Tíminn - 05.05.1976, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.05.1976, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 5. mai 1976 TÍMINN 3 Friðrik Býr sig undir viður- Ólafsson: eignina við Karpov Gsal-Reykjavik. — Það er að mörgu leyti erfiðara að tefla i móti sem þessu, en á stærri mótum. Keppendur eru fáir og mótið stutt — og ein tapskák getur t.d. verið mjög afdrifarík. Ég hef reynt að nota tfmann til þess aö lesa mér tii og kynna mér skákir þessara manna, en hvort þaö er nægilegt er önnur saga, sagöi Friörik Ólafssn, stórmeistari i samtali við Tim- ann I gær, en hann heldur til Ilollands 12. mai n.k. og tekur þar þátt f fjögurra manna skák- móti, sem haldið er i Amster- dam. Skákmennirnir, sem taka þátt i mótinu, eru allir mjög sterkir og heimskunnir, en þeir eru Karpov, heimsmeistari i skák, Browne, Timman og Friðrik. Að sögn Friðriks verður mótið sett 13. mai, en byrjað að tefla þann fjórtánda i Van Gougg-safninu. Tefld verður tvöföld umferð, eða sex skákir. Friðrik hefur teflt við alla þessa kunnu skákmenn áður, einu sinni við Karpov heims- meistara, en það var i Moskvu árið 1971 — og lauk þeirri skák með jafntefli. Timinn innti Friðrik eftir þvi i gær, hvort hann heföi ákveðiö að taka þátt i fleiri mótum i sumar, og sagði hann, að hann hefði ákveðið að taka þátt i hinu árlega IBM-móti, sem einnig verður haldiö i Amsterdam i Hollandi, en mótiö fer fram i júlimánuði. Friðrik sagði, að IBM-mótiö væri ávallt með sterkustu skákmótunum. — Ertu ekki staðráöinn i þvi að halda áfram i atvinnu- mennskunni? — Jú, tilgangurinn var sá, að kanna hversu langt ég næði með þvi að helga mig skákinni ein- göngu. Hins vegar veltur þetta mikiö á fjárhagslegri aðstöðu minni, en þaö gefur auga leiö, aö það er erfitt að einbeita sér að skákinni meö sifelldar áhyggjur af fjármálunum, sagði Friðrik að lokum. Þær sleiktu sólina 1 sund- laugunum i Laugardal i gær þessar friðu blómarósir. Og gott var að bregða sér ofan i heitu pottana viö og við enda komst hitinn I Reykjavik aldrei upp fyrir frostmark. 9 freigátur hafa laskazt Gsal-Reykjavlk — Brezka blaðiö Daily Express birti i gærmorgun grein um tjón á brezkum freigát- um, sem verið hafa á islandsmið- um, og sagöi, að tjón á 9 freigát- um, af 19, sem verið hafa við verndarstörf á íslandsmiðutn, næmi nú um tveimur milljónum sterlingspunda, eða um 660 milljónum islenzkra króna. i fréttinni kom fram, að ein frei- gáta hefur veriö í þrjá mánuði I þurrkvi vegna alvarlegra skemmda, sem hún hlaut á miðunum vð island. í frétt Daily Espress koip enn- fremur fram, að fjórðungur skipa brezka flotans, væri nú bundinn við vemdarstörf á Islandsmiðum. Timinn hafði I gær tai af Helga Agústssyni I íslandsdeild norska sendiráðsins, og kvaðst hann þá nýlega hafa haft spurnir af þvl, að brezkur togari kom til Grimsby i gær eftir þrettán daga veiðiferö á islandsmiö. Helgi Agústsson