Tíminn - 16.03.1976, Side 24
sís-iómu
SUNDAHÖFN
fyrirgóöan mai
^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS
V-Þýzkaland: « ° ?
Ógnvekjandi sjálfsmorðsalda barna
Skólakerfinu kennt um örvæntingu þeirra
Sjálfsmorö skólabarna I Vest-
ur-Þýzkalandi eru meðal erfiö-
ustu vandamála stjórnvalda
þar. 1 Bavariu, til dæmis, hafa
tólf börn á barnaskólaaldri
framið sjálfsmorð siöan I októ-
ber siðast liðnum.
Mörg riki V-Þýzkalands hafa
verið ófáanleg til aö birta tölur
um sjálfsmorð barna, vegna
ótta um viðbrögð almennings,
en ljóst er að tiðni þeirra hefur
aukizt til muna undanfarin ár.
Leiðandi sjálfræðingar og fé-
lagsfræðingar I V-Þýzkalandi
hafa látiö I ljós þá skoðun sina,
að orsaka þessarar sjálfs-
morðaöldu sé að leita i skóla-
kerfi landsins. Telja þeir að
vegna haröneskjulegrar flokk-
unar meðal ungra barna, missi
ákveðinn hluti þeirra sjálfsvirð-
ingu sina og sjálfstraust.
Þaö sem talið er virkasta or-
sökin, er erfið prófasamstæða,
sem er ákvarðandi fyrir það,
hvort barnið fær að búa sig und-
ir háskólanám, eða hvort það
verður að láta sér nægja gagn-
fræðapróf og fara út i atvinnu-
lifið fyrir tvitugt.
Prófasamstæða þessi er lögð
fyrir börnin tiu ára gömul.
í þessu sambandi er gjarna
bent á, að mikill skortur er nú á
hæfum og vel þjálfuðum barna-
kennurum i V-Þýzkalandi, og
þvi er utanaðkomandi hjálp i
lágmarki hjá börnunum. Þau
leggja oft hart að sér við námið,
vinna allt að tiu klukkustundir á
dag, undir álagi sem gæti jafn-
vel reynzt fullorðnum ærinn
höfuðverkur.
Eftir tveggja ára vinnu
standa þau svo jafnvel frammi
fyrir þvi aö dæmast óhæf til
framhaldsnáms.
Einn af helztu gagnrýnendum
skólakerfisins i V-Þýzkalandi
hefur orðað þetta þannig:
„Vinnuálagið frá hendi skólans
er ef til vill ekki svo mikið. En
skortur á aðstoð, harkalegar
viðvaranir kennara og skammir
foreldra valda barninu ákaflega
mikilli spennu. Þegar svo eink-
unnir batna ekkert, þrátt fyrir
álagið og aukavinnuna, er barn-
ið látið finna fyrir þvi. Þvi er
innprentað, að það eigi enga
framtið fyrir sér úr þvi námið
gengur ekki betur en þetta.
Þá missir barnið kjarkinn og
sjálfstraustið. Það sannfærist
um tilgangsleysi sitt og gripur
til örþrifaráða.”
Höfuðverkur, þreyta, vonleysi. Skammir foreldra og kennara
dynja á börnunum, ef þau standa sig ekki i skólanum. Og þar
dugir engin meðalmennska, þvibarninu er gert ljóst, að ef það er
ekki með þeim hæstu, biði þess engin framtið. Tm-----
Svrlenzkir hermenn
fóru inn fvrir landa-
maeri Líbanon í aær
Reuter, Beirút. — Að minnsta
kosti eitt þúsund sýrlenzkir her-
menn fóru inn i Llbanon i gær,
þegar innanlandsdeilurnar um
forsetastólinn þar nálguðust há-
mark sitt.
Sagt var, að hermennirnir hefðu
farið inn i Libanon dulbúnir sem
skæruliðar úr Frelsisher Palestinu
(PLA), og væri þeim skipt i þrjár
sveitir, 350 til 400 menn i hverri.
Haft var eftir arabiskum dipló-
mötum i gær, að þessi aögerð Sýr-
lands stefndi ekki að þvi að vernda
Suleiman Franjieh, forseta Liba-
nons, heldur fyrst og fremst að þvi
að tryggja, að eftirmaður hans
yrði einhver, sem væri hlynntur
stjórninni i Damaskus.
Aðgerð þessi kom I kjölfar
viðvörunar Shimon Peres, varna-
málaráðherra Israels, en hann
lýsti þvi yfir á sunnudag, að ef sýr-
lenzki herinn færi inn i Libanon,
eða ef breytingar á stöðunni i
suðurhluta Libanon ógnuðu öryggi
tsrael, myndi Israel gripa inn I
þróun mála.
Mikil vandkvæði
vegna þurrka
Reuter, Nairobi. — Rikis-
stjórnin i Kenya hóf I gær
miklar aögerðir til aö berjast
við neyðarástand það, sem er
um það bil að myndast i sum-
um héruðum Kenýa vegna
þurrka.
t dagblööum i Kenýa var frá
þvi skýrt i gær, aö i sumum
hlutum landsins eyddi fólk nú
svo til öllum tima sinum I leit
að vatni, þar sem ár og lækir
hafa með öllu þornaö.
t héruðum þessum hafa
þurrkar valdið alvarlegum
skorti á matvælum og vatni.
Hafa stjórnvöld séð fólki fyrir
vatni að nokkru leyti, með þvi
að senda tankbifreiðar um
héruöin, en nú þarf einnig aö
senda þvi matvæli, þar sem
uppskera hefur brugðizt.
Einnig segir i fréttum
ÆtlSHORNA
MILLI
þaðan, aö búpeningur hafi
drepizt vegna vatnsleysis.
