Tíminn - 03.07.1976, Blaðsíða 7

Tíminn - 03.07.1976, Blaðsíða 7
Laugardagur 3. júli 1976 TÍMINN 7 Ctgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: ; Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfuiltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steimgrlmur Gíslason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhús- inu við Lindargötu, sfmar 18300 — 18306. Skrifstofur f Aðalstræti 7, sfmi 26500 — afgreiðsluslmi 12323 — aug- lýsingasfmi 19523. Verö I lausasölu kr. 50.00. Askriftar- gjald kr. 1000.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Orka og sóun Okkur hefur ekki hlotnazt ábúð á jörð með óþrjót- andi orku og gnægð málma, sem sóa má á allar lundir. Visindamenn staðhæfa, að sú tið sé ekki óra- langt undan, að olia, gas og kol gangi til þurrðar ef jarðarbúar breyta ekki stórlega háttum sinum. 94% af allri orku, sem nú er notuð i veröldinni, er tekin af þeim birgðum jarðar, sem ekki endurnýja sig. Þaðan af siður koma málmar i stað þeirra, sem grafnir eru úr jörðu. Maðurinn er i meira lagi forsjárlaus ábúandi á jörðu sinni. Rányrkja hans er ofboðsleg. Verstu sökudólgarnir eru stórveldin, og þar næst allar hin- ar vestrænu þjóðir, sem i blindu tillitsleysi sóa þvi, sem átti að endast óteljandi kynslóðum. Nokkur hluti mannkyns gín yfir gæðum jarðarinnar og sólundar þeim miskunnarlaust á kostnað örbirgðar- þjóða og óborinna kynslóða Þeim er varið til þess að uppfylla gerviþarfir, sem alltaf er verið að gera fleiri og fleiri af kaup- mangsástæðum, og þeim er varið til þess að standa undir óskapíegum herbúnaði. Jafnvel hin svokall- aða efnahagshjálp, sem fátækum þjóðum i Afriku, Asiu og suðurhluta Ameriku er látin i té, er að miklu leyti fólgin I hergögnum og herbúnaði, þótt það sé liklega það, sem einna sizt horfir til gæfu fyrir þess- ar þjóðir. Þess konar „efnahagshjálp” er vitaskuld ekki heldur af höndum innt af neinni umhyggju eða góðvild, heldur er hún einn leikjanna i refskák græðginnar og valdastreitunnar, sem hirðir um það eitt, hvaða tök má hafa á umheiminum i dag eða á morgun. Það er ekki verið að leiða neinn til betra lifs, og það er hvorki verið að vernda neinn né verja áföllum, þótt svo sé látið heita oft og tiðum. Það er verið að mata Gróttakvörnina miklu, sem nærist á lifi og blóði þjóðanna, beint eða óbeint, og lætur sig engu varða, hvað seinna tekur við. Þvi að yfir hverju eiga Atlantshafsbandalagið og Varsjár- bandalagið að drottna þegar hersveitirnar, auð- hringarnir og þrælar gerfiþarfanna, sem upp er hlaðið, hafa þurrmjólkað fóstru okkar, jörðina? Samt er kvörnin pind til þess að snúast sem hrað- ast, og óbeint hljóma hvatningarnar, ef ekki beint: Trúið á goðin ykkar, dáist að geimskotunum, njótið gerviþarfa ykkar. Er á meðan er. Við íslendingar dönsum með á okkar visu, að sönnu fáliðaðir og þar af leiðandi afkastalitlir, en þó drjúgseigir, miðað við mannfjölda, að hlaupa eftir gerviþörfunum, jafnvel langt umfram raunveruleg fjárráð eins og gjaldeyrishallinn sýnir. Aftur á móti erum við svo gæfusöm á landi hér, að sú orka, sem er eign sjálfra okkar, vatnsaflið og varmaorkan, er ekki þeirrar tegundar, er eyðist, þótt af sé tekið. Við eigum að visu langt i land að beizla næga orku til þess að fullnægja þeim þörfum, sem auðvelt er að fullnægja með rafmagni og heitu vatni með þeirri tækni, sem nú er tiltæk. Seinna kann að takast að nota rafmagn sem aflgjafa á fleiri vegu en nú með viðráðanlegum hætti, þar á meðal til þess að knýja skip og bifreiðar. En það biður að sjálfsögðu sins tima, ef einhvern tima kemst að gera það hag- fellt. Óneitanlega höfum við íslendingar unnið ötullega að þvi á seinni árum að beizla sem mesta orku til þess að geta dregið úr notkun oliu. Það er gott, þótt einnig sé vert að hafa i huga, að ekki er endilega keppikefli að virkja allt, sem virkjað verður með góðu móti, á nokkrum áratugum. Seinni timinn þarf sitt. Sé á hinn bóginn horft til fiskstofnanna og gróðursins i landinu, er ástæða fyrir okkur til þess að gæta að gerðum okkar. —JH ERLENT YFIRLIT Stjórnarmyndun verður ertið hjó ítölum Nýkjörna þingið kemur saman á morgun Martinó leiðtogi Sósialistaflokksins. HIÐ nýkjörna þing Itallu kemur saman á morgun og mun Leoni forseti þá hefja til- raunir til stjórnarmyndunar. Vafalaust mun hann fela ein- hverjum leiðtoga Kristilega flokksins að reyna stjórnar- myndun, og er ekki óllklegt, að Aldo Moro, sem er forsætis- ráðherra núverandi minni- hlutast jórnar Kristilega flokksins, verði fyrir valinu. Það getur einnig komið til greina að einhverjum nýjum manni, sem