókstaflega sálar- drepandi að liorfa og hlusta á þcnnan veslings mann, þvoglumæltan og illa læsan, slettandi málvillum á báða bóga. Um heimsku eða hugs- anlega greindarvísitölu Jóns Hákons skal ég ekki dæma, en a.m.k. virðist hann ekki hafa r nægar gáfur eða sjálfsgagn- rýni til að sjá, hversu gersam- lega óhæfur hann er til starfs sins. Hann virðist þvi ætla að verða eilifur augnakall istofn- uninni og nýtur þar líklega góðs af hinni fáránlegu æviráðningu rikisstarfs- inanna.” Þaö er enginn hörgull á ófögruin lýsingarorðum á rit- stjórnarskrifstofum Þjóðvilj- ans, þcgar mikið liggur við. En hver skyldi nú vera raun- veruleg ástæða fyrir þessum ófrægingarskrifum blaðsins? Vaiitar Jón Hákon kannski rússneska hreiminn hans Arna Bergmanns? Það væri miklu heiðarlegra fyrir Þjóðviljamenn að segja það umbúöalaust, að þeir söknuðu Arna Bcrgmanns I erlenda fréttaskýringaþættin- um, i stað þess að ráöast nieð þcssum hætti að Jóni Hákoni IVlagnússýni, sem af flestum Vantar Jón Hákon rússneska hreiminn hans Arna Berg- manns? cr talinn góður fréttamaður. Og ennþá verra er fyrir þá Þjóðviljamenn að beita þeim rökum, sem vitnað hefur verið til að framan, ef til kæmi, að Arni Bergmann ætti aftur- kvæmt I þessa þætti, þvi ef regla Þjóðviljamanna ætti að giida yrði Arni Bergmann fyrstur dæmdur i leik, nema svo óliklega vildi tii, að rúss- neskra áhrifa væri farið að gæta hér á landi i rikara mæli en nú er. Orðljótur þingmaður En það eru vissulega fleiri orðljótir en Þjóðviljamenn. Sumir þingmanna Alþýðu- bandalagsins veigra sér ekki við að kalla andstæðinga sina öllum illum nöfnum. Einn þing- manna þeirra gciig- ur þó lengst i þeim efnum. E r þa ð Stefán Jóns- son. Gerir Mbl. framkoinu þingmannsins að umræöuefni i gær. Ræðir blaðiö fyrst um ágreining stjórnarþingmanna og stjórn- arandstæðinga i landhelgís- málinu, og telur, að umræður uni tnálið hafi verið málcfna- legar, með einni undantekn- ingu. Blaðið segir: Málflutningur stjórnarand- stöðu hefur með einni undan- tekningu, litt farið út fyrir þessi sjálfsögðu inörk. Hins vegar hefur orðfæri eins þing- manns, Stefáns Jónssonar, verið með þeim eindæmum, að fordæmi finnast ekki, nema þá i fyrri ræðum þessa sama þingmanns. Hann segir blá- kalt að samningarnir við V- Þjóðverja hafi verið „svikasamningar" sem „þvingaðir hafi verið með flá- ræði” upp á þjóðina af „ciðsvörnum vinum óvina okkar”. Hann gefur i skyn að það hafi verið samspil is- lenzkra og brezkra stjórn- valda að kalla brezka flotann út fyrir landhelgismörkin, til að koma f veg fyrir stjórn- máiaslit, sem og að herskipa- ihlutun skyldi hafin á ný. Hann likir viðræðum islenzkra stjórnvalda við „viðræður aumingjanna". Orðsóði er Ijót nafngift. Enginn þingmaður hefur þó koinizt nær þvi að gangast undir hana en þessi stóryrti þingmaður. A slfkum mál- flutningi hljóta allir, hver sem afstaða þeirra til málsins er að öðru leyti, að hafa skömm og viðurstyggð.” — a.þ. Tíminn er peningar Nýtt loðnuverð: FULLTRÚAR KAUPENDA MÓTMÆLA HARÐLEGA — kr. 3,25 til 8. febrúar, en kr. 3,00 9.—15. febrúar gébe Rvík — A fundi yfirnefndar Verðlagsráðs sjávarútvegsins á laugardaginn, var ákveðið nýtt lágmarksverð á loðnu til bræðslu, en eins og kunnugt er var verðið áður kr. 9.50. Frá 1. til 8. febrúar verður verðið þvi, kr. 3.25 á kg og frá 9. til 15. febrúar kr. 3.00 á kg. Auk framangreinds verðs greiði kaupendur löaura fyrirhvert kíló i loðnuflutningasjóð. Verðið var ákveðið af oddamanni og fulltrú- um seljcnda gegn atkvæðum full- trúa kaupenda i nefndinni. í yfir- nefndinni áttu sæti þeir ólafur Davíðsson, sem var oddamaður hennar, Páll