Tíminn - 20.03.1976, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.03.1976, Blaðsíða 1
Áætlunarstaðír: Blönduós — Sigluf jörður Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Bíldudalur Gjögur — Hólmavík Hvammstangi — Stykkis- ihólmur —Rif .Súgandafji Sjúkra- og leiguflug um allt land Símar: 2-60-60 & 2-60-66 Ungkratar óánægðir með ummæli Gylfa íKaup mannahöfn Breytingar í utanríkisþjónustunni: Breyttumdæmi sendiráða og sendiherra með aðsetur í Reykjavík HHJ-Rvík. Samkvæmt forsetaúr- skurði, sem unnið hefur verið að undanfarið, verða nú ýmsar breytingará sendiráðum islands, fastanefndum hjá alþjóðastofn- unum og sendiráðsskrifstofum. Breytingar eru aðallega fólgnar i umdæmum sendiráðanna. Þá verður sú breyting á utanrikis- þjónustunni, að Pétur Thorsteins- son hefur fyrstur manna verið gerður að sendiherra með aðsétri i Reykjavik. Hann verður sendi- herra i þeim löndum Asiu og Af- riku, sem við höfum stjórn- málasamband við. 1 forsetaúrskurðinum eru eftir- farandi ákvæði: Islenzk sendiráð skulu vera i Kaupmannahöfn, Osló, Stokk- hólmi, Londón, Paris, Moskvu, Bonn, Brussel og Washington. Fastanefndir skulu vera i Genfog New York, og sendir-ðisskrifstofa (aðalræðisskrifstofa) i New York. Umdæmi þessara stoínana skulu vera sem hér segir: Kaupmannahöfn. Auk Dan- merkur skal umdæmi sendiráðs- ins vera italia, Tyrklandog ísra- el. Osló.Auk Noregsskal umdæmi sendiráðsins vera Alþýðulýðveld- ið Pólland og Alþýðulýðveldið Tékkóslóvakla. Stokkhólmur. Auk Sviþjóðar skal umdæmi sendiráðsins vera Finnland og Sambandslýðveldið Júgóslavia. London.Auk Stóra Bretlandsog Norður-irlands skal umdæmi sendiráðsins vera Lýðveldið ír- land, Hollandog Nigeria. Paris. Auk Frakklands skal umdæmisendiráðsins vera Spánn og Portúgal. Forstöðumaður sendiráðsins skal vera fastafull- trúi islands hjá Efnahagssam- vinnu- og þróunarstofnuninni i Paris (OECD)oghjá Menningar- stofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO). Moskva. Auk Sovétrikjanna skal umdæmi sendiráðsins vera Alþýðulýðveldið Búlgaria, Al- þýðulýðveldið Rúmenia, Alþýðu- lýðveldið Ungverjaland, Lýðræð- islýðveldið Þýzkalandog Alþýöu- lýðveldið Mongólia. Bonn. Auk Sambandslýðveldis- ins Þýzkalands skal umdæmi sendiráðsins vera Austurriki, Grikkland, Svissog Vatikanrikið. Forstöðumaður sendiráðsins skal vera fastafulltrúi tslands hjá Evrópuráðinu. Brussel. Auk Belgiu skal um- dæmi sendiráðsins vera Luxem- burg. Forstöðumaður sendiráðs- ins skal vera sendiherra hjá stjórn Efnahagsbandalags Evrópu og fastafulltrúi hjá Norður-Atlantshafsráðinu. Washington. Auk Bandarikja Ameriku skal umdæmi sendi- ráðsins vera Kanada, Mexikó, Brasilia, Argentina, Chile,' Perú, Bahamaeyjar og Kúba. Genf. Forstöðumaður fasta- nefndarinnar I Genf skal vera fastafulltrúi hjá Evrópuskrifstofu Sameinuðu þjóðanna og öðrum stofnunum Sameinuðu þjóðanna sem aðsetur hafa i Genf, svo sem Alþjóðavinnumálastofnuninni (ILO), Alþjóðaheilbrigðismála- stofnuninni (WHO), Alþjóða- veðurmálastofnuninni (WMO), Alþjóðafjarskiptastofnuninni (ITU), Alþjóðatoilamálastofnun- inni (GATT), Alþjóðaþróunar- málastofnuninni (UNCTAD) og Efnahagsmálanefnd Evrópu (ECE). Forstöðumaður fasta- nefiidarinnar skal einnig vera fastafulltrúi hjá stjórn Frfverzl- unarsamtaka Evrópu(EFTA) og auk þess sendiherra i Kenýa, Tanzaniu, Egyptalandi og Eþíópíu. New York. Forstöðumaður fastanefndarinnar i New York skal vera fastafulltrúi íslands hjá höfuðstöðvum Sameinuðu þjóð- anna. Annar maður veiti aðal- ræðisskrifstofunni forstöðu. Einn starfsmaður utanrikis- þjdnustunnar, með búsetu i Reykjavik,skal vera sendiherra i fjarlægum löndum, sem tsland hefur stjórnmálasamband við, i öörum heimsálfum en Evrópu, fyrst og fremst Asiu og Afrlku, eftir þvi sem nauðsyn kann aö krefja. Ákvæði til bráðabirgða: Meðan Island hefur ekki stjórnmála- samband við Bretland, skal lýð- veldið irland vera i umdæmi sendiráðsins i Kaupmannahöfn, Holland í umdæmi sendiráðsins i Brussel og Nigeria i umdæmi sendiráðsins i Paris. Henrik Sv. Björnsson, nýskip- aður ráðuneytisstjóri i utanrikis- ráðuneytinu. PÉTUR