Tíminn - 04.03.1976, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.03.1976, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 4. marz 1976. TÍMINN Sýninq á verkum Ásqríms Jónssonar — í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá fæðingu hans 5. SJ—Reykjavik — A laugardag kl. 5 veröur opnuð aö Kjarvalsstöð- um sýning á verkum Ásgrims Jónssonar málara i tilcfni af ald- arafmæli hans 4. marz. öli lista- verkin á sýningunni eru úr As- grfmssafni, gjöf listamannsins til islenzku þjóðarinnar, aö undan- teknum sex myndum, sem aðrir hafa gefið safninu. Um 2/3 hlutar Asgrimssafns, 272 málverk og myndir, eru á þessari stærstu einkasýningu sem haidin hefur verið hér i borg tii þessa. Sýning- in er bæði i austur og vestursal hússins, og einnig á göngum og i kaffistofu. Asgrímur Jónsson var einn af fyrstu listmálurum okkar. Hann ákvað ungur að helga sig mynd- listinni, þótt hanii hefði þá tæpast haft nokkur kynni af henni og pappfr og skriffæri, hvað þá litír, væru fáséðar gersemar. Hann var fyrsti Islendingurinn, sem gerði myndlist að ævistarfi sinu eingöngu. Ásgrimur var Arnes- ingur. Eftir að hafa stundað erfið- isvinnu i sjö ar, sigldi hann til Kaupmannahafnar 1897 og hóf listnám, en vann jafnframt við húsgagnamálun. Arið 1903 hélt hann fyrstu málverkasýningu sina hérlendis. Flestum munu kunnug helztu viðfangsefni As- grlms, Islenzk náttiira og heimur þjóðsagnanna. A slðustu árum urbu náttúruhamfarir á Islandi, eldgosin, eitt aðalviðfangsefni listamannsins. Asgrimur lézt apfil 1958. Meðan sýningin á verkum As- gríms stendur yfir að Kjarvals- stöðum, verða þar tvennir tón- leikar Kammersveitar Reykja- vfkur. Hljómsveitin muh leika verk eftir Mozart, sem var eftir- lætistónskáld Asgrims Jónssonar, en hann var mikill tónlistarunn- andi. Loonan: Engin veiði gébé Rvik — Enginn bátur hafði tilkynntloðnunefndumafla igær, enda bræla á lopnumiðunum, auk þess sem allur loðnuflotinn tók þátt í leitinni að Hafrúnu AR 28 frá Eyrarbakka. Hljómleik ar á ísafirði G.S.-ísafirði. — t dag og á morg- un efnir Sunnukórinn á lsafirði á- samt Kammersveit isaf jaröar, til hljómleika i Alþýðuhúsinu á tsa- firði. Kórinn hefur æft reglulega I allan vetur undir stjórn Hjálmars R. Ragnarssonar, og flytur á þessum hljómleikum 15 lög, sem fæst hafa verið sungin hér áður, m.a. islenzk þjóðlcg og nýradd- sett erlend lög. I Kammersveitinni eru sex hljóðfæraleikarar. Hljómleikar þessir verða aðeins þessa tvo daga. Búnaðarþing kýs nefnd til ao semja frumvarp til laga um vinnuaðstoð í sveitum Mó-Reykjavik. Búnaðarþing hefur samþykkt að kjósa þriggja manna milliþinganefnd til að semja frumvarp til laga um vinnuaðstoð I sveitum. Nefndin á að skila áliti fyrir búnaðarþing 1977. Það voru þeir Agnar Guðnason og Sigurður J. Lindal, sem lögðu fram erindi um forfalíaþjónustu i sveitum. Búnaðarþing hefur áður samþykktályktanir um þau mál, og 1972 var stjórn Búnaðarfélags- ins falið að kanna, hvort ástæða Búnaðarþing ályktar um eldi alifugla og anda MÖ-Reykjavik — Tvö mál voru afgreidd frá búnaðarþingi i gær, og þrjú mál voru til fyrri umræðu. Þá var eitt mál lagt fyrir þingið, svo að alls hafa nú 47 mál verið lögð fyrir búnaðarþing, sem stað- ið hefur f 9 daga. t ályktun, sem samþykkt var-á búnaðarþingi i gær, er stjórn BUnaðarfélags tslands, i samráði við Framleiðsluráð landbúnaðar- ins, falið að kanna, hvort ekki sé möguleiki á að fá verulegan auk- inn markað fyrir kjöt af alifugl- um og öndum. Jafnframt er skorað á Rannsóknastofnun landbún- aðarins að hefja búskapartilraun- ir með ræktun gæsa og anda við mismunandi aðstæður. Einnig er skorað á rannsóknastofnunina að kanna, hvort hagkvæmt reynist að taka egg úr varplöndum grá- gæsa, unga út, og ala ungana siðan upp þar til þeir séu hæfir til slátrunar. I ályktun búnaðarþings er bent á að kjötaf aligæsum og önd- um þyki hinn mesti hátiðamatur, og þessir fuglar lií'i að mestu leyti á innlendu fóðri, þ.e. grasi og heyi. Einnig er bent á, að það varði miklu fyrir islenzkt þjóðfé- Sendiherra Islands í Noregi ARNI Tryggvason hefur afhent Olafi V. Noregskonungi trUnaðar- bréf sitt sem sendiherra íslands I Osló. lag, að jafnan sé leitazt við að framleiða i landinu sjálfu sem fjölbreyttastar fæðutegundir á sem hagstæðustu verði. væri til að setja lög um vinnuað- stoð i sveitum hliðstæða lögum um