Tíminn - 16.03.1976, Side 6

Tíminn - 16.03.1976, Side 6
A TÍMINN Þriöjudagur 16. marz 1976 LEONID BREZNJEV varaði ný- iega i ræðu við skelfilegum fram- tiðarvopnum. Hann var greini- lega þeirrar skoðunar, að I fram- tlöarstyrjöld geti stórveldin breytt loftslaginu á jarðkringl- unni til þess að gera andstæðing- unum miska. Nú eru veðurfræð- ingar teknir að hafa áhyggjur. Er s'lik tilraunastyrjöld þegar komin I gang? Sú gæti verið skýringin á duttlungum veðráttunnar siðustu árin. Veðurfræbingar viða um heim hafa áhyggjur út af tlðarfarinu. Það hefur verið óeðlilegt um árs- skeið, og hefur slegið met, sem erfitt er að útskýra. Langa, heita sumarið I Evrópu er eitt þeirra. Janúar 1975 setti hitamet, þurrka timabilið i Evrópu i fyrrasumar var það lengst i 200 ár. Starfsfólk ýmissa veðurfræði- stofnana hefur látið að þvi liggja i viðtölum, að i raun og veru sé eitthvaðveriðað „fikta við veðrið af hálfu Bandarikjamanna og Rússa. Hér sé um að ræða ein- hvers konar rannsóknir og kann- anir I þeim tilgangi að komast að raun um, hvernig hafa megi áhrif á efri lögin i loftinu til þess að eyðileggja loftslagið hjá óvina- þjóð i hernaði. Stig Uffe, cand. scient., hjá veðurfræðistofnuninni i Kaup- mannahöfn, segir: — Einsoger trúum við þvi, að hér sé aðeins um tilviljanir að ræða, enda þótt það sé eftirtektarvert, að þurrkatimabil geti varað svo lengi i Afriku, og það er furðu- legt, að okkar hluti af Evrópu skuli hafa sett öll þessi met. Og okkur helur ekki reynzt unnt að lita fram hjá þeirri staðreynd, að rússneski flokksleiðtoginn Brez- njev minntist nýlega á veðrið i ræðu, og varaði við vopni, sem væri miklu öflugra en vetnis- sprengjan. Hann átti augsýnilega við veðurfræðilega vopnið, og þegar menn I æðstu stöðum fara að minnast á slik vopn, hlýtur að vera talsverður sannleikur i þessu. Við drögum ekki þá álykt- un, að i rauninni sé verið að ráöskast með veðrið. En margir okkar eru þeirrar skoðunar, að það megi ljóst verða, að hér er verið að fikta við hluti, sem ekki er hægt að stjóma, og afleiðing- arnar eru ófyrirsjáanlegar fyrir þá, sem hrundu þessu af stað. Nixon og Breznjev Umræðurnar um veðrið sem hernaðartækni komust á skrið eftir fund Nixon, þáverandi for- seta, og Breznjevs i hitteðfyrra. Þeir ákváðu að komizt yrði að samkomulagi, sem kvæði á um það, að bannaðar yrðu veður- breytingar sem liður i hernaði. En- það upplýstist nýlega, að i samkomulagi þessu, sem nú hef- ur verið samið, er leyfilegt að hafa áhrif á veðrið að vissu marki. Er hér átt við að mynda regn og þoku á litlum svæðum. Það er sem sagt hægt að segja sem svo, að leyfilegt sé að breyta veðrinu, enda þótt þaðsé bannað i hernaðartilgangi. 1 bandariskum blöðum hefur verið varað við þessari aðgrein- ingu á umfangsmiklum og tak- mörkuðum veðurfarsbreyting- um. Hvar liggja mörkin? Washington Post hefur i leiðara krafizt þess, að samkomulagið banni slikar breytingar með öllu. Svo virðist, sem enginn, utan sérfræðinga i stórveldunum tveim viti, hversu langt áleiðis veðurvopnið er komið. Ákveðnir hópar i Bandarikjunum óttast bersýnilega, að Rússar séu komnir lengra en Bandarikja- menn. Sumir eru þeirrar skoðun- ar’að orð Bréznjevs/þegar hann varaði við þessu skelfilega vopni, beri að skilja á þann vega, að hann með orðbeitingu vilji koma i veg fyrir, aðBandarikjamenn nái eins langt og Rússar. Aðrir eru þeirrar skoðunar, að þróun - veðurvopnsins i Rússlandi hafi leitt i ljós, að það sé ómögulegt að ráða neitt við það. Þau geta fyrir- hitt sjálfan lærling meistarans. Breznjev minntist ekki beint á veðurvopnið. Hann sagði aðeins: vesturs umhverfis hnöttinn. Ef Bandarikjamenn hygðust til dæmis hafa áhrif á veðurfar I Sovétrikjunum, gætu þeir tekið til sinna ráða, meðan þessi