Tíminn - 04.03.1976, Blaðsíða 15

Tíminn - 04.03.1976, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 4. marz 1976. TÍMINN 15 Svellalög í Hrútafirði og bændur óttast kal MÓ—Reykjavik — Hér er alveg jarðlaust og mikil svellalög, sagði Jónas Jónsson á Melum i Hrúta- firði i viðtali við blaðið. Eru þvi margir hræddir um kal I túnum, ef þessu heldur lengi fram. Nú eru þorrablótin búin og fremur rólegt i skemmtanalifinu, en bændur keppast við að rýja sitt fé. Vetrarrúningur jókst hér til munu i fyrra, en þá var haldið hér námskeið i rúningi. Þykir bændum mikill munur að rýja fé sitt um þetta leyti, og fá þannig mun betri ull. AAikið byggt Gó-Sauðárkróki. A siðasta ári voru 79 ibúðarhús i byggingu hér á Sauðárkróki. Einnig voru hér 39 bílgeymslur i smiðum og aðrar 12 byggingar. Þá var flutt i 14 nýjar ibúðir, og einnig voru 10 bil- geymslur teknar i notkun. Sjö aðrar byggingar voru teknar i notkun. Byrjað var á 50 ibúðum, þar af voru 14 i sambýlishúsum, Einnig var byrjað á 26 bilgeymslum og 6 öðrum byggingum. Um næstliðin áramót voru 65 ibúðarhús i smið- um á Sauðárkróki. Auk þess 29 bilgeymslur og fimm aðrar bygg- ingar. Byggingarfulltrúi á Sauðár- króki er Jóhann Guðjóndsson Árbæjarhverfi Æskulýðsráð boðar til almenns fundar i Árbæjarhverfi, föstudaginn 6. marz. Fundurinn verður i samkomusal Árbæjar- skóla og hefst kl. 20,30. FUNDAREFNI: Félagsmiðstöð i Árbæjarhverfi. Kynning og umræður. 1 Æskulýðsráð / Reykjavíkur STORGLÆSILEG HEKLAhf. Laugavegi 170—172 — Sími 21240 Viðtalstímar alþingismanna og borgarfulltrúa Framsóknarflokksins Einar Ágústsson, utanrikisráðherra, verður til viðtals á skrif- stofu Framsóknarflokksins, Rauðarárstig 18 laugardaginn 6. marz kl. 10—12. Rangæingar — Framsóknarvist Framsóknarfélag Rangárvallasýslu heldur spilakvöld i félags- heimilinu Hvoli, Hvolsvelli, sunnudaginn 7. marz kl. 21. Góð kvöldverðlaun og heildarverðlaun sólarlandaferð fyrir tvo. Vil- hjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra flytur ávarp. Stjórnin. Framsóknarvist Framsóknarvist, Hótel Sögu, Súlnasal, þriðjudaginn 16/3 kl. 20,30. Glæsileg þriggja kvölda spilakeppni i Framsóknarvist Súlnasal Hótel Sögu. önnur vistin verður þriðjudaginn 6/4 og sú þriðja sumardaginn fyrsta fimmtudaginn 22/4. Sérstök verðlaun eru veitt fyrir hvert kvöld en heildarverðlaun fyrir þrjú kvöld er flugfar fyrir 2 til Austurrikis. Mætið stundvislega, allir velkomn- ir, verið með frá byrjun. Framsóknarfélag Reykjavikur. Austur- Skaftfellingar Arshátið Framsóknarfélags Austur-Skaftfellinga verður haldin að Hótel Höfn laugardaginn 6. marz. Hátiðin hefst með borðhaldi kl. 20,00. Halldór E. Sigurðsson landbúnaðarráöherra og Pétur Einarsson flytja ávarp. Ýms skemmtiatriði. Húsið opnað kl. 19,00. Að- göngumiðar seldir við innganginn. Stjórn Framsóknarfélagsins Austur-Skaftfellingar Aðalfundur Framsóknarfélags Austur-Skaftfellinga verður haldinn i gagnfræðaskólanum Höfn laugardaginn 6. marz og hefst kl. 15,00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Gestir fundarins verða Halldór E. Sigurðsson landbúnaðarráð- herra og Pétur Einarsson stjórnarmaður i SUF.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.