sagöi að togarinn, sem heitir Ross Kipling, heföi komið með 6 tonna afla eftir ferðina — og áhöfn togarans hefði neitað með öllu að fara aftur á islands- mið. bá sagði Helgi Agústsson, að tveir togarar myndu landa i Hull i dag eftir þriggja vik'na veiöiferö á Islandsmið, og heföi annar 45 tonna afla, en hinn 60 tonna. — Mér var sagt, að tap togaranna hvors um sig, næmi á milli 15 og 20þúsundsterlingspundum, sagði Helgi. Blaöiö Guardian birti nýlega aflatölur brezkra togara á ls- landsmiöum, og greindi frá þvi, að brezku togararnir hefðu veitt 12.400 tonn af þorski á timabilinu frá 9. febrúar til 24. april. Sam- bærilegar tölur frá þvi I fyrra væru 15.800. Blaðið gat þess hins vegar ekki, aö brezku togararnir voru mun fleiriá tslandsmiðum á þessu timabili I ár, en á siðasta ári. Oó-Reykjavik. Fram kom i við- tali viö sjávarútvegsráðherra i Timanum i gær, aö i sumar muni verða lögð áherzla á leit og rann- sóknir á fisktegundum, sem fram til þessa hefur lltill gaumur veriö gefinn. Þar á meðal leit að út- hafsrækju, sem nokkrar vonir eru bundnar við. Jón Jónsson, for- stöðumaður Hafrannsóknastofn- unarinnar, sagði I gær, aö enn væri ekki fullljóst hver verkefni stofnunarinnar á þessum sviöum yrði í sumar. Vilji væri fyrir hendi til aö beina rannsóknunum meira inn á þær brautir, sem sjávarútvegsráðherra gat um, en stofnunin er bundin af þvi, hve miklar fjárveitingar hún fær til verkefnanna, og þar af leiðandi, hvaða skipakosti og mannafla er hægt að beina að rannsóknum á fiskistofnum, sem litt hafa verið kannaðir til þessa. Um úthafsrækjuna sagði Jón, aðhún væri áreiðanlega vlöa um- hverfis landið. Talað hefur verið um úthafarækjuna djúpt út af Austfjörðum, og væri full ástæða til að kanna nánar hve mikið er þar af henni. tithafsrækja er viö Grimsey.en tilþessa hefur aðeins einn bátur veitt hana. Þá er reiknaðmeð að rækja sé á miðun- um noröur af Kolbeinsey. Yfir- leitt hefur orðið vart viö þessa rækju djúpt úti af landinu og held- ur hún sig á um 500 metra dýpi i landgrunnshallanunu Til að ná þessari úthafsrækju þarf 100 til 150 tonna skip. Tegundin er sú sama og veiðist inni á fjörðum og flóum, en ekki ervitaðhvaða sambanderá milli úthafsrækjunnar og þeirrar, sem gengur inn á firði. Hvort úthafs- rækjan er sú sama, sem gengur inn á grunnið, eða hvort hún held- ur sig ávallt djúpt úti er ekki vit- að, en rannsóknirnar munu m.a. beinast að þvi atriði. Metlaxveiði sumarið 1975 73.500 laxar veiddust eða 30% meira en árið 1974 gébé Rvik — Samkvæmt upplýsingum frá Veiðimálastofnun, er nú komiö i ljós, að árið 1975 var metlaxveiðiár hér á landi. Alls veiddust 73.500 laxar, sem er 11% betri veiðien árið 1973, sem var mesta veiðiár- iðhér á landi til þessa, og um 30% meiri veiöi en sumarið 1974. Stanga- veiðin var yfirleitt mjög góð, og netaveiðin afbragðsgóð I Borgarfirði, enda bezta veiöiáriö þar hingað til, og ágæt