Rauða herinn
Ivantar liðsmenn
Reuter, Tókló. „Rauði
herinn”, skæruiiðaher
japanskra öfgasinna, hefur i
hyggju aö senda skæruliða til
annarra landa til að afla nýrra
meölima, i samvinnu við
palestinska skæruliða, eftir
þvi sem haft er eftir einum af
félögum I Rauða hernum i
japönsku dagblaði.
1 fréttinni sagöi, að Rauöi
herinn væri nú fámennur, þar
sem nokkrir af fremstu liðs-
mönnum hans væru nú i haldi i
Libýu eftir árásina á banda-
riska konsúlatið I Kuala
Lumpur i ágúst siðast liðnum.
Sagði talsmaöur
Japananna, að þeir sem
sendir yrðu I leiðangur
þennan, myndu hafa náið
sámstarf víð PELP, sem er
meðal róttækustu samtaka
palestinskra skæruliða.
1 mai 1972 réðust þrir
meðlimir Rauöa hersins, á
vegum PELP, á flugvöllinn i
Lydda, skammt frá Tel Avív.
Drápu þeir tuttugu og sjö
manns, en særöu rúmlega sjö-
tiu.
Skothrfð hefur oft kveðið við i Beirút undanfarið, og hafa þar verið
að verki jafnt almennir borgarar sem hermenn.
Þegar sýrlenzku hermennirnir
fóru inn fyrir landamæri Libanon I
gær, höfðu yfirmenn hersins I
Libanon gefið forseta landsins
frest til klukkan 18.00 til aö segja
af sér.
Þá höfðu vopnaðar sveitir
uppreisnarmanna úr hernum,
„arabiski herinn i Libanon”, sótt
fram frá suðurhluta landsins, til
stöðu um tlu kilómetra frá höfuð-
borginni.
Leiðtogi þeirra, Ahmed al-
Khatib, hefur nú tekið höndum
saman við Aziz al-Ahdab hershöfð-
ingja um að sameina herinn á ný,
en hann hefur verið klofinn um
tima.
Báðir hafa herforingjarnir kraf-
izt afsagnar forseta landsins, og I
gær lýsti Khatib þvi yfir, að ef ekki
yrði gengið að kröfunni, gæti kom-
ið til árása á forsetahöllina.
Franjieh segir af sér forsetaembættinu
Reuter, Beirut. — Suleiman
Franjieh, forseti Libanon, hefur
samþykkt að segja af sér, meö þvi
skilyrði að á yfirborðinu verði látið
svo heita, að hann hafi gert það
sjálfviljugur.
Frétt þessi var i gær höfð eftir
stjórnmálamönnum i Beirút.
Sömu aðilar sögðu enn fremur, að
forsetinn hefði farið þess á leit við
stjórnmálamenn, að þeir undir-
byggju afsögn hans þannig, að
ekki kæmi fram að hún væri
ákveðin vegna utanaðkomandí
þrýstings.
Thailand:
Áttatíu þúsund flótta
menn í Thailandi nú
Vilja ekki snúa
til baka
t Thailandi dveljast nú yfir áttatiu
þúsund flóttamenn frá S-VIetnam,
Laos og ' Kambódlu, i flótta-
mannabúðum, sem með hverjum
deginum sem liður verða stærra
vandamál fyrir bæði flóttamenn-
ina sjálfa og stórnvöld I Thailandi.
Flestir flóttamannanna eru
andkommúnistar, sem erfitt eiga
um vik með að snúa til baka, siðan
kommúnistar tóku völd i heima-
löndum þeirra. Enn bætast nokkur
hundruð i hóp þeirra I hverri viku,
þar sem yfirvöld Thailands hafa
ekki lokað landamærum landsins,
þrátt fyrir tal þeirra um lokun.
Yfirvöld kommúnista i Viet-
nam, Laos og Kambódiu hafa lagt
að stjórnvöldum i Thailandi aö
loka landamærunum og senda
Úr flóttamannabúðum i Thai-
landi. Ung kona frá Kambódiu
kemur til búðanna.
flóttafólkið til sins heima aftur, en
ákvarðanir um það hafa engar
verið teknar enn.
Þegar flóttafólkið sjálft er spurt,
eru svörin oftast annað hvort: „Ég
get ekki snúið til baka”, eða „Ég
vil ekki snúa til baka.”
.......
Spinola verður
ekki rekinn
frú Sviss
Reuter, Berne. — Rikis-
stjórnin i Sviss neitaði i gær
að reka úr landi Antonio de
Spinola hershöfðingja. fyrr-
verandi þjóðhöfðingja i
Portúgal.
t svari við spurningu Jean
Ziegler, þingmanns sósial-
ista, sagði rikisstjórnin i
gær, að hún hefði ekki fundið
neinar sannanir, sem stutt
gætu þá fullyrðingu Zieglers,
að Spinola notaði svissneskt
landsvæði til að reka stjórn-
málalegan áróður gegnum
leynilegar sveitir, sem köll-
uðust Frelsisher Portúgals.
Sagöist rikisstjórnin engar
upplýsingar hafa um tilvist
slikra hersveita. Þvert á
móti hefði Spinola hershöfð-
ingi haldið loforð sitt um að
skipta sér ekki af stjórnmál-
um, siðan hann kom til Genf
þann 7. febrúar.
Hershöfðinginn hafði
ófölsuð brasilisk persónu-
skilriki og býr þvi i Sviss sem
hver annat útlendingur. Það
er þvi ekki hægt að reka
hann úr landi, segir i svari
ríkisstjórnarinnar.
Það var þingmaður sósial-
ista, Jean Ziegler, sem
krafðist þess að rikisstjórnin
ræki Spinola úr landi.
7