Tíminn - 09.06.1976, Side 2

Tíminn - 09.06.1976, Side 2
2 TÍMINN Miðvikudagur 9. júni 1976 Farþegaflutningar Arnarflugs hafnir OÖ- Reykjavik. Flugvél frá hinu nýstofnaöa félagi Arnarflugi, fór i sina fyrstu ferö s.l. laugardag. Flugvélin lagði upp frá Keflavik- urflugvelli með hóp farþega frá Sunnu áleiöis til Malaga á Spáni. Flestir farþeganna voru nýút- skrifaðir stúdentar frá Verzlun- arskólanum og er myndin hér fyrir ofan tekin vib brottförina. Þotan er nýkomin úr svonefndri sérskoðun, sem gerð var á tr- landi, og voru ýmsar lagfæringar gerðar á vélinni, utan og innan. Var hún m.a. máluð og ber nú merki Arnarflugs. Er þetta eina þota Arnarflugs sem nú er i notk- un. A hinum tveimur þarf að gera timafrekar og kostnaðarsamar slioðanir og er enn ekki ákveðiö hvenær næsta þota félagsins verður tekin i notkun. Unnið er að þvi að útvega verkefni fyrir vélar Arnarflugs. Ferðaskrifstofan Sunna hefur leigt þotuna til ferða tii sólarlanda i sumar og ákveðið er að hún fari eina til tyær ferðir milli Keflavikur og Diisseldorf i sumar. í þeim ferðum verða ein- göngu þýzkir farþegar, en marg- ar ferðaskrifstofur i Vestur- Þýzkalandi selja þær ferðir. Þrennt slasast í umferðinni: — , STULKURNAR BAÐAR UR LIFSHÆTTU Gsal-Reykjavik. — Nokkur um- feröaróhöpp urbu um helgina, það alvarlegasta á laugardag f Höföa- hólum á Höfðaströnd, en þar valt bill á veginum og hafnaði utan vegar. Fjögur ungmenni voru i bDnum, tvær stúlkur ogtveir pilt- ar, og slösuðust báðar stúlkurnar alvarlega, en piltarnir sluppu hins vegar án teljandi meiðsla. Það var um kl. 2 á laugardag, að billinn valt á veginum i Höfða- hólum og voru ungmennin á leið heim, en þau eru öll búsett á Siglufirði. Ekki er vitaö með vissu um ástæðuna fyrir þvi, aö billinn valt, en i ljós kom, að hjól- barði var sprunginn og kann það aö hafa valdiö slysinu. ökumaður telur hins vegar, aö billinn hafi lent i lausamöl og það hafi orsak- að slysiö. Stúlkurnar voru fluttar i sjúkrahúsiö á Sauðárkróki, en þær hlutu báðar mikla höfuð- áverka og voru fluttar meðvit- undarlausar frá slysstað. Stúlk- urnar eru báðar komnar til með- vitundar og taldar úr lifshættu. Það slys varö aöfaranótt sunnudags við Skeiöavegamót, aö þar valt bill og slasaðist ökumað- ur verulega, aðsögn lögreglunnar á Selfossi. Farþegar, sem voru i bilnum, sluppu hins vegar án verulegra meiðsla. Tvær bilveltur uröu á Þingvöll- um um helgina, en ekki urðu telj- andi meiðsl á fólki I þeim veltum. ökumenn beggja bilanna voru undir áhrifum áfengis. Enn ein bilvelta varð svo á Kjósaskarösvegi um helgina, er jeppi valt þar á veginum. Að sögn lögreglunnar uröu engin teljandi meiðsl á fólki í þeirri veltu. Heildaráætlun um eflingu fóðuriðnaðar gébé Rvik. — Nýlega skipaöi Halldór E. Sigurösson landbún- aðarráðherra nefnd, sem gera á heildaráætlun um eflingu fóbur- iönaöar á tslandi, er fullnægt geti að mestu fóöurbætisþörf landbúnaðarins. t nefndinni eiga eftirtaldir menn sæti: Hjalti Gestsson, ráðunautur, sem er formaöur nefndarinnar, Magnús Sigurðsson, Gilsbakka, varaformaöur, Árni Jónasson, erindreki Stéttarsambands bænda, Egiil Bjarnason, ráðu- nautur