Tíminn - 03.07.1976, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.07.1976, Blaðsíða 3
Laugardagur 3. júli 1976 TÍMINN 3 t gær fór Ólafur Jóhannesson dómsmálará&herra um borö f varðskipið Ægi I Reykjavfk, þar sem hann heilsa&i upp á allt starfsfólk Landhelgisgæzlunnar á sjó, I lofti og á landi, sem og maka þess og þakka&i þvi frammistöDuna I þorskastri&inu við Breta, sem nú er farsællega til lykta leitt. Á myndinni er hann a& heilsa Sigurði Árnasyni, skipherra á Óðni, og til hliöar viö þá stendur Pétur Sigur&sson, forstjóri Landheigisgæzlunnar. — Timamynd: Róbert. Verðlagið yfirleitt hærra úti á landi ASK-Reykjavík. Dagana 14. til 15. júni gekkst ver&lagsskrifstofan fyrir könnun á ver&i ýmissa vöru- tegunda. Fór könnunin bæði fram i Reykjavik og nágrenni, svo og úti á landsbygg&inni. Eins og viö mátti búast kom i ljós mikiil ver&mismunur á mörgum al- gengum neyzluvörum, en Ijóst er a& ibúar utan ReykjavikursvæO- isins greiöa aö jafna&i nokkru hærra verö fyrir sinar iifsnauö- synjar. Sem dæmi má nefna, aö tsfirðingur þarf aö greiða 625 krónur fyrir eitt kg. af vinar- pylsum me&an Reykvikingurinn þarf aö greiöa hæst 590. Til nánari samanburðar skulu nú teknar fimm vörutegundir og athugaö verö á þeim. Fyrir 1 kg. af appelsínum þarf Reykvikingur hæstaögreiöa 196 krónur (Sunnu- kjör), en lægst 135 (Hagkaup). Fyrir sömu vörutegund þarf landsbyggðarmaðurinn hæst aö greiöa 220 krónur (Björn Guöm. tsafiröi), en lægst kr. 150 (Hafnarhæð, Siglufiröi). Svipaö verö virðist vera á einu kilói af eggjum alls staðar I Reykjavik, lægst er veröiö kr. 420 (Breiöh.- kjör), en hæst kr. 598 (Söebeck, Miðbæ). Eggjakilóiö er lægst kr. 400 úti á landi (Kf. Egilsst.) en algengt er að það kosti 580 krónur. Fyrir 375 grömm af Kellogs Cornflakes er verðiö æöi mismunandi. A Reykjavikur- svæöinu er hægt að fá pakkann fyrir 257 krónur (Sunnukjör), en lægsta verðiö er 197 krónur (Hag- kaup. (Meiri jöfnuður er I verðlagningu á kornflögum úti á landi, þar er hæsta verö 225 krónur (KHB Reyðarfiröi), en lægsta veröiö er 206 krónur (KEA Akureyri). Fyrir 1 kg. af sykri þarf Reykvikingurinn aö greiöa 129 krónur (Herjólfur) eöa 167 krónur (Heimakjör). Hafnar- búöin á Akureyri hefur vinn- inginn I sykurverðinu, þar er eitt kiló á 189 krónur, en hjá Kaupfé- lagi Siglufjaröar eru greiddar aö- ems 150 kr. fyrir sömu vöru- tegund. Landsbyggöin hefur einnig vinninginn hvaö varðar verö á kósettpappir. Dýrastur er hann hjá KEA, eröa 74 krónur, en ódýrastur hjá Bjarna Friðriks- syni, Bolungarvlk, kr. 60. Fyrir sömu vörutegund þarf Reykvik- ingurinn að greiöa lægst 56 krónur, (Hagkaup), en hæst krónur 71 (Kron, Snorrabraut). „ÞAÐ FER VEL Á ÞVÍ AÐ SKÍRA TÆKIÐ VATNAKÖTT" Vestur-íslendingar færa Þingvallabónda merkilegt veiðitæki Gsal-Reykjavik. — Biddu aðeins, ég þarf a& hlaupa út i bil og sækja handa þér væna bleikju, sem ég vil gefa þér I sta&inn, sagöi Svein- björn Jóhannesson, bóndi á Heiö- arbæ I Þingvallasveit, viö Ted Arnason, skömmu eftir aö Ted og Stefán Stefánsson, báöir Vest- ur-tslendingar, höföu fært Svein- birni veiðitæki, sem ókunnur ts- lendingur haföi fundiö upp fyrir u.þ.b. 100 árum, er fyrstu Is- lendingarnir hófu veiðar aö vetr- arlagi á Winnipeg-vatni. Hópur Vestur-lslendinga er kominn til landsins og komu þeir með nýstofnaöri feröaskrifstofu „Viking Travel”, sem Ted Arna- son og Stefán Stefánsson veita forstööu, en I nafni feröaskrifstof- unnar gáfu þeir Sveinbirni veiði- tækiö, en það er sérstaklega hannað til veiða undir is. Sveinbjörn heimsótti Vestur-ís- lendingana I fyrrasumar i þeirra heimalandi og kynntist þá þessu veiöitæki. Ted Amason sagöi i gær, er hann afhenti Sveinbirni veiðitækið, aö þvimiöur væri ekki vitaö hvaö sá íslendingur hét, sem fann upp tækiö, en hins vegar sagði hann, aö tækiö heföi litið sem ekkert veriö endurbætt frá þvi þaö var fyrst smíöað fyrir u.