Tíminn - 29.04.1976, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 29. aprfl 1976
TÍMINN
7
Ctgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn-
arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Augiýsingastjóri:
Steimgrimur Glslason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhús-
inu við Lindargötu, slmar 18300 — 18306. Skrifstofur I
Aðalstræti 7, slmi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug-
lýsingaslmi 19523. Verð I lausasöiu kr. 50.00. Askriftar-
gjald kr. 1000.00 á mánuði. Blaðaprent h.f.
Skeggöldin á Ghurka
Við eigum enskum fréttamönnum að þakka, að
heimsbyggðin fór ekki á mis við glögga vitneskju
um stórtiðindi i þorskastriðinu á Islandsmiðum: Ef
þeirra hefði ekki notið við, vissi veröldin trúlega lit-
ið um það, hvernig myndin af Filippusi drottningar-
manni sökk i djúpið niður til sækindanna — mynd-
inni af drottningunni sjálfri tókst sem betur fór að
bjarga með snarræði og hugrekki, sem getið verður
i annálum brezka flotans.
Það er liklega þetta, sem vakið hefur forráða-
menn Visis til umhugsunar um, hvilikur fengur það
væri, ef takast mætti að koma röskum fréttamanni
á vist með Bretum á einhverri freigátunni. Séntil-
mennskan enska varð sér ekki til skammar, og Vis-
ir kom sinum manni, gamalreyndum i utanrikis-
málum og snarheppnum á því sviði, á freigátuna
Ghurka, er með nafni sinu minnir á ljómandi kapi-
tula i sögu heimsveldisins austur á Indlandi. Allt
lofaði þetta góðu, unz kom til kasta Islendinga að
þjóna þessu fyrirtæki. Loftskeytamenn á stöðvum
fyrir norðan og austan reyndust halda fast við fyrri
ákvarðanir að hafa ekki önnur skipti við brezk skip,
sem brjóta islenzk lög, togara við veiðiþjófnað og
aðstoðarskip þeirra, en þau, er falla undir öryggis-
og neyðarþjónustu.
Það er eðli litilla sæva, að þar geta risið hinar
kröppustu öldur. Það getur jafnvel orðið heilmikill
gusugangur i vatnsglasi. Svo fór einnig hér. Hinni
„frjálsu blaðamennsku” Visis var misboðið — dón-
ar og ofstækismenn á útskögum voru að hefta
„fréttamiðlun i þágu almennings”. Raunar gat
Visismaðurinn fengið fyrirgreiðslu með ritsmiðar
sinar hjá brezkum stöðvum, sem boðnar voru og
búnar til þess að veita honum lið i þessum útistöð-
um. Hann átti þó alltaf hauka i horni, þar sem lipur-
mennin brezku voru.
Eigi að siður var mikið veður gert út af fram-
komu islenzku loftskeytamannanna, og harðorð
mótmæli borin fram. Og hvað annað: Það var ekki
litið innlegg i landhelgisdeiluna, sem maðurinn
lumaði á. „Andlitshærukeppni” stendur yfir á frei-
gátunni — „þeir, sem vilja láta sér vaxa skegg, hafa
leyfi til þess”, barinn er „oftast lokaður, nema þeg-
ar gestir eru um borð”, „það er hreint undur” að
sjá foringjana „i stifpressuðum skyrtum með svört
og gyllt tignarmerki á öxlunum við tedrykkju”, þvi
að þeir sitja svo beinir i baki, „skipherrann er sér-
lega kempulegur og stendur vel undir gælunafni
áhafnarinnar, „varðskipaskelfirinn”, en svo
kumpánlegir eru þessir menn samt, að þeir nefna
gest sinn fornafni og hafa málað utan á skipshlið-
ina: „Óli sefur hér”.
„Hið frjálsa orð” hefði beðið meira en litinn
hnekki, ef þetta hefði ekki komizt til skila i Visi.
Barátta Visis er hetjuleg. En á fjósbita Dagblaðs-
ins situr Jónas Kristjánsson eins og púki, sem er að
fitna, og skrifar þessa sömu daga leiðara, sem heit-
ir „Eins konar fimmta herdeild” og fjallar um
„flokkseigendafélag Sjálfstæðisflokksins”. Þár er
meðal annars fjallað um tilþrif Visis i hinum ör-
lagariku átökum:
„Staðreyndin er sú”, segir Jónas, „að flokkseig-
endafélagið og málgögn þess eru óafvitandi að
verða eins konar fimmta herdeild i herbúðum Is-
lendinga i landhelgisdeilunni.... Þessi linkind er þvi
stærsti þröskuldurinn i vegi réttlátrar lausnar land-
helgisdeilunnar.”
