Tíminn - 12.02.1976, Blaðsíða 6

Tíminn - 12.02.1976, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Fimmtudagur 12. febrúar 1976 Lífið í brjóstum okkar KVÆÐI 52 bls. Helgafell 1975. Halla Lovisa Loftsdóttir: ÞETTA ER ekki stór bók. Blaðsiöur hennar eru ekki margar, og ekki er heldur hægt að segja að mjög mikið sé á hverri slöu, og er þó miklu betur farið með pappirinn en oft ger- ist, þegar ljóðabækur eiga i hlut. En þótt efni bókarinnar láti ekki mikið yfir sér hvað fyrirferðina snertir, og þaðan af siður ef miðað er við það, hve hátt er haft, þá hefur það yf ir sér ljúfan þokka. Kvæðin anda friði til les- enda sinna, menn ættu að geta orðið dáli'tið sáttari við tilver- una af að lesa þau. Enginn vafier á þvi, að ljóðið hefur snemma vitjað Höllu Loftsdóttur, eins og hún segir sjálf I fyrstu hendingum bókar- innar: Hrærastbak við húmsins tjöld hendingar úr stöku. Fyrir hartnær hálfri öld heyrði ég þær um rökkur- kvöld. Hvi er þetta að halda fyrir mér vöku? Já, það er nú spurningin: Hvers vegna i ósköpunum hefur islenzk þjóð alltaf veriö að yrkja, alla si'na daga, hver sem ytri kjör hennar voru? Það skyldi þó aldrei vera vegna þess, að skáldskapurinn, sú iþrótt, sem Egill Skallagrims- son kallaði „vammi firrða,” er sjálft lifiö i brjóstum ís- lendinga? Hér var að visu óþarft að setja spurningar- merki, þjóðin hefur fyrir löngu svarað spurningunni, hún hefur verið að svara henni siðustu þúsund árin, og hún er að þvi enn þann dag i dag. Nærri má geta, að húsfreyja i sveit, sem missir mann sinn frá mörgum ungum börnum, hefur ekki mikinn tima til þess að sinna ritstörfum. Ljóð hennar i Kvæðum eru ekki ársett, og mig brestur um þaö heimildir, hvort þau eru ort á búskaparárum hennar á Sandlæk, eða eftir að hún var setzt að i Reykjavik. Liklegast er þó, að hvort tveggja sé. Halla Lovisa hefur verið gædd rikri tilfinningu fyrir náttúru- fegurö, og ekki aðeins i þeirri hefðbundnu merkingu, sem al- gengast er að leggja i það orð. Henni nægir ekki fossaniður og fjallasýn, þótt hvort tveggja sé harla gott, hún óskar lika eftir gróörarskúrum og heiðum himni, eins og hún segir i Vor- þrá: Kom þú vor með bliða blæinn, birtu og fegurð allan daginn, gróðurskúrir, bros i bæinn, blómailm um hæð og dal, heiðan, bláan himnasal. Láttu út um lönd og sæinn lifsins hörpu þina öllum flytja dýrðarsöngva sina. Sýnu áhrifameira er þó ljóðið Kom hann og söng, þvi að þar gerir höfundur lesendum sinum þann ómetanlega greiða að láta þeim eftir umhugsunarefni. Kvæðið má skilja á ýmsan veg: Kom hann og söng i klettinum dökkur á brún og brá. Hlusta ég enn eftir hljóminum sem heppnaðist ekki að ná. Kemur hann oftar á kvöldin? Þetta kvæði, sem alls er fimm erindi, finnst mér með beztu ljóðum bókarinnar. Sum kvæðin i bók Höllu Lovisu Loftsdóttur eru sprottin beint úr lifsreynslu hennar sjálfrar. Hún yrkir ljóð i minn- ingu mannssins, sem hún missti eftir aðeins sjö ára sambúð, og um son sinn, sem dó á bezta aldri. Sökunuðurinn er sár, en styrkur skáldkonunnar er trúin, og kemur það bæði fram i þess- um kvæðum og ýmsum öðrum. Það þykir mér galli á þessari útgáfu, að ekki skuli neitt efnis- yfirlit fylgja kvæðunum. Það má lika telja til ókosta, að bókin skuli ekki vera stærri en þetta, þvi ekki leikur vafi á, að Halla orti fleiri ljóð en standa innan spjalda þessarar bókar. Kvæði