Tíminn - 12.02.1976, Qupperneq 7
Fimmtudagur 12. febrúar 1976
7
(Jtgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
í>órarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit-
stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjórir
Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gfsla-
son. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindargötu,
rsimar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, sími 26500
— afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. VerðJ
lausasölu ár. 40.00. Áskriftargjald kr. 800.00 á mánuði.
f' BlaðaprentH'.fjr
Sáttatillagan
Undanfarnar vikur hafa staðið yfir viðræður um
kaupgjaldsmál milli aðila vinnumarkaðarins, en
kaupgjaldssamningar féllu úr gildi um siðustu
áramót. Flest aðildarfélög Alþýðusambandsins
hafa nú boðað vinnustöðvun frá 17. þ.m., ef samn-
ingar hafa ekki náðst áður. Rikisstjórnin hefur
fyrir nokkru skipað sáttanefnd til að vera sátta-
semjara rikisins til aðstoðar við lausn deilunnar.
Viðræðurnar um lausn hennar hafa að undan-
förnu beinzt talsvert að þvi, hvort rikisvaldið gæti
með skattalækkunum, og öðrum slikum aðgerð-
um, stuðlað að verulegum kjarabótum, sem kæmu
i stað kauphækkunar. Athuganir hafa leitt i ljós, að
svigrúm rikisins er mjög litið i þeim efnum, nema
farið væri i verulegum mæli inn á þá braut að
skera niður opinberar framkvæmdir og draga úr
ýmissi þjónustu, eins og t.d. tryggingum. Niður-
skurður framkvæmda gæti leitt til atvinnuleysis,
en samdráttur opinberrar þjónustu, eins og trygg-
inga, myndi bitna á þeim, sem sizt skyldi. Hvorugt
er i anda verkalýðsstefnu, sem frekar vill stuðla
að aukinni samneyzlu en draga úr henni. Það er
þvi ljóst, að verulegar kjarabætur er ekki unnt að
veita, nema i formi kauphækkana, en þeim verður
jafnframt að reyna að stilla svo i hóf, að þær leiði
ekki til stórfelldrar verðbólgu, og renni þannig út i
sandinn.
Sáttanefnd rikisins hefur nýlega borið fram til-
lögu, sem ætti að geta verið likleg til að stuðla að
lausn málsins. Samkvæmt henni á kaup láglauna-
fólks að hækka i áföngum um 16.5% á þessu ári, en
hjá öðrum um 13.6%. Þetta hefði einhvern tima
þótt rifleg hækkun á einu ári. Verðbólguvöxturinn
hefur hins vegar verið svo hraður, að hægt er að
benda á, að þetta sé ekki fullnægjandi til að vega á
móti orðinni kjaraskerðingu. Hér er hins vegar
óumdeilanlega gengið svo langt, að öllu lengra má
áreiðanlega ekki ganga, ef afstýra á nýrri og stór-
felldri verðbólguskriðu, sem yrði launþegum mest
til tjóns. Jafnframt er hætta á, að henni myndi
fylgja meiriháttar atvinnuleysi.
Þeir sem fjalla um kaupgjaldsmálin þessa dag-
ana, eiga sannarlega úr vöndu að ráða. Afkoma
þjóðarbúsins hefur versnað, og atvinnuvegirnir
mega ekki tæpara standa. Launþegar hafa orðið
fyrir verulegri kjaraskerðingu. Horfur á efna-
hagsbata virðast ekki á næsta leiti. Framhjá
þessum staðreyndum er ekki hægt að ganga. Þá
hefur hætta á vaxandi atvinnuleysi aldrei verið
meiri en nú. Meiriháttar kauphækkun nú mynai
stórauka þá hættu.
