Tíminn - 14.03.1976, Blaðsíða 33

Tíminn - 14.03.1976, Blaðsíða 33
V/ J r/ Sunnudagur 14. marz 1976 TÍMINN angaði af hársmyrslum. Hann var með breiðar „sorgarrendur” undir hverri nögl. Konan hans, dóttir maddömu Mörtu, var feit og sóðaleg eins og mamma hennar. Innandyra var allt kámugt og illa útlit- andi, og þar má telja með þrjú illa hirt börn, sem veltu sér á góKinu. Grimaldi talaði sæmi- lega frönsku. Þegar Berit hafði sagt honum ágrip af sögu þeirra systkina, varð hann mjög elskulegur i við- móti og fullvissaði þau með mikilli mælsku, að hann skyldi gera allt sem hann gæti til að hjálpa þeim. „En”, bætti Grimaldi við, „þvi miður er mjög dýrt að ferðast hér um slóðir og vil ég þvi spyrja ykkur, hvort þið hafið nægilega peninga með ykkur”. Jú, Berit sagði, að þau hefðu pen- inga. „Hve mikið?” spurði Grimaldi. Berit ætlaði fyrst að svara: ,,Um 800 pund i enskum pening- um”, en hætti snögglega við það. Það var eins og heimili og húsbóndinn sjálfur hefðu allt i einu þau áhrif á Berit, að hún taldi ekki rétt að Grimaldifengi vitneskju um alla þeirra peninga. Hún gaf þvi svar, sem i sjálfu sér var sannleikur og svaraði skýrt og ákveðið: „Ég hef tæp 400 sterlingspund”. Þetta var hærri upphæð en Gximalda hafði dottið i hug að þau hefðu með sér, en hann varaðist að láta á þvi bera. Hann sagði þvert á móti mjög alvarlegur: „ Jæja, úr þvi að þið haf- ið ekki meiri fjármuni með ykkur en þetta, þá veit ég hreint ekki, hvort ég get neitt fyrir ykkur gert. Það er svo hræði- lega dýrt að ferðast hér”. En þegar hann sá, hve Berit varð vonsvikin og hrygg við þetta svar, bætti hann við hug- hreystandi: ,Ég skal nú gera fyrir ykkur allt, sem mér er auðið. Nú farið þið aftur til mad- dömu Mörtu og biðið þar, þangað til að ég hef athugað þetta nánar”. Þetta var um hádegis- bilið og hitinn var óþol- andi. Árni var orðinn sársvangur og spurði Songo, hvort hann gæti ekki einhvers staðar út- vegað þeim mat. — Hjá maddömu Mörtu áttu ekki von á neinum mat. — Songo sagði, að þau skyldu reyna á járn- brautarstöðinni. Þar sagði hann, aö væri bezta matsalan i borg- inni. Á leiðinni þangað varð Berit lasin. Hún fékk kvöl i höfuðið og glýjui augun. Þegar þau komu á járnbrautar- stöðina, var hún orðin fárveik og seldi ákaft upp. Gestgjafinn var gamall, góðlátlegur maður og gaf henni strax bolla af sterku kaffi, til að hressa hana. Hann sagði, að hún hefði veikzt svona af þvi að hún gengi berhöfðuð. Hann sagði, að þau skyldu bæði kaupa sér strax stóra hitabeltis- hatta og flugnanet. Gestgjafinn sagði, að hann efaðist um að flugnanet fylgdu rúmun- um hjá maddömu Mörtu, en án þeirra gætu þau ekki sofið dúr I nótt. Árni ætlaði strax að hlaupa út að kaupa þetta, en gestgjafinn harðbannaði honum að fara. Klukkan var rúm- lega tvö, en þá var hitinn allra mestu að liðnu há- degi, og hann sa að Árni gæti orðið fárveikur ef hann færi nú strax út aftur. Songo bauðst þá til að kaupa þetta fyrir þau. Litlu siðar kom Songo aftur hlaðinn af varn- ingi. Voru það hattar af ýmsum stærðum og flugnanet. Þessir hita- beltishattar eru venju- lega búnir til úr þunnum korkflögum og "klæddir með hvitu lérefti. Þeir eru djúpir og falla niður fyrir hnakkann. En sólsting fá menn helzt, ef sólin skin á hnakkann. Þegar Berit hafði hvilt sig um stund, fór hún að hressast. Þá greiddu þau matinn og þökkuðu gestgjafanum fyrir sig og röltu svo aftur niður götuna til maddömu Mörtu. Gestgjafinn hafði haft rétt fyrir sér. í herbergjunum hjá „maddömunni” voru hvorki flugnanet eða nein önnur þægindi. Songo, sem hafði verið þjónn hjá auðugum Englendingi, kunni tökin á þvi að koma fyrir flugnanetunum yfir rúmunum. Það tók hann aðeins örfáar minútur. Hann hugsaði lika um Vic, sem þjáðist i hitan- um. Hann útgvegaði mat handa honum og vatn til að kæla hann ofurlítið. Systkinin dáðust að Songo, og þau hugsuðu sem svo, að ekki skildu þau, hvernig þau hefðu komizt af þessa dagstund, ef þau hefðu ekki hitt hann. Framhald Auglýsið í Tímanum Við getum boðið Fenwick Potain og Poclain... Viögetum boðið yður Fenwick lyftara, Potain byggingakrana og Poclain skurðgröfur. Ennfremur getum við útvegað notaða Fen- wick lyftara, Potain byggingakrana og Poclain skurðgröfur. Eigið verkstæði og varahlutaþjónusta. Hafið samband við Friðbert Pál Njálsson í véladeild. SKRISTJÁN ÖL SKAGRJÖRÐ HF Hólmsgötu 4 - Reykjavík - Sími 24120 33 [yukgfi® somlokurnar dofna ekki með aldrinum Þokuljós og kastljós Halogen-ljós fyrir J-perur - ótrúlega mikið Ijósmagn PERUR í ÚRVALI NOTIÐ ÞkÐBESlA —BLOSSB— Skipholti 35 ■ Símar: 8-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæði • 8-13-52 skrifstofa 3 Fjölnota vagninn má nota á margvislegan hátt: Sem baggavagn, þá útbúinn með grindum fyrir heybagga. Sem votheysvagn og er þá út- búinn votheysgrindum og sjálflosandi út- búnaði. Auka losunarfæriband að aftan fáanlegt. Sem mykjudreifara og þarf þá aðeins að fá mykjudreifibúnað aftan á vagninn. Sem alhliða flutningsvagn. — JF — vagninn nýtist allt árið og er þvi mjög hagkvæm fjárfesting. Ýmsar stærðir fáanlegar. Ndnari upplýsingar hjó sölumanni Gtobuse LAGMÚLI 5, SlMI 81555

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.