Tíminn - 14.03.1976, Blaðsíða 40

Tíminn - 14.03.1976, Blaðsíða 40
i SÍS-FÓIHJll SUNDAHÖFN 12 fyrirgóóan mai ^ KJÖTIÐNAOARSTÖÐ SAMBANDSINS KVENNAFRÍIÐ í MYNDUM OG MÁLI í EINNI BÓK — sem Kvennasögusafnið fær að gjöf gébé—Rvik. — Framkvæmda- nefnd um kvennafri hefur að undanförnu unnið að þvi að safna saman dagblaðaúrklipp- um, bæði úr islenzkum og erlendum blöðum, um allt sem skrifað var um kvennafridaginn 24. október s.l. Þetta er mjög myndarlegt safn, en nú er verið að binda blöðin saman i tvö stór bindi, og verður siðan Kvenna- sögusafni tslands gefið allt safnið. Gerður Steinþórsdóttir, Gerður Steinþórsdóttir litur hér yfir blöðin með úrkiipp- unum, en alls munu þetta vera um 200 bis. talsins. Timamynd: Róbert. ein úr Framkvæmdanefnd um kvennafri, sagði, að auk þessa myndu öll gögn starfshópa kvennadagsins, svo seni fundargerðir, bréf, skeyti og annað efni, sem þeim hefði bor- izti tilefni 24. október s.l. verða afhent Kvennasögusafninu að gjöf. Áætlað er, að lokið verði að binda fyrrnefnt dagblaðaúr- klippusafn ilok þessa mánaðar. Sem kunnugt er, var Kvenna- sögusafn íslands stofnað á fyrsta degi alþjóðakvennaárs Sameinuðu þjóðanna, 1. janúar 1975. Hornsteinn safnsins er Ævinminningabók Menningar- og minningarsjóðs kvenna, en stofn þess er að öðru leyti bæk- ur, handrit og önnur gögn, sem Anna Sigurðardóttir gaf safninu á stofndegi, en Anna er stofn- andi safnsins, auk þeirra Else Miu Einarsdóttur og Svanlaug- ar Baldursdóttur. Mikið var rætt og ritað um Is- lenzka kvennafridaginn 24. október ekki siður erlendis en hér heima. Erlend dagblöð og timarit gerðu sér sum hver mik- inn mat úr kvennafriinu, en framkvæmdanefndin hefur safnað öllu þvi efni, sem hún hefur með nokkru móti getað komizt yfir. Þessu efni, ásamt úrklippum úr öllum islenzku dagblöðunum og timaritum hérlendis, hefur nú verið raðað inn á spjöld, sem siðan verða bundin I tvö bindi, alls um tvö hundruð blaðsiður. Bókaspjöld- in verða rauð á báðum bindun- um, sem eru I stdru' broti, eða rétt aðeins stærri en dagblaðs- siðustærð. •c Landbúnaðarráðstefna r ■ r • r • r r a Blonauosi i juni — fjallað verður um landbúnaðinn frá byggðaþróunarlegu sjónarmiði MÖ—Reykjavik — Það verður fjailað um iandbúnaðarmái frá byggðaþróunarlegu sjónarmiði á ráðstefnu, sem Fjórðungssam- band Norðurlands gengst fyrir á Blönduósi 21. og 22. júni i sumar. Lögð er á það áherzla að heildar- sýn fáist yfir landbúnaðinn og stöðu sveitanna á ráðstefnunni, segir I fréttabréfi Fjórðungssam- bandsins. Einnig á að fá yfirlit um tengsl sveitanna og þettbýlis- staðanna I byggðaþróun Norður- Komu af öllum heims- hornum JH — Arið 1974 fluttust hingað til lands 1552 menn, þar af 923 Islenzkir rikis- borgarar, en brott fluttust 1224, þar af 865 islenzkir rikisborgarar. Flest af þessu fólki kom frá Danmörku 377, Bandarikjunum 224, Sviþjóð 222 og Norcgi 184. Einnig fóru flestir til Danmerkur, 369, Bandarikjanna 240, Norcgs 160 og Sviþjóðar 139. Meðal þeirra sem hingað fluttust, voru sex frá Græn- landi, þar af fimm islenzkir rikisborgarar, ellefu frá Afriku (fjórir