Siðustu mánuðina hefur tekizt að draga nokkuð
úr verðbólguvextinum. Von er um að það geti
haldizt áfram, ef ekki er gengið öllu lengra, en
tillögur sáttanefndar gera ráð fyrir. Það er ekki
sizt hagsmunamál launþega, að þessi þróun hald-
ist áfram. Þá myndi þessi þróun auðvelda veru-
lega, að hægt væri að koma á verðtryggingu lif-
eyris og endurbótum á húsnæðislánakerfinu, en
hvort tveggja er mikið hagsmunamál launþega.
Ella yrði þetta hvort tveggja miklu erfiðara.
Þ.Þ.
Afstaða Bandaríkjaþings auðveldar það
hafði fótfestu sina i miðhluta
Angóla, þar sem portúgölsk
áhrif höfðu orðið mest, og
menntun og menning á
evrópska visu var lengst á veg
komin. Fylgismenn hennar
voru þvi yfirl. betur mennt-
aðir og þjálfaðir og vissu
betur hvað þeir vildu. Hinar
hreyfingarnar áttu aðallega
fylgi hjá þjóðflokkum, sem
voru skemmra á veg komnir,
og átti það sinn þátt i þvi, að
þeir voru alltaf mjcg lausir i
reipunum. Hefðu hreyfingarn-
ar fengið að eigast við einar,
er það yfirleitt álit þeirra, sem
til þekkja, að MPLA hefði auð-
veldlega borið sigur af hólmi.
Þetta er lika yfirleitt mat
rikisstjórna i Afriku. Þess
vegna fékk rikisstjórn MPLA
strax viðurkenningu margra
rikja i Afriku, m.a. Nigeriu, en
engin riki i Afriku viður-
kenndu stjórn hinna hreyfing-
anna. Eina undantekningin
var Suður-Afrika, sem aldrei
viðurkenndi hana formlega,
en veitti henni hinsvegar ýms-
an stuðning um skeið, og hefði
sennilega gert það i miklu
rikari mæli, ef Bandarikja-
þing hefði ekki tekið áður-
nefnda afstöðu.
S(J SPURNING er nú að
sjálfsögðu ofarlega á baugi,
hvað muni gerast i Angóla,
ÞAÐ er ekki aðeins mikill
ávinningur fyrir ibúa Angóla,
heldur einnig gang alþjóða-
mála, að úrslit borgarastyrj-
aldarinnar i Angóla hafa ekki
dregizt á langinn, eins og
óttazt var um skeið. Löng
borgarastyrjöld i Angóla hefði
valdið ibúum þar margvis-
legum þjáningum og gert allt
uppbyggingarstarf þar miklu
torveldara. Jafnframt hefði
hún getað valdið ýmsum
viðsjám i alþjóðamálum.
Það er nú ljóst orðið, að
MPLA-hreyfingin er i þann
veginn að ~vinna fullnaðarsig-
ur. FNLA-hreyfingin virðist
alveg vera úr sögunni, og
UNITA-hreyfingin hefur misst
allarhelztubækistöðvar sinar.
Allar helztu borgir landsins
eru i höndum MPLA. Mikill
meirihluti rikja i Afriku hefur
viðurkennt stjórn MPLA sem
hina löglegu stjórn landsins.
Ýms lönd utan Afriku hafa
þegar viðurkennt hana, t.d.
Indland. Sennilega munu
Norðurlönd bráðlega viður-
kenna hana eða a.m.k. Svi-
þjóð. Sviar hafa veitt
MPLA-hreyfingunni fjárhags-
lega aðstoð i nokkur misseri,
og héldu þvi áfram eftir að
borgarastyrjöldin hófst. Mat
þeirra hefur verið það, að hún
væri eina öfluga sjálfstæðis-
hreyfingin i Angóla.