þ.b. 100 árum. Tæki þetta gengur undir nafn- inu „jigger” og sagði Ted Arna- son, að þaö væri óhæfa aö skira þaö ekki einhverju Islenzku nafni, þar sem tækið væri Islenzkt aö uppruna, þótt það hafi aldrei ver- iö notaö á íslandi. Sveinbjörn hugsaði sig um stutta stund, en sagöi siðan, að vel færi á þvl aö kalla þaö vatnakött — og leizt Ted og Stefáni vel á þá nafngift. Að lokum bauð svo Ted félaga sinum Stefáni I mat Frá afhendingu „vatnakattarins”, t.v. Sveinbjörn Jóhannesson, bóndi á Heiöarbæ og t.h. Ted Arnason og Stefán Stefánsson. TimamyndG.E. Framkvæmdastjóri EFTA í heimsókn -hs-Rvik. — Eftir aö hafa séö og kynnzt hinum mikla verksmiöju- rekstri á Akureyri, get ég ekki betur séö, en aö islendingar séu nokkuö þokkalega undir þaö búnir, aö takast á viö hina auknu samkeppni, sem leiöir af þátttök- unni I EFTA, a.m.k. á ýmsum sviöum, og get ég þar nefnt ullar- iönaö og svo aö sjálfsögðu fisk- i&naö, sagöi Charles MÚiIer, framkvæmdastjóri EFTA I stuttu viðtali viö Timann I gær. Hann kom til landsins s.l. mánudag, ásamt konu sinni, Marlise, en brottför var ákveðin á laugardag. Charles Muller tók við starfi framkvæmdastjóra EFTA i janúar siöastliönum, en haföi áður unniö i utanrikisþjónustu Sviss og þannig veriö I miklum tengslum viö EFTA, m.a. veriö aðstoðarframkvæmdastjóri. Aðspuröur sagðist hann ekki vænta neinna breytinga á fjölda aðildarrikja EFTA, a.m.k. um nokkra hriö. Hann sagði aöal- verkefniö vera frekari þróun frjálsrar verzlunar milli aöildar- rikjanna. Varðandi Island sérstaklega sagði hann, að þó aö þaö væri aö mörgu leyti vel undir þaö búið aö takast á við aukna samkeppni, þegar aölögunartimanum lyki endanlega árið 1980, þá væru Is- lendingar um of háðir fisk- veiöum, og yrðu aö þróa upp fleiri iöngreinar til útflutningsfram- leiðslu, meö góöri stjórnun og stórum framleiöslueiningum. Charles Miíllcr, framkvæmda stjóri EFTA, og kona hans, Mar- lise. — Tlmamynd: GE. 5 í árekstri í Bankastræti — harður árekstur á Bæjarhálsi ASK-Reykjavik. Fimm bilar lentu f árekstri I Bankastræti I gær. Aðdragandinn var sá, aö bif- reiö ók úr Þingholtsstræti I veg fyrir strætisvagn, sem var á miö- akreininni. Billinn, sem árekstr- unum olli, kastaöist si&an á hinu þriöja. Smám saman bættist viö safniö og úr varö fimm-bila árekstur. Skemmdir á bifreiöunum uröu miklar, eins og myndin sýnir, og úr einum bilanna strcymdi mikiö benzín, sem var siöan hreinsaö af slökkvili&inu. Slys uröu engin á fólki. Þá var siðdegis i gær harður árekstur milli grjótflutningabils og sendiferöabils á Bæjarhálsi i Arbæjarhverfi. Þrir farþegar voru i sendiferðabilnum, og voru þeir allir fluttir á slysadeild. öku- maöur vörubifreiöarinnar hlaut mikiö höfuöhögg, og var hann einnig fluttur á slysadeildina. Að sögn lögreglunnar urðu miklar skemmdir á bilunum, en öku- menn og farþegar munu hafa sloppið merkilega litiö meiddir. F.ins og venjulega þegar einhver óhöpp eiga sér staö safnast saman nikill fólksfjöldi. Enginn viröist hugsa hiö minnsta um benslniö sem streymir úr einum bilanna. Spánarsmyglið: Báðum pi sleppt úr Gsal—Reykjavik. — Báöum pilt- unum, sem setiö hafa I gæzlu- varðhaldi siöustu daga og vikur, vegna 15 kg af fikniefnum, sem reynt var aö smygla frá Spáni til tslands, hefur nú veriö sleppt úr gæzluvarðhaldi og er málið fullrannsakaö, aö sögn Asgeirs Friöjónssonar, fikniefnadómara. öörum piltinum var sleppt seint i fyrrakvöld og hinum i gærdag. Einn islenzkur piltur situr i fang- Itunum haldi elsi á Spáni vegna þessa máls. 1 fyrradag var ungur maður úr- skurðaður i allt að 30 daga gæzlu- varðhald vegna fikniefnasmygls frá Hollandi til Islands i siöásta mánuöi, er 3 kg af hassi voru flutt i stól með skipi. Annar piltur var fyrir i gæzluvarðhaldi vegna málsins og sitja þvi tveir piltar inni fyrir það mál nú sem stend- ur. Að sögn Asgeirs er málið nokkuð vel á veg komið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.