heimilishjálp. Þá var þvi einnig beint til búnaðarmanna- sambandanna að taka til athug- unar að skipuleggja vinnuaðstoð i veikinda- og slysatilfellum. ,,Ekki er vitað til að árangur hafi orðið af þessum ábending- um", segir I greinargerð með til- lögunni, sem samþykkt var á búnaðarþingi I gær. Þvl þykir rétt að reyna nii þá leið, að búnaðar- þing kjösi sjalíl milliþinganemd til að semja lagafrumvarp um málið, ef það þokaði þvinær lausn en fyrri ályktanir hafa gert. Húsnæoismálastjórn: Nýbyggingarlán hækka um hálfa milljón kr. — Félagsmálaráoherra vinnur ao úrbótum varðandi lán til kaupa á eldri íbúoum, sem eru óveruleg Gsal-Reykjavik — Gunnar Thoroddsen, félagsmálaráðherra hefur I samræmi við tillögur hús- næðismálastjórnar ákveðið há- marksupphæð húsnæðismála- stjórnarlána til þeirra sem gera fokhelt á þessu ári, og verður upphæðin á þessu ári 2.3 milljónir kr, en var á s.l. ári 1,7 milljónir kr. Reiknað er með að fjárhæðin skiptist svo til i þrjá jafna hluta, eins og var s.l. ár. Hækkun þessi er byggð á hækk- un á byggingavbitölu. Hámarkslán til kaupa á eldri ibUðum hefur ekki breytzt frá sl. ári, en þá var það 400 þUs. kr. t lögum er ráð fyrir þvi gert, að lán til kaupa á eldri Ibuðum megi vera allt að helmingur nýbygg- ingarlána, en I reynd hefur svo ekki verið, vegna fjármagns- skorts hjá Byggingarsjóði. 160 milljónum er i ár varið til lana vegna kaupa á eldri ibúöum, og er það sama fjárhæð og I fyrra. Jafnaðarlán vegna kaupa á eldri ibúðum frá húsnæðismála- stjórn var 300 þús. kr. s.l. ár. Gunnar Thoroddsen, félagsmála- ráðherra, vinnur nii að úrbótum hvað þessi lán snertir, en engar ákvarðanir hafa þó enn verið teknar i þeim efnum. Kvikmyndagerðarmenn hættir • • vinna fyrir sjónvarpið Fréttakvikmyndatökumenn úti á landi taka þátt í aðgerðunum SJ—Reykjavik — Félag kvik- myndagerðarmanna hefur lýst yfir banni á alla „free-lance" vinnu félagsmanna fyrir Rlkisút- varpið-Sjónvarp, þar til samning- ar takast með þessum aðilum. Þá hafa fréttakvikmyndatökumenn Sjónvarpsins uían Reykjavlkur, sem hafa aukaaðild að Félagi kvikmyndagerðarmanna, hætt sendingum á efni til Sjónvarps- ins. Ástæðan fyrir þessum aðgerð- um ep ágreiningur um greiðslur og sýningarrétt. í siðast liðnum mánuði slitnaði upp úr viðræðum fulltrúa Rikisútvarps-Sjónvarps og Félags kvikmyndagerðar- manna. Félag kvikmyndagerðarmanna hefur farið fram á 1,3 milljónir króna fyrir 30minútna kvikmynd, en sjónvarpið vill borga helmingi lægra verð. Samkvæmt upplýs- ingum frá Félagi kvikmynda- gerðarmanna er framleiðslu- kostnaður 30 minútna myndar u.þ.b. þrjár milljónir króna. Bandalag islenzkra listamanna og formenn aðildarfélaga þess, stjórn Rithöfundasambands ts- lands og Norðurlandadeild FISTAV, sem munu vera alþjóða- samtök starfsmanna útvarps, sjónvarps og kvikmynda, hafa lýst stuðningi við Félag kvik- myndagerðarmanna I kjara- baráttu þeirra. Hvað sýningar- réttinum viðkemur telja kvik- myndagerðarmenn sig fara fram á svipað og Félag islenzkra leik- ara hefur þegar fengið viður- kennt i samningUm við Rikisút- varp-Sjónvarp. Um 30 eru i Félagi kvikmynda- gerðarmanna, þaraf starfa um 15 hjá Sjónvarpinu og nær bannið ekki til vinnu þeirra, sem eru fastráðnir rikisstarfsmenn, eða endursýninga á verkum, sem þeir hafa áður unnið sem slikir. Félag kvikmyndagerðarmanna hefur farið fram á bann félaga kvikmyndagerðarmanna á Norð- urlöndum á dreifingu kvikmynda. sem félagsmenn þeirra hafa gert. til Rikisútvarps- Sjónvarps, þar til samningar hafa tekizt. Skagfirzkir sjómenn ýmist í verkfalli eða á sjó GÓ—Sauöárkróki — Sjómenn hér eru I sérstakri deild I verkalýðs- félaginu, og þar var fundur hald- inn um nýju samningana og þeir felldir. Samt sem áður sigldi tog- arinn Skafti út strax að fundinum loknum, en hann er skráður á Hofsósi. Hinir togararnir tveir frá Útgerðarfélagi Skagfirðinga liggja hins vegar bundnir við bryggju. Allir togararnir voru á veiðum þar til um helgina, að Skafti land- aði 110 tonnum á laugardag, en Drangey landaði 140 tonnum á mánudag. Helganes sigldi hins vegar til Færeyja með aflann og landaði þar, en kom hingaö til Sauðárkróks að lokinni söluferð- inni. og lenti þá i verkfallinu. NU er unnið af kappi I fyrstihUs- inu að vinnslu aflans, en verkfalli er lokið hjá öllu fólki i landi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.