Tíminn - 05.05.1976, Blaðsíða 13

Tíminn - 05.05.1976, Blaðsíða 13
Miövikudagur 5. mai 1976 TÍMINN 13 Nýju fötin keisarans? — Um JSB í Hdskólabíói Ýmsir félagar i Pólýfónkórn- um hafa glatt mig meB sim- hringingum vegna greinar minnar um tónleika kórsins á föstudaginn langa. Út af öllu þessu, og einnig vegna athuga- semdar formanns kórsins i Timanum sl. laugardag, hefi ég leitaö aöstoöar siðfræöings vegna spurningar sem oröa mætti svo: „Atti barniö i Nýju fötunum keisarans aö þegja eða ekki, jafnvel þótt þaö væri ekki sérfrótt um fatatizku?” Og niöurstaöan reyndist vera sú, eins og raunar er mórall sög- unnar, aö úr þvi keisarinn var ber gerði barnið rétt i þvi aö segja svo. Spurningin er þvi ekki um þaö hvort barnið hafi átt að tala eöa þegja, heldur um þaö hvort keisarinn hafi verið ber eöa ekki. Nú hafa viömælendur mmir mér vitanlega ekki bent á eitt einasta atriöi sem var rangt meö fariö i greininni, heldur fremur gagnrýnt smekkleysi mitt i þvi aö „bera Þennan Mann saman viö smjörlikisjarl- inn” og nefnagull og göfgar list- ir i sömu andránni. Þrátt fyrir þetta hlýt ég aö viöurkenna a.m.k. tvær stað- reyndavillur i greininni, sem ég biöst forláts á: Þaö mun vera rangt, sem haldiö var fram, að allir félagar i Pólýfónkórnum séu læsir á nótur — þetta mun aðeinseiga viöhelming hans, og sum latinudæmanna, sem ég taldi undir enskum áhrifum, teljast kórrétt miðaldalatina, nl. framburöurinn á „agnus” og „unigenitum”. Þá langar mig til aö ræöa stuttlega tvö atriöi sem komiö hafa fram: 1) Þvi er haldiö fram, að Pólý- fónkórinn sé jafnvel bezti kór i heimi. Mér skilst að kórinn hafi æft þetta verk tvisvar til þrisvar i viku siðan i haust, með þeim ágæta árangri sem menn uröu vitni aö i Háskóla- biói. Landi vor einn hefur tek- iö þátt i flutningi H-moll messunnar með Bach-kór Karls Richter — aðeins ein stutt æfing fór fram, þar sem litiö var á vandasöm sam- skeyti o.þ.u.l. Annar landi, sem var viö nám i Göttingen, tók stundum þátt i flutningi svona verka i kirkju nokkurri þar i bæ. Þá komu kór og hljómsveit saman i 1-2 klst á laugardagogfluttu svo verkiö á sunnudaginn. t bezta kór i heimi (og mörgum öðrum, sem enga kröfu gera til þess heiöurs) eru nefnilega allir fluglæsir á nótur, og kunna auk þess lungann af mikil- vægustu söngverkum tónbók- menntanna. Þeir komu hinni skrifuðu tónlist og bendingum stjórnandans rétt til skila, og i þvi er það allt fólgiö, aö syngja rétt, hreint, sterkt, veikt og allt þar á milli. 2) Þvi er haldiö fram, aö peningar komi þessu máli ekkert viö. Er það ekki nokk- ursviröi aöhugleiöa i umsögn um tónlist hvernig hægt sé aö framkvæma slfkt stórvirki hér á landi sem flutningur H-moll messunnar er? Erlendis þykir þaö heldur heiöur fyrir auömenn að nota hluta af fé sinu til styrktar listum og visindum, og sama máli ætti aö gegna hér (auk þess sem nokkur áþreifanleg umbun fæst sem betur fer þessa heims, m.a. i Ivilnum skatta, og vonandi hinum megin lika). Enda munu þess mörg dæmi að Pólýfónkórinn hafi eflzt fyrir tilstilli þess klyfjaða asna sem alla múra klifur. Enginn er eyland, segir þar. Margir Islendingar þekkja H-moll messuna utan flutnings Pólýfónkórsins (Bach dó 1750), ýmist af plötum eöa flutningi erlendis. Þegar nú var látiö að þvi liggja, aö fjalliö heföi tekiö jóösótt, 10 borgir á ítaliu vildu fá kórinn til aö syngja, en spámaöur hans væri misskilinn i sinu heimalandi, hlutu gagn- rýnendur að taka tónleikana öðrum tökum en venjulegan lúörasveitarkonsert. Og þvi skora ég á Ingólf Guöbrandsson að halda áfram sinu góöa starfi, jafnvel þótt tónlistargagn- rýnandi Timans hafi reynt að taka starf sitt alvarlega. Enda er það trúa min aö Pólýfónkór- inn sé mikilvægari tónlistarlifi voru en 10 listahátiðir. 