Tíminn - 16.03.1976, Síða 21

Tíminn - 16.03.1976, Síða 21
Þriöjudagur 16. marz 1976 TÍMINN 21 Börn af dagheimili f Taganrog. Meira en niu milljónir barna, sem eiga foreldra, er bæöi vinna utan heimilis, eru á dagheimilum og i lcikskólum og öörum slikum stofnunum i Sovétrikjunum. UPPELDI OG MENNTUN BARNA í SÓVÉTRÍKJUNUM A hverri minútu fæöast i Sovétrikjunum átta litlir dreng- ir og telpur. Hver er framtiö þeirra? Hvernig ölum viö þau upp og gerum þau likamlega og andlega aö heilbrigöum mánneskjummeö manmiölegar lifsskoöanir? Frá þvi augnabliki aö barniö er fætt velta bæöi foreldrar þess —og þjóöfélagiö I heild — vöng- um yfir þessari spurningu. Enginn getur ábyrgzt að nýfætt barn nái þroska sem götug mannvera — of margar and- sniinar kringumstæöur móta lif þess. Mikilvægast er þó aö tryggja aö þjóðfélagið veiti öll- um sömu möguleika til farsællr- ar þróunar sem einstaklingur. Hvaö hefur veriö gert i þess- um málum i landi okkar undir forustu sovétstjórnarinnar? Fyrst og fremst var skapaö heilbrigt siöferðilegt umhverfi og ást þjóöfélagsins á börnun- um. Þetta er engan veginn sjálf- sagöur hlutur I þessum heimi þegar viö hugsum til þess, aö til eru lönd, þar sem þaö eru for- réttindi aö eignast börn, þar sem konan liður sálarangist og örvæntingu áður en hún tekur áhættu af þvi og vogar að eign- ast barn. Útlendingar, sem sækja heim land okkar, eru yfirleitt á einu máli um þaö aö börn i Sovétrikj- unum njóta margs konar for- réttinda. Rikiö hefur tryggt réttarstöðu og afkomu hinna veröandi mæöra. Þær þurfa t.d. ekki aö borga fyrir legu sina á fæöingarheimili. Allar konur i Sovétrlkjunum njóta 112 daga fæöingarorlofs á fullum laun- um. Eftir þaö eiga þær rétt á eins árs fru, en aö þvi loknu er fyrirtækiö skuldbundiö til aö veita þeim aftur fyrra starf. Ef aö barn undir 14 ára aldri veik- ist, á móöirin rétt á 7 daga frii frá starf i á fullum launum til aö annast þaö. Yfirleitt ber rikiö 35 að hundr- aöi af almennum kostnaði viö uppeldi barna. 1 dag eru tvö af hverjum þrem börnum alin upp undir hand- leiöslu heimilanna á daginn, en þriðja hvert á barnaheimili. 1 Sovétrikjunum eru 110.000 barnaheimili meö u.þ.b. 13 milljón börn á forskólaaldrin- um. U.þ.b. helmingur allra þétt- býlisbarna nýtur dvalar á barnaheimilum, en börn i dreif- býlinu alast yfirleitt upp á heimilunum. Foreldrarnir borga einungis fimmta hluta af dvalarkostnað- inum fyrir dvöl og uppihald barna sinna i vöggustofu eöa barnaheimili (fimm til sex af hundraði af meöallaunum). Rikiö ber meirihlutann (fjóra fimmtu) af útgjöldum barna- heimilisins. Rikið skapar góö og jöfn skil- yröi fyrir þroska allra barna með þvi að leggja áherzlu á menntun barnfóstra og byggja upp vandað forskólakerfi. Sið- ar tekur barna-, gagnfræöa- og menntaskóli viö. 1 Sovétrikjun- um eru 42 milljónir skólabarna, 3 milljónir nemenda viö tækni- skóla, yfir 9 milljónir háskóla- stúdentar, þ.e.a.s, i 253 milljón manna þjóöfélagi eru 54 milljónir viö nám. Stofnun dagvistarskóla og heimavistarskóla var mikil- vægur þjóöfélagslegur árangur, en 1975 sóttu 7,5 milljónir barna slika skóla. Við erum ekki enn fullkom- lega ánægö meö alla okkar skóla, t.d. þar sem bekkir eru of fjölmennir (35 og jafnvel 40 nemendur i bekk) vegna skorts á húsrými. Af þessum ástæöum hefur veriö lögö mikil áherzla á skólabyggingar. A árúnum 1971-1975 voru byggðir skólar fyrir 6,5 milljónir barna, þrir fjórðu þeirra I dreifbýlinu. 