Tíminn - 14.08.1976, Qupperneq 3

Tíminn - 14.08.1976, Qupperneq 3
Laugardagur 14. ágúst 1976 TÍMINN Mjólkurframleiðendum fækk- aði um 220 milli 1974 og '75 A undanfömum árum hafa árlega um 200 bændur hætt mjólkurframleiðslu, segir i frétt frá Upplýsingaþjónustu land- búnaðarins. Árið 1974 lögðu 3103 bændur inn mjólk hjá mjólkur- samlögunum en á siðasta ári voru þeir 2883. Þeim hafði þvi fækkað um 220. Hver framleiðandi skilaði að meðaltali 38.684 kg mjólkur á siðastliðnu ári, en það var 1313kg meiri mjólk á hvern framleið- anda en árið áður. Mest var mjólkin á hvem bónda á svæði Mjólkursamlags KEA, rúmlega 64 þús. kg, en meðalinnlegg á hvern framleiðanda hjá Mjólkur- búi Flóamanna var 46.153 kg. Hlutfallslega hefur mjólkur- framleiðendum fækkað mest á svæði mjólkursamlagsins i Búðardal eða um 21%. Þeim fækkaði um 9,4%, sem lögðu inn hjá mjólkursamlagi KEA, en hjá mjólkurbúi Flóamanna rétt um 4%, en á öllu landinu nam fækk- unin 7%. Meðalflutningskostnaður á hvert kg mjólkur frá framleið- anda að stöövarvegg var á siðast- Aðsókn að Listasafni tslands það sem af er þessu ári hefur verið óvenjumikil segir i frétt frá safninu, eða alls um 25.000 gestir. Opnunartimi safnsins var fyrstu fimm mánuði ársins fjóra daga vikunnar frá kl. 13.30-16.00 en yfir sumartimann alla daga vikunnar frá 13.30-16.00. t haust verður haldið áfram með listsögulega fyrirlestra á vegum safnsins og fræðsiu- hópa I listsögu auk þess sem kvikmyndasýningar um er- lenda iist verða tvisvar i mánuði. Auk sýninga á is- lenzkum og erlendum verk- um safnsins verður i haust haldin yfirlitssýning á verk- um Finns Jónssonar. Tveir togarar með undirmálsfisk í afla — 13 humarbátar lönduðu undirmáls- humri sem var gerður upptækur gébé Rvik —Hluti af afla tveggja islenzkra togara og þrettán humarbáta hefur verið gerður upptækur, þar sem nokkuð magn Lítil loðnuveiði ASK-Reykjavik.Óhagstæð veður- skilyrði hafa komið i veg fyrir að nokkuð hafi veiðzt á svæði því, er loðnuleitarskipið Arni Sigurður fann loðnu I fyrrinótt. Atta bátar eru á svæðinu og telja skip- sijórnarmenn næga loðnu vera þarna. Einhverjir munu hafa reynt að kasta þrátt fyrir bræl- una, en loðnan er stygg. Einungis tveir bátar tilkynntu afla siðast liðinn sólarhring. Voru það Harpan RE (250) og Ársæli KE (230). Báðir bátarnir fóru með aflann til Siglufjarðar. Þeir voru á norðursvæðinu, sem er NNA af Horni. Skattarnir á Austurlandi rálagningin tæpir 1,3 milliarðar MÓL-Reykjavik. — Ég var rétt I þessu að ná i skýrslurnar út á flugvöll, sagði Páll Halldórsson, skattstjóri Austurlandsum- dæmis, þegar Timinn spurði hann um skattana i umdæminu. Heildargjöldin nema einum milljarð, 280 milljónum, 197 þús. og 265 krónum. Söluskatturinn er ekki talinn með i þessari tölu. 5976 einstaklingar greiða 1.085.431.543 krónur og 294 félög greiða 194.765.722 krónur. Skattskrá Vesturlandsumdæmis: HEILDAR- GJÖLDIN 1,5 AAILLJARÐAR MÓL-Reykjavik. Skattskrá Vesturlandsumdæmis hefur ný- lega verið lögð fram og nema heildargjöld iumdæminueinum milljarð, 515 milljónum, 912 þúsundum og 57 krónum. Skipt- ist heildartalan þannig, að 6751 einstaklingur greiðir alls 1.245.927.116 krónur og 467 fyrir- tæki ails 269.984.941 krónur. Fjögur umdæmi heyra undir Vesturlandsumdæmiog eru það Akranes, Mýra- og Borgar- fjaröarsýsla, Snæfells- og