hennar hafa verið að birtast i timaritum á liðnum árum, Eim- reiðinni og sjálfsagt viðar. Enn fremur skrifaði skáldkonan að minnsta kosti eina smásögu, svo kunnugt sé. Hún heitir Kona Pilatusar, og hefur verið flutt i útvarp. — Fyrst beðið var með að birta skáldskap Höllu þangað til hún var orðin háöldruð (vant- aði hálft ár i nirætt), finnst mér að vel hefði mátt safna saman flestu eða öllu, sem vitað var til að hún hafði skrifaö, og birta það i einni myndarlegri bók. Það var átakanlegt að Halla skyldi ekki lifa það að sjá bók sina komna út. Hún náði aðeins að sjá fyrstu próförkina, rétt fyrir andlát sitt. Ef til vill hefur hún sjálf ekki viljað að meira yrði tekið i þessa bók, um það er mér ekki kunnugt, en þess ber að vænta, að næst þegar kvæði Höllu Lovisu Loftsdóttur verða gefin út, verði ekki látið við, það sitja að birta þau ljóð, sem nú koma fyrir almennings sjónir, heldur verði þá þvi sem eftir hana liggur safnað á einn stað, svo að fullt yfirlit fáist um verk þessarar hugljúfu og smekkvisu skáldkonu. — VS. Þessi mynd var tekin að Sólheimum i siðustu ferð Ægis- félaga þangað. Hafa þeir jafnan skennntidagskrá fyrir vistmenn á litlu jólunum og vistmennirnir hafa venjulega einhverja dagskrá sjálf- ir, sem þeir flytja fyrir gestina, setja jafnvel stundum á svið heila helgileiki. Hér sýna piltar prikaleik, sem er þroskaheftum töluverð list að leika. Sjónvarpsbingó Ægis hefst á föstudag O Brezkir til Brússel og kæmi til greina að hann héldi til íslands siðar. t gærkvöldi var ekki búið að tilkynna islenzka utan- rikisráðuneytinu um árang- ur viðræðnanna i London. Helgi Agústsson sendi- ráðsfulltrúi i London sagði i gærkvöldi að undanfarna daga hafi bersýnilega verið um mjög hatramma áróðursherferð að ræða af hálfu brezku rikisstjórnar- 10. reglulegu tónleikar Sinfóniu- hljómsveitarinnar eru haldnir i Háskólabiói fimmtudaginn 12. febrúar klukkan 20.30. Efnisskrá- in er eins og hér segir: Bach: Brandenborgarkonsert nr. 3 Weber: Concertino i Es-dúr M. Seiber: Concertino Dvorak: Sinfónia nr. 7 Stjórnandi er Karsten Andersen, aöalhljómsveitarstjóri hljóm- innar til aö réttlæta aðgerð- irnar á islandsmiðum. Brezkir ráðamenn með Hattersley aðstoðarutan- rikisráðherra i broddi fylkingar berjast um hart i íjölmiðlum til að leggja áherzlu á að Islendingar séu mjög óábyrgir i afstöðu sinni til landshelgismála og hai'i enga heimild til að færa landhelgina út einhliða og séu brezku togararnir að veiðum á alþjóðlegu haf- svæði. Þá segjast þeir gera allt sem i þeirra valdi standi bæði f'rá verndunarsjónar- sveitarinnar og einleikari á klari- nettu er John McCaw. JOHN MCCAW fæddist i Dune- din á Nýja Sjálandi, þar sem hann fékk fyrstu tónlistarmenntun sina. Þegar sinfóniuhljómsveit var stofnuð i Dunedin, skipuð at- vinnumönnum, var John McCaw ráðinn aðalklarinettuleikari hennar. Hann fór til Englands og stundaði framhaldsnám hjá Frederic Thurston og var skömmu siðar boðið starf við Fil- harmóniuhljómsveit Lundúna, þar sem hann varð fyrsti klari- nettuleikari næstu átta árin, en árið 1966 réðst hann til nýju Fil- harmóniu-hljómsveitarinnar þar sem hann starfar enn. John Mc- Caw hefur leikið einleik með enskum hljómsveitum viða um Evrópu og Ameriku, þar sem hann hefur verið gestaprófessor við nokkra háskóla á undanförn- um árum. Þá hafa hljóðritanir hans