Tíminn - 05.05.1976, Blaðsíða 15

Tíminn - 05.05.1976, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 5. mai 1976 TÍMINN 15 Lesendur segja: V „Orsök verðbólgu eða afleiðing?,, Jónas H. Haralz og Jón Sigurðsson svara fyrirspurn Kristins Björnssonar Jónas Haralz 1 ÞÆTTINUM „Lesendur segja” hinn 13. april s.l., voru birt ummæli Kristins Björns- sonar, sálfræðings, i tilefni af viðtalsþætti i útvarpinu, sem við höfðum þá nýlega tekið þátt i. Þessi ummæli eiga það vissu- lega skilið, að þeim sé gaumur gefinn og viljum við þvi koma nokkrum athugasemdum á framfæri. I umræddum útvarpsþætti var fjallaö um verðbólguna á mjög almennan hátt. Hún var rædd sem alþjóðlegt en ekki séríslenzkt fyrirbrigði, enda þótt nokkuð væri drepið á sér- stakar aðstæður, sem hafa stuðlað að mikilli verðbólgu hér á landi. Aherzla var lögð á, að verðbólgan ætti sér viðtækar rætur I samfélaginu og aö ekki væri unnt aö lita á hana ein- göngu frá hagrænu sjónarmiði. Jafnframt var þvi haldiö fram, að einhliða og einfaldar skýr- ingar á verðbólgunni fengju ekki staðizt og vefur orsaka og afleiðinga i þessu efni væri • margþættur og flókinn. t ummælum sinum andmælir Kristinn Björnsson þessum sjónarmiðum að þvi leyti, að hann bendir á eitt atriði, sem „aðalorsök” verðbólgu, að minnsta kostí hér á landi. Þetta atriöi sé sá hagnaöur, sem skuldarar verði aðnjótandi vegna verðbólgunnar, og það séu áhrif skuldaranna.á stjórn efnahagsmála, sem geri það að verkum, að verðbólgan sé ekki tekin föstum tökum. Oflugasta aðgeiðin gegn verðbólgu sé að verðtryggja allt sparifé en visi- tölubinda öll útlán. Hér er vissulega bent á mikil- vægt einkenni verðbólguþróun- ar, en hvort er hér heldur um „orsök” eöa „afleiðingu” að ræða? Sú röskun, sem verð- bólgu fylgir, — þvi verðbreyt- ingar ganga yfirleitt ekki jafnt yfir — breytir mjög aðstöðu ein- stakra hópa innan þjóðfélags- ins. Ekki aöeins aðstöðu skuld- ara og sparifjáreigenda heldur margra annarra. Það er t.d. ljóst, að meðal atvinnurekenda og launþega standa þær starfs- greinar miklu betur að vigi um sinn, sem njóta góðs af vaxandi eftirspurn i kjölfar verðbólg- unnar, ekki sizt ef stéttarfélög eða markaðsaðstaða þessara Kristinn Björnsson greina er sterk. Byggingar- iðnaðurinn er glöggt dæmi um þetta. Er þessi sérstaða bygg- ingariðnaðarins á þenslutima og ótviræð áhrif hans á stjórn efnahagsmála „orsök” verð- bólgunnar? Slik staðhæfing virðist orka tvimælis. Þannig mætti nefna mörg fleiri dæmi til aö sýna, hversu viðtækt og flók- iö samhengi er um að ræöa. En hvaða augum, sem menn líta á orsakasamhengiö, er það ljóst, að þaö er einmitt þessi timabundna röskun á stööu ein- stakra hópa, sem torveldar viönám gegn verðbólgunni. Annars vegar sækja þeir hópar á, sem telja sig þurfa að fá leiðréttingu mála sinna, hins vegar verja þeir hópar stöðu sina, sem náð hafa forskoti. Af- leiðingin verður togstreita. sem framlengir verðbólguferilinn. Staða skuldaranna og hagsm. þeirra skipta i þessu sambandi miklu máli. Og skuldaramir eru ekki aðeins einhverjir spákaup- menn eða skuldakóngar, heldur mikill fjöldi fólks, sem