Hnappadalssýsla og Dalasýsla. Af einstaklingum greiðir Kristján Guömundsson, út- gerðar maöur á Rif i, hæstu skatt ana, 4.458.730 krónur. Soffanlus Cecilsson, útgeröamaður á Stykkishólmi greiðir 4.042.440 krónur og d/b Frlðu Proppé lyf- sala á Akranesi greiðir 3.925.162 krónur. Af fyrirtækjum greiðir Kaup- félag Borgarness hæstu skatt- ana, 16 milljónir, 635 þús. og 584 krónur. Oliufélagið hf. I Hval- firði greiðir 13.396.414krónur og Haraldur Böðvarsson, Akra- nesi, greiðir 11.614.556 krónur. SKATTAR ÓBIRTIR í TVEIAAUR UAADÆAAUAA AF NÍU MÓL-Rey kjavik. Nt liggja fyrir upplýsingar um skatta i sjö skattum- dæmum á landinu af niu. Eftir eru Suðurlands- umdæmi, en niöurstöður skattaútreikninganna i þvi verða sendar til um- dæmisins fljótlega eftir helgi, og Norðurlandsum- dæmi vestra, en ibúar þess munu siðastir allra landsmanna fá upp- lýsingar um sina skatta. Skattarnir skiptast þannig milli kaupstaða og hreppa: Seyðisfjörður: 116.513.627 kr- onur. Neskaupstaður: 253.743.475 krónur. Eskifjörður: 137.057.849 krón- ur. Vopnaf jaröarhreppur: 83.797.480 krónur. Egilsstaðarhreppur: 125.587.429 krónur. Reyðarfjarðarhreppur: 74.266.827 krónur. Búðarhreppur (Fáskrúðs- fjörður): 82.975.189 krónur. Höfn I Hornafirði: 178.201.229 krónur. Gjaldhæstu einstaklingarnir i umdæminu eru Hjörleifur Gutt- ormsson á Neskaupstað meö 2 milljónir, 349 þús. og 323 krónur, Þorsteinn Sigurðsson, héraðs- læknir á Egilsstöðum með 2.189580 og Valgarður Jó- hannesson, bifreiðarstjóri Nes- kaupstað með 2.114.482 krónur. Gjaldhæsta fyrirtækíð er Kaupfélag Austur-Skaftafells- sýslu og á það að borga 16.289.703 krónur. Þá koma Hraðfrystihús Eskifjarðar með 14.992.427 krónur, Kaupfélag Héraðsbúa með 11.629.050 krón- ur. Þessi þrjú félög eru þau einu, sem eiga að greiða meir en 10 milljónir, en næst koma Sildarvinnslan hf. Neskaupstað með 9.965.125 krónur og Hrað- frystihús Fáskrúðsfjarðar með 8.485.200 krónur. af undirmálsfiski var i afla þeirra. Magnið er þó mjög mis- jafnt hjá skipunum. Andvirði afl- ans rennur I sérstakan sjóð, sem safnað er i og útdeilt úr honum fjárhæðum til fiskirannsókna og til ýmissa visindarannsókna. Timinn ræddi stuttlega viö Arn- mund Backmann I sjávarútvegs- ráðuneytinu, en hann hefur með þessar kærur og úrskurði að gera. t—Nýlega voru rúmlega 2000 kg af ýsu og tæp 20 tonn af karfa, gerð upptæk af afla Ingólfs Arnarsonar, og reyndist verð- mæti þessa undirmálsfisks vera um 737 þúsund krónur, sem renna i sjóðinn, sagði Arnmundur. Leyfilegt er, að 5% af karfaafla sé undirmálsfiskur, en i afla Ingólfs Arnarsonar var karfinn allt upp i 21% af heildarmagninu. Eitthvað magn af undirmáls- fiski fannst i afla togarans Júni, en það var miklu minna en hjá Ingólfi Arnarsyni. Að sögn Arn- mundar er það mál enn i rann- sókn. Sem kunnugt er, er humarver- tið nýlokið, nánar tiltekið þann 7. ágúst s.l., en samkvæmt reglu- gerð um humarveiðar er algjör- lega bannaö að vera með nokkurn undirmálshumar. Þrettán humarbátar voru kærðir fyrir að vera með undirmálshumar og afli þeirra gerður upptækur. Misjafn- lega mikið af afla þessara báta var undirmálshumar, en mest var hann allt upp i 24% af heildar- afla eins bátsins. Þvi miður gat Arnmundur ekki upplýst nokkuð um hve mikla fjárhæð hér væri um að ræða. liðnuári kr. 2,47, en árið 