Tíminn - 14.08.1976, Qupperneq 4

Tíminn - 14.08.1976, Qupperneq 4
4 TÍMINN Laugardagur 14. ágúst 1976 í spegli tímans Tennisleikarinn og prinsessan Þúsundir manna hylltu Björn Borg, þegar hann sigraöi i úrslitaleik heimsmeistaramóts- ins I tennis á Wembledon og flykktust aö honum hópur stúlkna. En hann leit ekki við þeim. Hugur hans var hjá annarri stúlku, sem ekki gat verið viöstödd til aö fagna sigr- inum meðhonum, vegnaþess aö hún var á leið meö foreldrum sinum til Bandarikjanna, til aö vera viðstödd hátiöahöld i sam- bandi við frelsishátiö þeirra. Stúlka þessi er Karólina prinsessa af Monakó. Kynni þeirra Björns og Karólinu hófust fyrir tveim árum, þegar Björn flutti til Monakó. Astæöan fyrir þvi aö hann sagöi skiliö viö heimaland sitt var sú, aö hann vildi ekki sjá á eftir miklum hluta tekna sinna, sem hann hafbi unniö fyrir höröum höndum, i gin sænsku skatt- heimtunnar. Þegar hin laglega og sjálfsörugga furstadóttir frétti aö Björn væri aö flytja til landsins kom hún þvi strax i kring aö þau voru kynnt. Það vekur furöu margra, aö hún skyldi veröa hrifin af Birni, þvi að hún hafði áður helzt hrifizt af hávöxnum, myndarlegum og dökkhæröum karlmönnum. Ekkert af þessu á viö um Björn. Hann er framur lágvaxinn meö mikið ljósan hárlubba, sem hann heldur frá andlitinu meö ennisbandi, þegar hann er aö keppa og getur ekki talizt snoppufriöur. Hann hefur langt og mjótt nef i barnslegu andlit- inu, og skeggiö, sem hann lætur vaxa 1 þeirri trú að þaö geri hann fullorðinslegri, breytir engu i þá átt. En þrátt fyrir þetta er Karólina hrifin af honum og sú hrifning er alveg gagnkvæm. En ekki eru allir jafnhrifnir, — og þaö á viö um foreldra Karólinu, furstahjónin af Monakó. Þau kunna aö vísu vel viö Björn, en kæra sig ekkert um hann sem tengdasoa Þau höföu ætlaö frumburöi sinum annaö og vænlegra gjaforö en son sænsks matvörukaup- manns. En hvort þau hafa nokkra ástæðu til aö óttast að samband þeirra sé svo náiö, mun timinn leiöa i ljós. Myndirnar eru af Karólinu og Birni Borg. DENNI DÆMALAUSI „Fyrst góöu fréttina, pabbi, nú veröur nóg hreint loft I bil- skúrnum”.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.