skuldar vegna ibúðareignar eða at- vinnurekstrar, þar á meðal eru hópar semlengihafa verið mjög áhrifamiklir hér á landi, bænd- ur og útvegsmenn. Svar hag- fræðinga við þessu sérstaka verðbólguvandamáli hefur ætið verið það, að vextir þyrftu að vera i eðlilegu samræmi við hraöa verðbólgunnar, hvort sem það væri gert með beinni vaxtahækkun eða með verð- tryggingu innlána og útlána i einhverri mynd. Væri slikt sam- ræmi fyrir hendi, myndu skuld- Jón Sigurðsson arar ekki lengur hagnast á verðbólgunni á kostnað spari- fjáreigenda, sparif jármyndun örvaðistog eftirsókn eftir lánsfé minnkaði. Úr áhrifum þessa sérstaka veröbólguvalds væri þá dregið svo um munaði. Það er alkunnugt, aö sjónar- mið hagfræðinga varðandi stefnuna i vaxtamálum hafa litlar undirtektir hlotið, hvort sem er hjá almenningi eða stjórnmálamönnum. Þó hafa viðhorfin I þessu efni verið að breytast að undanförnu bæði hér á landi og annars staðar. Hætt er þó við, aö staðfesta geti reynzt ónóg til að fylgja eftir að- geröum gegn verðbólgunni af þessu tagi jafnt sem öðrum. A árinu 1964 var i samráði við verkalýðshreyfinguna tekin upp verðbinding á húsnæðislánum að nokkru leyti. Tilgangurinn var einmitt sá, að draga smátt og smátt úr verðbólguhagsmun- um þess mikla fjölda, sem eign- ast eigið húsnæöi. Ekki liðu mörg ár þar til það var orðiö eitt helzta áhugamál verkalýðs- hreyfingar og stjórnmálaflokka að hverfa aftur frá þessari skip an. Þaö var gert, en svipað fyrirkomulag tekið upp aftur skömmu siðar. A undanförnum árum hefur verð- eöa gengis- binding verið tekin upp áð veru- leguleytihjá fjárfestingarlána- sjóðum. Þaö var oröiö óhjá- kvæmilegt oger spor I rétta átt. Nú munu viöskiptabankar taka upp sérstaka vaxtaaukareikn- inga og útlán i tengslum við þá. Það er einnig spor i rétta átt. Vonandi er skilningur almenn- ings og stjórnmálamanna á þessum málum nægilega mikill til þess, að unnt sé að halda til streitu þessum og öðrum aö- geröum, er dregiö geti úr verö- bólgunni, hvað sem sérhags- munum og áhrifum einstakra hópa kann að liða. Hins vegar getur viss hætta og ójöfnuöur verið i þvi fólginn að verð- tryggja sumar fjárskuldbind- ingar en aðrar ekki. Sú skoðun er rétt, sem Krist- inn setur fram, að þegar verö- bólga eykst sé nauðsynlegt að beita vaxtahækkun eða verð- tryggingu I einhverri mynd til að viðhalda peningalegum sparnaði og verðgildi almennra Framhald á bls. 19. t'iiH Ri Ri j JHiaa »i IJKÍySSií jjp^fs «« mlr pii -IIL'í,—* rnWM'i Innan þessara veggja verður sá stefna mörkuð sem úrslitum ræður. Þar verður ákveðið hvort aðgerðum gegn verðbólgu verður beitt af „nægilegri staðfestu”. Hefurðu ráðstefni r TIAAA- spurningin Jóhauna Fjcldsted sjúkraliði: — Nei, þvi miður. Gunnar Eggertsson tollheiinlumaður: — Já, eftir þvi sem ég hef aðstööu til. Ég les bæöi Þjóöviljann og Timann og stundum Morgunblaðið. íirn Friðriksson vélskólanemi: — Nei, ekki beint. Una Jóhannesdóttir tæknaritari: — Já, ég fylgist með Öllum fréttum þaöan. Iiallur Helgason sjóðmaður: — Nei, þaðhef ég ekki gert, ég var að koma i land.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.