Tíminn - 20.03.1976, Blaðsíða 7
Laugardagur 20. marz 1976
TÍMINN
7
(Jtgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn-
arfuiltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Frcttastjóri: Helgi H.
Jónsson. Augiýsingastjóri: Steingrlmur Gislason. Rit-
stjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar
18300 — 18306. Skrifstofur i Aðalstræti 7, slmi 26500 — af-
greiðslusimi 12323 — auglýsingasími 19523. Verð i lausa-
söiu kr. 40.00. Áskriftargjald kr. 800.00 á mánuði.
Blaðaprenth.L
Það er dýrt að vera
frumbýlingur
I skilmerkilegri grein eftir Ágúst Þorvaldsson,
fyrrv. alþingismann, sem birtist nýlega hér i blað-
inu, sýndi hann fram á það með glöggu dæmi, að
næstum útilokað væri fyrir ungt fólk, að hefja
búskap, nema aðstoð við frumbýlinga væri stór-
lega aukin frá þvi, sem nú er. Ágúst taldi, að það
kostaði um 30 milljónir að stofna til svonefnds
verðgrundvallarbús, sem þarf að hafa um 20
kýr. Hann taldi, að jörð með tilheyrandi húsum
myndi vart kosta minna en um 20 milljónir króna,
en bústofninn og vélarnar um 8 millj. króna.
I framhaldi af þessu fórust Ágústi m.a. orð á
þessa leið:
,,Með einhverjum róttækum ráðum verður sem
allra fyrst að bregðast við til úrbóta á þeim vanda,
sem hér hefur nokkuð verið rætt um, svo að ungt
fólk, sem áhuga hefur á búskap og vill vera kyrrt i
átthögum sinum, geti fengið að njóta hæfileika
sinna, sjálfu sér og þjóð sinni til sæmdar og gagns
við ræktun jarðar og framleiðslu hinna lifs-
nauðsynlegu landbúnaðarvara.
Við öllum vandamálum finnast ráð, ef vel er
eftir leitað með góðum vilja. Þeir, sem nú stjórna
málum þjóðarinnar, hljóta að vilja koma i veg
fyrir fækkun fólks i sveitum, og að eyðijörðum
fjölgi til að fara svo jafnharðan undir sport-
mennsku og hrossastóð kaupstaðabúa, eða stöðugt
fugladráp þeirra skotglöðu orlofsgesta, sem strá-
fella fuglahópa með haglabyssum sinum.”
Ágúst beindi siðan þeirri áskorun til rikisstjórn-
ar og þingmeirihluta, að taka þetta mikilvæga mál
til úrlausnar.
í grein sinni rakti Ágúst ennfremur, að jafnt
stefna hins opinbera og bændanna sjálfra sé nú
miðuð við svonefndan fjölskyldubúskap eða ein-
yrkjabúskap. Ágúst kvaðst þessu samþykkur. „En
þó að ég sé,” segir Ágúst, „fylgjandi einyrkja- og
fjölskyldubúskap, þá er ég þess sinnis, sem ég hef
áður sagt frá á prenti, að ég tel, að einyrkjarnir
eigi að stefna að félagsvinnu hver með öðrum og
félagsbúskap með ýmsum hætti, eftir þvi sem sam-
komulag getur orðið um og henta þykir við hinar
mismunandi aðstæður.”
Vissulega ættu hiiiir yngri menn að gefa þessum
orðum hins reynda bónda fullan gaum.
Vegirnir og snjórinn
1 Helgarspjalli,sem nýlega birtist hér i blaðinu
vakti Ingi Tryggvason alþingismaður athygli á
þvi, hve mikilvægt væri að byggja vegi þannig, að
komizt væri sem mest hjá snjómokstri á vetrum,
en hann væri oft kostnaðarsamur. fyrir ýmis
byggðarlög. Ingi sagði m.a.:
„Ég hygg að á fáum árum gætum við komið
vegunum upp úr snjónum, ef við beindum vegafé
fyrst og fremst að þvi verkefni. öllum þykir sjálf-
sagt að halda þjóðvegum færum á sumrin. Þjóð-
vegir um sveitir og milli helztu byggðarlaga þurfa
engu siður að vera færir á vetrum en sumrum.
