Tíminn - 05.05.1976, Blaðsíða 9

Tíminn - 05.05.1976, Blaðsíða 9
Miövikudagur 5. mai 1976 TÍMINN 9 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- ^rfuiltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Augiýsingastjóri: Steimgrimur Gíslason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhús- inu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug- lýsingasimi 19523. Verð I lausasölu kr. 50.00. Askriftar- gjaidkr. 1000.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Léttkeypt leikbrögð Þeir, sem tekizt hafa á hendur að sjá einhverju farborða i bliðu og striðu, verða að haga sér sam- kvæmt þvi, og á það jafnt við um hina minnstu ein- ingu sem hina stærstu — litið bú eða heimili sem sjálfan rikisbúskapinn — samvinnubú okkar allra. Þeir, sem þessa ábyrgð hafa axlað, geta ekki gert öllum allt að geðþótta, sizt af öllu þegar á móti blæs. Það væri leið til tortimingar. Hér á það við, að fleira verður að gera en gott þykir, sé það nauðsynlegt eða jafnvel óumflýjanlegt. Þeir, sem utan við standa, geta talað léttilega um þær ákvarðanir, sem ekki eru til skyndivinsælda fallnar, hrakyrt þær og for- dæmt og beitt hvers konar málbrellum til þess að ná eyrum fólks. Oft er þetta þó ekki annað en hljómandi málmur og hvellandi bjalla — leikaðferð þess, sem vill gripa tækifærið til að láta klukkur sinar glymja. í stjórnmálum veltur á ýmsu um völd og gengi. í okkar hluta heims sitja flokkar ekki að völdum i skjóli annarlegs valds, og þess vegna er sjaldan, að sami flokkur eða sömu flokkar stjórni málum rikjanna nema tiltölulega stutt árabil i senn. Þetta ætti að vera til þess fallið að treysta hófsemi i mál- flutningi og baráttuaðferðum þeirra, sem þessi eða hin árin eru i svokallaðri stjórnarandstöðu, þvi að þeir vita, að sá dagur getur runnið upp, að i þeirra hlut komi að kljást við sömu vandamálin eða önnur svipuð og andstæðingar þeirra eiga við að glima. Þá kann svo að fara, að þeir verði sjálfir að beita þvi, sem nefna má harðræði, til þess að fleyta skútunni heilli i höfn. Ef vel á að vera, verður að vera samræmi milli orða og úrræða i rikisstjórn og utan, vilji þeir ekki gefa á sér slæman höggstað og missa i um traust og tiltrú meðal þeirra, sem aðeins muna þann og þann daginn. Ekki er ýkjalangt siðan Alþýðubandalagið átti aðild að rikisstjórn. Engum i þeirri rikisstjórn var það neitt fagnaðarefni, fremur en til dæmis nú, að leggja á ráð um og taka ákvarðanir, sem gengu i berhögg við óskir fólks. En lifið stjórnast ekki nema þá að hluta til af óskum, og þegar við mótdrægt var að striða, varð fleira að gera en gott þótti, ef ekki átti verr að fara. Alþýðubandalagið skoraðist ekki undan þessu, enda hefði það verið óhæft til þátttöku i rikisstjórn, ef það hefði gert það. Utan rikisstjórnar hefur annað orðið upp á teningnum. Utan rikisstjórnar hefur Alþýðubandalagið látið eins og aðsteðjandi erfiðleikar, sem þó hafa verið miklu meiri en var fram á árið 1974, væru fis til þess að blása á. Sérhvert viðnám gegn þeim hefur verið fordæmt og leiðarljósið verið það helzt, hvað þessum eða hinum hópnum kynni að þykja þægilegt að heyrá. Þetta er ótrúverðug baráttuaðferð. Hún stangast á við fyrri gerðir Alþýðubandalagsins, og menn gera sér yfirleitt ljóst, að það lumar ekki