Tíminn - 14.08.1976, Blaðsíða 8

Tíminn - 14.08.1976, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Laugardagur 14. ágúst 1976 Laugardagur 14. ágúst 1976 TÍMINN 9 VINNUMÁLASAAABAND SAMVINNUFÉLAGANNA 25 ÁRA Július Kr. Valdimarsson hóf störf hjá Vinnumálasambandinu i ágústmánuöi 1966 ogtókþá viö af Guömundi Asmundssyni er einnig haföi gegnt störfum sem forstjóri lögfræöiskrifstofu StS. Þá var Vinnumálasambandiö hluti af lögfræöiskrifstofunni, en skömmu eftir aö Július kom til starfa hjá StS varö þaö sjálfstæö stofnun. Þegar Timinn ræddi viö Júllus fyrir skömmu, þá var hann m.a. spuröur aö þvi hver heföi veriö ástæöa þess aö Vinnumálasam- bandiö var stofnaö. Óskipulagsbundin sam- skipti við verkalýðs- hreyfinguna Þegar Vinnumálasambandiö var stofnað, þá voru þaö einungis samningamálin sem slik sem höfð voru i huga. Engin samræmd vinnubrögð voru fyrir hendi, þannig aö samvinnufélögin sömdu hvert i sinu lagi við verka- lýösfélögin á hverjum stað. Með timanum hafði þannig skapazt misræmi i launamálum starfs- fólks hjá hinum einstöku sam- vinnufélögum og i hinum ýmsu landshlutum. Þetta orsakaði margvisleg vandamál og var bæöi samvinnufélögunum og starfsfólki I óhag. Strax var tekin sú ákvörðun að ganga ekki i Vinnuveitendasam- band Islands og þar fylgt fordæmi hjá samvinnuhreyfingum viða um heim. Eins og viö vitum þá eru samvinnufélögin stofnuð á svipuðum grundvelli og verka- lýðsfélögin, þ.e. aö gefa fólki tækifæri til að verzla á hagkvæm- an hátt en verkalýðsfélögin aftur á móti gera hvað þau geta til að fólk hafi mannsæmandi kjör. Þá eru félagar samvinnuhreyfingar- innar oft meðlimir I verkalýös- félögum, þannig aö það heföi ver- ið rangt ef við værum i sömu samtökum og atvinnurekendur. — En er ekki staða samvinnu- hreyfingarinnar gagnvart verka- lýðsfélögunum sú hin sama og einkaframtaksins?, — Það má aö vlsu segja það. Vinnumálasambandið var stofn- aö fyrir samvinnufélögin sem fyrirtæki til að g æta að ákveðnum þáttum. En þess ber lika að gæta að samvinnuhreyfingin verður að vera samkeppnisfær við einka- framtakið, og er ekki hægt aö ætl- azt til, að hun geti staöið undir hærri launagreiðslum en annars staðar gerist. i eina skiptið sem það var reynt (1961) þá samdi samvinnuhreyfingin fyrr við verkalýðsfélögin, en aðrir at- vinnurekendur. Það leiddi hins vegar til þess aö hreyfingin var sökuð um að hafa valdið gengis- fellingu og fleiru sem siðar aflaga fór i landinu. Það þekkist ekki heldur t.d. á Noröurlöndunum aö samvinnu- hreyfingarnar greiöi hærri laun en einkaaðilar. En milli hreyfing- anna þar og verkalýösfélaganna eruhins vegar oft samningar þar aö lútandi, aö greidd skuli sam- bærileg laun. 1 staðinn i hafa félögin heitið þvi aö gera ekki verkföll. Hér á Islandi hefur ekki verið hljómgrunnur fyrir neinu sliku samkomulagi, enda eru að- stæður gerólikar þvi sem þekkist viða erlendis. T.d. eru verkalýös- félögin mun miöstýrðari á Norðurlöndunum og ASl gerir ekki samninga af þessu tagi fyrir hönd sinna félaga. Júlíus Kr. Valdimarsson framkvæmdastjóri Vinnumálasambandsins Hinn 23. júni siðastliðinn voru liðin 25 ár frá stofnun Vinnumálasambands sam- vinnufélaganna, en það var stofnað þann dag árið 1951 að forgöngu SÍS, i þeim til- gangi að koma skipulagi á launamál sam- vinnufélaganna. Fram að þeim tima hafði samvinnuhreyfingin haft óskipulagsbund- in samskipti við verkalýðshreyfinguna og sömdu samvinnufélögin hvert i sinu lagi við verkalýðshreyfinguna á hverjum stað. 1 Vinnumálasambandinu eru nú Sam- band isl. samvinnufélaga, flest öll Sam- bandskaupfélögin, svo og samstarfsfyrir- tæki Sambandsins og ýmis hlutafélög, sem samvinnufélögin eiga meirihluta i eða starfa i mjög nánu sambandi við sam- vinnuhreyfinguna. Eru þessir aðilar 54 talsins. Formaður Vinnumálasambandsins er Skúli J. Pálmason hrl., en varaformaður Axel Gislason framkvstj. Aðrir i stjórn eru