Tíminn - 16.03.1976, Side 7
Þriðjudagur 16. marz 1976
TÍMINN
7
Þunguð tengdadóttir.
Tengsl.
„Ég hef bara unnið þetta
með húsmóðurstörfunum"
— spjallað við Ninnu Nielsen, sem réttu nafni heitir Kristín Sigurbjörnsdóttir
Ninna og Helger Nielsen með eitt barnabarnið.
dönsku, enda vann hann hjá
Halli Hallssyni á islandi, þegar
hann kynntist konu sinni. Og þó
aðheimili þeirra hafi staðið um
45 ára skeið i Kaupmannahöfn
hef ég sjaldan komið inn á Is-
lenzkara heimili og notið eins
innilegrar gestrisni.
Kristin, eða Ninna, fæddist að
Njálsgötu 33 i Reykjavik og er
dóttir hins þjóðkunna Sigur-
björns Þorkelssonar verzlunar-
stjóra. Móðir hennar dó frá
börnum sinum ungum og, þar
með erum við komin að mið-
depli listsköpunar Ninnu Niel-
sen, — móðureðlinu, hlutverki
konunnar i heiminum.
— Minningin um móður mina
var mér hvati i sköpun verka
minna. Með þeim hef ég viljað
tjá baráttu konunnar og þá ekki
sizt i hlutverki móðurinnar.
öldum saman hefur verið litið á
þessa baráttu sem sjálfsagðan
hlut og það er ekki fyrr en á
tuttugustu öldinni, að augu
manna hafa opnazt fyrir hlut-
veiki konunnar, — og móður-
innar. Ég á fjóra syni og heimili
mitt hefur ætið setið i fyrirrúmi
og um leið auðgað listsköpun
mina. Við að skapa þessi lista-
verk, sem koma nú i fyrsta
skipti fyrir almenningssjónir,
hef ég öðlazt ró og hvild.
ÞegarhUn segir að verk henn-
ar komi nú i fyrsta skipti fyrir
almenningssjónir, á hún við
sýningu, sem haldin var á verk-
um hennar i hUsi Jóns Sigurðs-
sonar i Kaupmannahöfn 11. nóv.
til 1. des. 1975. Var það sam-
kvæmt eindreginni áskorun Is-
lendingafélagsins og var veg-
legt tillag til kvennaársins 1975.
HUn hóf nám i teikningu hjá
Bidsi Höjer eftir að hún kofn til
Danmerkur. Siðan lærði hún
myndmótun hjá Ib Schmedes,
sem nú er búsettur i Frakk-
landi. Myndhöggvarinn Paul
Söndergaard var einnig kennari
hennar.
— Verk min ber að skilja
meira eins og hugmyndir, þau
verða til, en eru ekki byggð upp
af tækninni einni saman. Ég hef
þó á sýningunni brjóstmynd,
sem er i fullu samræmi við
klassiska tækni. Dæmi úr li'finu
hafa alltaf verið mér hugþekk-
ust, ég mótaði tengdadóttur
mina, er hún var þunguð og einu
sinni sá ég konu með börnin sin
á götu og ég hljóp heim og byrj-
aði á myndinni!
HÚN heitir eiginlega Kristin
Sigurbjörnsdóttir, en hefur frá
bemsku verið kölluð Ninna.
Maður hennar, Holger Niel-
sen er tannlæknir og þau búa á
Kirkevej 9 i Kaupmannahöfn.
Hann talar islenzku eins vel og
Hugsandi stund.
....
Kona með börn. Hún sá þessa
konu á götu og hljóp heim til
að móta myndina.
Égheflika málað, það eru tvö
málverk á sýningunni, en þau
byggjast algerlega á hughrif-
um. önnur myndin er byggð á
áhrifum frá islenzkri náttúru.
Ég hef alltaf verið hrifnari af
sveitinni en borginni. Hér er :.
garðurinn okkar yndi. Annars
hef ég mesta ánægju núna af
litlu börnunum, sem koma til
min og fá að leika sér i vinnu-
stofunni. Þau fara alltaf með
einhverja mynd með sér, sem
þau hafa gert. Ég sjálf vinn að-
eins þegar mér dettur eitthvað i
hug. Heimilisstörfin eru orðin ?
létt. synir minir eru allir
uppkomnir og eiga börn. Ég er
aðstoðarkona á tannlækninga-
stofunni hjá manninum minum.
og stunda list mina á sama hátt
og aðrir sauma Ut eða slikt.
-0-
— Ég kveð þetta heimili, þar
sem gleðin og kærleikurinn
rikja með frið i hjarta.
Már Magnússon. ;;