Tíminn - 14.08.1976, Side 11
Laugardagur 14. ágúst 1976
TÍMINN,
n
m
í meæzrsrCC>ixs.>S 1
MM/ftasswsmÁ
hljóðvarp
Laugardagur
14. ágúst
7.00 Morgunútvarp Veöur-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.00.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for-
ustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Ragnar Þorsteinsson
heldur áfram lestri
„Útungunarvélarinnar”,
sögu eftir Nikolaj Nosoff
(5). óskalög sjúklinga kl.
10.25: Kristin Sveinbjörns-
dóttir kynnir.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veðurfregnir og fréttir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.30 Út og suður Asta R.
Jóhannesdóttir og Hjalti
Jón Sveinsson sjá um sið-
degisþátt með blönduðu
efni. (16.00 Fréttir. 16.15
Veðurfregnir).
17.30 i leit að sólinni Jónas
Guðmundsson rithöfundur
rabbar við hlustendur i
fjórða sinn.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 FjaðrafokÞáttur i umsjá
Sigmars B. Haukssonar.
20.00 óperutónlist: Þættir úr
„Brottnáminu úr kvenna-
búrinu” eftir Mozart Söng-
fólk: Jutta Vulpus Rose-
marie Rönisch, Rolf
Apreck, Jurgen Förster og
Arnsed van Mill. Kór og
Hljómsveit Rikisleikhússins
i Dresden syngur og leikur.
Stjórnandi: Otmar Suitner.
20.55 „Friðarsinni”, smásaga
eftir Arthur C. Clark Óli
Hermannsson þýddi. Jón
Aðils leikari les.
21.25 Vinsæl iög frá árunum
1938-41 Rosita Serrano
syngur.
21.50 „Vinur i Viet-nam”, ljóð
eftir Örn Bjarnason Hjalti
Rögnvaldsson leikari les.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir Danslög
23.55 Fréttir. Dagskrárlok.
sjonvarp
Laugardagur
14. ágúst
18.00 tþróttir.
Umsjónarmaður Bjarni
Felixson.
20.00 Fréttir og veðr.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Maöur til taks. Breskur
gamanmyndaflokkur.
Hverju skipta nokkrar
krónur? Þýðandi Stefán
Jökulsson.
21.00 Skin og skúrir Bresk
heimildamynd um leið-
angur fjallgöngumanna á
Eigertind i Alpafjöllum.
Þýðandi og þulur Ingi Karl
Jóhannesson.
21.45 Hvernig komast má
áfram án þess að gera
handarvik. (How To
Succeed In Business With-
out Really Trying)
Bandarisk kvikmynd frá
árinu 1967. Aðalhlutverk
Robert Morse, Michele Lee
og Rudy Vallee. Ungur
maður brýst til æðstu met-
orða i stórfyrirtæki, sem
hann starfr hjá, og er
óvandur að meðulum. Þýö-
andi Dóra Hafsteinsdóttir.
23.35 Dagskrárlok.
í JÖTUNHEIMUM
FJALLANNA 4-
— Það er barnið, sem við verðum að hugsa um, sagði
hann lágt. Grétu getur enginn bjargað.
— Við getum lof að henni að deyja eins og manneskju!
Heyrir þú það — heyrir þú það? Hún skal fá að deyja eins
og manneskja.
Lars muldraði eitthvað, og kona hans hvessti á hann
augum eins og hún stæði f rammi fyrir böðli sínum.
— Ef — ef eins stæði á fyrir mér — myndir — myndir
þú þá...?
Það var eins og líf hennar ylti á því, hvaða svar hann
gæfi henni við þessari spurningu. Djúp hrukka myndað-
istá enni Lars, og hann tók harðan kipp Myndi hann hafa
gert það? Til dæmis, þegar Eiríka fæddist, og hin börnin
höfðu f lúið út i f jós? AAyndi hann hafa þrifið hnífinn, ef
allt annað hefði verið vonlaust? Nei — nei!
— Hér er það Hans, sem verður að ráða, sagði hann
óskýrt. Nú skulum við fara. Hann vonast sjálfsagt eftir
okkur.
