Tíminn - 04.03.1976, Blaðsíða 1
r
Leiguflug—Neyðarflug
HVERT SEAA ER,
HVENÆR SEM ÉR-
FLUGSTÖÐÍN HF
Simar 27122-11422
—
Áætlunarstaðír:
Blönduós — Sigluf jörður
Búðardalur — Reykhólar
Flateyri — Bíldudalur
Gjögur — Hólmavík
• Hvammstangi — Stykkis-
hólmur— Rif Súgandafj;
Sjúkra- og leiguflug um
allt land
Símar: .
2-60-60 &
2-60-66
Ingibjörg Guðlaugsdóttir
FB-Reykjavík. Skipverj-
ar á Jóhannesi Gunnari
GK 268 fundu á þriOju-
daginn Hk Ingibjargar
Guölaugsdóttur, Grettis-
götu 33b i Reykjavik, sera
var matsveinn á Hafrúnu
AR 28. Likið fannst undan
öngulbrjótsnefi. Ingi-
björg var fædd 6. júli 1935.
Hún lætur eftir sig átta
börn á aidrinum 4 til 25
ára.
gébé Rvik — Taliö er fullvlst aö
stálskipiö Hafrún AR 28 frá Eyr-
arbakka, sem fór til loönuveiöa
frá Þorlákshöfn um miönætti á
mánudag hafi farizt i slæmu veöri
viö Reykjanes, en þar voru suö-
austan 7—8 vindstig. t gærdag
fundu björgunarsveitir brak og
hluta úr öörum björgunarbát
Hafrúnar, auk lóöarbelgja. Um
60—70 manns gengu á fjörur á
Reykjanesi og viðar i gærdag,
flugvélar frá Landhelgisgæzlunni
og varnarliöinu á Keflavikurflug-
velli, auk þyrlu leituöu meöfram
strandlengjunni og svo fjörutiu
skip sem leituðu mjög skipulega á
stóru svæöi.
Björgunarsveitir slysavarnafé-
lagsins I Sandgeröi, Höfnum,
Grindavlk, Þorlákshöfn og Eyr-
arbakka gengu á fjörur frá birt-
ingu i gærmorgun og langt fram á
dag. Leitaö hefur veriö frá Sand-
geröi suöur meö Reykjanesi og
austur I Selvog. Sýr, flugvél land-
helgisgæzlunnar leitaöi á suöur-
svæöinu I gær, og vestur af
Reykjanesi og vestur meö suöur-
ströndinni.
Leitarflugvél og þyrla varnar-
liðsins leituöu vestur aö Garö-
skaga og norður með Faxaflóa og
meö allri strandlengjunni frá
Garöskaga austur fyrir aö Þor-
lákshöfn.
Skipverjar á Þorsteini RE 303
voru fyrir leitinni á sjó, en I henni
tóku alls þátt fjörutiu skip. Leitin
var mjög vel skipulögð og var
eins og þéttriöið net, sagði Hann-
es Hafstein, framkvæmdastjóri
Slysavarnafélagsins I gær.
Björgunarskipiö Goðinn leitaði I
Sem dæmi um þaö, hve leit
björgunarsveita Slysavarna-
félagsins er umfangsmikil og
nákvæm, eru þessar lím-
bandsslitrur, sem björgun-
armenn úr Grindavik fundu
og töldu aö væru af matar-
pökkum eöa neyöarblysum.
Timamyndir: Gunnar.
FB-Reykjavík. Þeir sjö skipverjar af Hafrúnu AR 28 sem er saknað
eru Valdimar Eiösson skipstjóri, fæddur 1945, kvæntur og tveggja
barna faöir. Agúst ólafsson, fæddur 1949, kvæntur og á eitt barn.
Þóröur Þórisson, fæddur 1943, kvæntur og á eitt barn. Július
Stefánsson, fæddur 1955, á unnustu. Haraldur Jónsson, fæddur 1955,
trúlofaöur og á eitt barn. Guömundur S. Sigursteinsson, fæddur
1957, ókvæntur, og Jakob Zophoniusson, fæddur 1931, á einn upp-
kominn son.
og út af Sandvik, þar sem brakið
fannst.
Þaö sem fannst var toppurinn
af'öörum gúmmibjörgunarbát
Hafrúnar, matarpakkar, vara-
pokar meö álpokum I, árar og
belgir. Einnig fannst meirihluti af
millidekki af sjálfum bátnum, viö
Háleyjarberg. Björgunarmenn i
Grindavlk sögöust ekki telja að
báturinn heföi strandaö, né
heldur aö áhöfnin hafi komizt um
borö i gúmmibjörgunarbátinn,
þvi þá væru um þaö einhver
merki. Tveir björgunarbátar
voru á Hafrúnu og var annar
geymdur á þaki stýrishússins en
hinn fram undir hvalbak, og er
það hinn síöarnefndi sem taliö er
að brekið sé úr.
Að sögn Hannesar Hafstein
veröur leit hafin aö nýju i birtingu
i dag og veröur áherzlan lögð
fyrst og fremst á leit úr flugvélum
og að ganga strandlengjuna.
Hávaðabrim geröi leit viö strönd-
ina torvelda i gær, en auk þess
var mikið hvassviöri við Reykja-
nes og voru t.d. hafnirnar lokaöar
bæöi I Grindavik og I Þorláks-
höfn.
Geir Guðmundsson úr björg-
unarsveitinni i Grindavik
heldur hér á einum af þrem
lóðarbelgjum Hafrúnar, sem
fundust.