Tíminn - 20.03.1976, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.03.1976, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Laugardagur 20. marz 1976 Líflegt starf Bridge- félags Hvera Stefán Jónsson prentsmiðjustjóri: MAFÍU-STARFSEMIN ÞEKKIR KROSSGÖTUR OG MARGA VEGI FYRIR SIG gerðis STARFSEMI Bridgefélags Hveragerðis hefur verið lifleg i vetur. Hafa verið haldin þrjú mót á vetrinum og þátttaka verið með afbrigðum góð. I október s.l. hófst tvimenn- ingskeppni og stóð yfir fimm kvöld. 16. pör tóku þátt i keppn- inni. Fimm efstu pörin voru: 1. Skafti Jósefsson — Helgi Geirsson 471 st. 2. Birgir Pálsson — Kjartan Kjartansson 450. st. 3. Sigurjón Skúlason — Jön Guðmundsson 436st. 4. Axel Magnússon — Haukur Baldvinsson 430. st. 5. Oddgeir Ottesen — Skafti Ottesen 425 st. Þvi næst hófst sveitakeppni með þátttöku sjö sveita og verða spilaðar tvær umferðir. Eftir fyrri umferðina er staða þriggja efstu sveitanna þannig: 2. Sveit Birgis Pálssonar 112 st. 2. Sveit Sigmundar Guðm .sonar 87 st. 3. Sveit Skafta Ottesen 85 st. Þá fór fram firmakeppni með þátttöku 32 firma. Keppnin var jafnframt einmenningskeppni. Úrslit keppninnar urðu sem hér segir: 1. Trésmiðja Hveragerðis, Skafti Jósefsson 310 stig. 2. Verzl. Reykjafoss, Skafti Ottesen 302 stig. 3. NLFI, Niels Busk 302 stig. 4. Fagrihvammur, Liney Kristinsdóttir 301 stig. 5. Rafmagnsverkst. Suð- urlands, Jón Guðmundsson Saurbæ 298 stig. 6. Búnaðarbankinn, Sigurlina Gunnlaugsd. 294 stig. 7. Kjöris, Sigurjón Skúlason 287 stig. 8. Trygging hf. Ólafur Steinsson 285 stig. 9. Garðyrkjust. Skafta Jósefs- sonar, Kjartan Kjartansson 284 stig. 10. Rafbær, Björn Gunnlaugs- son 283 stig. 11. Pipul. Bjarna Kristínssonar, Emelia Friðriksdóttir 279 stig 12. Verzl Varmá Birgir Pálsson 278 stig. 13. Ullarþvottastöð SIS, Snæbjörn Jónsson 272 stig. 14. Álfafell. Dagbjartur Gisía- son 271 stíg. 15. Kaupfél. Árnesinga. Krisl- inn Antonsson 269 stig. 16. Lindarbrekka, Ragnhildur Magnúsdóttir 269 stig. 17. Rafveita Hveragerðis, Sig- mundur Guðmundss. 268 stig. 18. Dvalarheimiliö Ás, Sigur- björg Jónasdóttir 267 stig. 19. Garðyrkjust. Sigmundar Guöm. Tómas Antonsson 267 stig. 20. Hótel Hveragerði, Sigmar Björnsson 263 stíg. 21. Garðyrkjust. Gufudalur, Birgir Bjarnason 262 stig. 22. Málningarþj. Gisla Brynjólfssonar Kjartan Busk 261 stig. 23. Hverabakari Haukur Bald- vinss 261 stig. 24. Garðyrkjust. Björns og Þráins örlygur Sigurgeirsson 256 stig. 25. Garöyrkjust. ólafs Stein- ssonar Pálina Kjartansdóttir 254 stig. 26. Hárgreiðslust. Brynju og Sillu Sigurlaug Bergvinsdóttir 249 stigþ 27. Sérleyfi Kristjáns Jónssonar Oddgeir Ottesen 248 stig. 28. Verzl Dóra Asgerður Sigur- björnsd. 244 stíg. 29. EdenSjöfnMagnúsdóttir 244 stig. 30. Bilav. Aage Michelsen Jón Guðmundsson Hverag. 243 stig. 31. Hestamannaf. Ljúfur Þröstur Stefánsson 235 stig. 32. Bilaþj. Bjarna Snæbjörns- sonar Björn Eiriksson 234 stig. Um sl. helgi fór fram árleg keppni milli Bridgefélags Hvera- geröis og Bridgedeildar Húnvetn- ingafélagsins i Reykjavik. Spilaö var á tiu boröum og sigraði Hún- vetningafélagiö glæsilega. Um nokkurt skeiö hefir orðið mafia verið á hraðbergi meðal manna. Menn tala um, að'enginn viti hvað þetta orð þýði án þess að skýringar fylgi, eða orðinu sé i hverju tilfelli gefið hugtak. Ýmsir segja: Hver er t.d. munurinn á varasamri kliku og varasamri mafiu. Menn muna nafngiftina ,,Timaklikan”, ogspyrja. Hver er merking þessa orðs?. Þá tala menn um, að klúbbar séu stofnað- ir bæði i góðum og vafasömum tilgangi. Einnig tala menn um, að orðið „félag” segi litið eitt út af fyrir sig, þvi til séu bæði