Reynslan sýnir, að svo getur orðið. Það kostar að
visu fé, en sparar lika marga krónuna. Ekki vil ég
gera á nokkurn hátt litið úr hagkvæmni þess og
nauðsyn að leggja varanlegt slitlag á vegi. Slikir
vegir koma, og þeir breyta landi okkar og bæta
það. En fyrst af öllu þurfum við að sinna frum-
þörfunum, gera þjóðvegi okkar færa án tillits til
árstiða. Að þvi verkefni ættum við að beita okkur
af fullri einurð næstu árin. Þeir sem vegleysið
þekkja af eigin reynd myndu meta slikt framtak
flestu fremur.’” Þ.Þ.
ERLENT YFIRLIT
Keppendurnir um
embætti Wilsons
Callaghan sigrar sennilega í þriðju umferð
A ÞRIÐJUDAGINN kemur
hefst kosningin i þingflokki
Verkamannaflokksins um
eftirmann Wilsons sem for-
manns flokksins og forsætis-
ráöherra. Þá verður tilbúinn
kjörseðill með nöfnum þeirra
manna, sem hafa gefið kost á
sér. Kosningunni veröur lokið
á hádegi á fimmtudaginn og
verða úrslit tilkynnt siðari
hluta dagsins. Hafi enginn
frambjóðendanna fengið
meirihluta greiddra atkvæða,
fer fram ný kosning og falla þá
af kjörseðlinum einn eða tveir
þeirra, sem fengu fæst at-
kvæði. Sfðari kosningunni á að
vera lokið á hádegi 30. marz,
og fái enginn meirihluta þá,
verður efnt til þriðju
kosningarinnar og kjörseðlin-
um breytt samkvæmt áður-
nefndri reglu. Þriðju kosning-
unni á að vera lokið 5. april. Ef
enginn fær þá meirihluta,
verður haldið áfram að kjósa,
unz tveir verða eftir. Það er
von þingmanna Verkamanna-
flokksins, að ekki muni þurfa
að kjósa oftar en þrisvar, og
jafnvel ekki nema tvisvar, þvi
að auk þess, sem menn falla af
listanum samkvæmt áður-
nefndri reglu, geta menn
dregið sig sjálfviljugir i hlé.
Hins vegar þykir ekki senni-
legt, að einhver frambjóðand-
inn fái meirihluta strax i
fyrstu kosningunni.
Sex menn hafa þegar gefið
kost á sér, eða James Callag-
han, Denis Healey, Michael
Foot, Anthony Crosland, An-
thony Wedgwood Benn og Roy
Jenkins. Allt eru þetta hæfir
menn og hafa oft verið nefndir
sem likleg forsætisráðherra-
efni. Þá hafa tveir leiðtogar
Verkamannaflokksins oft ver-
ið nefndir i þessu sambandi,
eða þau Shirley Williams og
Edward Short. Wilson hefur
þvi haft ekki færri en átta for-
sætisráðherraefni i stjórn
sinni, enda segir hann sjálfur
að siðustu 70 árin hafi engin
stjóm verið skipuð jafn völdu
liöi og þessi siðasta 'stjórn
hans. Þetta er sennilega ekki
fjarri lagi, og rætist hér hið
fomkveðna, að sitt hvað er
gæfa og gjörvuleiki.
ELZTUR frambjóðenda er
James Callaghan utanrikis-
ráðherra. Hann er jafnframt
talinn vænlegastur til sigurs.
Hann varð 64 ára 27. þ.m.
Hann varð skattheimtumaður
að loknu gagnfræðanámi og
náði verulegum frama á þvi
sviði. Þegar siðari heims-
styrjöldin hófst, gekk hann I
sjóherinn og varð foringi þar
og kom þá m.a. til íslands.
Hann var kosinn á þing 1945 og-
hefur átt þar sæti síðan. Hann
vann sér brátt gott álit meðal
þingmannaog hefur þótt sam-
eina i senn að vera laginn
samningamaður, en þó röskur
málafylgjumaður. Hann hefur
verið eins konar miðjumaður i
flokknum og hefur tekizt að
halda sæmilegum skiptum við
báða arma flokksins. Callag-
han var fjármálaráðherra i
stjórn Wilsons 1964-’67og siðar
innanrikisráðherra. Hann
varð utanrikisráðherra, þegar
Wilson myndaði stjórn að nýju
1974 og hefur verið það sfðan.
Hann er vinsæll i flokknum og
bendir margt til þess, að
Wilson kjósi hann helzt sem
eftirmann sinn.