á neinum töfraráðum til þess að snúa þvi, sem mótdrægt er, i sólskinsdraum. Stæði Alþýðubandalagið nú i sporum þeirra flokka, sem fara með landstjórn, yrði það að fara svipaða leið og þeir til að forðast boða og brotsjó. Alþýðubandalagið á ekki neina töfraformúlu i skúffum sinum. Þvi miður er hún hvergi til. — JH Ofnotkun lyfjo: Vaxandi vandamál En er baráttan gegn því rekin á raunhæfan máta? Fyrir rúmri viku sendi Ford Bandarikjaforseti frá sér hjálparbeiöni til allra rikja veraldar. 1 ræðu sem hann hélt, á fundi meö þingmönnum bandarisku fulltrúadeild- arinnar, fór hann þess á leit aö þjóöir heims tækju höndum saman oghjálpuðu Bandarikj- unum I tilraunum . þeirra til að ráöa viö eitt af illvigustu vandamálum sinum. Vandamáliö var ekki kynþáttamisrétti, ekki at- vinnuleysi, glæpafaraldur eöa neyöarástand, sem skapast haföi vegna náttúruhamfara eöa styrjalda. Engu aö siður var þaö nægilega alvarlegt til þes aö sjálfur Bandarikjafor- seti viðurkenndi, að viö það yrðiekki ráöið nema meö ann- arra hjálp. Hann sagöi, aö vandamál þetta væri „ógnun við heilsu og framtið Banda- rikjamanna,” og þaö væri nánast „óhugnanlegt”. En hvert var þá vanda- málið? Jú, það var hið sama og svo margar aörar þjóöir eiga viö að glima og telja meðal mestu áhyggjuefna sinna ofnotkun löglegra lyfja og neyzla fikniefna og eitur- lyfja, sem ólögleg eru. Fregnir berast af vanda þessum hvaöanæva úr veröld- inni: „Tollveröir finna rúm fimm hundruð kiló af hassish i bifreiö bandariskra ung- menna,” „Lögreglan i Sviþjóö kemur upp um mikið smygl á heróini’,, „LSD-verk- smiöja fundin”. Slikar fréttir blasa viö okkur i fjölmiölum, dag eftir dag. 1 hinum vestræna heimi er vandamál þetta tiltölulega ungt. Viöast hvar aö minnsta kosti. Hasshis hefur veriö notaö um margra alda skeiö i Austurlöndum, ópium er gamaltvandamálogrótgróiö i Asiu, og Indiánar i Suöur-Ameriku hafa lengi afl- aö sér þreks til feröalaga og annars með þvi aö tyggja Kóka-lauf. Hins vegar er til- gölulega skammt siöan efni þessi, ásamt öörum, tóku aö berast i nokkrum mæli til Vesturlanda. Nú er notkun þeirra þó orðin svo mikil, að i sumum löndum jaörar viö neyöarástand. Sér staklega á það viö um Banda- rikin, þar sem ekki var tekið eftir vandamálinu sem sliku fyrr en þaö var oröiö nánast óviðráöanlegt. A hverju ári streymir mikiö magn af heró- ini, kókaini, ópium, hassish og öörum fikniefnum og eitur- lyfjum inn á markaöinn þar og er dreift meöal borgaranna. Þetta magn bætist viö þau lög- legu lyf, sem ofnotuð eru og misbeitt, til dæmis ampheta- min og fleiri. ÞAÐ ER EKKI aö ófyrir- synju, aö Bandarikjaforseti lýsir þessum vanda sem „ógn- un viö heilsu og framtiö” Bandarikjamanna. Um það tala staðreyndir sinu máli, og þvi ófögru. Mörg þessara lyfja og efna eru skaðleg bæöi and- legri og likamlegri heilsu manna, og sum þeirra leiöa jafnvel til dauða á skömmum tima. Heróin er þessara efna af- kastamest, en það brýtur niður bæði likamlega heilsu neytenda sinna, svo og andlegt jafnvægi þeirra og siðferðis- styrk, og árlega er taliö, aö töluverður hópur manna i Bandarikjunum láti lifið vegna heróinnautnar. önnur efni gefa heróininu litt eftir, og þau lyf sem nýjust eru á þessum markaði, til dæmis of- skynjunarlyfið LSD og fleiri áþekk, hafa, að þvi