með Holbrokkvintettinum og Deilmekvartettinum fengið mjög góða dóma. John McCaw er mjög eftirsótt- ur kennari, og hafa fjórir islenzk- ir klarinettuleikarar notið leið- sagnar hans, þeir Gunnar Egil- son, Þórir Þórisson, Einar Jó- hannesson og Óskar Ingólfsson. Sá siðastnefndi er við nám hjá honum sem stendur. miði og eins með tilboðum sinum um samning til að leysa deiluna. Á þessu hamra þeir sérstaklega i út- varpi og sjónvarpi. Þeir endurtaka sömu staðhæfing- arnar aftur og aftur eins og páfagaukar. Sagði Helgi að sendiráðið reyndi eftir megni að sýna fram á, hvernig málílutningur brezku stjórnarinnar væri i málinu og að hann kæmi öðru hvoru fram i útvarpi og sjónvarpi til að skýra mál- stað Islendinga. Kvaðst hann halda að almenningur sæi i gegnum áróður stjórnarinn- ar og bæru þau fjölmörgu lesendabréf, sem birt eru i brezkum blöðum vitni um það, svo og bréf sem sendi- ráðinu berast hvarvetna að og sýna bréfritarar yfirleitt fullan skilning á islenzka málstaðnum. O EBE merki sæjust nú um það, að þró- unin á Spáni gengi i frjálslyndis- átt, en hann lagði til, að frekari samskipti EBE og Spánar yrðu undir þvi komin hvort þróunin gengi eins langt og æskilegt væri i lýðræðisátt. Talsmenn flokka kristilegra demokrata voru á þeirri skoðun, að strax ætti að taka upp viðræður við stjórn Jó- hanns Karls konungs og sýna honum þannig stuðning i verki. o íþróttir burð, Uminn var svo naumur, sagði Seveljev. Þrátt fyrir þessa óheppni hjá Sovétmönnunum, er talið, að þeir hefðu ekki náð að sigra Finnana, sem voru mjög sterkir i keppninni — og tryggðu sér gullið. Annars fengu Ijessar sveitir verðlaun: Finnland............2:07,59 Noregur 2:09,58 Sovétrikin..........2:10,51 Þeir sem skipuðu sveit Finnlands voru: — Matti Pitkænen, Juha Mieto, Pertti Teurajærviog Arto Koivisto. — SOS. Eins og undanfarin ár gengst Lionsklúbburinn Ægir fyrir bingói i sjónvarpinu og er vinningurinn hálf milljón króna. Bingóspjaldið kostar kr. 400.- og er sala þegar hafin. Útdregnar tölur verða birtar i fyrsta auglýs- ingatima sjónvarpsins daglega og jafnframt kemur vikulegt yfirlit i dagblöðum. Munu fyrstu tölur LIONSKLÚBBURINN ÆGIR 6 21 3356 65 7 184558 74 o> o CN 67 14223652 69 5 174253 63 birtast i lok næstu viku. Ágóðanum verður varið til áframhaldandi uppbyggingar heimilis vangefinna að Sólheim- um i Grimsnesi, þar sem að jafn- aði dveljast 40-50 vistmenn. Frá stofnun Ægis fyrir nitján árum hafa félagarklúbbsins valið sér það sem aðalverkefni að styrkja og stuðla að vexti og við- gangi Sólheima. Á þessum árum hafa Ægisfélagar unnið að fram- kvæmdum viö heimilið fyrir tugi milljóna. Á síðastliðnu ári var t.d. skipt' um glugga og gler i elzta húsinu, keypt og komið fyrir 100 tonna vatnsgeymi, eldvarnir bættar og ýmislegt fleira. Hafa út gjöld vegna þessara fram- kvæmda einna numið um fjórum milljónum króna. Framkvæmdir þessar eru íjármagnaðar að mestu með ágóða af kútmaga- kvöldum liðinna ára og sjónvarpsbingóum i seinni tið. Ennfremur hefur styrktarsjóður vangefinna lagt fé i framkvæmd- irnar, sem þó hafa verið leystar af hendi að töluverðu leyti i sjálf- boðavinnu Ægisfélaga. Þá fara Ægismenn árlega austur að skemmta vistmönnum. 10. reglulegu tónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar í Hóskólabíói í kvöld

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.