Tíminn - 14.08.1976, Síða 7
Laugardagur 14. ágúst 1976
TÍMINN
7
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn-
arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri:
Steimgrimur Glslason. Ritstjórnarskrifstofur f Edduhús-
inu vib Lindargötu, simar 18300 —'18306. Skrifstofur i
Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreibslusimi 12323 — aug-
lýsingasimi 19523. Verö i iausasöiu kr. 50.00. Askriftar-
gjald kr. 1000.00 á mánuði. Blaðaprent h.f.
Hvar eru mörkin?
Nokkrar umræður hafa orðið um það i blöðun-
um, að formaður Alþýðuflokksins hefur viður-
kennt, að flokkur hans fái fjárstyrk frá flokks-
bræðrum sinum á Norðurlöndum, sem nemi
a.m.k. launum erindreka eða fræðslustjóra, eins
og það er kallað. Rökstuðningur flokksmannsins
fyrir þvi að þiggja þennan fjárstyrk er sá, að allt
annað sé að þiggja fjárstyrk frá Norðurlöndunum
en öðrum löndum, t.d. Bandarikjunum og Sovét-
rikjunum.
Við nánari athugun er þó ákaflega erfitt að
gera teljandi mun á þessu. Allir slikir styrkir eru
veittir til að hafa pólitisk áhrif i viðkomandi
löndum. Það gildir jafnt um styrk frá Norður-
löndunum og öðrum. Það er alkunnugt að
Norðurlandamenn vilja ekkert siður hafa áhrif á
utanrikisstefnu Islands en Bandarikjamenn og
Rússar. Norðmenn telja sig t.d. miklu skipta, að
hér sé herstöð á vegum Atlantshafsbandalagsins,
þvi að ella aukist kröfur um, að bandalagið fái
hliðstæða eítirlitsstöð i Norður-Noregi og
Keflavikurstöðin er, enda væri hún óneitanlega
betur staðsett þar. Hérlendis er þeim röksemd-
um lika oft beitt, að það myndi skapa Norðmönn-
um vandamál, ef bandariski herinn væri látinn
fara héðan. Það hefur heldur ekki skort á þrýst-
ing frá Noregi i sambandi við þetta mál. Það er
einnig vitað, að það er Dönum áhugamál, að her-
stöðin haldist hér áfram, þá þarf ekki heldur að
efa það, hver er raunverulegur hugur Svia, þótt
þeir séu utan Atlantshafsbandalagsins. Þeir
standa hér með Norðmönnum og Dönum. Þótt
Sviar játi hlutleysi i orði, hefur það aldrei farið
milli mála, að samúð þeirra er miklu meira með
Atlantshafsbandalaginu en Varsjárbandalaginu.
Þetta viðhorf Svia kom óbeint vel i ljós, þegar
kunnugt varð um óleyfilega peningaflutninga
milli Sviþjóðar og Finnlands á siðasta ári, en þá
voru finnskir sosialdemókratar að flytja peninga
frá sænskum sósialdemókrötum, sem átti að nota
i kosningabaráttu i einu helzta verkalýðssam-
bandi Finnlands, þar sem kommúnistar voru að
brjótast til yfirráða.
Það, sem hér hefur verið sýnt, gefur giöggt til
kynna, að erfitt er að draga mörkin milli póli-
tiskra fjárstyrkja frá t.d. Norðurlöndunum eða
Bandarikjunum. I báðum tilfellum væri styrkn-
um ætlað að hafa áhrif á utanrikisstefnuna. I
sambandi við fjárstyrki frá Sovétrikjunum væri
þetta þó enn augljósara. I samræmi við þetta
ættu islenzkir stjórnmálaflokkar að hafna öllum
styrkjum erlendis frá.
Viðræðurnar í Brussel
Það er ljóst eftir þær könnunarviðræður, sem
fóru fram i Brussel i lok siðasta mánaðar, verða
engar frekari viðræður við Efnahagsbandalagið
um fiskveiðimál fyrr en i október i fyrsta lagi eða
eftir að Alþingi kemur saman. Þingflokkarnir
þurfa lika að athuga þessi mál vel áður en lengra
er haldið.
t sambandi við könnunarviðræðurnar lögðu is-
lenzku fulltrúarnir áherzlu á, að íslendingar eru
ekki aflögufærir. Slikt er ástand fiskistofnanna.
Þetta hlýtur að móta áfram afstöðu íslendinga til
þessara viðræðna.
Charles W. Yost:
Evrópa mjakast í
ótt til sameiningar
Bandaríkin ættu að fagna þeirri þróun
Roy Jenkins tekur senn viö formennsku i stjórnarnefnd
Efnahagsbandalagsins.
FYRIR tveimur öldum voru
Bandariki Ameríku stofnuö á
14 árum, milli orrustunnar viö
Lexington og Concorde og
vigslu Washingtons forseta
1789.
Enginn getur veriö viss um,
aö Bandariki Evrópu veröi
nokkurn timann til. Eöa, ef
svo yröi, hve viötækt mundi
það riki veröa. Evröpa var
riki á dögum Karlamagnúsar,
Hins heilaga rómverska keis-
aradæmis og miöaldakirkj-
unnar, en Evröpa nútimáns
myndaöist ekki fyrr en á 16.
öld og siðar.