Þetta mat Svia hefur reynzt
rétt. En Sviar voru ekki einir
um þetta mat, heldur einnig
meginþorri bandariskra þing-
manna. Þess vegna felldu
báðar þingdeildir Bandarikja-
þings tillögur þeirra Fords og
Kissingers um fjárveitingar
til hinna hreyfinganna. Þessi
afstaða Bandarikjaþings á
tvimælalaust meginþátt i þvi,
hve fljótt borgarastyrjöldin
hefur verið til lykta leidd, og
sennilega sizt minni þátt en
bein aðstoð Rússa og Kúbu-
manna. Eftir að kunnugt varð
um þessa afstöðu Bandarikja-
þings, hætti Suður-Afrika við
að auka ihlutun sina i Angóla,
og Uthaldið bilaði hjá FNLA og
UNITA, þegar vonir um að-
stoð Bandarikjanna brugðust.
Ef Bandarikjaþing hefði sam-
þykkt fjárveitinguna, hefði
borgarastyrjöldin i Angóla
getað orðið miklu lengri, og ef
til vill upphaf nýrrar
Vietnamstyrjaldar.
STYRKUR MPLA hefur
verið fólginn i þvi, að hún
Agostinho
Neto, leiðtogi MPLA
eftir að MPLA hefur náð full-
um völdum. Reynist t.d. sá
uggur réttur, að stjórn MPLA
muni veita Rússum eða Kúbu-
mönnum herstöðvaaðstöðu
eða önnur hlunnindi, sem
endurgjald fyrir þá aðstoð,
sem þeir veittu henni i
borgarastyrjöldinni? Yfirleitt
þykir þetta ótrúlegt. Flestir,
sem til þekkja, virðast þeirrar
skoðunar, að Rússar muni
ekki fá neitt fyrir sinn snúð i
Angóla, frekar en annars
staðar i Afriku, þar sem þeir
hafa reynt að ná fótfestu, t.d. i
Egyptalandi. Stjórn MPLA
muni I þessum efnum fylgja
sömuutanrikisstefnu og önnur
riki i Afriku. Að visu muni
Rússar fá viðurkenningu og
þakklæti fyrir aðstoð sina, en
ekki meira. Rússar geta
sennilega þakkað þeim Ford
og Kissinger mest fyrir það,
að þeir fá þetta þakklæti.
Hefði Bandarikjastjórn látið
borgarastyrjöldina i Angóla
afskiptalausa, og stöðvað
jafnframt afskipti Suður-Af-
riku, hefði Rússum orðið
miklu örðugra að skerast i
leikinn og veita MPLA aðstoð.
MPLA leitaði ekki siður að-
stoðar i Vestur-Evrópu en
Sovétrikjunum um það leyti
sem átökin hófust. Þá töluðu
þeir fyrir daufum eyrum þar
nema helzt hjá Finnum.
Af hálfu annarra Afriku-
þjóða mun vafalaust verða
lögð áherzla á, að her Kúbu-
manna verði sem fyrst fluttur
frá Angóla aö lokinni borgara-
styrjöldinni. Vafalitið mun
stjórn MPLA sömu skoðunar.
Annars eru tölur mjög ósam-
hljóða um það, hve fjölmennur
hann sé og vafalitið er hann
fámennari efi FNLA og
UNITA hafa haldið fram.
Þess hafa verið talin sjást
ýms merki i seinni tið, aö
stjórn MPLA vilji koma á eðli-
legum stjórnmálalegum sam-
skiptum milli Angóla og
Batidarikjanna, og árétta
þannig, að Angóla fylgi óháðri
utanrikisstefnu. Jafnframt
hefur hún látið berast út. að
hún ætli alls ekki að sinni að
þjóðnýta eignir ameriskra
oliufélaga þar, heidur vilji hún
hafa áfram samstarf við þau.
Komist samskipti Angóla og
Bandarikjastjórnar brátt i
eölilegt horf, mun Angóla-
tnálið fljótlega hætta að valda
ágreiningi i sambúð Rússa og
Bandarikjamanna. Aður-
greind afstaöa Bandarikja-
þings mun mjög auðvelda það.
að sambúö Angóla og Banda-
rikjanna geti oröiö vinsamleg
aöur en langt um liður. |>.|>
llolden Roberto, leiðtogi FNI.A
ERLENT YFIRLIT
Sættast Angóla
og Bandaríkin?