veiöi var i net á ölfusár- Hvitársvæðinu. Laxeldistöð rikisins I Kollafirði og Lárósstöðin áttu góða hlutdeild i heildartölu laxa eða 10,5% og er það hærra hlutfall en nokkru sinni áður. Af stangaveiöisvæðunum var laxveiðin mest á vatnasvæði Hvitár I Borgarfirði eða 8.679 laxar, en þrjár af þverám Hvitár: Þverá, Norður- á og Grimsá og Tunguá, voru með yfir 2000 laxa hver. Þar næst kemur vatnasvæði Laxár i Aðaldal, siðan Blöndusvæðið og vatnasvæði ölfus- ár-Hvitár, en þar veiddust 2.490 laxar. önnur vatnasvæði með meira en tvö þúsund laxa voru Langá á Mýrum, vatnasvæði Laxár i Kjós og Elliðaárnar. Á vatnasvæði Hvitár Borgarfiröi fengust alls 16.867 laxar og komu 8188 þeirra i net eðá 48,5%. Laxveiði á Ölfusár-Hvitársvæðinu var 12.947 laxar og fengust 10.457 i net eða 80,8%. — I Laxeldisstöðina I Kollafirði gengu úr sjó um sjö þúsund laxar g i Lárósstööina tæplega átta hundruð laxar. Hér á eftir koma tölur um laxveiði I um 60 ám hér á landi sumariö 1975 og jafnframt er getið um meðalþunga og innan sviga er veiði- magnið 1974 til samanburðar: fjöldi þyngd fjöldi 1975 pd 1974 Elliðaárnar 2071 5,8 (2033) Úlfarsá (Korpa) 438 4,7 ( 359) Leirvogsá 739 5,4 ( 332) Laxá i Kjós 1901 7,1 (1270) Bugða 269 6,5 ( 158) Meðalfellsvatn 148 7,4 Brynudalsá 271 5,6 ( 205) Laxá iLeirársveit '1654 6,7 (1116) Andakilsá 331 7,0 ( 238) Grimsá og Tunguá 2116 6,5 (1419) Flókadalsá 613 5,2 ( 414) Reykjadalsá 275 6,8 ( 156) Þverá — skýrsla ókomin (1748) Norðurá 2132 7,3 (1428) Gljúfurá 522 5,1 ( 150) Langá (1379) Alftá 341 7,6 ( 154) Hitará 525 7,0 ( 383) Haffjarðará 609 7,4 ( 613) Straumfjarðará 755 7,3 ( 451) Stóra Langadalsá 38 5,0 ( 56) Laxá á Skógarströnd 167 7,3 ( 99) Hörðudalsá 55 5,9 ( 74) Haukadalsá 914 7,0 ( 810) Laxá I Dölum 547 8,3 ( 341) Fáskrúð — bók ókomin ( 202) Kjallaksstaðaá 462 5,9 ( 300) Krossá á Skarðsströnd 120 5,9 ( 106) Hvolsá og Staöarhólsá — skýrsia ókomin ( 126) Laugardalsá 601 7,4 ( 309) Langadalsá 172 6,0 ( 78) Isafjarðará 27 5,5 ( 10) Viðidalsá/Steingrimsfirði 49 5,9 ( 182) Staðará 100 6,5 ( 44) Vikurá 38 6,7 ( 5) Laxá i Hrútafirði 20 7,8 Hrútafjarðará og Siká 291 8,1 ( 194) Miðfjarðarár 1414 8,5 ( 837) Viðidalsá 1140 8,9 (1051) Vatnsdalsá 832 8,8 ( 706) Laxá á Asum 1881 7,4 (1502) Blanda 2363 8,9 (1173) Svartá 232 11,1 ( 420) Laxá ytri 58 7,1 ( 79) Framhald á 5. siðu. Menn til Kópaskers að meta skemmdir á húsum eftir jarð- skjólftana SJ-Reykjavik. 1 gær fóru menn frá Viðlagasjóöi og Samvinnutryggingum norð- ur til Þórshafnar og verða þar væntanlega næstu þrjár, fjórar vikur við aö meta skemmdir á húsum. Niels Indriðason verkfræðingur er i þessum hópi fyrir Viðlaga- sjóð, ásamt mönnum frá Samvinnutryggingum, en Edgar Guðmundsson tekur þátt i að meta skemmdimar fyrir hönd tjónþola, þ.e. Þórshafnarbúa og hreppsins. ÚTHAFSRÆKJAN ER VÍÐA DJÚPT ÚTI AF LANDINU

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.