Þessu svarar Visir trúlega þegar sá, sem á nafnið
sitt skráð á siðu freigátunnar Ghurka,stigur aftur á
land á skerinu, sem ól hann. —JH
Jimmy Carter:
Feti nær forsetastól
Eftir sigurinn í Pennsylvaníu
James Earl Carter, almennt
nefndur Jimmy Carter, rúm-
lega fimmtugur bóndi og fyrr-
verandi fylkisstjóri i Georgia,
hefur nú færzt nokkrum fetum
nær forsetaembætti Banda-
rikjanna, eftir að hafa enn
boriðsigurorð af keppinautum
sinum i forkosningum Demó-
krataflokksins. Þykir hann nú
næsta öruggur um útnefningu
sem forsetaefni flokks sins, og
enginn annar frambjóðandi i
forkosningunum er llklegur til
að koma i veg fyrir það. Sá
eini sem enn gæti það er
Hubert H. Humphrey, sem
enn hefur ekki tekið beinan
þátt I kosningabaráttunni en
vinnur þó greinilega að út-
nefningu sinni bak við tjöldin.
ÞEGAR gengið var til for-
kosninga i fylkinu
Pennsylvania hafði Jimmy
Carter þegar tryggt sér at-
kvæði tvö hundruð fimmtiu og
átta fulltrúa á þingi Demó-
krataflokksins og möguleika á
stuðningi sjötiu og eins til
viðbótar. Hann hafði þá geng-
ið svo til óslitna sigurgöngu i
forkosningunum, unnið sigur i
sex fylkjum og hlotið nokkurn
stuðning i öðrum. Sérstaklega
hefur verið til þess tekið
hversu breiðan stuðningshóp
hann hefur átt, og þá einkum
fylgi blökkumanna, sem kom
nokkuð á óvænt.
Maðurinn með brosiö, eins
og Carter hefur veriö nefndur,
var fyrir rúmri viku á góðri
leið með að ávinna sér orð
fyrir að vera ósigrandi. Hann
hafði þá sýnt af sér þann
baráttuvilja, þekkingu á
þjóðarmálefnum og kosninga-
málefnum og þá baráttulagni,
sem Bandarikjamenn aðhyll-
ast hvað mest i fari stjórn-
málamanna sinna. Honum
hefur tekizt i kosn-
ingabaráttunni að boða
eins konar nýsköpun i stjórn
Bandarikjanna, án þess að
tiltaka nánar um eðli hennar
og honum hefur aö mestu tek-
izt að fjalla um viðkvæm og
umdeild málefni, svo sem
fóstureyðingar,atvinnufnál og
annað, án þess að setja nokk-
urn mann upp á móti sér.
EKKI HEFUR þó með öllu
gengið áfallalaust hjá Carter,
þvi skugga bar á I kosninga-
baráttu hans skömmu eftir
kosningarnar i Wisconsin þar
sem hann sigraði naumlega.
Skuggi þessi er sá gamli
draugur kynþáttamála
Bandarikjanna, en i umræð-
um um þau mál lét Carter eitt
sinn ummæli frá sér fara, sem
nú hafa hefnt sin á honum.
Ummæli þessi voru I sjálfu sér
sakleysisleg I upphafi og boð-
uðu ekkert sem aðrir fram-
bjóðendur Demókrataflokks-
ins höfðu ekki áður sagt með
öðrum oröum. Engu að siður
uröu þau til þess að setja
nokkurn afturkipp i kosninga-
baráttu Carters, sem er
Suðurrikjamaður og má þvi
ekki leyfa sér sömu hrein-
skilni i kynþáttamálum og
keppinautar hans.
Ummæli þessi vörðuðu
tilraunir stjórnvalda til að
draga úr myndun kynþátta- og
sérhópahverfa i borgum, með
þvi að byggja ibúðarblokkir
fyrir láglaunafólk inni i hverf-
um, þar sem hingað til hefur
að mestu búið mið- eða
hátekjufólk. 1 umræöum um
þau mál sagði Carter, að hann
sæi ekkert rangt við þaö að
fólk, af hvaða kynþætti eöa
þjóðfélagshóp sem er, viöhéldi
„félagslegum hreinleika”
ibúðarhverfa sinna. Atti hann
þar við, að stjórnin geröi ekki
rétt I þvi að flytja blökkumenn
Jimmy Carter
inn I hverfi, sem að mestu
væri byggt Gyðingum, eöa
pólska innflytjendur i hverfi
sem byggt væri þýzkættuöum
Bandarikjamönnum og svo
framvegis.
Af munni Norðurrikja-
manns hefðu þessi orö ef til
vill ekki þótt tiltakanleg, en af
munni Suðurrikjamanns hlutu
þau að túlkast sem vottur um
hið gamalgróna kynþáttahat-
ur, sem seint ætlar aö gieym-
ast.
VEGNA þessara ummæla
snerust margir frá stuöningi
við Carter og studdu þess i
stað aðra frambjóðendur.
Einkum voru það verkalýös-
samtök og frjálslyndir hvitir
menn, sem tóku ummælin til
sin, þvi að útskýringar og af-
sökunarbeiðni Carters virðist
hafa nægt til að viðhalda
stuðningi litaöra. Engu að sið-
ur virtust þau ætla að koma
illa við hann i forkosningunum
I Pennsylvaniu, þar sem
stuðningur stéttarsambanda
brást, og fleira lagðist á eitt
við að hvekkja Carter.
Stuðningsmenn hans voru að
visu bjartsýnir á að hann
myndi vinna sigur i kosning-
unum, en ekki að hann myndi
hljóta umtalsvert atkvæöa-
magn.
