Tíminn - 03.07.1976, Blaðsíða 16

Tíminn - 03.07.1976, Blaðsíða 16
Byltingar- tilraun í Súdan Reuter, Baghdad. Hersveit- ir, sem tryggar eru Nimeiry, forseta Súdan, virðast hafa barið niður tilraun til byltingar gegn honum, sem gerö var i Súdan i gær, eftir þvi sem sagði i skeyti frá fréttastofunni I lrak i gær. Uppreisnarmenn munu hafa náð herstöð nálægt Khartoum á sitt vald, en her- sveitir forsetansnáöu þeim á ný i gær og voru, síðast þeg- ar fregnir bárust, önnum kafnar við að smala saman þeim, sem aö byltingar- tilrauninni stóðu. Þjóðarleiðtogar Afriku- rikja áttu i deilum i gær á fundi Einingasamtaka Afrikurikja (OAU) og olli byltingartilraunin i Súdan nokkrum ruglingi á fundin- um. Jaafar Nimeiry, forseti Súdan, var fjarverandi af fundinum i gær, vegna byltingartilraunarinnar og sögðu embættismenn, aö þeirheföu engahugmynd um þaö hvar forsetinn væri niður kominn. Þetta er i annaö sinn sem þjóöarleiðtogi Afrlkurikis fær fregnir af þvi á fundi Einingarsamtakanna að byltingartilraun hafi verið gerð heima fyrir. A siöasta ári var það Yakubu Gowon, þáverandi þjóðarleiðtogi Nlgeriu, sem var settur af meöan hann sótti fund sam- takanna i Kampala. Fréttastofan i írak skýrði frá þvl i gær að byltingar- tilraunin I Súdan hefði hafizt með þvi að hersveitir upp- reisnarmanna hefðu fariö til flugvallarins i Khartoum. Bardagar hefðu siöan breiözt út til hinna ýmsu búða hers- ins i Súdan, svo og til lykil- staða I Khartoum og Omdur- man. Nýjar bftþéttar umbúðir KAFFIÐ frá Brasilíu FÓÐURVÖRUR þekktar U/W LAND ALLT fyrir gæði Guöbjörn Guöjónsson Heildverzlun Síöumúla 22 Simar 85694 & 85295 Annlxýc Auglýsingadeild Tímans. Flugræningjarnir í Entebbe halda fast við sitt: PLAST ÞAKRENNUR ^ Sterkar og endingagóðar Hagstætt verð. #Nýborg Ármúla 23 — Sím Sími86755 Aðbúnaður gíslanna góður en umkringdir sprengjum Reuter, Port Louis. —Idi Amin, forseti Uganda, sagði i gær, að gislar flugræningjanna á Ent- ebbe-flugvelli hefðu góðan aðbún- að I flugstöðvarbyggingunni, en umhverfis þá hefði verið komið fyrir sprengiefni á alla vegu. Hann hvatti enn til þess, að föngum þeim i ísrael og öörum löndum, sem ræningjarnir krefj- ast i skiptum fyrir gislana, verði sleppt. Amin gaf yfirlýsingu þessa um aðbúnað gislanna I ræðu, sem hann hélt sem fyrrverandi for- maður Einingarsamtaka Afriku- rikja, á fundi samtakanna I Port Louis. Amin forseti, sem hefur staðið i persónulegu sambandi við ræn- ingjana og borið hitann og þung- ann af samningaviðræðum við þá, sagöi i gær, að þegar hann fór frá flugvellinum til þess að taka þátt I fundinum I Port Louis, hefðu glsl- arnir beðið hann að vera kyrran. — Gislarnir grétu og báðu mig um að fara ekki, sagði forsetinn. Hann sagðist hafa heimilað flugvél ræningjanna að lenda i Uganda af mannúðarástæöum. Ef hann hefði neitað að gegna hlutverki milligöngumanns I máli þessu, heföu ræningjarnir verið reiðubúnir til að drepa alla þá tvö hundruð sjötiu og fimm gísla, sem þá voru um borð I flugvél- inni. Ræningjarnir, sem sagðir eru félagar I Alþýðuhreyfingunni til frelsunar Palestínu, hafa enn um eitt hundrað manns i haldi á Ent- ebbe flugvelli. Þeir hafa sleppt um eitt hundrað og sjötiu manns siðan á mánudag, þegar flugvél þeirra kom til Uganda. Gislarnir, sem I haldi