Tíminn - 09.06.1976, Page 5

Tíminn - 09.06.1976, Page 5
Miðvikudagur 9. júni 1976 TÍMINN 5 1 lliiiiiin VrlV m Jónasar-eyrun Það hefur verið sagt, að Dagblað- ið gerði út á óánægjuna. Þa ð e r hverju orði sannara. Jónas Krist- jánsson, rit- stjóri Dag- blaðsins, leggur sig allan fram um að hlera almenningsáiitið á hverjum tima, og stjórnast skrif blaðsins að miklu leyti af þvf hvað eyru Jónasar nema. Að þessu leyti svipar ritstjóra Dagblaðsins mjög til óprútt- inna stjórnmálamanna, sem aldrei þora að mynda sér sjálfstæðar skoðanfr, en hlaupa sifellt eftir þvf, sem þeir halda, að falli I kramið hjá almenningi hverju sinni. Jónas í „hlýjunni" Það væri hægt að nefna fjöl- mörg dæmi um það hvernig ritstjóri Dagblaðsins ekur seglum eftir vindi með eyrun sperrtút ogsuður. Og það skal fúslega viðurkennt, að Jónasi Kristjánssyni hefur oft tekizt að dansa i takt við hinn harða og grimma húsbónda, sem al- menningsálitið er. En stund- um fer illa, sérstaklega þegar einhver óhreinindi eru I Jón- asar-eyrunum. Gott dæmi um það eru samningarnir við Breta. Dagblaðið hafði varað við samningum dag eftir dag og gekk svo langt að kalla Mbl. og VIsi „baráttublöð Breta” og sagði jafnframt, að ætla mætti, að þessi blöð væru endanlega slitfn úr tengslum við mannllf á tslandi. Þessi orð voru að sjálfsögðu skrifuð i þeirri vissu, að almenningur væri á móti öllum samningum við Breta. En i þetta sinn reyndust Jónasar-eyrun stffluð, og rit- stjóranum brást bogalistin. Almenningur fagnaði sam- komulaginu I Osló gagnstætt þvf, sem hann hafði haldið, og stjórnarandstæðingar héldu algeran sneypufund á Lækjar- torgi. Og nú hreinsaði Jónas úr eyrunum! Dagblaðið gekk i Iið með „baráttublöðum Breta” og hélt varla vatni yfir ágætum samninganna. Og til að kóróna samvizkuleysi sitt skrifar svo Jónas Kristjánsson ritstjóri Dagblaðsins leiðara i gær, þar sem hann hund- skammar fyrri samherja, stjórnarandstöðuna, fyrir að vera á móti samningunum! Fer hann hinum háðulegustu orðum um þá og segir þá hafa frosið inni, án þess að gæta að sér. A skiljanlegu máli þýðir þetta, að hann, þ.e. Jónas Kristjánsson, hafi bjargað sér inn I hlýjuna með þvi að hreinsa Ur eyrunum, en hinir frosið. Óhdður og frjdls af fyrri skoðunum Það er auðvitað alvarlegt mál, aðblað, sem státar sig af óháðri og frjálsri blaða- mennsku, skuli vera svo tæki- færissinnað og óábyrgt i mál- flutningi slnum. Svo virðist sem ritstjóriDagblaðsins túlki einkunnarorð blaðs sins á þann veg, að hann sé óháður og frjáls af fyrri skoðunum sinum, jafnvel þótt þær séu aðeins dagsgamlar. Vel má vera, að hann sjái ekkert at- hugavert við svona kollhnlsa, en almenningur, sem hann biðlar svo ákaft til, hlær að honum og samherjar hans I stjórnarandstöðunni fyrirlita hann. —a.þ. SÍ og TR: Bjóða skdkmönnum til móts í„hreinu lofti" Gsal-Reykjavik — Skáksamband íslands hefur fundið mótleik gegn „Winston-skákmótinu”, og hyggst halda skákmót, sem hefst sama dag, undir kjörorðinu „Skák i hreinu lofti”. Einar S. Einarsson, forseti Skáksam- bandsins sagði i samtali við Tim- ann I gær, að hann vænti þess, að skákunnendur kepptu frekar á þessu móti, enda væri annars vegar um að ræða mót, sem hald- ið væri I hreinu lofti og hins vegar mót i menguðu lofti. Þá sagði Einar, að verðlaunin væru hlið- stæð, eða samtals 230 þúsund kr. Þetta skákmót verður haldið dagana 8. og 13. júni og er mótið haldið á vegum Skáksambands Islands og Taflfélags Reykjavik- ur. Mótið verður haldið i Skák- heim ilinu v ið Grensásveg o g hó fst kl. 20 á þriðjudagskvöld, 8. júni. Tefldar verða ellefu umferðir eft- irMonrad-kerfi.fimm fyrri móts- daginn og sex hinn seinni. öllum er heimil ókeypis þátt- taka meðan húsrúm leyfir, en keppendur og áhorfendur hlita þeirri reglu að reykja ekki i skák- sal. Ýmsir aðilar utan skák- hreyfingarinnar hafa stutt að framkvæmd mótsins með fjár- framlögum til verðlauna og öðr- um hætti, einkum Samstarfs- nefnd um reykingavarnir, Abyrgð — tryggingarfélag bindindismanna og Krabba- meinsfélag Reykjavikur. Veitt verða 15 verðlaun að heildarupphæð 250 þúsund kr.: 9 aðalverðlaun fyrir 1.