Tíminn - 29.04.1976, Síða 2
TÍMINN
Fimmtudagur 29. april 1976
2 /
L ■'**4yiaf ! a i i i i
■RHMMM
wumj; uw*mwam kæ
Slippstöðin h.f.:
43,7 millj hagnaður
á síðastliðnu ári
SJ-Reykjavik — Smiði skuttogara, sem á að fara til
Sandgerðis, er á lokastigi hér hjá okkur i Slippstöð-
inni á Akureyri, sagði Gunnar Ragnars fram-
kvæmdastjóri í viðtali við Timann. — Þetta er svo-
kallað kombinerað skip, skuttogari og nótaveiðiskip,
470 tn. Þá er verið að byggja upp annað sams konar
skip fyrir Þórð Óskarsson útgerðarmann á Akranesi,
og samningur hefur verið gerður um þriðja skipið
þessarar gerðar við Magnús Gamalielsson i ólafs-
firði og okkar vegna væri hægt að hefja smiði þess i
október. Vegna lánsfjárskorts reikna ég hins vegar
alveg með að framkvæmdir geti dregizt, þótt það sé
mjög slæmt. Þá er verið að smiða skuttogara fyrir
Ctgerðarfélag Dalvikinga og var skrokkurinn keypt-
ur i Noregi.
Að sögn Gunnars hafa viðgerðir verið með meira
móti. A árinu 1975 voru þær 41% af heildarstarfsem-
inni. Af stærri verkefnum i viðgerðum má nefna
bráðabirgðaviðgerð á M/S Hvassafelli eftir strand,
umfangsmiklar breytingar á oliuskipinu Bláfelli og
yfirbygging yfir þilfar hækkun brúar og bakka o.fl. á
M/S Hilmi.
Þá hefur Slippstöðin fengið stórt verkefni við
Kröflu, þ.e.a.s. uppsetning á gufurörakerfinu. 25—30
manns frá Slippstöðinni hefjast handa við Kröflu sið-
ari hluta mai.
Starfsmenn Slippstöðvarinnar eru nú 210 og hefur
þeim fjölgað að undanförnu. Fyrirtækið kemur til
með að vanta fleiri starfskrafta á næstunni og þá
einkum járnsmiði, vélvirkja og rafvirkja.
Rekstur Slippstöðvarinnar hefur gengið vel að und-
anförnu. — Aðaláhyggjuefni forráðamanna fyrirtæk-
isins er að lánasjóðirnir geti ekki staðið við skuld-
bindingar sinar og haldið áfram að lána til skipa-
smiði.
— Ef svo fer stendur öll okkar starfsemi á brauð-
fótum, sagði Gunnar Ragnars.
Aðalfundur Slippstöövarinnar hf. fyrir árið 1975 var
haldinn laugardaginn 24. april sl. Fulltrúar allra
stærstu hluthafanna sóttu fundinn og var fjármála-
ráðherra Matthias Á. Mathiesen kominn fyrir hönd
rikissjóðs, en rikissjóður er stærsti hluthafinn.
í skýrslu stjórnar kom fram, að nettó hagnaður
ársins var 43,7 millj. eftir opinber gjöld og af-
skriftir, en þessir tveir liðir námu kr. 23,5 milljónum.
Hagur fyrirtækisins er þvi góður, og verkefni fram-
undan með meira móti. Þó gætti nokkurrar áhyggju
hversu geta lánasjóða þeirra, sem lána til skipa-
smiða, hefur rýrnað og hversu fjárvöntun
vegna vanskila þeirra er mikil. Skapar þetta mikla
óvissu og óöryggi i sambandi við framtiðarrekstur.