eru enn, munu flestir vera Gyðingar, en á- höfn flugvélarinnar frá Air France, sem ræningjarnir tóku yfir Grikklandi á sunnudag, er einnig enn á valdi þeirra. Rúmlega sextug kona frá Astra- liu, sem er meöal gislanna hundr- að sem sleppt var i Uganda, stað- festi I gær, að ræningjarnir gerðu allt, sem I þeirra valdi stæði fyrir gisla sina. Sagði hún að gislarnir hefðu fengið nógan mat, lyf og aðrar nauðsynjar. Hefðu þeir fengið dýnur til að sofa á, og allir gislar heföu fengið að fara I steypibað. Sagði konan, að arabiskur læknir — Egypö — sem vinnur fyrir rikisstjórnna i Uganda hefði komið reglulega og meðal annars gefið gislunum meðöl gegn malariu. Amin forseti skýrði einnig frá þvi, að hann hefði verið i sima- sambandi við yfirvöld i Tel Aviv, sem hringt heföu til sin nokkrum sinnum I vikunni. Sagði Amin ennfremur, aðflug- ræningjarnir hefðu beðiö hann að skila þvi til Einingarsamtakanna, að þeir styddu málstað Afriku- manna i Rhódesiu og Suð- ur-Afriku — gegn stjórn hvitra. Hæstiréttur USA stað- festir dauðarefsingu Reuter, Washington. — Hæsti- réttur Bandarikjanna úrskurð- aði i gær, að dauöarefsing væri i samræmi við stjórnarskrá rikj- anna og væri við hæfi sem refs- ing fyrir alvarlegustu glæpi. Rétturinn kvað upp úrskurð þennan eftir að hafa fjallað um áfrýjanir sex dæmdra morð- ingja, sem töldu að dauðarefe- ing væri i andstöðu við áttundu viðbót Bandarísku stjórnar- skrárinnar, þar sem bannað er að beita „harðneskjulegum og óvenjulegum refsingum”. 1 úrskurði sinum, sem verður afgerandi fyrir um sex hundruö manns, sem nú biða þess að dauöadómum yfir þeim verði fullnægt, segir rétturinn að „beiting dauðadóms sem refs- ingu fyrir morð sé ekki óréttlæt- anleg og þvi ekki svo hörð, að hún teljist brjóta i bága viö stjórnarskrána”. Ariö 1972 hélt hæstiréttur þvi fram, að þágildandi reglug. um dauðarefsingu ætti að afnema þar sem þær gæfu dómurum og kviðdómendum of mikið úr- skurðarvald. Siðaú þá hafa ein þrjátiu og fimm fylki sett ný lög um dauðarefsingu, en I gær lá ekki aö fullu ljóst fyrir, hve margar af þeim þessi úr- skurður hæstaréttar staðfestir, eða, með öðrum orðum, hve margir dauðadómar, sem ekki hefur verið framfylgt enn, stað- festast með úrskurði þessum. 1 ttllÍLSHORNA | %'ÁIVIILLI [ v- ■ ' Hvetja Afríku- ríki til að senda ekki lið á Olympíuleikana Reuter, Port Louis. — Utan- rikisráðherrar Afrikurikja samþykktu i gær ályktun, þar sem hvatt er til þess að Afrfkuriki taki ekki þátt I Ólympiuleikunum i Montreal, ef Nýja Sjálandi verður heimiluð þátttaka I þeim. Utanrikisráðherrar aðildar- rikja að Einingarsamtökum Afrikurikja, sem saman eru komnir i Port Louis, fordæmdu í gær Nýja Sjáland fyrir að heimila Rugby-keppnisliði sfriu, sem einvörðungu er skipaö þel- dökkum mönnum, að heimsækja Suður-Afriku.’l’eir sögðu að þar sem heimsóknin heföi átt sér staö meðan á kynþáttaóeirðunum stóð I Suður Afriku I siðasta mánuði, hefði Nýja Sjáland þar meö sýnt drápum Afrikumanna stuðning. Fóru Einingarsamtökin þess á leit við alþjóölegu ólympíunefadina, að hún úti- lokaði Nýja Sjáland frá leik- unum. Yfirlýsing þessi var mun veikar orðuð, en búizt hafði verið við af hálfu Einingar- samtakanna. Sautján skæru- liðar drepnir Reuter, Buenos Aires. — Seytján vinstri-sinnaðir