Tíminn - 20.03.1976, Blaðsíða 12

Tíminn - 20.03.1976, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Laugardagur 20. marz 1976 A FLOTTA FRA ÁSTINNI Effir Rona Randall réttu að standa, hvíslaði rödd innra með honum. — Það var fyrir fólk eins og Jósep gamla, sem frændi minn stofnaði þennan sjúkrahússjóð, hélt AAark áfram. — Upprunalega var sjóðurinn ætlaður til aðstoðar Eng- lendingum eða nýlendubúum, en ef við höf um laust rúm, neitum við aldrei neinum um hjálp. Hingað koma oft Bandaríkjamenn, Frakkar líka. En eins og þér haf ið tek- ið eftir, eru allar hjúkrunarkonur okkar menntaðar i Englandi, svo við höfum úrvals starfslið. — Ég hef tekið eftir því. — Ég reyni að hafa líka úrvals læknalið. Það efaði hún heldur ekki. Já, henni mátti mislíka þessi maður eins og henni þóknaðist, en hún gat ekki annað en dáðst að dugnaði hansog stjórnunarhæf ileikum. Ennþá hafði hún ekki séð hann að störfum i skurðstofunni, en eftir því, sem henni hafði verið sagt, var hann einstakur skurð- læknir. Myru til undrunar, stóð hann upp og sagði: — Ég vona, að yður liki vel hjá okkur, doktor Henderson? Þetta f rá manni, sem ekki hafði viljað fá hana hingað, var ekki sem verst, hugsaði hún og brosti. Mark horfði athugandi á hana. Hún var verulega falleg, þegar hún brosti, það varð hann að viðurkenna, þótt hann væri f rá- bitinn konum. Hafði Estelle á réttu að standa varðandi þessa konu? Var hún í rauninni meira en samvizkusam- ur læknir í hvitum slopp? — Haf ið þér f undið þægilegan stað til að búa á? spurði hann snögglega. — Já, þakka yður fyrir. Við Boulevard AAich. — Og hvernig geðjast yður svo að Latínuhverfinu? — Ég hef varla fengið tækifæri til að skoða mig um þar ennþá. Henni til undrunar fór hann að hlæja og þá gjör- breyttist andlit hans. Alvaran, og virðuleikinn hvarf. Eitthvað innra með henni bærði á sér og í fyrsta sinn, siðan Brent hafði sært hana, fann hún svolítinn yl í brjóstinu. — Við verðum að bæta úr því, læknir. AAér þykir fyrir því, að hafa þrælað yður svo út, að þér hafið ekki mátt vera að þvi að skoða París. — En ég er ekki að kvarta, sagði hún. — Ég kom hingað til að vinna. Hann leit snöggt og rannsakandi á hana, en opnaði síðan dyrnar fyrir henni. Þegar hún gekk framhjá hon- um, sá hann að það stirndi á hár hennar, þar sem sólar- geisli frá glugganum féll á það. Hvern fjárann átti Estelle við með þvi að hún þyrfti að fara í hárgreiðslu? Hárið á stúlkunni var verulega fallegt eins og það var...já, satt að segja óvenjulega fallegt. Hann horfði á eftir henni fram ganginn, en sneri sér svo snöggt við og fór aftur inn í skrifstof una. Um stund stóð hann og horfði yfir Luxembourgar garðinn, út að Signu og Öperunni, sem hann gat rétt greint. Það minnti hann á, að hann hafði lofað frænku sinni, að fara með henni á frumsýningu á enska ballettinum, sem hafði gestasýningu þar bráðlega. Sér til furðu uppgötvaði hann, að hann var að velta f yrir sér, hvort AAyra Hender- son hefði gaman af ballett. 5. kafli. David Harwey kom þjótandi inn í setustofu læknanna, lét fallast niður i næsta stól og rumdi: — Ég ætti að hata þig fyrir þetta, mín kæra AAyra. Já, ég ætti að hata þig! Ég gæti slitið af þér þetta gullfallega hár — það er fal- legt. En það er ekki eins og það á að vera. Allsekki. — Hvað þá? Hárið á mér? spurði hún undrandi.