Ákveðið var að greiða hluthöfum 10% arð af hluta-
fénu en hlutafjáreign er þessi:
Rikissjóðir kr. 45,0 millj. 54,2%
Akureyrarbær kr. 30,0 millj. 36,1%
Kaupfélag Eyfirðinga kr. 5,0 millj. 6,1%
Eimskipafélag íslands kr. 2,0 millj. 2,4%
Ýmsir smærrihluthafar kr. 1,0 millj. 1,2%
Fulltrúarallra stærstu hluthafanna ávörpuðu fund-
inn, og lýstu ánægju sinni með hinn bætta hag fyrir-
tækisins. Fjármálaráðherra varpaði fram þeirri hug-
mynd til umhugsunar hvort timabært væri að rikis-
sjóður seldi sinn hlut i fyrirtækinu að einhverju leyti
og kæmu þá starfsmenn þess mjög til greina þegar
velja ætti þá sem gefinn yrði kostur á slikum kaup-
um. Minnti ráðherra á, að rikissjóður hefði gerzt
hluthafi i fyrirtækinu á erfiðum timum, en nú væru
ýmsar forsendur, sem þá voru, breyttar.
Myndin hér fyrir ofan er af athafnasvæði Slipp-
stöðvarinnar á Akureyri.
AAikil verkefni en starfsemin í
hættu vegna vanskila lánasjóða
i Sjómannafélögin:
lÁrangurslausir 1
sáttafundir
gébé Rvik — Að undanförnu
hafa staðið yfir samninga -
fundir hjá sáttasemjara rikisins
við fulltrúa sjómannafélaga
þeirra, sem felldu kjara-
samningana. Torfi Hjartarson
sáttasemjari rikisins, sagði i
gær, að á þriðjudag hefði verið
fundur með fulitrúum
sjómanna, en árangur af honum
litill eða cnginn. t gær hófst
siðan fundur hjá sáttasemjara
klukkan tvö og stóð fram eftir
degi. Ekkert kvaðst Torfi geta
sagt um framhald þessara
funda.en nokkuðmun ennbera i
milli i samningaviðræðunum,
og stendur deilan fyrst og
fremst um skiptaprósentuna.
Það eru fulltrúar frá
Sjómannasambandi Islands,
Fiski- og farmannasambandinu
og fulltrúar frá flestum þeim
stöðum sem enn hafa ekki
samið, sem sitja sáttafundina
hjá sáttasemjara.Enn á eftir að
semja fyrir sjómenn á eftir-
töldum stöðum: Austfjörðum,
Norðurlandi, á öllum stöðum við
Faxaflóa nema Akranesi,
Suðurnesjum og Snæfellsnesi og
við Breiðafjörð. A þessum
stöðum, felldu sjómenn
samningana, yfirleitt með yfir-
gnæfandi meirihluta atkvæða.
Búiö er að ganga frá
samningum I Vestmannaeyjum,
Grindavík, Þorlákshöfn,
Stokkseyri og Eyrarbakka.
=II1IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII!IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||=
Sinfóníutónleikar
í léttum dúr
Fimmtándu áskriftartónleikar
Sinfóniuhljómsveitar Islands
verða haldnir i Háskólabiói i
kvöld. Hljómsveitarstjóri
verður Páll P. Pálsson, en hann
stjórnar nú i veikindaforföllum
aðalhljómsveitarstjórans,
Karstens Andersen. Þessir
tónleikar verða i heldur léttari
dúr en aðrir áskriftartónleikar,
en á efnisskránni eru eftirtalin
verk: Hljómsveitarforleikurinn
Vilhjálmur Tell eftir Rossini,
Rhapsody in Blue eftir George
Gershwin, pianókonsert eftir
Edward McDowell, þar sem
einleikari er Rhondda Gillespie
— og Young Person á Guide to
the Orhestra eftir Benjamin
Britten. Framsögn i þvi verki
annast Þorsteinn Hannesson
tónlistarstjóri Rikisútvarpsins.
Pianókonserts McDowells hefur
ekki áður verið fluttur hér á
landi. Höfundurinn var — eins
og segir i efnisskránni
i „frumherjinn sem ruddi braut-
ina og sannaði, að' Bandarikin
væru ekki eyðimörk á sviði
tónlistarinnar”.
Einleikarinn, Rhondda
Gillespie, hefur haldið tónleika I
öllum heimsálfum, og árið 1957
hlaut hún ABC-tonlistarverð-
launin fyrir leik sinn á pianó-
konsert McDowells.
Myndina hér fyrir neðan tók
Guðjón I gær, er Rhondda
Gillespie æfði með Sinfóníu-
hljómsveitinni Rhapsody in
Blue eftir Gershwin.