góð- gerðarfélög og glæpamannafélög. Mafiu-nafnið virðast nú ýmsir nota um samtök og smáhópa eftir eigin mati á þvi, hvernig starf- semin sé að frásögn fjölmiðla. Menn leyfa sér t.d. nú, að tala um Klúbb-mafiu, Visis-mafíu, Al- þýðublaðs-mafiu o.s.frv. Sjálfur leyfði ég mér nú fyrir skömmu að tala um Alþýðusambands-mafiu i votta viðurvist út af ákveðnu máli. Ég er ekki málfræðingur, og tel mig þvi litt hæfan til að leggja orð i belg um tákn eða hugtök orða. Hitt viðurkenni ég, aö hafa notað orðið „mafia” um Alþýðusam- band Islands i sambandi við viss- ar ákvarðanir þess i deiiumáli, sem opinberir aðilar fjölluðu um. Mig fýsir þviað vita, hvort ég hefi brotiö lög samkv. einhverjum oröabókum og/eða isl. meiðyrða- löggjöf. Þykir mér þvi rétt aö játa á mig sökina, ef einhver er, og einnig gera grein fyrir tilefninu. Þess skal þó strax getiö, að Al- þýöusamband Islands bar hvorki á mig aödróttanir um að hilma yfir glæpi né veita óbeina aðstoð viö framkvæmd þeirra. Hins veg- ar notaði ég orð eins og mafia og/eða mafiu-kliku um afgreiðslu ASl I vissu máli i s.l. verkfalli. Alþýðusambandið skapaði sér einkarétt Kvöld eitt i s.l. verkfalli vorum við i stjórn Félags islenzka prent- iðnaðarins staddir á Loftleiöa- hótelinu i viðræðum við okkar samningsaðila, sem eru þrjú sveinafélög. Heyrðum við þá til- kynningu i Rikisútvarpinu frá blaði Alþýðusambandsins „Vinn- an”, þar sem óskað var eftir mönnum til að dreifa blaðinu. Okkur brá. Við töldum alla blaða- útgáfu og alla aðra prentfram- leiðslu stöðvaða vegna hins al- menna verkfalls. Við nánari at- hugun kom i ljós, að Alþýðusam- bandið hefði eftir vafasömum leiðum tryggt sér einkarétt á prentfrelsinu i landinu á meðan verkfalliö stæði. Þetta hafði þau áhrif, að allar samningaviðræður stöðvuðust i bili milli okkar og sveinafélaganna þriggja, sem þó voru ekki öll jafnsek i þessu máli, þvi að segja má, að tvö félögin hafi verið „stikkfri” i málinu, en vegna félagslegrar samstöðu urðu þau að fylgja straumnum. Eftir skamma athugun á þessu máli, óskuðu prentsmiðjueigend- ur, að Hið isl. prentarafélag afturkallaði verkfallsundanþágu sina um prentuná einu blaði, það er blaði Alþýðusambandsins, enda væri félaginu og ljóst, að engin prentsmiðja gæti prentað þetta blað án þess að brjóta lög félags prentsmiðjueigenda, sem væri annar samningsaðilinn i um- ræddri deilu. Stjórn viðkomandi sveinafélags lét strax i ljósi vilja sinn til að afturkalla heimildina, enfórekki dult með, að það væri i Alþýðusambandi Islands og þyrfti þvi að ræða málið við það. Fljótt kom i' ljós, að slikar viðræð- ur báru ekki árangur. Fulltrúar Alþýðusambandsins vildu ekki gefa eftir þann rétt, sem prentarafélagið hafði látið þvi i té. Við, fulltrúar prentframleiðsl- unnar, kynntum okkur alla þætti þessa máls. Okkur virtist t.d., að blaðaútgáfa Alþýðusambandsins i verkfallinu væri tilkomin til að reyna að réttlæta og viðhalda illa liðnu verkfalli hjá mörgum, ef ekki flestum, sem töldu sig komna i verkfall til að auka verð- bólgu, en ekki kjarabót. Við gerð- um okkur einnig ljóst, að hér var um mjög hættulegt fordæmi að ræða varðandi prentfrelsið i land- inu. Þá töldum við okkur og skylt að gera félögum okkar grein fyrir hinum nýju viðhorfum, áður en lengra yrði haldið i samningavið- ræðum. Að þessu athuguðu voru allir fulltrúar prentsmiðjueig- enda sammála um eftirfarandi: 1. Að ræða við sáttasemjara og óska eftir milligöngu hans um afturköllun á umræddum einka- rétti til að nota prentfrelsið i verkfalli. 