Tíminn - 16.03.1976, Síða 8
8
TÍMINN
Þriðjudagur 16. marz 1976
/•
Við getum framleitt vöru,
sem annarsstaðar
Árskógi, segir Guðrún. Ég sæki
það til pabba að vera að stússast
i öllu. Hann var húsasmiður,
kirkju-, báta og brúarsmiður,
útgerðarmaður og bóndi.
önnur af tveim fyrstu
vefnaðarkennurum, sem
útskrifuðust hér á landi.
Guðrún fór á Húsmæðraskól-
ann að Hallormsstað og var
fæst
ÉG HEF alltaf haft mikinn
áhuga á að vinna úr islenzku ull-
inni og gera tilraunir með hvað
hægt er að komast langt i að
skapa vörur úr henni. Strax á
barnsaldri elskaði ég fagrar
flikur og þegar ég fór að geta
gert eitthvað saumaði ég skyrt-
ur, svuntur og kjóla. Ég leit á
manneskjuna, sem átti að
sauma á og lagði efnið á borðið
ekki jafn góð
og klippti. Ég kunni ekkert að
sniða, en þetta fannst mér gam-
an — að skapa flikina svo að
segja eftir þeim, sem hana átti
að bera.
Svo fórust Guðrúnu Vigfús-
dóttur orð i viðtali við Timann
fyrirskömmu, en vörur frá vef-
stofu þeirri á Isafirði, sem við
hana er kennd, eru fyrir löngu
orðnar alkunnar. Nú siðustu ár-
in kannski fyrst og fremst glæsi-
legur kvenfatnaður, sem á ekki
sinn lika, enda aldrei framleidd
fleiri en ein flik i óbreyttri
mynd. En leyfum nú Guðrúnu
Vigfúsdóttur að halda áfram
frásögn sinni um upphaf starfs-
ferils sins i Eyjafirði:
— Seinna fékk ég tilsögn i
karlmannafatasaumi hjá konu i
sveitinni, sem var kölluð Ninna
á Hamri. Hún var vandvirk og
þótti góðsaumakona. En það fór
ekki vel þegar ég átti að sauma
karlmannsbuxur. Vasinn sneri
niður hjá mér og allt var vit-
laust, mér fannst þetta eins og
músagildra að fást við. Ég vildi
sauma kjóla og bródera i þá,
búa til eitthvað fallegt.
En svo dreymdi mig draum,
sem réð þvi, að ég sneri mér að
vefnaðinum. Það var eins og
forlögin skærust i þarna i leik-
inn. Þessi draumur er of langur
til að fara að segja hann hér,
enda trúir þessu enginn. En i
draumunum var mér beint á
mjög afmarkaða braut. Ég er
yfirleitt mjög berdreymin. Og
þarna k.omst ég sannarlega á
rétta hillu, og ég sé aldrei eftir
að hafa farið að vefa.
Guðrún Vigfúsdóttir er frá
Litla Arskógi i Eyjafirði og eru
þau sjö systkini á lifi, fjórir pilt-
ar og þrjár stúlkur. Bræður
hennar eru listamenn eins og
hún. Hannes og Kristján Vigfús-
synir eru kunnir fyrir hina út-
skornu skirnarfonta sina, sem
prýða kirkjur viða um land.
Kristján teiknar fotnana, en
Hannes sker út. Hannes er lang-
timum á Akureyri, en Kristján
býr i Litla Arskógi ásamt þriðja
bróðurnum, Georg. Jón Vigfús-
son, sem nú býr i Reykjavik,
hefur einnig lagt haga hönd að
úrskurði, og er vikingaskip eftir
hann á Byggðasafninu á Akur-
eyri. Bræðurnir þrir eru allir
sjálfmenntaðir i list sinni. Og
fleiri erú listfengir i fjölskyld-
unni. Gisli Kristjánsson sund-
hallarforstjóri á ísafirði er höf-
undur ýmissa sönglaga, sem
menn þekkja.
— Pabbi byggði húsið i Litla
v-.mk