Tíminn - 05.05.1976, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.05.1976, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Miðvikudagur 5. mai 1976 'VvaS? m....- H íiiiri i: - • ■ -e>- 2* m .^ITTjiIsS' «•*;. >••, * i .1 i « i iW^/lr \ t Þórshöfn: Utanríkisróðuneytið: Opínberar fundargerðir úr Washingtonför 1949 FJ—Reykjavik. Utanrikisráðu- neytið hefur nú gert opinberar islenzkar frundargerðir i sam- bandi við för þriggja islenzkra ráðherra til Wahsington i marz 1949 i þvi skyni aðkynna sér efni fyrirhugaðs Atlantshafs-sátt- mála. Vegna mistaka bárust ritstjórn Timans ekki þessar fundargerðir fyrren i gærmorg- un, og mun blaðið birta þær i næsta sunnudagsblaði. Hér er um að ræða fjórar fundargerðir, þar sem greint er frá viðræðum við fulltrúa Bandarikjastjórnar dagana 14., 15., 16. og 17. marz 1949. Tekið skal fram, að banda- riska utanrikisráðuneytið hefur ekki til þessa greint opinberlega frá fundinum, er haldinn var miðvikudaginn 16. marz 1949. Af Islands hálfu sátu þessir menn fundina. Bjarni Bene- diktsson, utanrikisráðherra, Emil Jónsson, ráðherra, Eysteinn Jónsson, ráðherra, Thor Thors, sendiherra, Hans G. Andersen, þjóöréttarfræð- ingur. Skuttogari keyptur SJ-Reykjavik Utgeröarfélag Þórshafnar hefur gengið frá samningum um kaup á skut- togaranum Suðurnesinu við sam- nefnt hiutafélag i Keflavfk. Suðurnesið er 300 tn skip og á að I Suöurnes afhendast Þórshafnarbúum 1. júni, meö þeim fyrirvara þó að útgerðarfélaginu takist að fjár- magna sinn hluta og að ekkert óvænt komi i ljós með skipiö við nánari skoðun. Kaupin eru enn- fremur háð þvi að Útgerðarfélag Þórshafnar fái fy rirgreiðslu stjórnvalda, þ.e. lán og ábyrgðir, og er vænzt svars um það efni frá rikisstjórninni i vikunni. Suðurnesið var byggt I Noregi 1969, en var keypt hingað til lands fyrir tveim árum. Útgerðarfélag Þórshafnar gerði út 300 tn skip fyrir nokkrum árum, Hörpu úr Reykjavík. Félagið er aö 2/3 hlutum eign sveitarfélagsins. Siðan útgerð Hörpu lagðist niður hefur ekki verið gert út stórt skip frá Þórs- höfn. Séð hefur verið fyrir hrá- efnisöflun með 50 tn bátum og minni. Smábátaútgerö hefur allt- af verið mikil frá Þórshöfn. A þessu ári og þvf siðasta hefur afli bátanna dregizt saman og þeir ekki skilað nægilegu hráefni til að sjá þorpsbúum fyrir atvinnu. B.S.R.B.: Eina leioin er að fresta tilteknum framkvæmdum Stjórn Bandalags starfsmanna rikis og bæja fjallaði í gær um frumvarp til laga um fjáröflun til landhelgisgæzlu og fiskverndar, rikisfjármál og fjármögnun orku- framkvæmda sveitarfélaga. Stjóm bandalagsins er sam- mála stjórnvöldum um, aö verja verði fjármagni til landhelgis- gæzlu, eftir þvi sem á þarf að halda við núverandi aðstæður. Hins vegar mótmælir stjórn B.S.R.B. þvi harðlega að fjár til landhelgisgæzlu eða annarra út- gjalda rikisinsá þessu ári, sé afl- að með auknum álögum á al- menning. Vinnuveitendasamband íslands: Fjórhagsvandi ríkissjóðs verði fremur leystur með sparnaði, °g J frestun ótímabærra framkvæmda Framkvæmdastjórn Vinnuveit- endasambands tslands fjallaöi i gærum stjórnarfrum varp tii laga um fjáröflun til iandhelgisgæzlu og fiskverndar, rikisfjármál og fjármögnun orkuframkvæmda sveitarfélaga og gerði eftirfar- andi athugasemdir: Ekki verður dregiö I efa, að þörf sé f járöflunar vegna eflingar landhelgisgæzlu, fiskileitar og hafrannsókna og er því fallizt á fyrirhugaða fjáröflun til þessara verkefna, enda