Sauöárkróki, Jóhannes Bjarnason, verkfræöingur, Stefán Sigfússon fuiltrúi og Teitur Björnsson, Brún, Þing- eyjarsýslu. Samkvæmt upplýsingum frá landbúnaðarráðuneytinu, mun verða stefnt að þvi, að hraða uppbyggingu grænfóðurverk- smiðja og athuga möguleika á hagnýtingu afgangsorku og jarðvarma við rekstur þeirra. Jafnframt verði aukin áhrif bænda og samtaka þeirra á stjórn og rekstur verksmiðj- anna. Endurskoða lög um stofn- lánadeild og veðdeild gébé Rvik. — Akveðið hefur verið að endurskoða lög nr. 45 um StofnlánadeQd landbúnað- arins og III. kafla iaga nr. 115 um VeödeUd Búnaðarbanka ts- lands, með það fyrir augum að finna hagkvæma leið til að tryggja stofnlánadeUd og veð- dcild sem mest eigið fjármagn, þannig að tekjur deUdanna skili meiri hiut við starfsemina og að lánareglur byggist á þvl, að ekki gangi á fjármagn deUdanna. Halldór E. Sigurösson land- búnaðarráöherra hefur nýlega skipaö nefnd til aö vinna að fyrrgreindu, en hana skipa: Stefán Pálsson, forstööumaöur stofnlánadeildar, sem er for- maður nefndarinnar, Eirikur Guðnason, deildarstjóri, Friðjón Þórðarson, alþm., Helgi Seljan, alþm., Jón Helgason alþm. og Stefán Valgeirsson alþm. Landbúnaðarráðuneytið: Vill tryggja bændum sömu tekjur og viðmiðunarstéttum gébé Rvik. — Halldór E. Sig- urðsson landbúnaðarráðherra skipaði nýlega nefnd til að endurskoöa lög um Fram- leiðsluráð landbúnaðarins, verðskráningu, verðmiðlun og sölu á landbúnaöarvörum og fleiru. Nefndina skipa þessir menn. Jónas Jónsson ritstjóri, formaður, Björn Jónsson, for- seti A.S.l: Brynjólfur Bjarna- son, rekstrarhagfræðingur, Gunnar Guðbjartsson, bóndi og ólafur Andrésson bóndi. Endurskoðun laganna felur m.a. i sér eftirfarandi atriði: Tryggt verði svo sem unnt er, að bændur fái sömu tekjur og við- miðunarstéttirnar. Einnig verði heimilaðar aðgerðir til stuðn- ings mjólkurframleiðslu I nánd við þéttbýli, þar sem hætta er á mjólkurskorti. Jafnframt verð- ur tekin afstaða til þess, hvort réttara sé, að verð land- búnaðarafuröa ráðist af samn- ingum framleiðenda og rieyt- enda eða samningum framíeíó- enda og rikisvalds. Athugaðar verði leiðir til auk- inna áhrifa á framleiðslumagn einstakra greina til samræm- ingar framleiðslu og markaðs- möguleika á hverjum tima. Bandalag fatl- aðraáNorður- löndumþingar í Reykjavík ASK-Reykjavik. 9. þing Banda- lags fatlaðra á Norðurlöndum veröur sett I Súlnasai Hótel Sögu I dag af Gunnari Thoroddsen fé- lagsmálaráðherra. Sfðan flytja fulltrúar Norðurlandanna ávörp, en siöar um daginn verða meðal annars umræður um örorkubætur og fjarskiptatækni, sem nota má fötluðum tU hjálpar. Ráðstefnan sem stendurfram á föstudagskvöld mun og fjalla um efni svo sem, möguleika fatlaöra til að eignast og aka eigin bifreið- um, um atvinnumöguleika og samstarf samtaka fatlaöra við foreldrabarna.sem viö erfiðleika eiga að striða á þessu sviöi. Á meöan á ráðstefnunni stendur munu gestir ferðast til ýmissa staöa svo sem Þingvalla og Hverageröis. Þá verður fariö til Reykjalundar og á fimmtudag býður Reykjavikurborg ráö- stefnugestum til Kjarvalsstaða. I stjórn Bandalags fatlaöra á Noröurlöndum eru, Erik Knudsen (Danmörk), Harald Bojsen (Dan- mörk), Aimo 0. Aaltonen (Finn- land), Tapani Virkkunen (Finn- land), Tor-Albert Henni (Noreg- ur), Svein Fakset (Noregur), Börje Nilsson (Sviþjóð), Nils Wallin (Sviþjóð). Af hálfu islands sitja i stjórn samtakanna þau Ólöf Rikarðsdóttir og Theodór A. Jónsson, sem jafnframt er for- maður. Aöalritarisamtakanna er Göran Karlsson frá Sviþjóð. IJl jul 1 m 55 laxar komnir úr Norðurá — Laxveiðimennirnir hér liggja bara undir sæng og hafa það gott, meðan þeir biða betra veðurs, sagði Ingibjörg starf- stúlka i veiðihúsinu við Norðurá i gær. Þar var mikið hvassviðri, rigning og kuldi og auk þess segja veiöimennirnir að litið sé um lax i ánni þessa dagana enda áin mjög vatnsmikil og köld. Samt hafa veiðzt 55 laxar siðan veiöin hófst þann 1. júni s.l. fram að hádegi i gær. Sá þyngsti, sem komiö hefuV á land reyndist vera átján pund, en flestir eru þeir um 10-12 pund að þyngd. Það er þvi mjög dauflegt við Norðurá þessa dagana og biða laxveiöimennirnir óþreyjufullir eftir betra veðri. Veitt er á tiu stangir i ánni núna, og er venjan að tveir veiðimenn séu um stöng, en i gær voru aðeins tiu veiðimenn i veiðihúsinu og aðeins einn þeirra hafði lagt i það að reyna aö veiöa þegar VEIÐIHORNIÐ hafði samband við Ingibjörgu i gær, en hinir lágu undir sæng! Treg veiðin i Miðfjarðará Veiði hófst i Miðfjarðará þann 5. júni s.l. Um hádegi I gær voru aðeins átta laxar komnir á land, en þar er veitt á sex stangir. Mikill vöxtur er i ánni og vatnið er mjög gruggugt, sagöi Gunnar matsveinn i veiðihúsinu I gær. Það hefur lika rignt óhemju mikið, og i gær var hellirigning eins og hefur verið flesta veiði- dagana. t fyrrasumar var metveiði I Miðfjarðará, en þá fengust 1414 laxar og var meðalþyngd þeirra 8,5 pund. Sumarið 1974 veiddust alls 837 laxar og sumarið 1973, 730 laxar. Litil veiði i Laxá á Ásum Þvi miður hefur VEIÐI- HORNINU ekki tekizt að ná neinum veiöifréttum að ráöi úr Laxá á Asum, en þó er vitaö að fjórir laxar komu þar á land fyrsta veiðidaginn, t»eir 10 punda, einn 11 punda og einn 12 punda. Vatnið i ánni er i meira lagi og einnig er hún nokkuð gruggug ennþá. Vitað er þó, að veiðin hefur verið heldur dræm undanfarna daga, en ekki liggur ljóst fyrir hvort um er að kenna veiðimönnunum eða laxinum! Það vill stundum bregðast aö laxveiðimenn, sem hafa verið að veiða I Laxá á Asum, skili veiðikortum sinum, og veldur þetta erfiðleikum, ekki sizt fyrir VEIÐIHORNIÐ, þar sem erfitt er að fá fréttir um heildarveiðina. Eru þvi lax- veiðimenn minntir á að láta það ekki bregðast að skila veiðikort- um sinum þegar þeir aka hjá. Kortunum geta þeir skilað á Hótel Blönduósi, á sýsluskrif- stofunni eða á Húnsstöðum. Á næstu dögum byrjar veiði i nokkrum stórum laxveiðiám og mun VEIÐIHORNIÐ flytja lesendum sinum fréttir af fyrstu veiöi svo fljótt sem auðið er. Elliðaárnar verða opnaðar að venju þann 10. júni, en sama dag byrjar einnig veiði i Laxá i Aðaldal, og Laxá i Kjós. Siðan byrja þær ein af annarri, Þverá i Borgarfirði þann 11. júni, Laxá i Leirársveit, Viðidalsá og Langá 15. júni og Grimsá 16. júni.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.