efri lög væru yfir Bandaikjunum. Þetta gæti átt sér stað með hvers kyns lofttegundum eða krystöllum. Þegar svo loftslög, sem baukað hefði verið við, væru siðan komin inn yfir Sovétrikin, gæti breyting- in, sem fyrirhuguð var, hafa breiðzt út og niður I andrúmsloft- ið. Viðkvæmt Tiltölulega einföld breyting á hitajafnvæginu gæti haft geysi- mikil áhrif, ef hún væri réttilega útreiknuð — og hin hroðalegustu áhrif, sem einnig kæmi niður á þeim, sem breytingarnar fram- kvæmdi, ef eitthvað mistækist. Tilgangurinn gæti verið sá, að eyðileggja landbúnaðinn hjá óvinunum, koma i veg íyrir rign- ingar meðan gróðurinn er að koma upp, eða ' drekkja uppskerunni i rigningum og flóðum. Viðkvæmni andrúmsloftsins sést bezt af þvi til dæmis, að snjó- föl, sem liggur mánuði lengur en eðlilegt er, getur breytt lægðar- svæðum svo rækilega, að hita- lægðir, sem koma sunnan að nái ekki eins langt norðureftir og venjulega. Afleiðingin yrði miklir þurrkar. Loftslagið myndi breyt- ast af völdum þess, sem gerðist mörgum mánuðum áður. Hin alþjóðlega veður- fræðistofnun WHO hefur innan sinna vébanda starfshóp, sem einbeitir-gér að loftslagsbreyting- um af manna völdum. Hann skrá- ir staðreyndir, sem fyrir liggja, en hefur ekki aðgang að hern- aðarleyndarmálum. Þessi hópur fullyrðir, að veðurvopnið sé að likindum aðeins á skipulagn- ingarstiginu i dag. Hann er þeirr- ar skoðunar, að menn þekki svo sem aðferðirnar, en hafi ekki enn ráðizt i að gera þetta kerfi not- hæft. Pukur með tilraunir Það er vitað mál, að banda- riska varnarmálaráðuneytið ver tveim milljónum dollara árlega til veðurfarsrannsókna. Þessi upphæð er afskaplega lág, Enginn veit, hvort til eru leyni- samningar uppá miklu hærri milljónaupphæð varðandi veður- vopn I Bandarikjunum. Menn vita lika afskaplega litið um, hvað Rússarnir eru að gera á þessu sviði. Nýlega sagði rúss- neskt blað frá þvi i grein, að það væri ómögulegt að útiloka það, að veður yrði notað sem vopn. Blaðið benti á, að bandariskir visinda- menn hefðu til dæmis sannað, að unnt væri að breyta rafmagni loftsins á þann veg áð heilastarf- semi manna yrði torveldari. 1 Rauðu stjörnunni, blaði rauða hersins var nýlega varað við um- hverfisbreytingum i hernaðar- skyni, sem gætu skapað hættu fyrir gjörvallan heiminn. í rússneskum umræðum um jietta efni hefur verið bent á, að óvinir gætu pukrazt við það árum saman að ráðskast með veður- farið án þess að þeir, sem fyrir þessu verða, geri sér ljóst, að þau veðurfarslegu vandræði, sem yfir dynja, séu af manna völdum. Þar sem fellibylir, flóðbylgjur, þurrkar og jarðskjálftar eru tið fyrirbrigði á vissum stöðum, væri það harla erfitt að greina eðlileg fyrirbrigði frá tilbúnum að þvi er segir I einu rússnesku blaði. ' Umræðunum um veðurfar sem vopn er haldið áfram i Rússlandi og Bandarikjunum. Hvorugt stór- veldið hefur opinberlega viður- kennt, að það komi til með að nota önnur vopn en þau, sem eru stað- bundin, og búa til eða hindra regn eða þoku á litlum svæðum. Nýjasta dæmið um slikt varð uppvist, þegar Bandárikjamenn komu i veg fyrir þrumuveður, sem var i aðsigi yfir Cape Cana- veral, meðan undirbúningur stóð yfir að þvi að senda Appollo-eld- flaugina á loft til móts við Sojus- eldflaug Rússa i júlimánuði siðastliðnum. (Þýttog endursagt: B.H.) Eru stórveldin umast til að veðrinu ? — Rannsóknir og tækni nútim- ans hafa náð það langt, að við blasir alvarleg hætta á, að mað- urinn geti búið til vopn, sem sé enn hættulegra en kjarnorku- vopnin. Honum fannst útilokað annað en reisa óyfirstiganlegar hindr- anir gegn framleiðslu slikra vopna. Veðurfarsvopn Meðal þeirra veðurfarsvopna, sem þegar er vitað að unnt er að beita eru þessi: 1) Staðbundnar breytingar á veðurfari, eins og til dæmis að skapa regnskúri á sama hátt og Bandaríkjamenn gerðu á Hó-Chi- Minh-stignum i Vietnam, þar sem regnið átti að breyta vegin- um I forarsvað, svo að vopna- flutningar óvinanna gætu ekki átt sér stað. Þessi aðferð er vel þekkt og er einnig notuð i þeim tilgangi, að búa til regn yfir gróðurmold. Silfurjódiði er dreift yfir ský, en við það þéttist rakinn og verður að dropum. 