2.5. Siguröur Steinþórsson. Kanntu aö taka gagnrýni? Kvikmyndagerðamenn ogsjónvarp semja SAMNINGAR milli Félags kvik- myndageröarmanna og Rikisút- varpsins-Sjónvarps voru undir- ritaðir 30. april. Fundur i Félagi kvikmyndageröarmanna hefur samþykkt samningana og þar meö lokiö vinnudeilu þeirri, sem staöiö hefur undanfarnar vikur milli ofangreindra abila, en Laxanet — Silunganet Sterkt girnisnet. Ný-uppsett til sölu. Sanngjarnt verð. Onundur Oósefsson Herbergi 426 Hrafnistu samningaumræöur þessar hafa staðið yfir, með hléum, i um það bil eitt ár. Samningar hafa ekki veriö i gildi milli Félags kvik- myndageröarmanna (FK) og Rikisútvarpsins-Sjónvarps (RUV) siðan 1970. Samningarnir eru i þrem köflum: 1 fyrsta kafla er fjallaö um sölu á fullgerðum kvikmyndum fé- lagsmanna FK til RUV. 1 öðrum kafla eru itarleg á- kvæði um störf lausráðinna fé- laga að verkefnum hjá sjónvarpi. Launaákvörðun er byggð á samn- ingum BSRB við fjármálaráðu- neytið, með ákvæðum um álag i samræmi við vinnutima. Þá eru ákvæði um endursýningar, um sölu mynda og höfundarrétt, auk almennra ákvæða um tryggingar, orlof, vinnutima, vinnutilhögun og svo frv. Jafnframt er ákveöin greiðsla RUV i menningarsjóð FK. Þriðji kafli samninganna er kjarasamningur fyrir fréttakvik- myndatöku aukafélaga FK fyrir RUV, og þar kveðið á um greiösl- ur til þeirra fyrir kvikmyndir og ferðalög, svo og ákvæöi um tryggingar og fleira. Samningarnir gilda til áramóta og eru uppsegjanlegir með tveggja mánaða fyrirvara. A aðalfundi Félags kvikmynda- geröarmanna 25.3. 1976 var kosin stjórn. Hana skipa: Sig. Sverr ir Pálsson formaður, Hinrik Bjarnason ritari, og Erlendur Sveinsson gjaldkeri. (Frá stjórn FK) ►Verium ,8Sgróður) verndumi JandTÖ^f Siávarútvegsráðuneytið 3. mai 1976 Leyfi til humarveiða Akveöiö hefur veriö aö umsóknir um leyfi til humar- veiöa veröi aö hafa borist sjávarútvegsráöuneytinu fyrir 14. mai n.k. og veröa umsóknir, sem berast eftir þann tlma ekki teknar til greina. Tilhögun veiöanna veröur i aöalatriðum meö eftir- greindum hætti: 1) Humarvertíö skal hefjast 16. mai n.k. og ekki standa lengur en til 7. ágúst n.k. 2) Ekki veröur leyft aö veiöa meira en 2800 lestir hum- ars á vertiðinni og veröa veiöarnar stöövaöar fyrir- varalaust þegar þvl magni hefur veriö náö. 3) Humarveiöileyfi veröa ekki veitt bátum, sem eru stærri en 100 brúttólestir. Þó veröa stærri bátum veitt leyfi séu þeir búnir 400 hestafla aðalvél eöa minni. Miöaö veröur viö bátastærö og hestaflatölu vélar eins og hún er i skipaskrá Sigl- ingamálastofnunarinnar 1976. Sjávarútvegsráðuneytið, 3. mai 1976. Leyfi til síldveiða í Norðursjó Umsóknir um leyfi til sildveiða i Noröursjó verða að hafa borist sjávarútvegsráðuneytinu fyrir 12. mai n.k. og verða umsóknir, sem berast eftir þann tima ekki teknar til greina. Síidarkvóta tslands I Noröursjó sem er 9.200 tonn á þessu ári, veröur skipt á þá báta er leyfi hljóta. Ef bátur, sem þannig hefur fengið leyfi og ákveöinn kvóta, hefur ekki hafiö veiöar fyrir 15. október n.k., þá verður hann sviptur leyfi sinu og t.e.t.v. rétti til slikra veiöa siöar, en kvótinn gefinn þeim, er þá veröa viö veiöar. Við tilraunastöð Háskólans i meinafræði, - Keldum, er laus staða aðstoðarmanns við rannsóknarstörf (meinatæknis eða lif- fræðings). Upplýsingar i sima 1-73-00. Fró grunnskólum Kópavogs Innritun 6 ára barna, fæddra 1970, i for- skóladeildir grunnskólanna i Kópavogi næsta vetur, fer frarn i skólunum fimmtu- daginn 6. mai kl. 15-17. Einnig fer þá fram innritun eldri barna, sem eiga þá að flytjast milli skóla og skólahverfa. Fræðsluskrifstofan Kópavogi. í CONCERTONE ' AMERÍSKAR „KASETTUR" d hagstæðu verði: C-90 kr. 515 C-60 kr. 410 Sendum gegn stkröfu hvert d land sem er or ;* a r r r

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.