Guðmundsson og Tryggvi Helgason af hálfu selj- enda og Guðmundur Kr. Jónsson og Jón Reynir Magnússon af hálfu kaupenda. Fulltrúar kaupenda létu bóka svofellda greinargerð: „Við verðlagningu á loðnu til bræðslu 18. janúar sl. var lagt til grund- vallar gildandi sjóðakerfi sjávar- útvegsins,en gert ráð fyrir gildis- töku nýs kerfis frá 1. febrúar. Þar sem fullvist er, að fyrirhugaðar breytingar á sjóðakerfinu taka svo seint gildi, að þær koma loðnuveiðum og vinnslu að litlu gagni d þessari vertið, lögðu full- trúar kaupenda til, að 6% af þeim útflutningsgjöldum, sem ganga til oliusjóðs og vátryggingasjóðs fiskiskipa yrðu felld niður, en það er sem næst jafngildi uinfram- tekna sjóðanna af loðnuveiðun- um. Tekjur oliusjóðs og vátrygg- ingasjóðs af útflutningsgjöldum loðnumjöls og lýsis ásamt frystri loðnu alla loðnuvertiðina, má ætla að nemi um 630—660 milljónum króna, en útgjöld sjóð- anna vegna loðnuveiðanna um 310—320 milljónum. Tekjur þess- ara sjóða umfram gjöld af loðnu- veiðunum og vinnslu afurðanna eru þvi um 320—340 milljónir króna. Sli'k tekjutilfærsla yfir til annarra greina sjávarútvegsins þola loðnuveiðar og vinnsla díki við þau rekstrarskilyrði, sem þessi atvinnugrein býr við i dag. Við mótmælum harðlega verð- ákvörðun þessari og synjun stjórnvalda á beiðni um niðurfell- ingu á hluta útflutningsgjalda. Teljum við áætlun oddamanns um afurðanýtingu, 16% i mjöli og 6,7% i lýsi á fyrra verðtimabili, en 5,7% á þvi siðara, alltof háa. svo og markaðsmat, en mat hans á vinnslukostnaði allt of lágt. Af þeim sökum er fyrirsjáanlegt að rekstrartap verksmiðjanna verður þeim gjörsamlega of- viða.” Slaufusala ein- stæðra foreldra FÉLAG einstæðra foreldra efnir til árlegrar slaufusölu sinnar, sunnudaginn 15. febrú- ar, og verða merkin afhent i barnaskólunum frá kl. 10 árdegis. Þetta er þriðja árið i röð sem félagið selur slaufur, unnar i sjálfboðavinnu af fjölda félaga. Allur ágóði af sölu rennur til Húsbyggingasjóðs sem fyrr. Fjáröflun FEF hefur verið með blóma síðastliðin ár, enda eru þær byggingafram- kvæmdir, sem að er stefnt mjög fjárfrekar. Þá verður á næst- unni farið út i almenna söfnun styrktarfélaga, og er vonazt eftir góðum undirtektum. Félag einstæðra foreldra fór oginn á þærnýstárlegu brautir i fjáröflun i fyrra að hefja gerð trefla i litum iþróttafélaganna. Voru treflar síðan seldir á leikj- um flestra 1. deildar knattspyrnuliða i fyrrasumar, og i vetur hefur salan einbeitzt að handboltaleikjum 1. deildar- liða. Þá mun fjáröflunarnefnd á næstunni fara að veita viðtöku treflapöntunum beint frá iþróttafélögunum, og á það einnig við um lið úti á lands- byggðinni. Geta áhugamenn haft samband þar að lútandi við skrifstofu FEF i Traðarkots- sundi 6. BORGARHÚSGÖGN Okkar árlega ÚTSALA Á ÁKLÆÐI stendur nú yfir MIKILL AFSLÁTTUR Getum einnig tekið klæðningar BORGARHUSGOGN SERSTAKT TILBOÐ Blaupunkt SJÓNVÖRP sem ættu að kosta kr. 92.650 seljast gegn staðgreiðslu á KR. 85.000 Afborgunarskilmálar: Verð kr. 89.500 Útborgun kr. 30.000 Eftirstöðvar til 8 mánaða / (SZfageáóóon h.f. REYKJAVÍK - AKUREYRI auk eftir talinna umboðs manna Akranes: Verzlunin Bjarg Borgarnes: Verzlunin Stjarnan Búðardalur: Einar Stefánsson Patreksfjörður: Baidvin Kristjánsson Bildudalur: Verzlun Jóns Bjarnasonar Bolungarvik: Jón Fr. Einarsson Sauðárkrókur: Kaupfélag Skagfirðinga Siglufjörður: Gestur Fanndal Húsavik: Bókav. Þór. Stefánssonar Hornafjörður: Verzlunin Kristall Vestmannaeyjar: Verzlunin Stafnes Selfoss: G. A. Böðvarsson Keflavik: Verzlunin Stapafell. Auglýsið í Tímanum

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.