Nú hefur Carter þó sýnt
fram á þaö, svo að ekki veröur
um villzt, að hann er fullkom-
lega fær um að rétta úr kútn-
um eftir áföll af þessu tagi.
Hann hlaut þrjátiu og sjö
prósent greiddra atkvæða
Demókrata i Pennsylvaniu, og
jók þannig áþreifanlega við
fulltrúafjölda sinn. Renna
kosningar þessar jafnvel
nokkrum stoðum undir grun-
semdir þær, sem vöknuðu
meðal þeirra, sem mesta
hrifningu hafa látiö I ljósi yfir
baráttuhæfileikum hans um
að hann hefði valiö þetta
klaufalega orðalag af ásettu
ráöi, til þess aö virðast ekki of
fullkominn.
KEPPINAUTAR Carters
eru nú flestir taldir úr sögunni
sem raunveruleg ógnun við út-
nefningu hans. Morris Udall
fékk aðeins nltján prósent at-
kvæða i þessum kosningum,
og þar sem hann var þegar
langt fyrir aftan Carter, kem-
ur hann varla til greina úr
þessu. Jackson, sem hlaut
tuttugu og fimm prósent, á aö
visu enn möguleika, en þó
fremur litinn, þar sem hann
hefur sótt stuðning sinn að
miklu leyti til þjóöfélagshópa
þeirra, sem einkenna Austur-
rikin, og þykir liklegur til að
tapa nokkuð i þeim for-
kosningum sem eftir eru.
Uppi stendur þó enn
Humphrey sem ekki hefur enn
tekið þátt I neinum for-
kosningum, en rekur þó
óbeina kosningabaráttu fyrir
sig. Eftir þennan sigur Cart-
ers, sem er greinilegt áfali
fyrir útnefningarvonir
Humphreys, verður hann þó
að taka á honum stóra sinum,
efhanná ekkiað týnastá leiö-
inni. Hann verður i enn aukn-
um mæli að treysta á Jackson
og Udall til þess að stöðva
sigurgöngu Carters, auk þess
sem hann hlýtur nú að neyðast
til að taka sjálfur beinan þátt i
baráttunni, ef ekki hreinlega
bjóða sig fram þar sem kostur
er.
Allt um það, möguleikar
hans i kosningunum, sem juk-
ust þó nokkuð viö tviræð úrslit
i Wisconsin og New York hafa
á ný minnkað með þessum
sigri Carters.
EN FARI SVO sem nú sýn-
ist, að Jimmy Carter verði
frambjóðandi Demókrata-
flokksins i forsetakosningun-
um — og þá væntanlega sem
keppinautur Fords forseta —
fer leikurinn að harðna. Fram
til þessa hefur Carter sloppið
vel frá mörgum þeim mála-
flokkum, sem ákvarðandi eru
i forsetakosningunum sjálf-
um, en minna máli skipta i
forkosningum flokkanna.
Hann hefúr sýnt góða og
grundvallaða þekkingu á
innanrikismálum, haldið á
lofti heiðarleika sinum,
sterkri trú og vilja til að
breyta stjórnarfari I
Bandarikjunum til hins betra.
Honum hefúr, sem fyrr segir,
tekizt að sneiða hjá helztu
hitamálum án þess að brenna
sig að marki, en fram til þessa
hefur hann ekki sýnt af sér
vilja til ákvaröanatöku eða
stefnumarkandi afstööu i
neinu meginmáli. Auk þess
heftir hann ekki enn sýnt fram
á þá þekkingu á alþjóðamál-
um, sem til þarf að koma, ef
sigur á að vinnast á rikjandi
forseta. Fram til þessa hefur
það borið á góma hjá Carter
að hann hefur lýst þvi yfir, aö
Bandarikin veröi að halda
nánu sambandi við Sovétrikin
til þess að viðhalda jafnvægi,
auk þess að hann hefur lýst sig
fylgjandi meiri og afgerandi
stuðningi við Israel.
Fleira verður þó til að
koma, og ef til vill veröur
nýjabrumið, sem hefur ýtt
honum svo vel áfram I for-
kosningunum, til þess að
klekkja á honum þegar á
hólminn kemur.
Hingað til hefur rikjandi
forseti aldrei tapað kosning-
um, þegar hann hefur boðið
sig fram til endurkjörs, og þótt
Ford sé i dag ekki kjörinn for-
seti — ekki einu sinni kjörinn
varaforseti — verður róöurinn
þungur. Samkvæmt skoðana-
könnunum hefur Carter i dag
bezta möguleika sem fram-
bjóðandi Demókrata, en þar
með er ekki sagt að möguleik-
arnir séu nægir.
Þess má svo geta, að ef
Carter verður útnefndur for-
setaefni Demókrata, og ef
hann vinnur sigur á Ford i for-
setakosningunum sjálfum, þá
verður hann fyrsti Suðurrikja-
maðurinn á forstastóli um
hundrað og þrjátiu- ára skeiö,
eða siðan Zachary Taylor var
kjörinn forseti 1848. Þar með
eru þó ekki taldir Texas-for-
setar.