— Hef urðu kannske uppástungu um, hvernig það getur orð- ið betra? Ætti ég ef til vill aðeyða mánaðarkaupinu mínu hjá einhverjum innfæddum hárgreiðslusnillingi? Held- urðu að tebolli geti ekki breytt skoðun þinni? Brosandi sótti hún bolla og undirskál inn í lítinn skáp. — Te upp á enskan máta, sagði hún og hellti í. David tók þakklátur upp bollann. — Það er mikill kost- ur að hafa konu meðal vor, þú ert satt að segja búin að gera notalegt hérna. Ég hef tekið eftir, að það eru komn- ir púðar hingað lika, en ég var ekki að tala um hárið á þér. Ég átti við Gabríellu... — Hver er Gabriella? — Hver var hún væri réttara, svaraði hann beisklega. — Ég held, að henni geðjist ekki að því frekar en AAimi, að ég taki þig fram yfir hana. — Telja upp að tíu, anda djúpt og byrja á byrjuninni aftur, þá get ég kannske fylgzt með, sagði AAyra hlægj- andi. — Einu sinni var stúlka, sem hét AAimi, byrjaði David hægt. — Hún beið eftir mér, að því hún segir í heilan stundarf jórðung. En ég var úti á Le Bourget-f lugvelli að taka á móti ungum lækni, kvenkyns... Á eftir AAimi kom K I K U B B U n Það enauðvelt^ ^'Hvernig^y” að sjá að Hadda vejz^u þa5? likar velj \ við þig- V----- LAUGARDAGUR 20. marz 7.00 Morgunútvarp 12.00 Dagskráin. Tónleikar. - kynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 iþróttir. Umsjón Jón Asgeirsson. 14.00 Tónskáldakynning Atla Heimis Sveinssonar. 15.00^ Vikan framundan 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. islenzkt mál Asgeir Blöndal Magnússon cand. mag flytur þáttinn. 16.40 Popp á laugardegi. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Spurningin um fram- hald lifsins Sigvaldi Hjálm- arsson flytur erindi. 20.00 Hljómplöturabb. Þor- steins Hannessonar. 20.45 Þjóð i spéspegli: Eng- lendingar Ævar R. Kvaran leikari flytur þýðingu sina á bókaköflum eftir Georg Mikes (áður útv. sumarið 1969). Einnig sungin brezk þjóðlög. 21.30 ' „Moldá”, kafli úr tón- verki eftir Bedrich Smetana Filharmoniusveit Berlinar leikur, Herbert von Karajan stj. ' 21.45 t Ljótaiandi. Pétur Gunnarsson les úr óprentuðu handriti sinu. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (29). 22.25 Útvarpsdans á vor- jafndægri — nálægt góu- lokum.Fyrir miðnætti leika einvörðungu islenzkar hljómsveitir gamla og nýja dansa af hljómplötum — en erlendar eftir það (23.55 Fréttir). 01.00 Dagskrárlok. Laugardagur 20. marz 17.00 iþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 18.30 Pollyanna. Breskur myndaflokkur, gerður eftir sögu Eleanor H. Porter. Lokaþáttur. Efni 5. þáttar: Jimmy fær fast starf sem garðyrkjumaður Pendle- tons, en konurnar i kven- félaginu treysta sér ekki til að útvega honum sama- stað. Pendleton er aft- ur kominn á fætur. Hann býður Pollýönnu að koma og búa hjá sér, og hann viður- kennir fyrir henni að hann hafi elskað móður hennar. Þýðandi Ellert Sigurbjörns- son. 19.00 Enska knattspyrnan Hlé 20.00 Fréttir og vcður 20.35 Pagskrá og augiýsingar 20.35 Krossgáta V. Spurninga- þáttur með þátttöku þeirra sem heima sitja. Loka- þáttur. Kynnir Edda Þórarinsdóttir. Stjórn upptöku Andrés Indriðason. 21.05 Læknir til sjós. Breskur gamanmyndaflokkur. Þýð- andi Stefán Jökulsson. 21.30 Uppreisnin á Caine (The Caine Mutiny) Bandarisk biómynd frá ár- inu 1954. Aðalhlutverk Humphrey Bogart, José Ferrer, Fred McMurray og Van Johnson. Nýr skipstjóri tekur við stjórn tundur- spillisins Caine. Hann tekur að stjórna meðharðri hendi, en áhöfnin er óvön ströng- um aga. Sá kvittur kemst á kreik, að skipstjórinn sé ekki með réttu ráði og ófær um að stjórna, og þvi gripur áhöfnin til sinna ráða. Þýð- andi Kristmann Eiðsson. 23.30 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.