Gamli bóndinn stakk hnífnum í slíðrin og rétti úr sér.
En kona hans sat nötrandi við borðið.
— Kemur þú líka?
Hugur Birgittu æpti nei, nei. En hún strauk samt titr-
andi hendinni um vott ennið og reikaði í áttina til dyr-
anna.
— Ættum við ekki að vekja AAörtu, svo að skepnunum
verði gefin morgungjöfin?
Kona hans kinkaði kolli, og Lars gekk að rúmi dóttur
sinnar. Enhún varvakandi — augun galopinog starandi.
— Ertu vakandi?
Hún svaraði ekki. Stúlkan lá kyrr, eins og stirðnað lík,
stundi og starði út í loftið. Lars vissi, að hún myndi hafa
heyrtsamtal þeirra foreldranna. En hann lét sem ekkert
væri.
— Þú verður að fara á fætur og gegna skepnunum,
AAarta. Við mamma þín verðum að bregða okkur f rá.
Hann beið ekki eftir svari, heldur gekk brott, opnaði
hurðina og skálmaði út á hlaðið. Hann átti kannski að
skreppa upp eftir til Ólafíu og biðja hana að líta til
AAörtu. Það gat verið ofraun fyrir 16 ára gamla telpu
að heyra talað um sumt, sem fullhertur frumbýlingur
varð að horfast í augu við.
— Birgitta — hvar ertu?
Hún svaraði honum handan við húshornið, og hann
flýtti sér þangað.
— AAarta veit, hvernig komið er fyrir Gretu.
— Þá getum við ekki skilið hana eina eftir. Hún var
örvita yf ir hvarf i Jónasar, og þegar þetta bætist við, veit
enginn, hvað hún getur tekið til bragðs.
Birgitta vildi fara aftur inn, en Lars varnaði henni
þess.
— Ólafía getur komið hingað niður eftir, sagði hann.
Þú verður að hjúkra Gretu.
Svo lögðu þau bæði af stað að húsi sambýlismannsins.
Það var ekki enn byrjað að birta, og einhvers staðar í
fjarska kvað við óhugnanlegt ýlfur soltins villidýrs.
— Nei, þau eru öll í Kyrtilfelli. Það fæddist þar barn,
og svo eru þeir að byggja hlöður.
Það kom áhyggjusvipur á Jónas við þessi tíðindi, og
stúlkan horfði undrandi á hann.
— Komstu til þess að finna pabba?
Jónas kinkaði kolli, hátíðlegur á svip. Já, hann ætlaði
einmitt að tala við hann.
— Hann kemur heim á morgun.
— Á morgun, tautaði Jónas. Nú, ekki f yrr en á morg-
un. Þá get ég róið yf ir að Kyrtilfelli og hitt hann þar.
— Þú kemur fyrst heim og borðar.
Jónas varð enn þungbúnari á svipinn. Hún bauð hon-
um áð borða. Hún hélt auðvitað, að hann kæmi til þess að
éta sig enn einu sinni saddan — hann skyldi þá sýna henni
að hann væri ekki matarþurfi.
— Ég er með mat í bakpokanum mínum, svaraði hann
stuttaralega. Og svo stóðu þau þarna í vandræðum og
gátu ekki látið sér detta neitt í hug til þess að segja.
Það hefði kannske orðið lokaúrræðið hjá Jónasi að
kveðja og fara, ef Stína hefði ekki allt í einu munað eftir
bjarndýraförum, sem hún sá í flagi um morguninn, er
hún haf ði verið að huga að því, hvernig liti út með moltu-
berin í mýrinni. Jónas lifnaði allur við, og nú kom ekki
lengur til mála, að hann sneri við að Kyrtilfelli. Bjarndýr
— hann ætlaði að svipast eftir því. Hann dró bátinn í
land, tók byssu sína og bakpoka og arkaði á eftir Stínu,
sem trítlaði léttfætt heim götuslóðann, sem lá upp frá
vörinni.
HVELL
G
E
I
R
I
D
R
E
K
I
K
U
B
B
U
R