er taliö er, þegar skaðað andlega hundruö þúsunda Bandarikja- / ' 1 Ttu TURNS YOU ON! \FLASH BOOKS [I COMPLETE CANNABIS CULTI- VATOR—Details how to plant. grow. harvest. cure. plant diseases, soil problems, etc. Bl $1.50 8UPER GRASS GROWER'S GUIDE—Growing supergrass with hydroponics. lighting, special nutrient: CONSUME? DEALER'S GUIDE—Extract hash l.SD. mescaline. others, clearly ex- .M.T. GUIDE—Make powerful, smok-.able psychedelic D.M.T.. Khala- Khij. an aphrodisiac; tips on hash B4 $1.50 THE POT ÐOOK—The story of pot. history. cultivation and preparation, many useful facts. B5 $1.50 HERBAL HIGHS—Over 60 natural and legal narcotics. psychedelics. stimulants, illustrations B6 $1.50 SUPERMOTHER'S COOKING WITH GRASS—Fifteen recipes for the sen- sual cullmary connoisseur. Produces inspired dinner conversation.B7 $1.50 COMPLETE GUIDE TO GROWING MARIJUANA—Dave Flemmg. Exten- sive 45 page guide B8 $1.00 HERBAL APHRODISIACS—Natjral and mostly legal substances which ex- cite erotic desire; nutrition for sexual potency. and more. B9 $1.50 GOURMET COKEBOOK—Complete COCAINE consumers book.BIO $2.95 HOME GROWN HIGHS-Organic highs at home; psychedelic mushrooms. peyote and other cacti. morning glory. wood rose. and more. Bll $1.50 PSILOCYBIN MUSHROOM FIELD GUIDE—F.C. Ghould. Identifying procedures for hunting the magic mushroom; drawmgs and coíor photographs B12 $1.50 GUIDE to growing cannabis UNDER FLOURESCENTS—Closet bumper crops at home P14 $2.00 *MORE GOODIES available m our i catalog. Send 25« or Free with your order. RtéhtOn! Send to; * FLASH MAIL ORDER' Dept. RS-212 P.O. Box 240 San Rafael. Ca 94902 Amt enclosed $_____ Plus 50« handling. Please allow 3 to 4 weeks for rhndlg Ca res include 6% sales ■e»vtax Sorry. ofterqoodin U.S.A. only, 1 (Wholesale inqujriés Irelcomel A Auglýsing þessi birtist i tima- ritinu Rolling Stone. i henni eru auglýstar til sölu bækur um fikniefnaframleiðsiu og finkiefnaneyzlu. Sem dæmi má nefna þá sem hringurinn er um, en sú bók á að inni- haida fullkomnar ieiöbeining- ar til neytenda og seljenda fikniefnisins marihuana. I ræöu sinni skýröi Ford for- seti frá nokkrum staðreynd- um, sem gefiö geta nokuö skýra mynd af einstökum þáttum þessa vandamáls innan Bandarikjanna. Kom meðal annars fram I ræöu hans, aö þrátt fyrir aö Banda- rikin veröuað meðaltali meira en sjö hungruð og fimmtiu milljónum dollara til hefting- ar á innflutningi fikniefna og eiturlyfja, færi vandamál þetta enn versnandi. Árlega létust meira en fimm þúsund Bandarikjamenn vegna of- notkunar lyfja, og aö um helmingurallra „götuglæpa” I Bandarikjunum væru framdir af fikniefna- og eiturlyfjaneyt- endum, sem reyndu þannig að komast yfir andviröi dagskammtsins sins. Þaö sem skýrasta sögu segir þó ef til vill er sú fullyröing forsetans, að árlega greiöi Bandarikin um sautján þús- und milljónir dollara vegna vandamála og endurhæfingar þeirra, sem misnotað hafa lyf. Þaö er nálægt þrjú hundruð þúsund milljónum islenzkra króna. Þess skal getið, að þessi upphæðer framlag rikisins, en iBandarfkjunum starfa einnig endurhæfingar- og hjálpar- stofnanir, sem reknar eru af ýmsum sérhópum og kostaö- ar af þeim. Bandarikjaforseti fór þess á leit við þingið, að þegar i stað yrði hert mjög löggjöf sú er