kaupfélagsstjórarnir Oddur Sigur- bergsson, Selfossi, Trausti Friðbertsson, Flateyri, Valur Arnþórsson, Akureyrij og Þorsteinn Sveinsson, Egilsstöðum. Fram- kvæmdastjóri Vinnumálsambandsins er Július Kr. Valdimarsson og hagræðingar- ráðunautur þess er Sigurður Auðunsson. Skúli J. Pálmason hrl, formaður Vinnumálasambandsins. Tilvist Vinnumálasambandsins sem sjálfstæðs samninasaðila er til ildarfélögin. Þannig feröast hann viða um land og heimsækir fyrir- tæki, gerir um þau skýrslur, sem þau siöanfara eftir ef hagkvæmt er talið að gera breytingar. Þá sér hann einnig um gerð kjara- samninga er fjalla um ákvæðis- vinnu sem byggö er á vinnurann- sóknum og starfsmati. Þessi starfsemi eykst stöðugt hjá Vinnumálasambandinu og þaö er útlit fyrir aö við þurfum að bæta við starfsmanni innan tiðar. — Hvað er stærsta verkefniö sem Vinnumálasambandið hefur fengið á þessu sviöi? — Þaö er verkefni sem viö höf- um unnið að i samvinnu við Búvörudeild Sambandsins. Hér er um að ræöa vinnu og vinnutil- Sigurður Auðunsson hagræöingaráðunautur högun i keöjusláturhúsum. Þá er unniö i samstarfi viö Sjávaraf- uröadeildina að uppbyggingu launakerfa i frystihúsum. — Hafa ekki ákvæðislauna- kerfin sætt nokkurri gagnrýni? — Það hafa þau gert, en mikiö af þeirri gagnrýni er á misskiln- ingi byggö. Hins vegar eru þau þannig uppbyggð i grófum drátt- um að fundin eru staðalafköst, þ.e. afkösi þau sem meöalmaður leggur af mörkum á eölilegum vinnuhraða. Þessi staðalafköst eru einfalaiega kölluö 100 og þeg- ar einstaklingurinn skilar 67% af þeim, þá er það venjulegt tima- kaup, allt fyrir ofan þaö, er þar af leiöandi bónus. Þar sem staðalaf- köstin eru fundin út i samráöi viö hagræöingaráðuhagræðinga- ráöunauta verkalýöshreyfingar- innar þá er tæplega hægt að segja að hér sé verið aö beita fólk nokkrum rangindum. Hitt er svo aftur annað mál að starfsfólk er misjafnlega hrifið af þvi að fá einkunn fvrir sina vinnu. — Að íokum, Július, hvernig kemur starfsemi Vinnumálasam- bandsins til með að þróast i náinni framtið? — Samningamál og þaö sem þeim viðkemur veröur eins og i dag helzta verkefnið En sá þáttur sem snýr að hagræöingastörfum á eflaust eftir að aukast aö mun. Þá veröum við að ráöa til okkar hagfræðing innan tiöar, rétt eins og þegar hefur verið gert hjá ASl og vinnuveitendasambandinu. Meö þvi starfsliði sem er hér i dag, þá er ekki unnt aö fylgjast með öllu þvi sem nauðsynlegt er, ef Vinnumálasambandiö á að geta þjónað hlutverki sinu sem — Hverju þarf þá aö breyta svo sams konar hlutir endurtaki sig ekki? — Viðgetum bara byrjaðáem- bætti sáttasemjara. Þaö þarf að eflast að mun, til að geta tekið að sér svipað verkefni á nýjan leik. Stjórnun samningafunda þarf að vera miklu ákveðnari og skipu- lagðari, ef árangur á að verða fullnægjandi. Þar af eru mörg mál sem þarf aö fjalla um og það kom I ljós 1974 að stjórnun á þeim var langt frá þvi að vera nógu góð. En það er ekki aðeins þetta sem þarfnast breytinga. Skipulagið innan verkalýðsfélaganna sjálfra og vinnuveitenda þarf aö stokka upp, ef þessir aðilar ætla að vera reiðubúnir til að mæta nýjum vinnubrögðum. Þá vildi ég minnast á vinnulög- gjöfina, en hún er ef til vill eitt aðalvandamálið. Og það skal tekiðfram aðbreyta þarfhenni ef valdasvið sáttasemjara á aö taka einhverjum breytingum. Það þarf að gera ýmsar lagfær- ingar á þvi hver skuli vera aö- dragandi samninga og þaö þurfa að vera reglur sem hindra það aö smáhópar geti klofiö sig út úr heildarsamningum og neytt siöan aðstöðu sinnar og náö meiru en aðrir. Eflaust er það erfiöleikum háð að ná fram breytingum á vinnulöggjöfinni, en hún er nú nærri 40 ára gömul. Það væri með ólikindum að löggjöf sem þessi gæti staöizt enn þann dag i dag, miðað viö þær stórbreytingar sem þjóðfélagiö hefur gengið i gegn um á umliðnum árum. Hins vegar er viss tregða hjá verkalýðsfélögunum i þá átt að breyta