2. Að ef sáttasemjari gæti ekki fjarlægt þennan einka- rétt, og það fordæmi sem hann skapaöi, þá hyrfum við af samningafundi og ræddum málið á fundi við okkar umbjóöendur. Þess skal getiö, i sambandi viö nefnda samstöðu, aö i stjórn félags prentsmiöjueigenda eru menn af öllum stjórnmálaflokk- um. AAafíuskilaboðín frá Alþýðu sambandinu 1 framhaldi af framangreindu fórum við i stjórn FIP þess á leit við sáttasemjara, að hann flytti stjóm ASl orðsendingu um af- stöðuokkar i þessu máli, og jafn- framt þá ósk okkar, aö ASl félli frá umræddum einkarétti sinum á prentfrelsi i verkfalli. Eftir all- langan tima kom sáttasemjari með svarið, og var það efnislega sem hér segir: Ef stjórn FIP ætl- ar að halda fast við stefnu sina i þessumáli, þá munum viö i stjórn ASl afturkalla allar þær undan- þágur, sem við höfum veitt i þessu verkfalli. Við spuröum sáttasemjara, hvort hér myndi átt við undanþá- ur eins og þessar: Að læknar fengju bensin á bila sina til að geta stundað sjúklinga. Aö ung- börn, sjúklingar og gamalmenni fengju mjólkurskammt. Að isl. Rugvél fengi að koma heim með sjúka Islendinga, sem sagðir væru i miklum erfiðleikum erlendis. Hinn grandvari sátta- semjari færðist undan að svara þessu beint, sen sagði. Um hvaða undanþágur aðrar getur verið um að ræða?. Ég vona að þið finnið leið til að endurskoða afstöðu ykkar. Við, fulltrúar fyrirtækja i prentiðnaðinum, niuað tölu, sem fengum nefnd skilaboð, gerðum okkur ljóst af skilaboðunum o.fl. ástæðum, að hér var um að ræða hótun til okkar, sem raunveru- lega þýddi, að ef við ekki beygð- um okkur fyrir valdi ASl, þá bitn- aði slikt á ungbörnum, sjúkling- um og gamalmennum. Þjáningar og jafnvel dauði þessara aðila gæti verið fyrir hendi, ef við ekki viðurkenndum einkarétt ASl á prentfrelsinu i verkfalli. Allir vorum við sammála um, að mót- mæla sliku með þvi, að hverfa af sáttafundi i bili, en áður ræddum við málið nánar i viðurvist sátta- semjara. Ollum var okkur þungt i skapi út af nefndri hótun ASl. Þvi til staðfestingar skulu þó hér að- eins tilfærð orð min. Voru þau skrifuð niður strax, og þvi rétt til- færð hér: „Ég bið sáttasemjara, að skila til stjornar ASl, að ég telji skila- boðin i mafiustil. Þótt mér virð- ist, að sllk ákvörðun hefði eins getað komið frá Sykiieyjarmafiu, þá ætli ég að láta mér nægja að tala um Alþýðusambands-mafiu i sambandi við þetta mál, og muni ég meðal annars gera það á félagsfundi FIP á morgun." Ekki reiknaði ég nú með, að hinn orðvari sáttasemjari flytti þessi skilaboö min, og gerði ég þvi mitt til að reyna að koma þeim áleiðis eftir öðrum leiðum. Þar á meðal notaði ég nefnda nafngift mina á ASI á félagsfundi daginn eftir. Vitnin að umræddri notkun minni á orðinu „mafia” af greindu tilefni eru þvi mörg. En nú langar mig að spyrja, er ég sekur fyrir notkun þessa orðs, eða hinir, sem gáfu mér tilefnið? Máski mun forseti Alþýðusam- bandsins fá úr þessu skorið fyrir dómi, eða máski verður einhver ungur og reynslulitill piltur, t.d. með kennararéttindi, sendur út af örkinni til að niða mig i stað þess að fordæma akvörðunina, sem ollu orðum minum. Mdlalok mafíuskilaboðanna Tveimur sólarhringum eftir að mafiu-skilaboöin stöðvuðu fram- hald kjarasamninga i prentiönað- inum varö samkomulag milli okkar i stjórn FIP og sátlasemj- ara rikisins, aö við afstýröum framkvæmd mafiuskilaboðanna meö þvi' að hefja samninga aö nýju, enda tæki hinn ágæti sátta- nefndarmaður, Guðlaugur Þor- valdsson rektor, að sér aö bera á milli aðila skrifleg og munnleg tilboð, en viðtölum i ööru formi neituðum við viðsemjendum okkar um, ef þeir hvorici hlut- uðust til um að afturkalla einka- réttinn á prentfrelsinu eða mafiu-skilaboðin. Hinn nefndi sáttanefndarmaður, sem örugg- lega var maður á réttum stað, eins og á stóð, leysti málið á skömmum tima. Fyrir mikla hæfni þessa ágæta manns, urðu hinir sfðustu fyrstir, og undir- rituðu samninga mörgum klukkustundum á undan.