2) Þoka leyst upp svo að til dæmis fáist betra skyggni á flugvöllum. Þessari aðferð beittu Englendingar á árum siðari heimsstyrjaldarinnar. Þeir kyntu bál við enda flugbrautanna, og við hitann, sem myndaðist, eydd- ist þokan. 3) Stjórn á hvirfilbyljum. Þetta er þannig gert, að á hafflötinn er stráð þunnu lagi af kemisku efni, eða með þvi að dreifa silfurjódiði i andrúmsloftið. Nýlega hefur forstöðumaður landfræðistofnun- ar við háskólann i Mexico City, Jorge A. Vivo, sakað veðurfræði- stofnun Bandarikjanna um það, að hafa valdið dauða 8000 manna með þvi að taka i sinar hendur stjórn á hvirfilbylnum Fifi, svo að honum var haldið kyrrum yfir Honduras i stað þess að láta hann deyja út yfir Rio Panuco. Vivo segir: — Án þess að taka tillit til ann- arra landa á svæðinu reynir bandariska veðurfræðistofnunin kerfisbundið að leiða hvirfilbylji á brott frá strandlengjú Banda- rikjanna. 4) Breyingar á loftsiagi. Það hefur verið reiknað út að með þvi að bræða isinn á heimskautunum með atómsprengingum, sé með skjótum hætti hægt að breyta loftslaginu á norðurhveli jarðar. En slikt myndi hins vegar hafa i för með sér, að yfirborð sjávar hækkaði um marga metra i heimshöfunum. Heilu strand- héruðin myndu fara undir sjó, og til dæmis myndi Danmörk að mestu leyti færast i kaf. 5) Búa til flóðbylgjur með þvi að sprengja atómsprengjur á meginlöndunum. Það liggur ljóst fyrir, að flóðbylgjurnar, sem. stafa af jarðskjálftum, geta haft hroðalegar afleiðingar i strand- rikjum. 6) Búa til jarðskjálfta með ná- kvæmlega útreiknuðum, minni háttar sprengingum undir jörð- inni, þúsundum kilómetra frá þeim stað. þar sem jarðskjálftinn verður, Meðal annars gæti óvina- riki eyðilagt San Fransisco i Bandarikjunum, af þvi að þessi borg stendur i miklu óróasvæði, landfræðilega séð. 7) Eyðileggja ósón-lagið i himinhvolfinu. Ef þetta lag rofn- ar, getur það haft hinar skelfileg- ustu afleiðingar, vegna þess- að sólargeislarnir komast þá óhindr- að að yfirborði jarðar gegnum „gluggann”, sem gerður hefur verið I ósón-lagið. Menn og skepn- ur á þessu svæði myndu hrynja niður. Siðar myndi glugginn lok- ast af sjálfu sér. Loftslagsbreytingar Visindamenn i Austri og Vestri hafa á seinustu árum rætt lofts- lagsbreytingar, sem ekkert eiga skylt við hernað. Það hefur verið rætt um að breyta stefnu Golf- straumsins. Þetta myndi þó hafa I för með sér mikinn háska fyrir þær þjóðir, sem i dag njóta góðs af hlýjunni frá honum. Það hefur lika verið rætt um að breyta farvegi stórfljótanna i Siberiu, þannig að þau rynnu suður á bóginn i staðinn fyrir að renna norðureftir. Þessi breyting gæti haft það i för með sér, að stórir landflákar yrðu frjósamir, þar sem fljótin renna nú um svæði, sem eru svo köld, að vatnið gerir ekki sama gagn i fæðuöfl- unarskyni. Þá myndi breytingin hafa i för með sér stórbreytingar á loftslaginu á jörðinni. Ótti veðurfræðinga um heim allan vegna alls þessa tals um breytingar á loftslagi og veður- fari byggist á þvi, að þeir gera sér betur grein fyrir þvi en aðrir, hvi- lik hætta er á þvi að veðurfarið gangi af göflunum, og ekki verði unnt að koma þvi nokkru sinni aftur i það horf, sem það áður var. Afskiptum af hitajafnvægi and- rúmsloftsins er þannig lýst: í efri hlutum andrúmsloftsins eru á hreyfingu straumar frá austri til ! > t r

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.