-9. sæti, hæst 50 þús. kr. lægst lOþús., kr., tvenn kvennaverðlaun 10 þús. kr'. og 5 þús. kr. og fern unglingaverð- laun, 14 ára og yngri, hæst 8 þús. kr. og lægst 3 þús. kr. Allir keppendurá mótinu hljóta viðurkenningarskjal fyrir þátt- töku. Frímerkja- sýning á Akureyri KS-Akureyri. Siðastliðinn mánu- dag lauk frimerkjasýningu þeirri, er félag frimerkjasafnara gekkst fyrir I Oddeyrarskólanum á Akureyri. Sýning þessi var haldin I tilefni 200 ára afmælis póstþjón- ustunnar og 100 ára afmælis auramerkjanna. A sýningunni var margt merki- legra muna, meðal annars merki frá 65 löndum, sem gefin voru út vegna hins alþjóðlega árs flótta- mannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, 1959-60. Þá var og á sýningunni safn jólafrimerkja frá upphafi, eða frá árinu 1904 i eigu Jóns Sigurjónssonar frá Akur- eyri. Eitt skildingabréf var og þarna, dagsett 22. júli 1873 mót- tekið á Akureyri viku siðar. Forstöðumaður sýningarinnar var Páll Þórðarson, en formaður félags frimerkjasafnara á Akur- eyri er Sveinn Jónsson. Garðyrkjuritið drið 1976 Arsrit Garðyrkjufélags Is- lands árið 1976 er komið út, alls á þriðja hundrað blaðsiður og fjölbreytt að efni. Ritstjóri er ólafur B. Guðmundsson og ritnefnd skipa með honum þeir Óli Valur Hansson og Ein- ar I. Siggeirsson. Þetta er 56. árgangur Garðyrkjuritsins. i ritinu er fjöldi greina um grös og gróður, blóm og runna, lauka og fræ, ræktunaraðferðir, áhöld og snlkjudýr. Þar er f jöldi stuttra greina eftir hina og þessa, spurningar frá lesendum og svör með þeim, þáttur um bækur og skýrslur frá stjórn félagsins og deildum úti um land, félagatal og margt ann- að. Meðal efnis, sem vert er að vekja athygli á er grein eftir hinn mikla lærdómsmann, Einar I. Siggeirsson, um snæ- svepp og kal. Er þar nokkuð fjallað um rannsóknir á kali, sem raunar hafa ekki mikinn árangur borið fram að þessu, og greint er frá þvl, hvernig kalskemmdir hafa verið flokkaðar eftir Ifklegri orsök þess, en sérstaklega rætt um rotkal, sem orsakast af smá- sæjum snlkjusveppum, rot- sveppum og bakterlum. Sér- staklega fjallar höfundur um þann þátt, sem veöurfar á I kalskemmdum, og er slöan gerð rækileg grein fyrir snæ- sveppum, en viö rannsóknir slnar á honum hefur hann not- ið liðsinnis bæði finnskra og enskra vísindamanna. Aðra grein er vert að benda á, og er hún um fléttur, mosa og loftmengun eftir Ingólf Daviðsson magister, en það eru einmitt þessar tvær gróð- urtegundir, sem nefndar Voru, sem gefa fyrst bendingu um, þegar hætta er á ferðum vegna loftmengunar. 1 einni fjölmargra smá- greina I ritinu er getið þess á- lits vestur-þýzkra liffræðinga, að meira en fimmtiu þús- und tegundir jurta, um fjórð- ungur allra jurtategunda á jörðunni, sé nú i hættu, eink- um vegna ægilegrar rányrkju I skógum þróunarlanda, þar sem ekki fást kol I bræðslu- ofna eða annar hitagjafi handa iðnaði. Þessi grein er raunar tekin upp úr Timanum. comsi'Cnmp sooo ÞAÐ SEM ÞÚ ÆTTIR| AÐ VITA UM COMBI- CAMP 2000: • Mest seldi tjaldvagn á norðurlöndum. • Tekur aðeins 15 sek. að tjalda. 2 nýjar gerðir af tjöldum. • Svefnpláss fyrir 2 fullorðna og 3 börn. • Möguleikar á 11 ferm. viðbótartjaldi. • Sérstaklega styrktur undirvagn fyrir ísl. að- stæður. • Okkar landskunna varahluta- og viðgerðar- þjónusta. • Combi-Camp er stórkostlegur ferðafélagi. KOMIÐ! SKOÐIÐ! SANNFÆRIST! SJÓN ER SÖGU RIKARI. BENCO Bolholti 4, Reykjavík. Sími 91-21945. Skodsborgarstóllinn Hátt sæti. Háir armar, höfuðpúði og íhvolft bak fyrir góða hvíld. Ný stóltegund hönnuð fyrir þá, sem erfitt eiga með að risa upp úr djúpu sæti, þurfa góðan stuðning og þægilega hvildarsteliingu. Stóllinn er framleiddur fyrir áeggjan forstööumanna elli- og endurhæfingarstofnana hér á landi. Nafnið gáfum við honum án nokkurrar hugmyndar um hvort svo góöur stóll sé til á þvi fræga hvildarsetri. Opið til kl. 22 föstudag og laugardag. % KJÖRGARDl SÍMI

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.