1 sovézkum skólum er nemendum ekkiskipt niður eftir hæfileikum. Aöaltakmarkiö er aö veita öllum börr.um nauösyn- lega lágmarksþekkingu, sem gerir þeim kleift aö velja sér ævistarf, sem hentar þeim og sem þeir læra sföan til. A námsárunum sinum öðlast nemandinn ekki einungis nauö- synlega lágmarksþekkingu, hann þroskast bæöi likamlega og andlega og mótar afstööu sina til umhverfisins. Starfsemi sú utan skólastofunnar, sem rekin er á kostnaö rikisins, stefnir lika I þessa átt. Ariö 1974 voru starfandi yfir 4000 æsku- lýðsstöövar og ungherjabúöir i landinu, um 1,5 þúsund far- fuglaheimili fyrir börn, búöir fyrir unga náttúrugrúskara og tæknimenn, 156 listigaröar fyrir börn og fjöldi barnabókasafna. Fyrsta barnaleikhúsiö i heiminum var stofnaö i Sovét- rikjunum áriö 1920. 1 dag starfa 150 slik leikhús með 30 milljón áhorfenda á ári hverju, og það ekki einungis úr rööum yngri kynslóðarinnar. Gott barnaleik- hús á alltaf marga aðdáendur meðal hinna fullorðnu. A hverju sumri ter fjóröa hvert barn I æskulýðsbúöir, en dvalarkostnaöur barnanna er aö lang mestu leyti borgaöur af hinu opinbera. Marícmiö okkar er aö börnin okkar vaxi úr grasi ekki einung- is sem upplýstir borgarar, heldur einnig sem samborgarar með heilbrigöa sál og gott hjartalag. Kennarar og uppal- endur leitast viö aö kenna þeim samúö og tillitssemi og sam- hyggju með þeim, sem berjast gegn ranglæti og ójöfnuði. Mikilvægur þáttur I þessu eru vináttufélög þar sem sovézk skólabörn hitta jafnaldra sina frá öörum löndum og eignast sinn pennavin. Gott dæmi um þessa starfsemi eru hinar al- þjóölegu æskulýðsbúöir Artek á Krimskaga þar sem börn frá ýmsum löndum dvelja i sumar- leyfi sinu. Ein mikilvægasta forsenda fyriralhliða þróun persónuleika mannsins er aukin menntun. Til aö ná þessu marki sparar hiö opinbera engin útgjöld. Sú stað- reynd aö öll skólaganga er nemendum aö kostnaðarlausu ertrygging fyrir þvi aö allir geti notiö menntunar. Hún er orðin allt að trúaratriöi i landi okkar. Fjóröa hver bók, sem gefin er út, er kennslubók, og þriöji hver borgari stundar nám af ein- hverju tagi. Aukin menntun auðveldar einstaklingnum aö þróa persónuleika sinn og hjálpar sérhverju okkar aö nýta betur meöfædda hæfileika og þroska til hins ýtrasta sköpunargáfu sina. Þjóö okkar hefur gengið i gegnum mjög erfiöa tima, bæði á striösárunum og viö uppbygg- ingu efnahags landsins á árun- um á eftir. Enn er viö fjölda erfiðleika aö glima. En við höf- um aldrei horft i skildinginn þegar um það var aö ræöa að mennta ungu kynslóöina. 1 upp- eldi barna okkar liggur framtiö- in. Við viljum skapa heim. sem er ekki einungis vitrari og fullkomnari, heldur einnig mannúölegri og réttlátari. Það er það, sem viö kennum börnum okkar, sem við gefum þaö bezta af þvi sem viö höfum yfir aö ráöa.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.