öðrum. Mafiu-skilaboöin komu þvi ekki til framkvæmda, en hugurinn, sem á bakvið þau stóö, fékkst ekki betrumbættur. Slik voru málalokin i þessu mafiu-máli. Hvort eða hvaða eftirmál koma siðar veit ég ekki. Hitt ætla ég þó, að orðið mafia verði meira notað framvegis i is- lenzku máli, en gert hefur verið til þessa, enda öllum óblindum ljóst, að hér fer i vöxt sú starf- semi sem réttlætir notkun þessa orðs. „Hér eru farin að myndast bófafélög" Undir þessari yfirskrift talaði einn bankastjóri Landsbankans i Rikisútvarpið fyrir 12 árum. Hann ^erði glögga grein fyrir sinu mafi i þessu efni. Hann hafði lengi dvalið erlendis og þekkti slika starfsemi þaðan. Hann gerði glögga grein fyrir þvi, að i slikum klikum eða mafium styddi hver höndin aðra með ráðum og dáð. Fórnarlömb væru einnig notuð i rikum mæli, og oftast fengjust þau gegn einhverjum greiða. Hann varaði við þeim visi, sem hér virtist kominn að umræddri starfsemi. Meðal annars benti hann á, að slikri starfsemi fylgdi þörf fyrir að vega að alsaklausu fólki, ekki sizt þeim, sem starf- semin óttaðist mest. Mér hefir oft komið i hug þetta erindi bankastjórans, þegar ég hefi verið að lesa árásir Vilmund- ar Gylfasonará Ólaf Jóhannesson dómsmálaráðherra i blaðinu Vísir. Ég tel vist, að þessi ungi og pennahraði piltur, rúmlega tvi- tugur að aldri, geri sér litla grein fyrir i hvers þágu hann dróttar þvi að dómsmálaráðherra, að ef til vill hafi embættisverk hans stuðlað að alvarlegum glæpum. Mér þykir leitt, að sjá slikt úr penna afasonar og nafna Vil- mundar Jónssonar landlæknis, en þann mann átti ég á vissu ævi- skeiði bæði sem lækni og hús- bónda. I huga minum hefir Vil- mundur Jónsson landlæknir verið tákn um mann, sem var vitur, góður og beinskeyttur i málflutn- ingi. Máski er það rétt, er mér er sagt, að hinn ungi kennari hafi sér frekar að fyrirmynd afabróður úr föðurætt, en sá er sagður heita Bjöm. Ég held að flestum sjáandi mönnum hér hljóti aö vera ljóst, að flest afbrigði af mafiu-klikum fara nú stöðugt vaxandi hér, og virðist mega i flestum tilfellum reka ræturnar til peninga, eða þess i nauðuga verðmælis, sem við köllum krónu. Ef Vilmundur .lylfason heföi I skrifum sinum agt mafiu-ósómanum strið á nendur, i staö þess að vega aö þeim sem ósóminn er hræddastur viö, þá hefði ég i staö þessara skrifa, skrifaö um hann hólgrein. Þá hefði mér og komiö i hug nafni hans og móður-afi, samanber áöur sagt. Ég hefi þekkt Ólaf Jóhannesson dómsmálaráöherra i álika mörg árog ég þekkti Vilmund Jónsson iæknír. afa Vilmundar Gylfa- sonar. Ef dómsmálaráðherrann, Ólafur Jóhannesson, hefir gleymt hinum fornu dygðum i róti stjórn- málanna, t.d. eins og hugprýði, drenglyndi og trúmennsku, þá held ég að flestir aðrir af okkar stjórnmálamönnum hafi gert það. Vonandi tekst hvorici mafi- um eða mafiu-þjónum að hafa truflandi áhrif á okkar stjórn- málamenn. Ég held að enn séu isl. kjósendur færir um að dæma i þeim mafiu-málum, sem bera að á sama hátt og sagt er að fjandinn lesi bibliuna. Mun ekki þarfara, aö þjóöin leiði hugann að málum, eins og landhelgismálinu, efnahagsmal- unum, gjaldeyrismálunum, verð- bólguleikjunum o.fl. en skrifum unglings um að réttarfar þjóðar- innar sé komið i þjónustu mafiu-starfsemi og leiðin til að bæta úr sliku sé sú, að ryðja úr vegi þeim, sem mafiu-starfsemin er hræddust við. Stefán Jónsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.