veröi milljaröur sá, sem stefnt er að þvi aö inn- heimta, ekki notaöur til annars. Ekki eru efni til, aö landhelgis- skattur hafi áhrif á launagreiðsl- ur til hækkunar, enda væri til- gangur skattheimtunnar þar meö brostinn. Annan fjárhagsvanda rikis- sjóðs má leysa meö tvennum hætti: aukinni skattheimtu eða niðurskurði rikisútgjalda. t frum- varpi rikisstjórnarinnar er fyrri leiðin valin, en eins og tillögurnar eru úr garöi geröar munu þær auka snúningshraða veröbólgu- hjólsins, skapa frekari rekstrar- fjárörðugleika atvinnuveganna og stefna atvinnu i hættu. Vinnu- veitendasamband tslands leggur þvi enn á ný áherzlu á þá sam- eiginlegu málaleitan aðila vinnu markaðarins i siöustu kjara- samningum, að fjárhagsvandi rikissjóðs verði fremur leystur með sparnaöi I rikisbúskapnum, niðurskurði rekstrarútgjalda og frestun ótímabærra fram- kvæmda. t frumvarpinu er gert ráð fyrir, að fjármálaráðherra geti heimil- aö sveitarfélögum veröbréfaút- gáfu vegna hitaveitufram- kvæmda. Hér er lagt út á hála og hættulega braut. Útgáfa rikis- skuldabréfa er þegar úr hófi fram og endurgreiöslubyrðar munu i vaxandi mæli hefta fjárhags- svigrúm rikissjóðs. Auk þess eyk- ur sú óeðlilega samkeppni um sparifé iandsmanna, sem rikis- valdið stendur fyrir með útgáfu verðtryggðra spariskirteina, á erfiðleika atvinnuveganna um lánsfjárútvegun og mundi sá vandi enn magnast ef sveitar- félögum yrði einnig heimiluð verðbréfaútgáfa. (Fréttatilkynning) Nú er svo komið fjármálum þjóðarinnar, að aðeins ein leið er fær i þessu máli, að dómi stjórnar B.S.R.B., — að frestað verði á þessu ári tilteknum framkvæmd- um, og fjármunir i þess stað látn- ir ganga til landhelgisgæzlu og fiskvemdar, eftir þvi sem þörf er á. Stjórn B.S.R.B. vekur athygli á, að á yfirstandandi árf er gert ráð fyrir fjáröflun til: 1. Járnblendiverksmiðju á Grundartanga 975 millj. kr. sem litlar eða engar hkur eru fyrir að nota þurfi á árinu 1976. 2. Vegna Kröfluvirkjunar. a. stöðvarhús 1.694. millj. b. borholur 600millj. c. linulagnir 571 millj. Samtals 2.865millj. 3. Vegna brúar yfir Borgarfjörð 390 millj. Bandalagsstjórnin bendir á framangreindar framkvæmdir, sem mögulegt væri að fresta á þessu ári. Fari svo, að Alþingi taki þá ákvörðun að auka álögur á heim- ilin og magna verðbólgu, er það eindregin krafa B.StRtB., að vörugjaldið verði reiknað með 1 visitölu til kaupgjaldsbreytinga skv. nýgerðum kjarasamningum. Stjórn B.S.R.B. mótmælir þvi, að gerðum kjarasamningum verði þannig enn rift með löggjöf. Slik- ar aðgerðir hljóta að skapa full- komið vantraust og gera samningsgerð alla erfiða i fram- tiðinni. Sömuleiðis verði bannað að bæta verzlunarálagningu við væntanlegt vörugjald. (Frá B.S.R.B.) Bróðabirgðadagskró Listahótíðar 1976 Gsal-Reykjavik — Dagskrárat- riði á Listahátið, sem verður haldin dagana 4.-16. júni n.k., hafa nú verið ákveðið I stóru dráttum, þótt svo enn sé óvist um nokkur þeirra. Listahátlð hefur nú birt bráðabirgðadagskrá og verða hér á eftir talin upp helztu atriði hátlðarinnar. Háskólabió: Sinfóniuhljómsveit íslands. Stjórnandi Paul Douglas Freeman. Einleikari: Unnur Maria Ingólfsdóttir, sem leikur fiðlukonsert Mendelssohn i e-moll, op. 64. Kjarvalsstaðir: Leikflokkurinn Comuna (Teatro De Pesquisa) frá Portúgal sýnir leikþættina „Máltið” og „Eldur”. Þjóðleikhúsið: Helgi Tómas- son. Islenzki dansflokkurinn. Háskólabió: Einsöngstónleikar . William Walker barytonsöngvari