ekki hefur áður komið verulega viðsögu, verði falin stjórnarmyndun. Slíkt væri I anda þeirrar endurnýj- unar og umbóta, sem Kristi- legi flokkurinn hét i kosninga- baráttunni, aö beita sér fyrir. Tildrög kosninganna, sem fóru fram ári fyrr en kjör- timabilinu lauk, voru þau, að þingiö mátti orðið heita óstarfhæft. Kristilegi flokkur- inn og miðjuflokkarnir, sem oftast unnu með honum., gátu illa komið sér saman. Einkum gætti þessa þó um Sóslalista- flokkinn. Þar sem Kristilegi flokkurinn vildi ekki taka upp samstarf viö kommúnista, var þvl ekki um annað að ræða en að efna til kosninga. Úrslit þeirra urðu þau, að þingið er sennilega óstarfhæfara en áður. Aður var t.d. möguleiki á, að Kristilegi flokkurinn gæti myndað stjórn með miðju- flokkunum, án Sóslalista- flokksins, en nú er sá mögu- leiki úr sögúnni, sökum taps miðflokkanna i kosningunum, en sóslaldemókratar fengu nú ekki nema 15 þingmenn I stað 29 áðnr, Frjálslyndi flokknr- inn 5 I stað 15, og lýöræöis- flokkurinn 14 I stað 15 áður. Viö þetta bættist svo að Kristi- legi flokkurinn tapaði þrem þingsætum, en hann hefur nú 263 þingmenn i stað 266 áður. Áður höfðu þessir flokkar samanlagt 330 þingsæti af 636 alls, en nú hafa þeir ekki nema 297. Sá möguleiki, að sam- steypustjórn þessara flokka leiti stuðnings nýfasista, sem hafa nú 35 þingmenn I stað 56 áður, er talinn meö öllu útilok- aður. SAMKVÆMT þvi, sem hér er rakið er það augljóst, að Kristilegri flokkurinn getur ekki myndáð meirihluta- stjórn, án samstarfs við kommúnista, nema hann fái Fanfani leiðtogi Kristilega flokksins Sósialistaflokkinn til liðs við sig. Sósialistaflokkurinn mun hins vegar ófús til þess. t fy rsta lagi lýsti hann þvi yfir fyrir kosningar, að hann myndi ekki taka þátt I stjórn, nema kommúnistar væru einnig I henni eða ættu aðild að stjórnarsamstarfinu á ein- hvern hátt. 1 ööru lagi tapaði hann fjórum þingsætum i kosningunum, fékk nú 54 þing- sæti, en haföi 61 áðúr, og gerir það hann ekki fúsari til stjórn- arþátttöku I andstöðu við kommúnista. Flokkurinn mun hins vegar ekki hafa áhuga á, að kosið verði til þings fljót- lega aftur, en sú gæti orðiö raunin, ef ekki tekst aö mynda starfhæfa stjórn. Þá er hætta á, að flokkurinn klemmist enn meira milli stóru flokkanna og missi enn meira fylgi. Það má þvi segja, að Sósialistaflokk- urinn eigi engan. kost góðan. Ef til vill væri sá kosturinn skástur, aö hann tæki þátt i stjórn með Kristilega flokkn- um eftir að kommúnistar hefðu hafnað aðild að henni, en óvlst er, að hann fái Kristi- lega flokkinn til aö gera kommúnistum eitthvert til- boð, eða hvort kommúnistar Berlinguer formaöur Kommúnistaflokksins. hafna þvi. Svo mikið kapp leggja þeir nú á samstarf viö Kristilega flokkinn I einu eða öðru formi. Þá gæti Sósialísta- flokkurinn ekki tekið þátt i stjórn með Kristilega flokkn- um, nema hann gengi miklu lengra til móts við kröfur hans, en hann hefur gert I fyrri stjórnum. Slikt er ekki útilok- að nú, þar sem Kristilegi flokkurnn lofaði fyrir kosning- arnar að vinna að endurnýjun og umbótum, eins og áður seg- ir. KOMMÚNISTAR urðu óum- deilanlega sigurvegararnir i kosningunum. Kristilegi flokkurinn rétt stóð I stað, miðað við kosningarnar 1972. Sama gilti um Sósíalistaflokk- inn, en miöflokkarnir misstu um helming af fylgi sinu,. Kommúnistar bættu hins veg- ar við sig 49 þingsætum og fengu nú 228 i stað 179 áður. Eftir er hins vegar að sjá hve vel þeim helzt á þessari fylgis- aukningu. Vert er aö vekja athygli á, að rangt er að túlka hana sem fylgi við kommún- isma eða sósialiska stefnu. Kommúnistar lögðu nefnilega hina raunverulegu stefnu sina alveg til hliöar og lögðu einhliða áherzlu á þann áróður, að stóru flokkarnir ynnu saman, en af því hlytist óhjákvæmilega að leggja yrði sérstefnumálin til hliöar. Það má þvi segja, að kommúnistar hafi ekki einu sinni gengiö til kosninga sem sóslalistar, heldur sem borgaralegir umbótamenn. Þetta átti vafa- litið þátt I fylgisaukningu þeirra. I henni felst ekki neinn stuðningur kjósenda við kommúnisma eða sósíalisma, heldur miklu frekar við borg- aralega umbótastefnu. Fyrir kosningarnar höfðu margir spáð Sósialistaflokkn- um auknu fylgi, en þær spár brugöust. Flokkurinn mun hafa tapað á þvi að hann lagði of mikla áherzlu á stjórnar- þátttöku kommúnista og markaði sér ekki nógú ljósa stööu sem miðafl I itölskum stjórnmálum. Kreppan i Itölskum stjórnmálum stafar af þvi, að þar eru nú tveir öflugir flokkar, annar til vinstri, en hinn til hægri, en þriöja aflið vantar. ÞÞ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.