Fyrstu teikn þess, aö
Bandariki Evrópu gæti oröiö
meira en fjarlægur draumur,
komust á loft meöan á seinni
heimsstyrjöldinni stöð. Ann-
ars vegar skipti máli, að með
styrjöldinni eyddust fornar
erjur og hins vegar sameinaöi
óttinn viö Stalin Evrópubúa,
en á þremur árum tókst hon-
um aö leggja undir sig þaö
sem áöur var þriöjungur
Evrópu.
1958 var gerður i Rómar-
borg samningur milli 6 rikja i
Evrópu, sem stofnuöu Efna-
hagsbandalag Evrópu. Enda
þótt bandalagið sé i dag ein-
ungis efnahagsleg eining, þá
var það upphaflega hugsað
sem visir að stjórnmálalegri,
evrópskri einingu. Sá visir
hefur ekki þróazt frekar.
Þrjú riki i viöbót hafa fengið
inngöngu I bandalagiö, og
fleiri hafa margvlslega sam-
vinnu viö það, en þegar
evrópskir leiötogar heimsóttu
Bandariki Ameriku i tilefni af
200 ára afmæli þess, þá var
þaö ennþá drottning Bret-
lands, forseti Frakklands.
kanslari Vestur-Þýzkalands,
sem gerðuþaö, en ekki forseti
Bandarikja Evrópu.
Samt sem áöur, þó þaö hafi
ekki vakiö mikla athygli, þá
var mikilvægtskrefstigiö I átt-
ina til sameiningar Evrópu
nýlega. Hin langvarandi deila
um stærö og samsetningu
þings Evrópu var aö lokum
leyst. Það var samþykkt á
fundi hinna niu, aö 1978 skyldi
slikt þing vera kosiö, ekki af
ríkisstjórnum, heldur af fólk-
inu i löndunum. Evrópuþingið
mun hafa 410 þingmenn, þar
sem sum löndin hafa allt upp i
81 þingmann, svo sem Bret-
land, Frakkland, Þýzkaland
og Italia, en önnur allt niöur i 6
þingmenn, eins og Lúxem-
borg.
Völd þingsins munu þó enn
um sinn vera takmörkuð og
framkvæmdastjórar þess
munu jafnvel hafa enn minni
völd, en þeir veröa útnefndir
af rikisstjórnum landanna tO
ákveöins tima. Þó getum viö
búizt viö, aö þessi völd eigi
eftir aövaxa meö timanum,ef
kringumstæður veröa hag-
stæöar. Slikar kringumstæöur
gætu komiö, ef vel áraöi I
Evrópu, þannig aö friöur og
framför hvettu til sameining-
ar. En slikar kringumstæöur
gætu einnig myndazt þótt illa
áraöi, ef Evrópa yröi fyrir ut-
anaökomandi þrýstingi, hvort
sem hann kæmi aö austan eöa
sunnan, þvi þaö gæti rekiö
Evrópuþjóöirnar saman i
hernaöarlega eöa efnahags-
lega einingu.
En þó að þróunin leiddi aö
lokum til þess að hinir niu
sameinist, þá eru þó milljónir
af öörum Evrópubúum, sem
koma til meö aö standa fyrir
utan evrópska rikiö. Þaö eru
riki sem eru i NATO, en ekki i
Efnahagsbandalaginu: Is-
land, Noregur, Portúgal,
Grikkland og Tyrkland.
Og svo eru til Evrópuriki,
sem hafa verið útilokuð vegna
stjórnmálastefnu þeirra, eins
og t.d. Spánn. Eöa önnur, sem
hafa sjálf útilokað sig vegna
nálægðar sinnar viö Sovétrik-
in, eins og Austurriki, Finn-
land og Sviþjóö. Aö lokum eru
þaö allar milljónirnar austur
af Elbe, sem eru kúgaöar af
Sovétmönnum, en þessar mill-
jónir hafa öldum saman litiö á
sig sem Evrópubúa og gera
það enn, alveg eins og Bretar
eöa Frakkar gera.
Þaöættu aövera miklar lik-
ur til þess, aö eftir tiu ár eöa
svo, þá hafi flestar þjóöirnar I
tveimur fyrri hópunum sam-
einazt Svrópu, en óliklegt er
aö siöasti hópurinn geri það á
næstunni. Mikilvægasta
spurningin er, hvort Banda-
riki Evrópu, og þá hvenær þau
fari af barnsaldrinum og veröi
þroskuð.
Fyrir 30 árum voru miklar
deilur i Bandarikjunum, hvort
þaö væri þeim hagstætt, aö
Evrópa sameinaöist. Niöur-
staöan var sú, að þaö væri
hagstætt Bandarikjunum, —
þ.e.a.s. Bandarikin þarfnast
sterkrar, sameinaörar
Evrópu, sem þeir gætu veriö i
nánum samskiptum viö.
Evrópa getur aldrei veriö
eins sterk og hún á skiliö og
þarfnast, ef hún heldur áfram
aö vera skipt. Utanrikisstefna
Bandarikjanna veröur aldrei i
eins miklu jafvægi og eins á-
hrif amikil og hún þarf, fyrr en
Bandarikin hafa eignazt
bandamann jafnsterkan og
þau.
Bandarikin ættu þess vegna
aö fagna hverju þrepi, sem
Evrópa tekur, i átt til samein-
ingar og ættu, ef mögulegt er,
að hjálpa til viö þá þróun.
Þýttogendursagt: MÓL
Genscher utanrikisráöherra Vestur-Þýzkalands.
Þ.Þ.