frá Metropolitan óperunni I New York. Undirleikari: Donald Hassard. Bústa ðakirkja : Márkl strengjakvartettinn frá Vest- ur-Þýzkalandi. L.V. Beethoven opus 18nr. 2, opus 59nr. 2og opus 95. Kjarvalsstaðir: Tónsmiðja Svi- ans Gunnars Walkare tekur upp tóninn. Gunnar hefur feröazt viða um heim og kynnt sér hljóðfærá- gerð frumstæðra þjóða. Norræna-húsið: Færeysku leik- ararnir Annika Hoydal og Eyðun Jóhannesen flytja leikdagskrá eftir færeyska skáldið Jens-Pauli Heinesen við undirleik Finnboga Jóhannesen. Háskólabió: Gitarleikarinn John Williams heldur einleikstón- leika. Norræna húsið: Michala-flaututrió frá Dan- mörku. Háskólabió: Islenzkir popptón- leikar (meö fyrirvara). Kjarvalsstaðir: Kammertón- leikar. Tónlist eftir Jón Ásgeirs- son, Brahms, Hafliða Hallgrims- son, Ravel og Stravinsky. Tón- list: Kammersveit Reykjavikur. Iðnó — Leikfélag Reykjavikur: Saga hermannsins eftir Stravinsky. Tónhst: Kammer- sveit Reykjavikur. Laugardalshöll: Popphljóm- sveitin Sailor: (meö fyrirvara) Háskólabió: Vestur-þýzka sópransöngkonan Annelisse Rothenberger syngur við undir- leik prófessors Weissenborn. Kjarvalsstaðir: Franski tón- listarflokkurinn Ars Antiqua flyt- ur miðaldatónlist og leikur á hljóðfæri frá þeim tima. Þjóðleikhúsiö — kjallari: „Sizwebansiar död”, gestaleikur frá Lilla Teatern I Helsingfors. Þjóðleikhúsið — stóra svið: Litli prinsinn, Michael Meschke og brúðuleikflokkur hans frá Stokkhólmi. Laugardalshöll: Jazztónleikar, konungur sveiflunnar, Benny Goodman og sextett. Kjarvalsstaðir: Samleikur á fiölu ogpianó. Flytjendur: Rudolf Bamert, Crsula G. Ingólfsdóttir. Meðal efnis: J. Brahms F. Martin, S. Profofieff og A. Webern. Kjarvalsstaðir: Skáldavaka. Rithöfundasamband Islands. Kristskirkja: Tónleikar á veg- um Félags tslenzkra tónlistar- manna. Atli Heimir Sveinsson, O. Messiaen, barokk. Þjóöleikhúsið: Gisela May, austur-þýzka Brechtsöngkonan ásamt fimm manna hljómsveit. Hljómsveitarstjóri: Henry Krtschil. Iðnó: Franski látbragösleikar- inn Yves Lebreton sýnir lát- bragösleikinn HUH... eða ævin- týri herra Ballon. Norræna húsið: „Spurde du mig” Gestaleikur frá Det Norska Teatret i Osló. Flytjendur: Tone Ringen og Björn Skagestad við undirleikH. Lysiak ogT. Nordlie. Kjarvalsstaðir: Tónleikar á vegum Félags tslenzkra tónlist- armanna ásamt félögum úr is- lenzka dansflokknum. Verk eftir Schubert, Villa-Lobus og Ravel. Háskólabió: Franski pianó- snillingurinn Pascal Rogé leikur einleik. Verk eftir Chopin, Brahms, Debussy og Liszt. Iðnó — Leikfélag Akureyrár: Glerdýrin eftir Tennessee Willi- ams. Laugardalshöll: (Aukatónleik- ar. Eftirmáli að Listahátiö — þriðjudag 29. júni) Jazztónleikar. Söngkonan Cleo Laine ásamt hljómsveit John Dankworth. Auk áöurnefndra atriða á Listahátið verða eftirtaldar list- sýningar þá daga sem hátiðin stendur yfir: Kjarvalsstaðir: Sýning á 40 gouache-myndum eftir franska málarann Gérard Scneider. Listasafn Islands: Sýning á verkum austurriska málarans Hundertwasser. Norræna húsið: Islenzk nytja- list: Listiönaðarsýning sem fé- lagið Listiðn stendur fyrir i sam- vinnu viö Félag Isl. iðnrekenda og Útflutningsmiðstöð iðnaðarins. Norrænn gestur kemur með verk sin i boði Norræna hússins. Bogasalur: Sýning á myndum, handritum og skjöluni Dunganons, sem hann arfleiddi islenzka rikið aö við'andlát sitt árið 1972. Austurstræti: Úti-höggmynda- sýning.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.