varðar innflutning, dreifingu og neyzlu lyfja og fikniefna. Vill hann að þingiö ákveöi þriggja ára fangelsun sem lágmarksrefsingu fyrir sölu fikniefna eða eiturlyfja, ef um fyrsta broterað ræða, en sex ára fangelsun ef um itrekaö brot eöa dreifingu til unglinga undir lögaldri er aö ræða. Einnig fór hann þess á leit aö viöurlög viö ólöglegum innflutningi verði hert til muna, svo og aö tollþjónust- unni verði fengin i hendur aukin völd til eftirlits og leitar. ____ÞAÐ ER oft svo, að eitt gildir I oröi en annaö á boröi. Þaö á einnig viö um þetta vandamál, þvi þótt forráða- menn og stjórnmálafrömuöir skeri upp herör gegn neyzlu fikniefna og eiturlyfja, segir framkvæmdin oft aöra sögu. Ford forseti kallar á herta löggjöf i þessum málum, en á meöan eru mörg fylki Banda- rikjanna aö breyta löggjöf sinni I þveröfuga stefnu. Sum þeirra hafa þegar heimilað neyzlu hassish og marihuana, og heimila jafnframt að fólk hafi efnin i fórum sinum, að ákveðnu magni. A meöan yfir- stjórn þjóðarinnar leitast þannig viö, i orði, aö uppræta efni þessi, viðurkenna einstök riki tilveru þeirra og grund- valla notkun þeirra og dreif- ingu með lagasetningum. Arangurinn lætur ekki biöa eftir sér. Ford forseti hefur fyllilega rétt fyrir sér, þegar hann segir að vandamál þetta fari versnandi. Það sem einna mestum áhyggjum veldur er sá straumur, sem er af lyfjum og efnum til barna og unglinga, einkum þeirra sem á táningaaldri teljast. Taliö er, og jafnvel I mörgum tilvik- um sannað, að neyzla fikni- efna, svo sem hassish og marihuana byrji hjá ungling- um i gagnfræðaskóla, þrettán til fjórtán ára gömlum, og jafnvel enn yngri. ÞESSIR UNGLINGAR taka upp neyzlu þessa eftir sér eldra fólki að miklu leyti, en þó hlýtur andi sá, sem rikir á hverjum staðfyrir sig — bæði i almenningsáliti, fjölmiðlun og löggjöf að ráða ferðinni að miklu leyti. Þar komum við einmittað mestu þversögninni i þessum málum i Bandarikj- unum, en hún kemur fram i fjölmiðlum. Þaö frelsi, sem löggjafinn hefur veitt um meðferð þess- ara efna, segir einna greini- legast til sin i fjölmiðlum. Um þau er viða fjallað sem sjálf- sagöan hlut, bæði i fréttum og auglýsingum. Þess er skemmst að minnast aö Jack Nickholson, leikari sá sem á þessu ári hlaut Óskarsverö- launin fyrir beztan leik I aðal- hlutverki, lýsti þvi yfir, að hann neytti fikniefna reglu- lega og teldi það sér til fram- dráttar. Fleiri dæmi sUkra yfirlýsinga eru fyrir hendi og einmitt þau gera mikið til aö laða unglinga til neyzlu þejrra. Þessar fregnir gleym- ast heldur diki jafnfljótt og þegar önnur goð láta lifið vegna misnotkunar lyfja, likt og til dæmis Jimi Hendrix git- arleikari með meira, og aörir sem þá leið hafa farið. OG SVO KOMUM viö loks aö skýrasta dæminu, sem undir- ritaður hefur lengi séö um tvö- feldni þessa, sem jafnframt varð kveikjan að skrifum þessum. 1 timaritinu Rolling Stone, 6. mai 1976, er heill dálkur fikniefnaauglýsinga, þar sem dreifingaraðilar bjóða vöru sina til sölu. Þar er auglýst „gras” eöa mari- huana og önnur fikniefni, sem unnin eru úr jurtum, „Speed” hressingarlyf, sem svipar til amphetamins, og jafnvel efni, sem sagt er hafa sömu áhrif og ópium. I sama tölublaði eru aug- Framhald á bls. 19.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.