skæruliðar létu llfið I bardaga við argentinska hermenn I vesturhluta Buenos Aires, höfuðborg Argentinu, snemma i gærdag. Þrir hermenn særðust i átökunum, sem talin eru hin alvarlegustu milli skæruliða og hermanna siðan herinn tók völdin i Argentinu i sinar hendur þann 24. marz siðast- liðinn. Að minnsta kosti fjörutiu og þrir skæruliðar hafa misst lif- ið á siöustu þrem dögum, og um f jögur hundruð og tuttugu manns hafa látizt vegna stjórnmálalegra ofbeldis- verka siðan herinn tók við völdum. Enn eitt vopna- hléð í Líbanon Reuter, Cairó. — Allir aðilar að átökunum I Libanon hafa samþykkt vopnahlé, sem ganga átti i gildi á miðnætti siðastliðna nótt, eftir þvi sem fréttastofan Mena i Egypta- landi skýrði frá i gær. 1 frétt frá Damaskus hafði fréttastofan eftir Mahmoud Riad, aðalritara Arababanda- lagsins, að vopnahlé þetta væri viðbrögð deiluaðila við beiöni frá bandalaginu. Riad tilkynnti um vopna- hléiðþegar hann sneri aftur til Sýrlands frá Libanon I gær. Aður hefur verið boðað vopnahlé. AAuhammad Ali með blóðtappa? Reuter, Los Angeles. — Muhammad Ali, heimsmeist- ari ihnefaleikum i þungavigt, þjáist nú af vöövaskemmdum á vinstra fæti og er taliö hugsanlegt að blóðtappi sé einnig i fætinum. Það var dr. Robert Kositchek, læknir Alis, sem skýrði frá þessu i gær. Heimsmeistarinn var lagð- ur á sjúkrahús i gær, vegna mikils sársauka i fæti, eftir keppni hans við fjölbragða- glfrnumanninn Antonio Inoki I Tókió I siðustu viku. Arias undrandi þegar kon- ungur samþykkti afsögn Reuter, Madrid. —Afsögn Carlos Arias Navarro, forsætisráðherra Spánar, tafði i gær fyrir af- greiðslu umbótaáætlunar rikis- stjórnar Juan Carlos, konungs, um leið og efnahagsleg og stjórn- málaleg vandamál hlóðust að hjá stjórninni. Leiötogar stjórnarandstöðunn- ar voru þó vongóöir um það I gær, að Juan Carlos myndi skipa at- kvæðameiri mann i embætti for- sætisráðherra — mann sem yrði virkari við umbætur á þvi stjórn- arfari, sem Franco hershöfðingi kom á i landinu. Rikisstjórn Spánar koni saman til umræöna um vandamál þau sem afsögn ráðherrans hefur I för með sér, stuttu áður en seytján manna ráðgjafanefnd rikisins átti að koma saman til að aðstoða konung við val á nýjum forsætis- ráðherra. Konungurinn verður að velja milli þriggja manna, sem ráð- gjafanefndin tilnefnir, og var tal- ið liklegt, aö meðal þeirra yröu þeir Jose Maria de Areilza, utan- rflrisráðherra, og Manuel Fraga, innanrikisráðherra. Haft var eftir áreiðanlegum heimildum i Madrid i gær, að Arias forsætisráðherra, sem skipaður var af Franco hershöfð- ingja árið 1973, hefði oft boðizt til að segja af sér embætti, og hefði það komið honum á óvart á fimmtudag þegar konungur sam- þykkti afsögn hans. Sögðu heimildarmennirnir, að konungur hefði samþykkt afsögn ráðherrans nú, vegna deilna inn- an rikisstjórnarinnarog klofnings milli ráðherra. Airas hefur vakið reiði bæði hægri manna og vinstri manna með tilraunum sinum til þess að blanda saman rikjandi stjórnar- fari á Spáni og þvi umbótasinn- aða stjórnarfari sem konungur vill koma á. I BARUM BREGST EKK/ I ~ Jeppal I hjólbaröar I IKynnið ykkur hin hagstæðu verð. TÉKKNESKA B/FRE/ÐA UMBOÐ/Ð Á ÍSLAND/ H/E AUÐBREKKU 44—46 KÓPAVOGl SÍMI 42606

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.