Tíminn - 04.03.1976, Blaðsíða 16

Tíminn - 04.03.1976, Blaðsíða 16
Fimmtudagur 4. marz 1976. METOttunMEKUR Á ENSKU í VASABROTI íi fyrir góótin mat ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS A ÞRIÐJA ÞUSUND REKIN FRÁ HEIMILUM SÍNUM Reuter, Nicosia. — Eitt hundraö og þrjátiu griskir Kýpurbúar, tvö þúsund tyrkneskir Kýpurbúar, þrjátiu fjölskyldur tyrkneskra innflytjenda og nokkrar erlendar fjölskyldur hafa fengiö fyriskipun' um aö rýma heimili sin og flytjast á brott innan fjórtán daga, vegna bvggingar flughafnar i nágrenni þorpa þeirra, segir 1 fréttaskeyti frá' Kýpur i gær. Þaö er tyrkneski flugherinn, BREYTIR SÓLARLJÓSI í RAFORKU Reuter, San Francisco.—Bandariskir visindamenn hafa uppgötvaö frumstæöa lifveru.sem geturumbreyttsólarljósi i orku. Uppgötvun þessi getur, þegar fram liöa stundir, beint manninum á réttar brautir i viöleitni hans til aö vinna rafmagn úr geislum sólarinnar. Rannsóknir á lifveru þessari hafa margþætt mikilvægi, þvi þær varpa ljósi á vinnslu fruma i plöntum og dýrum, og geta þvi haft mikla þýðingu fyrir læknisfræöi, auk annarra þátta. Bakteria þessi inniheldur purpurarautt litarefni, sem getur um- breytt allt aö tiu prósentum þess sólarljóss, sem þaö tekur til sin, I annars konar orku. sem stendur aö byggingu flug- stöðvarinnar, um þrettán kiló- metra austur af Kyrenia, og er ætlunin að starfsfólk flughersins leggi undir sig heimili þeirra, sem reknir hafa verið á brott. Þorpin sem næst eru flughöfn- inni, eru Ayios, Epikittos, Kazap- hani, Karakoumi og Klepini. Ibúar þriggja fyrstnefndu þorp- anna hafa skotiö máli sinu til Sameinuöu þjóðanna og fariö fram á ihlutun þeirra. Á stað þessum er stutt flug- braut, sem hingað til hefur verið notuö af flugvélum, sem úöaö hafa gróöur I héraöinu, en ætl- unin mun vera að lengja hana og bæta fyrir tyrkneska flugherinn. SPÁNN* ATKVÆÐI GREIDD UM STJÓRN- ARSKRÁRBREYTINGAR í AAAÍ VERKFOLL OG MOTMÆLAAÐGERÐIR I FULLUM GANGI Reuter, Madrid. Stjórnvöld á Spáni eru aö undirbúa atkvæöa- greiöslu um breytingar á stjórn- arskrá landsins, meöal annars stofnun tveggja deilda þings. Atkvæöagreiöslan mun væntan- lega fara fram I mai eöa júni á þessu ári. Þá mun stjórnin hafa svo til lokið frumvarpi um afléttingu banns viö starfrækslu stjórn- málaflokka — aö undanskildum flokkum kommúnista, anarkista og aöskilnaöarsinna — en bann það hefur verið i gildi I 37 ár. Drög aö stjórnarskrárbreyt- ingum eru unnin af átján manna nefnd, undir forsæti Carlos Arias Navarro forsætisráðherra. Er haft eftir talsmönnum stjórn- arinnar, að vinnsla þeirra gangi vel. Juan Carlos konungur undirbjó jaröveginn fyrir atkvæöagreiösl- una I gær og sagöi þá aö atkvæöa- greiðsla, þar sem þjóöin lýsti vilja sinum, væri nauðsynleg til þess aö koma á stjórnarskrár- breytingum. Verkföllin og mótmælaaðgerðir halda enn áfram á Spáni, og I gær dreiföi lögregla, vopnuö kylfum, stórum hópi stúdenta sem voru á leiö til menntamálaráðuneytisins til aö krefjast endurbóta á mál- efnum háskóla. Nokkrir stúdent- anna meiddust. Birgðir af grænmeti, ávöxtum og fiski voru litlar i Madrid I gær, vegna verkfalls bifreiöastjóra, sem stendur enn að hluta til. Fjórtán vörubifreiöastjórar voru handteknir I Sevilla i gær, sakaöir um aö veitast að þeim fé- lögum sinum, sem vildu snúa aftur til vinnu sinnar. Bakarar hófu i fyrrakvöld „ hægagangsaðgeröir” til aö leggja áherzlu á kröfur sinar um hærri laun, og má þvi búast viö brauð- skorti I borgum innan tiöar. 