vinnulöggjöfinni. Þau ótt- ast meö öðrum oröum að hagur þeirra verði þá þrengdur. Hagræðingarverkefni fyrir aðildarfélögin fara slfellt vaxandi. þaö óhagkvæmt bæði fyrir okkur og þau, ef verið er að pukrazt með samningana á fjölmörgum stöð- um. Þá er núna unnið aö ýmsum málaflokkum milli samninga sem gerir þá auðveldari viðfangs þeg- ar á hólminn er komiö. T.d. má geta fastanefndarinnar sem fjallar um vandamál sem upp kunna að koma. Hún var stofnuð i desember 1971 og með henni var stigið fyrsta skrefið i þá átt, aö starfa formlega við meðhöndlun ýmissa vandamála milli samn- inga. Vinnumálasambandiö á einnig fulltrúa i Kjararann- sóknarnefnd. Störf þeirrar nefnd- ar verða æ umfangsmeiri með hverju árinu sem liöur. Skýrslur Kjararannsóknarnefndar verða sifellt meiri grundvöllur i þvi að meta stöðuna i kjaramálum og ég held, að óhætt sé að fullyrða, að menn eru fúsari til þess að nota þessar skýrslur nú en þegar ég byrjaði að starfa að samninga- málum. Þá sögðu menn gjaman eftir að hafa lesið áþekkar skýrsl- ur, — Nú höfum við lesiö og lesið, er ekki kominn timi til að fara að vinna. 1 stuttu máli þá er undirbúning- ur fyrir samninga meiri og þaö er samið i stærri heildum. Upplýs- ingar sem liggja fyrir samnings- aðilum eru einnig haldbetri og er það nokkuð sem gerir alla vinnu vandaðri en áður. — Þú minntist á áöan, aö Sam- vinnuhreyfingin teldi sig ekki geta greitt hærri laun, en einka- aðilar. En getur ekki t.d. Vinnu- málasambandiö haft áhrif á einkaaöila i þá átt að greiða hærri laun? — Þaö er svo aftur önnur hlið á málinu. Fulltrúar Vinnumála- sambandsins hafa i gegnum árin oft á tiðum lagzt á sveif með þeim aðilum sem jákvæöastir hafa ver- ið gagnvart kröfum verkalýösfél- aganna. Þá hefur sambandið oft stuðlað aö þvi aö samningar hafa náðst fyrr en ella við félögin. hagsbóta fyrir Rætt við Július Kr. Valdimarsson, framkvæmdastjóra Vinnumálasambandið til hagsbóta fyrir báða aðila — Hvernig tóku verkalýðs- félögin stofnun vinnumálasam- bandsins? — Ég kann ekki nógu vel aö skýra frá afstöðu þeirra til Vinnumálasambandsins þegar það var stofnaö, en I dag hins veg- ar þá veit ég, aö þau meta það mikils að geta gert samninga á sem viötækustum grundvelli. Það er jafnt þeirrahagsmunamálsem okkar að starfsmenn eins félags- ins hafi ekki lakari kjör en starfs- menn annars. — Frá þvi að þú hófst afskipti af sámningamálum, Július, hafa þau ekki breytzt gifurlega mikið? — Jú. Þau hafa tvimælalaust breytzt mjög mikiö. Nú vilja landssamtökin semja fyrir alla starfsmenn innan hverrar grein- ar, en einsogégdrap á áðan þáer — Arið 1964, þá hrundi rikis- stjórnin af stað aö menntaöir yröu á vegum samtaka vinnu- markaðarins hagræðingaráöu- nautar. Stuttu siðar, eöa 1966, þá var gerður samningur milli ASl og vinnuveitenda um undirbúning vinnurannsókna. Það var svo 1972 aö hingað réöst til starfa, Sigurð- ur Auðunsson, hagræöingaráðu- nautur, en aöalverksvið hans er að vera ráðgefandi i þjónustu og upplýsingarstarfsemi fyrir að- Samningarnir 1974: hrapalegar afleiðingar — Hvað telur þú aö séu erfið- ustu samningarnir sem Vinnu- málasambandið hefur tekið þátt I? — Ég get auðvitað ekki svarað fyrir annan en þann tima en sem ég hef starfað hér, en það eru þá samningarnir vorið 1974. Verk- efniö var griðarmikiö. Þarnavar samiðviðáannaöhundraðfélög á einu bretti, en flest þeirra með fleiri eða færri sérkröfur. Þetta var of mikið fyrir núverandi samningakerfi, enda var niöur- staðan samkvæmt þvi. Menn muna eflaust eftir þvi að ákveð- inn hópur iðnaðarmanna náði fram mun meiri kauphækkun en gerðist meðal annarra svipaöra stétta. Fulltrúar ASt, VSÍ og Vinnumálasambandsins á fundi meö rikisstjórninni. i horninu til vinstri situr Skúli J. Pálmason. verkalýðshreyfinguna Þetta tel ég lika að margir verka- lýðsforingjar muni taka undir aö sé rétt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.