Tíminn - 29.04.1976, Qupperneq 3

Tíminn - 29.04.1976, Qupperneq 3
Fimmtudagur 29. april 1976 TÍMINN 3 Árangursríkar aðgerðir varðskipanna Gsal-Reykjavik. í gærmorgun kom varðskipiö Ver að fimm brezkum togurum á Hvalbakssvæðinu og gættu togaranna, dráttarbátarnir Statesman og Eruoman. Statesman gerði tværásiglingartilraunir á varðskipið, en i þriðju tilraun tókst dráttarbátnum aö sigla á stjórn- borðshlið varðskipsins — en skemmdir urðu ekki miklar á skipunum. Engín slys urðu á mönnum. Eftir ásiglinguna var Euroman kominn i ásiglingarham, eins og tals- maður Landhelgisgæzlunnar orðaði það, og sigldi að varðskipinu, en þvi tókst naumlega að foröa árekstri. 1 gærmorgun klippti varðskipið Öðinn á báða togvira brezka togar- ans St. Gerontíus H-350 á Hvalbakssvæðinu. Brezki togarinn Arctic Cavalier H-204 gerði I gærmorgun ásiglingartilraunir á varöskipið Baldur. Togaraskipstjórinn fékk að sögn Landhelgisgæzlunnar ákúrur frá freigátunni Mermaid, og svaraði togaraskipstjórinn freigátunni á þann hátt, að „bágt væri orðið aö lifa, þar sem hvorki væri hægt að fiska eða sigla á varðskipin”. Brezku togararnir fá sáralitinn afla um þessar mundir og ofan á afla- leysið bætist það, að togararnir verða að hifa inn vörpur sinar i hvert sinn er varðskip eöa óþekkt skip nálgast — og hafa sumir togaranna lit- ið getað reynt veiðar af þeim sökum, og eru þess dæmi að togararnir hafi ekki komið veiðarfærum sinum i sjó i rúmlega fimm daga. Brezku freigáturnar hafa nú eftirlátið dráttarskipunum það hlut- verk að sigla á islenzku varðskipin. Þessar niyndir voru teknar, þegar freigáturnar enn reyndu ásiglingar og það er freigátan Naiad, sem sækir að Tý, fyrst að framan Tm. Jón St. Ragnarsson. Illlllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllilllllf lo = seld til 1 Noregs gébé Rvik — Nýlega hefur = = verið veitt leyfi til að selja Þorstein RE 303 og Alftafell SU 101 til Noregs. Fyrir áramót var einnig gefið leyfi til sölu á Lofti Baldvinssyni EA 24, einnig til Noregs, en ekki mun endanlega gengið frá þeim Ijj kaupum enn. Þá var veitt = leyfi til sölu á Faxaborg GK EE 89 og var hún seld i desember = s.l. Ekki hefur verið sótt um = fléiri söluleyfi tii sjávar- = útvegsráðuneytis, — = Þorsteinn RE 303 er 300 n = lesta stálskip smiðað i = — Havstad i Noregi 1967, en = eigandi er Leifur h.f., E Reykjavik. Alftafell SU er = rúmlega tvö hundruð lesta E stálskip, smiðað i = Boizenburg i A-Þýzkalandi = 1967, en eigandi er Álftafell = hf., Stöðvarfirði. Loftur = j Baldvinsson EA 24 er tæp- = : lega fjögur hundruð lesta § stálskip, smiðaður i = i Hommelvik i Noregi árið = i 1968. Eigandi er Aðalsteinn — ; Loftsson, Dalvik. = iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiii —- HLEKKTIST A í LENDINGU Gsal-Reykjavik. — Þaö var búið að vera leiðinlegt veður á leið- inni og töluverð ising hafði setzt á vélina, en hún var þó að mestu horfin er við nálguðumst flug- völlinn á Blönduósi. Rétt þegar vélin var að snerta brautina skall á dimmt él og lendingin varö nokkuö hörð, svo vélin sökk niður i gljúpa brautina, sagði Birgir Sumarliðason, flugmaður tveggja hreyfla flug- vélar Cessna 310 sem hlekktist á i lendingu á Blönduósflugvelli i fyrrinótt. Talsverðar skemmdir urðu á vélinni, en engin slys á mönnum. Flugvélin var að koma með sporhund Hjálparsveitar skáta i Hafnarfirði og tvo leitarmenn úr Hafnarfirði til leitar að manni, sem horfið hafði að heiman frá sér i Vatnsdal. Að sögn Gunnars Sigurðar Gunnarssonar, formanns björg- unarsveitarinnar á Blönduósi leituðu milli 25 og 30 manns að 25 ara gömlum manni frá Bakka i Vatnsdal, en maðurinn er sjúk- lingur og hefur átt það til að hverfa. Aö sögn Gunnars var leitað á svæði i nágrenni bæjar- ins allt fram til kl. 4 um nóttina, en þá kom maðurinn heim til sin heill á húfi. Hann hafði þá falið sig i fjóshlöðunni á bænum, en þar hafði verið margleitað, án þess að maðurinn fyndist. Sporhundurinn hafði ekki haf- ið leit að manninum, þvi leitar- menn úr Hafnarfirði komu ekki i Vatnsdal fyrr en um kl. 4 um nóttina — eða um svipað leyti og maðurinn kom fram. KÆRÐUR FYRIR MEINT AFGLÖP í STARFI Gsal-Reykja vik — Kristján Pétursson, deildarstjóri tollgæzl- unnará Keflavikurflugvelli hefur verið kærður fyrir meint afglöp i starfi — og hefur kæran verið send rikissaksóknara. Kristján er sakaður um að hafa farið út fyrir verksvið sitt i máli, sem varðar tvo starfsmenn bandariska hers- ins á Keflavikurflugvelli, — jafn- framt þvi sem hann er sakaður um meintar ólöglegar aðferðir við yfirheyrzlur. Það er örn Clausen hrl. fyrir hönd Bandarikjamannanna tveggja, sem hefur kært deildar- stjórann. „Böðunarstríðið": AAálið er í athugun hjá ráðuneytinu gébé Rvik — Þriggja manna sendinefnd Húnvetninga gekk á fund landbúnaöarráöherra, Halldórs E. Sigurössonar I gær- morgun. Samkvæmt upplýsing- um frá ráðuneytisstjóranum, Sveinbirni Dagfinnssyni, er máliö nú i athugun og mun ráð- herra aftur ræöa við sendi- nefndina f dag. I sendinefnd Húnvetninga eru þeir Gisli Pálsson oddviti, Kristófer Kristjánsson form. búnaðarsambandsins, og Stefán Jónsson sýslunefndarmaöur. Þeir fóru fram á það við ráöu- neytið, aðlög eða reglugerð yrði sett, sem heimilaði að baða fé Bjöms bónda á Lóngumýri, verði þeim tilmælum ekki sinnt, áskilja Húnvetningar sér rétt til að fara i skaðabótamál við rikissjóð vegna mistaka við boðun tviböðunar á sagðfé.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.