1 Baskaborginni Viktoria voru flestar verksmiöjur og verzlanir lokaöar I gær, til aö styöja kröfur 6.000 verkamanna, sem verið hafa i verkfalli i tvo mánuöi. ítalskir sósíalistar: ENGA KARLMENN! KVENNARAÐSTEFNAN í BRUSSEL HEFST í DAG Reuter, Brussel.Allir karlmenn veröa geröir útlægir frá fundum alþjóölegrar ráöstefnu um glæpi gegn konum, sem hefst I Brussel i dag. Talsmaður skipuleggjenda ráðstefnunnar, Lydia Horton, sagði i gær, að meðal umræöu- efna ráðstefnunnar yrðu mál- efni svo sem „þröngvun kvenna i móöurhlutverk”, „nauög- anir”, „barsmiðar sem eiginkonur veröa aö þola af hendi eiginmanna”, „kauplaus vinna húsmæöra” og fleira. Sagði hún aö karlmenn, þar á meðal fréttamenn, fengju engan aðgang aö fundum ráöstefnunn- ar, þar sem fulltrúar væru margir óvanir aö tala opinber- lega. — Sumar þeirra myndu eiga i miklum erfiðleikum meö aö tjá sig um málefni eins og nauðgan- ir og aðra glæpi, sem framdir eru gagnvart konum, i viðurvist karlmanna, sagði hún. Horton gagnrýndi einnig i gær kvennaráðstefnu S.Þ., sem haldin var I Mexikó á siðasta ári, þar sem hún heföi veriö „skipulögö af karlmönnum, og þótt þar kæmu fram nokkrar góðar hugmyndir, var litiö I málunum gert.” — Konur eru ekki hátt skrifaðar hjá karlmannarikis- stjórnum —, sagði Horton, — og i mörgum tilvikum er þess ekki einu sinni gætt aö þær njóti stjórnarskrárréttinda sinna. — Ráðstefnan i Brussel er skipu- lögð af alþjóölegri nefnd kvenna, sem búa I Belgiu og vonast þær til aö fulltrúar veröi alls rúmlega eitt þúsund, frá tuttugu og sex löndum. A fyrsta degi ráöstefnunnar munu fulltrúar ræöa um „þröngvun kvenna i móöurhlut- verk” og höft þau sem gilda um notkun getnaöarvarna og fóstureyðingar. A siðari fundum verða önnur málefni rædd, svo sem efna- hagslegir glæpir (ógreidd vinna húsmæðra, mismunun á verka- fólkieftir kynjum og fleira), svo og ofbeldisglæpir (nauöganir, barsmiðar á eiginkonum og annaö). SAMSTARF VIÐ KOMMUNISTA EKKI ÆSKILEGT EINS OG ER Reuter, Róm. Francesco deMartino, leiötogi italska Sósial- istaflokksins, virtist algerlega mótfallinn samvinnu flokks sins viö Italska kommúnistaflokkinn, þegar hann ávarpaði þing Sósialistaflokksins á opnunardegi þess I gær. DeMartiono sagöist hafa trú á, að hagsmunum flokksins væri mun betur gætt i samvinnu við flokk Kristilegra demókrata. Sagöi leiötoginn, aö fyrir þvi lægju aö minnsta kosti þrjár mikilvægar orsakir, aö ekki væri hentugt aö bindast kommúnista- flokknum. I fyrsta lagi væri þaö stærðar- mismunur flokkanna — kommún- istar hafa 179 sæti I neöri deild þingsins, en sósialistar 61 — og sagöi deMartino aö þaö myndi hafa mikil áhrif á öll alþjóöa- tengsl fiokksins. 1 ööru lagi væru þaö tengsl Kommúnistaflokksins viö Sovét- rikin, en hann væri allt of háöur Kremlherrum. TVEIR DREPNIR — FIMMTÁN SÆRÐIR Reuter/Viktoria. Tveir menn létust og fimmtán særöust af völdum skothriöar, þegar lög- regla beitti skotvopnum i viöur- eign viö mótmælagöngufólk i borginni Vitoria á Spáni i gær- kvöldi. Fimm hinna særöu voru al- varlega meiddir. Haft er eftir áreiöanlegum heimildum aö lögreglan hafi gripiö til skotvopna, þegar göngumenn reyndu að um- kringja hana og hafi það verið gert til að dreifa hópnum. CASTRO GERIR VÍÐREIST Reuter, Belgrad—Fidel Castro, forsætisráðherra Kúbu, mun fara i heimsókn til Júgóslaviu, i boði Titós forseta, dagana 6. og 7. marz. Castró er um þessar mundir staddur i Moskvu, vegna þings sovézka kommúnistaflokksins, en