Roy Jenkins innanrikisráð-
herra er leiðtogi hægri arms
flokksins og er af ýmsum tal-
inn mikilhæfasti leiðtogi
flokksins. Hann er 55 ára
gamall og hefur setið á þingi
siðan 1948. Hann var flug-
málaráðherra 1964-1965,
Michael Foot
James Caliaghan
innanrikisráðherra 1965-1967,
en þá tók hann við embætti
fjármálaráðherra af Callag-
han. Arið 1974 varð hann
innanrikisráðherra að nýju.
Faðir hans var þingmaður,
sem var mjög handgenginn
Attlee. Jenkins stundaði nám i
Oxford og á siðan kunningja
bæði i Frjálslynda flokknum
og íhaldsflokknum. Hann er
góður rithöfundur og hefur rit-
að vinsælar bækur um söguleg
efni. Hann barðist mjög ein-
dregið fyrir aðild Breta að
Efnahagsbandalaginu, og hef-
ur siðan mætt mikilli and-
spyrnu af hálfu vinstri arms
flokksins.
Anthony Crosland um-
hverfismálaráðherra er 57 ára
gamall. Hann hefur átt sæti á
þingi siðan 1959 sem fulltrúi
Grimsby og hefur þvi verið
andstæður Islendingum f land-
helgismálum. Hann stundaði
hagfræðinám I Oxford, en var
flugmaður á striðsárunum og
tók þátt i ýmsum frægum
árásum fallhlifarmanna.
Hann gegndi mörgum ráð-
herraembættum á árunum
1964-70 og þótti reynast vel.
Hann er yfirleitt talinn einn
helzti hugmyndafræðingur
Verkamannafloklfsins og er bók
hans, The Future of Sosialism,
talin eitt helzta fræðirit
brezkra jafnaðarmanna um
þessar mundir. Crosland
hlaut nokkrar óvinsældir
meðal vinstri armsins á þeim
tima, sem Gaitskill var for-
maður flokksins, en hann
fylgdi honum eindregið. Það
þykir spilla fyrir Crosland
sem forsætisráðherraefni, að
hann þykir einrænn og þótta-
fullur.
Þetta siðara gildir einnig
um Denis Healey fjármála-
ráðherra, sem oft er sagður
skarpgáfaðasti maður flokks-
ins, og er jafnframt mikill
dugnaðarþjarkur. Healey er
58 ára, og hefur átt sæti á þingi
siðan 1952. Hann hlaut
háskólamenntun sina i Ox-
ford. Á þeim árum var hann i
kommúnistaflokknum, en
gekk siöan i Verkamanna-
flokkinn, og þykir nú ekki sér-
lega róttækur. Hann var i
hernum á striðsárunum. Þeir
Callaghan eru góðir vinir og
studdi hann Callaghan i for-
mannskjörinu 1963, þegar Wil-
son var fyrstkosinn formaður
flokksins. Wilson erfði það þó
ekki, heldur gerði Healey að
varnarmálaráðherra i stjórn
sinni. Hann gegndi þvi emb-
ætti 1964-1970 og er yfirleitt
viðurkennt, að færari maöur
hafi ekki skipað það. Siðan
1974 hefur hann verið fjár-
málaráðherra og oft lent i
deilum við vinstri arm flokks-
ins sökum sparnaðarráðstaf-
ana.
ÞAÐ veikir vinstri arminn i
formannskosningunni, aö
tveir helztu leiðtogar hans
hafa gefið kost á sér. Annar
þeirra er Michael Foot vinnu-
málaráðherra, sem talinn er
mesti mælskumaður þingsins
um þessar mundir og arftaki
Bevans sem leiðtogi vinstri
armsins. Foot er 62 ára
• gamall og hefur unnið lengst-
um sem blaðamaður. Hann
sat á þingi 1945-1955 og svo aft-
ur siðan 1960, er hann erfði
kjördæmi Bevans. Keppandi
Foots um vinstra fylgið er An-
thony Wedgwood Benn orku-
málaráðherra, sem verður 51
árs i næsta mánuði og er þvi
yngstur frambjóðenda. Benn
hefur á siðari árum unnið sér
öllu meira fylgi meðal vinstri
armsins en Foot, þvi að sá sið-
ari hefur þótt ábyrgari en áður
siðan hann settist i ráðherra-
stól. Það verður ekki sizt fróð-
legt að fylgjast með þvi,
hvernig þessari keppni þeirra
lýkur. Þ.Þ.