Thorsteinsson, fyrrver- andi ráðuneytisstjóri, fyrsti sendiherra okkar i fjarlægum löndum með aðsetur i Reykjavik. Vilhjálmur Hjálmarssonráðherra Litsjónvarp kemur ekki til greina á næstunni mikilvægard, að útvarpið veiti öllum landsmönnum lágmarksþjónustu HHJ-Rvik — Eins og ég hef áður skýrt frá tel ég útilokað að hefjast handa um sjónvarpssendingar i litum eins og fjárhag rikissjóðs er háttað — og útvarpsins, að ógleymdri stöðunni i gjaldeyrismálum. Auk þess er mikilvægara að rikisútvarpið veiti öllum landsmönnum lágmarksþjónustu en að hefja litút- sendingar, sagði Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráð- herra, þegar Timinn spurði hann hvort til stæði að hefja útsend- ingar i litum, en framkvæmdastjóri sjónvarpsins og yfirverk- fræðingur voru fyrir skömmu i Noregi og kynntu sér þá m.a. hvern hátt Norðmenn höfðu á, þegar þeir hófu sjónvarpssend- ingar I litum. — útvarpið á mörg verkefni óleyst i sambandi við dreifikerfi sjónvarps og hljóðvarps, sagði menntamálaráðherra ennfrem- ur. Þessi verkefni kosta mörg hundruð milljónir króna og þeim þarf að sinna áður en farið er að huga að litútsendingum. Um ferð þeirra sjónvarpsmanna er það að segja, að hún var ákveðin i samráði við ráðuneytið og öðrum þræði var hún farin vegna funda um fjarskiptamál (gervihnöttur — jarðstöð), en jafnframt skyldi leitað upplýsinga um litsjónvarp þar. Ég tel að tæknimenn og stjórnendur ríkisútvarpsiris þurfi að fylgjast vel með þvi sem gerist hjá grannþjóðum, einnig varðandi litsjón- varp, en almennar bollaleggingar um upptöku þess nú eru þýðingarlitlar af ástæðum sem ég hef þegar greint frá, sagði menntamálaráðherra. 1 1 I I | | I | I KARTOFLUÞURRÐ OÓ-Reykjavik Undanfarna daga hafa kartöflur verið skammtaðar hjá Grænmetisverzlun landbún- aðarins, en nú er svo komið, að þær eru uppgengnar. Eitthvað er til af kartöflum norðanlands, en þær verða ekki fluttar suður, þvi það myndi einungis leiða af sér kartöfluleysi fyrir norðan. Þar sem uppskera var mjög litil sunnanlands s.l. haust, ákvað Grænmetisverzlunin að tryggja sér erlendar kartöflur, sem kæmu til landsins þegar upp úr áramót- um, Samið var við Hollendinga um kaup á 1500 tonnum og við Pólverja um sama magn. Hol- lendingar áttu að afgreiða kartöfiurnar á timabilinu febrú- ar—marz, en úr þvi áttu pólsku kartöflurnar að koma á markað- inn. I janúarmánuði sl. kom fyrsta sendingin frá Holiandi, 250tonn. I febrúar voru afgreidd 150 tonn i skip, en sá farmur var losaður hér eftir verkfali. Þessar kartöfl- ur reyndust vera mjög góðar. Samtals hafa þvi verið afgreidd 400 tonn frá Hollandi. Samkvæmt samningi átti Grænmetisverzl- unin 1100 tonn óafgreidd þar, þeg- ar Hollendingar settu bann við út- flutningi, og siðan útflutnings- gjald að upphæð um 52 krónum á hvert kiló. Þessar ráðstafanir munu hafa verið gerðar vegna yfirvofandi kartöfluskorts i Vestur-Evrópu. Vegna þessa sneri Grænmetis- verzlunin sér tilviðskiptaráðu- neytisins með ósk um að það beitti sér fyrir að fá banninu og gjaldinu aflétt, á þeirri forsendu að samið hafi verið um kaupin á s.l. hausti. Undanþága fékkst ekki. Er þvi fyrirsjáanlegt, að kartöflur verða ekki keyptar frá Hollandi að þessu sinni. Grænmetisverzlunin sneri sér þá til pólska verzlunarfulltrúans hér á landi með ósk um að hann annaðist milligöngu um útvegun á lOOOtonnum til viðbótar frá Pól- landi. Það tókst, og heildarmagn frá Póllandi verður þvi 2500 tonn. I samningum við Pólverja var gert ráðfyrirað fyrsta útskipunin gæti orðið eftir 15. marz, en i Pól- landi gilda ákvæði um að ekki megi flytja kartöflur i skip, ef lofthiti er undir frostmarki. 15. marz s.l. beið islenzkt skip i pólskri höfn eftir að lesta fyrstu sendinguna af kartöflum, sem fara átti til tslands. En þá voru miklar frosthörkur i Póllandi og eru enn, þannig að skipið fór, án þess að hægt væri að skipa kartöflunum um borð. Næsta skip,sem gert er ráð fyrir að lesti kartöflur i Póllandi, verður þar 23. þessa mánaðar. Vegna frosts í Póllandi og útflutningsgjalda í Hollandi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.