mun halda þaðan beint til Júgóslaviu. Frá Júgóslaviu fer Castro til Búlgariu, og þaðan til Sviþjóð- ar. I Sviþjóö veröur hann dag- ana 10. til 14. marz. FIMMTIU HAFA LÁTIÐ LÍFIÐ Reuter/London. Um fimmtiu manns hafa látizt á brezka meginlandinu vegna aögerða Irska lýöveldishersins þar, sið- an IRA hóf herferð sina gegn brezkum yfirráðum á Norður- trlandi fyrir sjö árum. Flestir hafa látizt af völdum sprenginga, sem hafa verið mjög tiöar. Siöast liðinn mánuð, eöa frá þvi IRA-liðsmaðurinn Frank Stagg lézt af völdum hungurverkfalls i brezku fang- elsi, hafa félagar hans staðiö að átta sprengjutilræöum I Lund-, únaborg einni saman. ÍHALDSSAMIR VEÐURGUÐIR? Reuter/Boston. Kjósendur i Massachusetts i Bandarikjun- um gengu að kjörboröi á þriðju- dag, I snjókomu og heldur leiöinlegu veöri. Þykir liklegt, aö þaö komi hinum ihaldssam- ari af frambjóöendum demó- krata til góöa, þar sem stjórn- málafræöingar telja, aö Ihalds- samir kjósendur muni ekki láta veðurfar aftra sér frá þvi aö kjósa, en frjálslyndir muni hafa tilhneigingu til aö halda sig inn- an dyra I slæmu veöri. NEÐANJARÐAR- VARNIR KÍNVERSKA HERSINS Reuter/Bonn. Kinverski herinn hefur byggt varnarkerfi neöan- jarðar I innri Mongóliu, og eru gangar þess nógu stórir til að léttir skriödrekar og langferöa- bifreiðar komist um þá. Vestur-þýzki þingmaöurinn Werner Marx, sem nýlega kom úr heimsókn til Kina, hefur skýrt frá þvi, aö varnarkerfi þetta sé nægilega viðamikiö til þess að Kinverjar geti rekið þaðan skæruhernað langtimum saman. Werner Marx sagöi, að varn- arkerfi þetta væri „sérlega við- áttumikiö”, og vestur-þýzkur fréttamaður, sem skoöaö hefur kerfið, segir, að gangar þess séu hundruð kilómetra að lengd. BIÐJA UM FORDÆMINGU Reuter/Alsir. Sjálfstæöishreyf- ing Vestur-Sahara fór þess i gær á leit viö aöildarlönd Efnahags- bandalags Evrópu, aö þau for- dæmdu „tilraun til þjóöar- morös” sem forráöamenn sjálf- stæöishreyfingarinnar telja hermenn Marokkó og Máritaniu standa aö i Sahara. Sagöi I skilaboöunum til EBE, aö „yfirgangur herja þessara tveggja rikja hefur þann tilgang aö kúga land okkar, ræna auö- æfum þess og þurrka þaö út.” Spánn afhenti I siöustu viku Marokkó og Máritaniu land- svæöi Vestur-Sahara, en Sjálf- stæðishreyfingin með stuðningi Alsir og Libýu, hefur lýst þvi yfir, að hún muni fara meö völd á svæðinu. Kvaö deMartino tengsl viö Sovézka kommúnistaflokkinn enn vandamál, þótt hann teldi rangt, sem haldið er fram, aö gagnrýni vinstri flokka á Sovétrikin væru aðeins kosningabrella. — Sú staöreynd, aö gagnrýni á stjórnvöld telst til glæpa gagn- vart riki sósialismans er i þver- sögn við þann árangur I borgara- legum réttindum, sem viö trúum á og þaö viröist varla mögulegt, aö slikt viögangist enn, sextiu árum eftir byltinguna —, sagði deMartino. Þriöju ástæöuna kvaö sósial- istaleiötoginn vera þá, aö kommúnistar virtust hafa hafnað möguleikanum á vinstra sam- starfi með „sögulega málamiðl- un” i huga, en þaö myndi þýöa samdrátt kommúnista, sósialista og kaþólikka. VEGNA innheimtu blaögjalda fyrir febrúarmánuö 1976 skal tekiö fram, aö þar sem útskrift mánaðarreikninga var lokiö fyrir verkfall, verður leiðrétting á mánaöargjaldinu gerö I næsta mánuöi. BEJH er með stálstyrkt farþegarými, sem tryggir aukið oryggi. I FIAT EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI Davíð Sigurðsson h.f. Siðumúla 35 Símar 38845 — 38888

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.