Tíminn - 03.07.1976, Blaðsíða 15

Tíminn - 03.07.1976, Blaðsíða 15
Laugardagur 3. júli 1976 TÍMINN 15 £3* 2-21-40 Myndin sem beðið hef- ur verið eftir. Heimsfræg amerisk litmynd tekin i Panavision. Leikstjóri: Roman Polanski. Aöalhlutverk: Jack Nichol- son, Fay Dunaway. ISLENZKUR TEXTI Bönnuð börnum. Sýnd kl. 5 og 9. Loðnuleitin: Engin veiði ennþá — en Guðmundur og Sigurður, ásamt Bjarna Sæmundssyni leita ennþá norðvestur af Gjögri gébé Rvik — Viö erum um 45-55 sjómilur norövestur af Kögri og Guömundur RE og Siguröur RE eru hér líka báöir sagöi Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræöingur og leiöangursstjóri á rannsókna- skipinu Bjarna Sæmundssyni i gær þegar Timinn hafði samband viö hann. Sem kunnugt er, þá eru skipin aö leita aö loðnu á fyrr- nefndum slóöum. — Okkur hefur ekki gengiö of vel. Aö visu fund- um viö töluvert af góöum loönu- torfum i fyrrinótt, sem Guömund- ur RE kastaði á meö nót, en hann fékk ekkert, sagi Hjálmar, loönan var svo smá aö hún smaug um möskvana. Hjálmar sagði, aö Guðmundur hefði kastað litið eitt grynnra en þar sem Bjarni Sæmundsson hefði fundið loðnutorfurnar, og gæti það verið ástæöan fyrir þvi að hann fékk ekkert, og eins þaö að Guðmundur hefði kastað niður á 20-40 mtr, en loðnutorfurnar, sem Bjarni Sæmundsson fann, voru á nokkuð meira dýpi, eða 60- 80 mtr. — Sú loðna, sem við fundum, var fullvaxin og falleg, sagði Hjálmar, en við höldum áfram að leita og verðum hér eitthvað til aö byrja með. Ég þori ekki að gera neinar áætlanir fram i tlmann, en þetta er greinilega álitlegasti staðurinn af þeim, sem við höfum enn leitað á. Guðmundur RE og Sigurður RE munu fylgjast með rann- sóknaskipinu, en Sigurður kom á miðin i gærdag og Guðmundur aöeins sólarhring áður, svo eins og Hjálmar sagði — þeir eru rétt aö byrja að athuga sinn gang enn sem komið er. Fjórar nýjar bækur fró M&M— ouk hijómpiötu ASK—Reykjavik. Mál og menn- ing hefur nú sent á markaðinn þrjár nýjar pappirskiljur, auk nýs bindis i ritsafni bórbergs Þörðarsonar. Það er önnur útgáfa á Sálminum um blómið, sem var fyrir löngu oröin ófáanleg i frum- útgáfu. Með tilkomu pappirskilj- anna þriggja eru þá komnar út alls 17 bækur i þeim bókarflokki, en hann hefúr einkum að geyma bækur þjóðfélagslegs efnis, og alþýðlegar fræðibækur. Aö sögn Þrastar ólafssonar framkvæmdastjóra Máls og menningarer fyrirtækiðeinnig að fara að gefa út sina fyrstu hljóm- plötu og verður hún með hljóm- sveitinni Þokkabót. Pappi'rskiljurnar veröa án efa til að vekja áhuga almennings, en um er t.d. að ræða bók A.S. Neill — Summerhill-skólinn. Sú bók fjallar um skóla, er höfundurinn stofnaði i Englandi árið 1921. Skólinn er nokkuð sérstæður að þvi leyti, að I honum er tímasókn algjörlega frjáls, og vinnuskylda og próf þekkjast ekki. Allar ákvaröanir eru i höndum skóla- funda.og þar hefurhver þegn yfir einu atkvæði að ráöa, jafnt skóla- stjóri sem yngstu nemendurnir, sjö ára gamlir. Um skóla þennan hafa verið m.a. fluttir þættir i út- varpi hér á landi, og ætti bókin að vera mikill fengur fyrir kennara og aðra þá, sem láta sig uppeldis- mál varöa. Þættir úr sögu Rómönsku Ameriku eftir Sigurð Hjartarson, skólastjóra á Akranesi, eru að stofni til fyrirlestrar, sem höf- undurinn flutti i Rikisútvarpi i ársbyrjun 1975 og vöktu þá mikla og verðskuldaða athygli. Þar var fjallað um stjórnmálasögu einstakra rikja álfunnar. í tilefni þessarar útgáfu hefur höfundur samið inngangskafla um forsögu hinnar indiánsku Ameriku. Bók- inni fylgja mörg kort og ljósmyndir, töflur og itarleg bókaskrá. Þáerloksaögetabókarinnar — Jaröneskur sigur — saga auös og stétta eftir Leo Huberman. Þessi bók er eitt af grundvallarritum marxiskrar hagfræði, en hún hefúr það framyfir flestar þær bækur, sem fjalla um svipuð efni, að vera aðgengileg, og skemmti- leg aflestrar. í henni er fjallað um sögu eignarhalds og stéttar- skiptingar frá lénsveldi til auð- valdsskipulags. Óttar Proppé þýddi bókina og ritaði eftirmála. Meö útgáfu bókanna, sagði Þröstur, væri verið að stefna að þvi að dreifa bókaútgáfunni á aöra árstima en um jólin. Þannig stefnir forlagið að þvi að gefa út 15bækur i ár, en bróðurpartinn af þeim fyrir jólaösina. Velta Norræna samvinnu- sambandsins var 935,2 milli. danskra króna Nýútkomið fréttabréf Sam- bands islenzkra samvinnufélaga segir m.a. frá aðalfundum Nor- ræna samvinnusambandsins (NAF) og Norræna útflutnings- sambandsins (NAE),sem haldnir voru i Noregi dagana 13.