1974 kr. 1,60. Hæsti flutningskostnaöur var kr. 5,73 á hvert kg, en lægstur kr. 1,75. BEZTA KÝRIN MJÓLK AÐI 8149 KG. 1 siðasta hefti Freys eru birtar niðurstöður úr skýrsl- um nautgriparæktarfélag- anna árið 1975. Þar kemur fram, að kýr á skýrslum voru 21746, en það eru 58% af kúm landsmanna. Meðalnyt reyndist vera 3594 kg með 4.13% fitu. Hæst var nytin hjá kúnum i Eyjafiröi, 3797 kg með 4.33% fitu, eða 165kg af mjólkurfitu, þar var meðalbúiö einnig stærst, 28.4 árskýr. Afurðir eftir reiknaöa árs- kú mælt i kg mjólkur hafa minnkað um 145 kg frá árinu áður. Þetta er fjórða árið i röö, sem meðaltalsafurðir kúnna dragast saman og er lækkunin frá árinu 1971, þeg- ar afurðir voru þær hæstu, sem þær hafa orðið, fast að 300 kg á kú eða 7.7%. Aðal- ástæðan er fjölgun skýrslu- færðra kúa. Félagsbúið að Hamri, Ripurhreppi I Skagafirði hafði afurðahæstu kýrnar árið 1975. Þar voru 22.6 kýr, meðalnytin var4917 kg. Næst i röðinni var kúabú þeirra bræðra Sigurjóns og Bjarna i Neðri-Tungu, Isafirði. Þar voru 14,7 árskýr. Meðalnyt þeirra var 4910 kg og þaö þriðja I röðinni var hjá Steini Snorrasyni, Syðri-Bægisá, öxnadal. Þar voru árskýrn- ar 26.1. Meöalnyt þeirra var 4830kg. Bezta kýrin árið 1975 var Hrefna 61 á Kroppi, Hrafnagilshreppi. Mjólkaði hún 8149 kg með 4.71% fitu. Mjólkurfita var 384 kg. Næstmesta mjólkurfita hafði Bláma i Hróarsholti, Vill- ingaholtshreppi. Hún mjólk- aði 5668 kg meö 6.68% fitu eða 379 kg af mjólkurfitu. Afurðir Hrefnu eru næst- hæstu, sem um getur hér á landi, hvort sem mælt er i kg mjólkur eða mjólkurfitu. Grána á Reykjarhóli i Fljót- um mjólkaöi 8190 kg árið 1972, en Kæti á Ljótsstööum i Vopnafirði gaf af sér 430 kg af mjólkurfitu árið 1973. Undirskrifta* söfnun gegn lokun mjólkurbúða Fundur starfsstúlkna i mjólk- urbúðum og neytenda var haldinn i Lindarbæ á fimmtudagskvöld og var þar samþykkt að skora á öll verkalýösfélög, launþega og aðra neytendur að leggja lið barátt- unni gegn lokun mjólkurbúða og styðja aðgerðir gegn lokun mjólk- urbúða, bæði með fjárframlögum og starfi. Fyrsta aðgerð er þegar hafin segir I frétt frá hreyfing- unni. Það er söfnun undirskrifta i ibúðarhverfum stór-Reykjavikur. Utanríkisráðherrafundur Norðurlandanna í Kaup- mannahöfn 19. og 20. ágúst Utanrikisráðherrafundur Norðurlanda verður haldinn i Kaupmannahöfn dagana 19. og 20. ágúst n.k. Er hér um að ræða reglulegan haustfund ráðherr- anna, þar sem fjallað verður um ástandalþjóðamála meðsérstöku tilliti til 31. allsherjarþings Sam- einuðu þjóðanna sem hefst i næsta mánuði, segir i frétt frá utanrikisráðuneytinu. Auk Einars Agústssonar, utan- rikisráðherra, fara héban á fund- inn þeir Henrik Sv. Björnsson, ráðuneytisstjóri, og Höröur Helgason, skrifstofustjóri, en einnig munu sitja fundinn af Is- lands hálfu Agnar Kl. Jónsson, sendiherra, Ingvi S. Ingvarsson, fastafulltrúi Islands hjá Samein- uðu þjóðunum og Þorleifur Thorlacius, sendifulltrúi. 1 fyrradag var haldinn hér i Reykjavik til undirbúnings ráö- herrafundinum fundur forstööu- manna þeirra deilda utanrikis- ráðuneytanna á Norðurlöndum sem fjalla um málefni Sameinuðu þjóðanna. Fulltrúar lslands á þeim fundi voru Höröur Helga- son, skrifstofustjóri, ölafur Egilsson, deildarstjóri, og Bene- dikt Asgeirsson fulltrúi.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.