Loftskeytamenn um fyrirmæli póst- og símamálastjórnar:
NÚ ER BÚIÐ AÐ GERA
OKKURAÐ RITSKOÐURUM
gébé Rvik. — Nú er I rauninni
bóiö að gera okkur aö ritskoður-
um, sögðu loftskeytamenn á
Siglufiröi, Neskaupstað og Höfn
I gær. — Við þyrftum aö vera
lögfróðir i meira lagi, brezkir
dómtúlkar og með 100% ensku-
kunnáttu, eftir þvi sem tilkynn-
ing Póst- og sim amálastjórnar
kveður á um. Einnig þyrftum
við aö hiusta á öli samtöl frá
brezkum skipum hér viö land,
sem er ekki nokkur einasta leiö,
þvi þaö er mikiö aö gera hjá
okkur, sögöu loftskeytamenn-
irnir. I tilkynningu Póst- og
simamálastjórnarinnar segir
m.a. ,,....er tslandi skylt aö
veita almenna fjarskiptaþjón-
ustu án mismununar eftir þjóö-
erni, nema þvf aöeins ef viö-
komandi skeyta- og fréttasend-
ing strföi gegn öryggi landsins
eöa lögum”. Þetta túlka loft-
skeytamennirnir á fyrrnefndan
hátt.
Það var 12. marz sl. aö loft-
skeytamenn á strandstöövunum
ákváðu að veita brezkum skip-
um hér við land enga f jarskipta-
þjónustu nema i neyðartil
fellum. Var þetta látið
kyrrt liggja, þar til blaöa-
maöur VIsis, öli Tynes, reyndi
að senda fréttir frá brezkri
freigátu á Islandsmiðum.
— Þá vorum við beðnir aö
endurskoða afstööu okkar, —
sögðu loftskeytamennirnir. Þeir
tóku skýrt fram, að þeir hefðu
aldrei verið á móti fréttasend-
ingum umrædds blaöamanns,
„....enhann er um borð Ibrezkri
freigátu og þar liggur hundur-
inn grafinn,” sagði einn þeirra.
„Það er ekki nokkur einasta
leiö að fylgjast með öllum sam-
tölunum,” sagði Axel Óskarsson
á Neskaupstaö i gær, „en við
höfum skipun um að vinna og þá
er annað hvort að gera það eða
gerast brotlegir við lögin. Við
viljum ekki fara að slást við
stofnunina (Póst og sima) en
okkur finnst okkur vera settar
nokkuö þungar skorður I þessu
máli.” Axel stakk upp á þvi, að
landhelgisgæzlan yrði látin
fylgjast með samtölum frá
brezku skipunum og að þeir
legöu siðan mat á hvort væri
verið að brjóta lög eða ekki.
Björn Júliusson á Höfn sagði,
að þeir væru hlynntir frjálsri
blaðamennsku og að þeir heföu
aldrei haft nokkuð á móti neinni
fréttasendingu, en eins og hann
sagði ....þá er blaðamaður
VIsis um borö i brezkri freigátu
og við höfum ekki viljað af-
greiða brezku skipin frá 12.
marz vegna þorskastriðsins
nema i neyðartilfellum.”
Brezku freigáturnar hafa
aldrei þurft á þvi að halda aö
hafa samband við islenzkar
fjarskiptastöðvar, þar sem þau
eru útbúin mjög fullkomnum
fjarskiptatækjum. „Við teljum
okkur ekki geta fariö eftir
þessu,” sagöi Björn um tilkynn-
inguna, ,,og finnstað okkur séu
settar þungar skorður.” ,
Jón Skúlason, póst- og sima-
málastjóri, sagði I gær, að hann
hefði ekkert rætt við loftskeyta-
mennina, heldur visaði hann
þeim beint til stöövarstjóra
þeirra, sem hann sagöi að bæru
ábyrgð á starfsmönnum sinum
og vinnu þeirra.
Þegar Timinn spurði póst- og
simamálastjóra um bann við af-
greiðslu á pósti frá Bretum,
kvaðsthann ekkertvita um slikt-