-16. júni. Aðildarsamböndin eru sex að tölu, tvö frá Finnlandi og eitt frá hverju hinna Norðurlandanna. Heildarvelta NAF árið 1975 nam 935,2 millj. danskra króna, sem er 7% minni velta I krónutölu en 1974. Þrátt fyrir minni veltu jókst keypt magn um 3% á árinu og eru helztu orsakir þessa mis- ræmis verölækkanir á ýmsum vöruflokkum. Innkaup NAF, sem rekur innkaupaskrifstofur I ýms- um heimshlutum, ná til margra vörutegunda, og eru stærstu liö- irnir nýir ávextir og kaffi. Tekjuafgangur af rekstri NAF 1975 nam 1,4 millj. danskra króna. Halli að upphæð 118 þús. danskra króna varö á rekstri út- flutningssam bandsins NAE. Heildarsala þess var 59,8 millj. danskra króna og haföi dregizt saman um 6% miöað við 1974. Helzta orsök samdráttarins er kreppa, sem rikti á húsgagna- mörkuöum Bandarikjanna, Kanada og Japans, en NAE fæst einkum við útflutning á húsgögn- um frá verksmiðjum samvinnu- félaganna á Norðurlöndum. Umsjónarmaður Sambands- frétta er Eysteinn Sigurðsson. Kaupið bílmerki Landverndar ;/ÖEUMl IEKKI1 [UTANVEGAj litiiMiwa 6 Til sölu hjá ESSO og SHELL berisinafgreiðslum og skrifstofu Landverndar Skólavöróustig 25 Góður humarafli Djúpavogsbóta —hs-Rvik. óhætt er að segja að humarveiðin hafi verið mjög góð Op/ð til kl. 2 Hljómsveit Gissurar Geirssonar Lena KLÚBBURINN framan af, en heldur hefur hún dregizt saman undanfarið, sagði Hjörtur Guðmundsson, kaupfé- lagsstjóri á Djúpavogi, I samtali viö Timann. Humarveiðarnar eru stundaöar af þrem bátum frá Djúpavogi og er aflinn orðinn 19-20 tonn af slitnum humri, og þar af er 60-70% fyrsta flokks humar. Hjörtur sagöi, að sumaraflinn i fyrra heföi verið 16 tonn, svo menn væru ánægðir meö útkom- una þaösem af er þessari vertfö. Hann sagðist álita, aö rúmlega 20 bátar stunduðu þessar veiðar frá Austf jörðum þegar allt væri taliö, flestir frá Höfn i Hornafiröi. Humarinn er unninn I frystihúsi kaupfélagsins á staðnum og verö- ur megninu af honum skipaö út um helgina, en hann fer á Banda- rikjamarkað. Sumarferð Framsóknar- félaganna í Reykjavík sunnudaginn 4. júlí Vestfjarða- kjördæmi Lagt verður af staðkl. 8 sunnudagsmorguninn 4. júli frá Rauðar- árstig 18. Farið verður um Mosfellsheiði, Kjósarskarö og Kjós og komiö i Hvalfjarðarbotn ca. kl. 10.15 og áö þar stutta stund. Ekið veröur um Geidingadraga, Hvitárbrú, upp Stafholtstungur að Þverár- rétt, en þar veröur snæddur hádegisverður. Þá verður farið um Kleifaveg, Hvitársiðu og áð i stutta stund viö Hraunfossa. Um það bil kl. 14.30 verður fariö að þjóðgarðinum við Húsafell og dvalið þar klukkustund áður en haldið er að Reykholti og staður- inn skoðaður. Frá Reykholti er áætluð brottför kl. 17.00. Þaðan er ekið um Bæjarsveit, Lundarreykjadal (vestri leið) um Uxa- hryggi til Þingvalla. Þar verður áð eina klukkustund og komið heim til Reykjavikur aftur kl. 21.00 ef allt gengur eftir áætlun. Allir velkomnir. Mætið stundvislega takið með kunningja og vini. Ferðafólkið þarf að hafa með sér nesti. Farmiðar eru seldir á skrifstofu Framsóknarflokksins Rauðarárstig 18, simi 24480 og þarf að sækja þá sem allra fyrst, vegna þess að semja þarf um bilana með nokkrum fyrirvara. mm Jón Helgason Geir Guðmunds Jón Gislason frá rithöfundur son frá Lundum Stóru-Reykjum ^Skrifstofan er opin til kl. þrjú Framhald þingmálafunda i Vestfjarðakjördæmi verður sem hér segir: Steingrimur Hermannsson og Gunnlaugur Finnsson mæta: Patreksfiröi, félagsheimilinu: laugardaginn 3. júli kl. 16. Steingrimur Hermannsson mætir: Birkimel: laugardaginn 3. júli kl. 21. Bjarkarlundi: sunnudaginn 4. júli kl. 21. Sævangi: mánudaginn 5. júli kl. 21. Drangsnesi: þriðjudaginn 6. júli kl. 21. Arnesi: miðvikudaginn 7. júli kl. 21. Gunnlaugur Finnsson mætir: örlygshöfn: laugardaginn 3. júli kl. 21. Tálknafirði: sunnudaginn 4. júli kl. 14. Allir velkomnir. v_____________________________________________________________y Húsavík — Breiðamýri Alþingismennirnir Ingvar Gislason, Stefán Valgeirsson og Ingi Tryggvason halda fundi sem hér segir: ^ Breiðamýri: Laugardaginn 3. júli kl. 21,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.