Tíminn - 14.03.1976, Blaðsíða 3
Sunnudagur 14. marz 1976
TÍMINN
3
„Bakariiö” og Bernhöftshús
er fullkomin, sjálfvirk
saumavél með lausum
armi og innbyggðum
fylgihlutakassa
Verð aðeins krónur
43.350
Býður nokkur betur?
Góð greiðslukjör.
Með aðeins einum takka
má velja um 17 sporgerðir:
Beint vanalegt spor
Beint feygjanlegt spor
Zig-zag
Satínsaum
Skelfald
Blindspor til að sauma
tvöfalda efnisbrún við
leggingarborða
Teygjanlegan skelfald
Overlock
Parísarsaum
Þrepspor
Teygjufestispor
HÚN VEGUR AÐEINS UM
12 KG. MEÐ TÖSKU
Necci Lydia 3 er
sérlega einföld í
meðförum
Auk þess má
gera hnappagöt
festa á tölur og
sauma út eftir vild.
Fullkominn íslenzkur
leiðarvísir fylgir.
Blindfaldspor
Rykkingarsaum
Oddsaum
Tungusaum
Rúðuspor
Þræðingarspor.
necchiHEM®
Fæst hjá kaupmönnum og
kaupfélögum víða um land
Suðurlandsbraut 8
Simi 8-46-70
NECCHI
w
Smáhreyfing
komin á Bern-
höftstorfumálið
Myndlista- og handíðaskólanemar hafa
basar í húsinu um næstu helgi
SJ—Reykjavik — Máliö er aðeins
farið að hreyfast, svaraði Gunn-
laugur Claessen hjá fjármála-
ráðuneytinu spurningu Tlmans
um hvað liði gangi Bernhöfts-
torfumálsins.
Fjármálaráðuneytið fór fyrir
nokkru þess á leit við borgaryfir-
, völd, að fasteignagjöld af húsun-
um i Torfunni yrðu felld niður.
Gjöldin miðast við brunabötamat
á húsunum i þvi ástandi, sem þau
voru 1969, og siðan hefur það
versnað vegna óhirðu. Fjármála-
ráðuneyti barst nýlega svar frá
Reykjavlkurborg, þar sem greint
var frá þvl að borgaryfirvöld
teldu ekki lagaheimild til að fella
gjöldin niður.
Enn hefur ekki verið tekin
ákvörðun um, hvort haldið verður
fast við fyrri áform um að byggja
ráðhús Reykjavikur þar sem
Bernhöftstorfuhúsin eru eða
hvort þeim verður breytt. Meðan
málin standa svo eru ekki for-
sendurfyriraðleggja I kostnað við
þessi gömlu hús, að dómi ráðu-
neytismanna.
Þess má geta að fyrir nokkrum
dögum tóku vegfarendur eftir þvi
að þak bakhússins við Bernhöfts-
hús er fallið inn.
Meöan þessu fer fram hefur þó
heldur betur verið tekið til hend-
inni I Bernhöftshúsi. Myndlista-
og handiðaskólanemar hafa feng-
ið leyfi til að halda þar basar og
selja veitingar til ágóða fyrir
ferðasjóð þriðja árs nemenda.
Húsið hefur verið notað, sem
geymsla, og tóksá, sem hafði það
á leigu nýtilega hluti, en eftir
varð heilmikið af drasli. Þetta
báru nemendur á hauga og þvoðu
allt hátt og lágt og máluðu og nutu
við þetta starf stuðnings Torfu-
samtakanna. Basarinn verður
siðan um næstu helgi, laugardag
og sunnudag. Þar verða seldar
handunnar vörur, sem nemendur
skólans hafa gert, ennfremur
grafikmyndir. A boðstólum
verður einnig kaffi og kakó.
Þriðja árs nemendur Mynd-
Iista- og handiðaskólans hafa að
undanförnu farið I námsferð til
útlanda. Að þessu sinni er ferð-
inni heitið til Amsterdam, með
viðkomu i Kaupmannahöfn og
Málmey. Megintilgangur ferðar-
innarer að skoða myndlistarsöfn.
Sambandið:
Þriðja byggingarvöruróð-
stefnan haldin í apríl
Þriðja byggingavöruráðstefna
Innflutningsdeildar Sambands
isl. samvinnufélaga veröur haldin
i Tjarnarbúð, Reykjavik, dagana
8.-9. april n.k. Að sögn ómars
Kristjánssonar, sem hefur með
undirbúning ráðstefnunnar að
gera, er búizt við talsverðri þátt-
töku, og m.a. munu a.m.k. 20
innkaupastjórar frá kaupfélögun-
um sækja hana. Byggingavöru-
deild Innflutningsdeildar hefur
veg og vanda af söfnun gagna
fyrir ráðstefnuna, og verður
reynt að vanda til hennar eins og
frekast er kostur. Meðal annars
verða tveir erlendir gestir á ráð-
stefnunni, sem munu flytja þar
fyrirlestra.
Ráðstefnan er einn þátturinn i
sivaxandi viðleitni Innflutnings-
deildar til að auka upplýsinga-
streymið til innkaupastjóra kaup-
félaganna. Með auknu samstarfi
þessara aðila hefur á slðustu ár-
um náðst verulegur árangur á
ýmsum sviðum. Dæmi þess er
innflutningur á gólflagnanefni, en
með þvi að sameina innkaup
Sambandsins og kaupfélaganna á
þeim vörum hafa náðst talsvert
hagkvæmari verð en ella, og
verður reynt að halda áfram á
sömu braut næstu árin.
Nýtt klæðningarefni
í stað bárujárns
Innflutningsdeild Sambands.
isl. samvinnufélaga tók fyrir
nokkru umboð hér á landi fyrir
sænska stálverksmiðju, „Nord-
bottens Jarnverk” i Lulea i
Norður-Sviþjóö, en hún framleið-
ir stálklæöningu til nota utanhúss
á þök og veggi, sem vakiö hefur
mikla eftirtekt. Er þetta nýja
klæðningarefni meöal þeirra
vörutegunda, sem til umræðu
verða á byggingavöruráðstefnu
Innflutningsdeildar snemma i
næsta riiánúöi.
Klæðningin er framleidd úr
stálplötufn, sem eru heitgalvani-
seraöar og plasthúðaöar undir
málningu. Henni er ætlað að
koma á staðinn fyrir bárujám, en
er bæöi fallegri og endingarbetri,
þar sem þessar plötur eiga aö
geta enzt i 25-30 ár.
Skv. upplýsingum frá Val
Sigurbergssyni I Byggingavöru-
deild hefur þessi klæðning þegar
veriö seld til ýmissa aðila viðs
vegar um landið, m.a. á frysti-
hús, Ibúðarhús og verzlunarhús.
Reynslan það sem af er má telj-
ast góð, og salan er vaxandi.
Meöal annars er nýbúiö að selja
slika klæðningu á nýja fóðurverk-
smiðju I Gunnarsholti og á nýtt
félagsheimili i KFUM I Vatna-
skógi.
Arlegur innflutningur á báru-
járni mun nú nema um 3.500 til
4.000 lestum, og er ljóst, aö þetta
nýja efrii getur valdið byltingu I
fragangi bygginga hér á landi, ef
vel tekst til.
Húsbyggjendur —
Athugið
Höfum til sölu milliveggjaplötur, 7 og 10
sm.
Bjalli h.f. — Hellu
Simi 5939 i hádegi og á kvöldin.