islenzkir rikis- borgarar, frá Asíu (tiu is- lenzkir rikisborgaran átta frá Mið- og Suður-Ameriku (þrir Islenzkir rikisborgar- ar) og 51 frá Astralfu (26 is- lenzkir rikisborgarar). iands og hlutverk landbúnaðarins i atvinnusköpun. Mikið verk verður unnið i upp- lýsingasöfnun fyrir ráösteftiuna, og verða þær lagðar fram á ráð- stefnunni. Munu ráðunautar búnaðarsambandanna gera út- tekt á stöðu einstakra býla, fram- leiðsluþeirra og bústofni, aðstöðu til rafmagns, samgangna, verzl- unar og félagslegra þjónustu. Þá mun Fjöröungssambandið safna upplýsingum um tekjur og vinnu- afl f þéttbýli, sem tengt er þjón- ustu við landbúnaðinn og úr- vinnslu úr landbúnaðarafurðum. Undirbúningsstarf að ráðstefn- unni mun hvila á landbúnaðar- nefnd Ejórðungssambandsins, formönnum búnaðarsamband- anna og ráðunautum og starfs- mönnum Fjórðungssambandsins. ölium er heimil þátttaka I ráð- stefnunni. Björgun eignast nýtt skip SJ—Reykjavik. —1 Stálsmiðjunni i Ananaustum er verið að ljúka við að smiða nýtt dæluskip fyrir Björgun h.f. Fyrirtækið á annaö skip fyrir, en nýja skipinu er ætl- að að flytja fyllingar og bygging- areftii, dýpka hafnir og fleira. Fyrstu verkefni nýja skipsins verða væntanlega að dýpka hafn- irnar i Straumsvik og Þorláks- höfn. 1 Straumsvik þarf að fjar- lægja grjót, sem hefur verið sprengt laust i botni hafnarinnar, en i Þorlákshöfn þarf að flytja burt sand. t vor kemur skipið til með að flytja fyllingarefni i slit- lag á flugvöllinn i Grúnsey. Nýja dæluskipið er 100 tn. brúttó og ber 400-500 kúbikmetra af fyllingar og byggingarefni. Nýja skipið i Ánanaustum — (Timamynd Róbert) Endingarlitlar líkkistur úr spónaplötum: Grotna í rakri mold á örstuttum tíma JH—Reykjavik — í kirkjugarði Reykvikinga, og sjálfsagt viðar, má glöggt sjá, að nýieg leiði siga með ólikindum mjög snöggiega, þegar mikiar rigningar hafa gengið eða þeli er að fara úr jörðu. Er ýmist, að öll fyllan sígur eða hluti hennar, svo að skútar og skvompur myndast I leiðið. Or- sökin er sögð sú, að kisturnar gefa sig. í fyrri daga létu forsjálir menn smiða handa sér likkistur i lif- anda lifi, þvi að til beggja vona gat brugðizt, hvernig gengi að ná i viðunandi fjalir, ef skjótt þurfti tilaðtaka.Nú er sliks ekki lengur þörf, og það, sem nýjast er: Mik- ill fjöldi íslendinga er jarðaður i kistum úr spónaplötum, styrktum með blikkræmum, og heftibyssur og heftivir kominn i stað hamars og nagla. Þessar kistur eru ásjálegar nýjar og henta vel i bálstofur, en sá böggull fylgir skammrifi, að þærgrotna afarfljótt i rakri mold, þegar vætan hefur komizt I gegn- um málninguna. Virðast þær þá siga saman, og við það fellur moldin niður eins og sjá má á yfirborðinu. Verður þá að bæta mold á leiðin — og sum jafnvel tvisvar. Fer það eftir árstima og tiðarfari, hve fljótt þetta gerist. Þegar ný gröf er tekin við hlið þessara leiða, verður stundum að gæta mestu varúðar, svo að leiðinlegir atburðir gerist ekki. Að þvi' er Timinn veit bezt, munu vera um tvö ár siðan þessar spönaplötukistur fóru aö tiðkast.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.