Tíminn - 26.08.1976, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.08.1976, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 26. ágúst 1976 TÍMINN 3 REYKJAVfKUR-SKÁKAAÓTIÐ Ingi R. á betri biðskák — móti Tukmakov MÓL-Reykjavlk. I annarri um- ferð Reykjavikurskákmötsins bar þaðhelzt til tiðinda, að þeg- ar skák Inga R. Jóhannssonar fór í bið, þá bentu allar likur til þess, að staðan væri unnin hjá Inga, en hann var að tefla við sovézka stórmeistarann Tukmakov. íupphafi leit Ut sem viðureign þeirra ætlaði að verða róleg stöðubaráttuskák, þar sem Ingi átti við veikleika á c6 að striða, en hann hafði svart. Þegar Ingi hugðistlosa sig við veikleikann, þá fór allt ibálogbrandog virt- istlngi eiga i vök að verjast, en i timahrakinu tefldi hann vel og vann skiptamun. En það voru fleiri, sem tefldu vel i timahrakinu. Gunnar Gunnarsson tapaði peði i byrjuninni á móti Helga Ólafs- syni og hafði verra tafl allt und- ir lokin er honum tókst að ná peðinu til baka og jafntefli var samið. Skák Najdorfs við Margeir var mjög skemmtileg fyrir áhorfendur, enda þótt úrslitin hefðuekkiverið ánægjuleg. Upp úr byr juninni kom nokkurs kon- ar grjótgarðsstaða, þar sem Najdorf sótti á kóngsvængnum. Tefldi gamli maðurinn mjög vel og vann sannfærandi. Skák Hauks við sovézka stór- meistarann var aldrei skemmtileg fyrir áhorfendur, þvi hún var rétt að byrja, þegar Haukur var kominn i timahrak, enhann féll á t&na skömmufyr- ir bið. Björn og Matera tefldu sikil- eyjarvörn og virtist sem Björn hefði góðar sóknarlikur, en Bandarikjamaðurinn varðist vel, hrundi árásinni og bætti stöðusina jafnt og þétt. í tima- hrakinu vann hann skiptamun og verður ekki annað séð en Matera vinni biðskákina. Timman vann aftur góðan keppanda — Bretann Keen. Þeir tefldu Nimzo-indverska vörn og varð staðan fljótlega allflókin. Skemmst er frá þvi að segja, að Hollendingurinn tefldi af- bragðsvel og var vel að sigrin- um kominn. Verði hann I þess- um ham út allt mótið, þá eru þeir ekki margir, sem koma til með að stöðva hann. Skák Friðriks og Vukcvich var tíðindalitil,enda skiptu þeir upp drottningum snemma i skákinni. Guðmundur byggði upp góða sóknarstöðu gegn Westerinen, en Finninn varðist vel og hélt jafntefli. Úrslit 2. umferð 1/2 l/ UóciiZAIW LUkJIMw Helgi Ólafsson — Gunnar Gunnarsson 1/2 Haukur Angantýsson — V. Antoshin 0-1 V. Tukmakov — Ingi R. Jóhannsson biðskák Björn Þorsteinsson — S. Matera biðskák M. Najdorf — Margeir Pétursson 1-0 J. Timman — R. Keen 1-0 Friðrik ólafsson — M. Vukecevich 1/2 - 1/2 Guðmundur Sigurjónsson — H. Westerinen 1/2 - 1/2 foukiarik Í9 / l 3 V f 6 7 $ 9 /2 (/ U // /y /3 /6 1 Helgi ólafsson X 'U Ti ? Gunnar Gunnarsson 'U X o 3 Ingi R Jóhannsson X 0 y Margeir Pétursson X il o f Milan Vukcevich X 'íx 6 Heikki Westerinen X 0 lk 7 Raymond Keen X o fi Salvatore Matera X 'h. 9 Vladimir Antoshin 7i X 1 /ó Björn Þorsteinsson X f/ Jan Timman i i X /2 Guðmundur Sigurjónsson lh X /$ Friðrik ólafsson 7i lil X /y Miguel Najdorf i \ X /s Vladimir Tukmakov r X iL Haukur Angantýsson ‘A o X Yngsti og elzti keppandinn á Reykjavikurskákmótinu, Margeir Pétursson og Miguel Najdorf áttust við i Hagaskóla I gær er 2. umferðin var tefld, en á þeim er 50 ára aldursmunur. Timamynd: Róbert. Skemmtilega tefld skák hjá Timman Þvi miður átti undirritaður þess ekki kost að fylgjast með fyrstu umferð Reykjavikur- skákmótsins, þannig að skák Westerinens og Timmans er ef til vill eki bezta skák umferðar- innar, en óneitanlega tefldi Timman skákina mjög vei og skemmtilega. Gegn kóngspeði Finnans kaus Hollendingurinn að velja spænska leikinn, sem er einna þekktastur fyrir hve gaumgæfi- lega hann hefur verið rannsak- aður. Reyndar er það orðið sjaldgæft, að menn fari út af þekktum leiðum fyrr en ein- hvern tima upp úr 20. leik. Hvitt: H. Westerinen Svart: J. Timman 1. e4-e5 2. RÍ3-RC6 3. Bb5 (þetta er sjálfur spænski leikurinn) -a6 4. Ba4-Rf6 5.0-0-Be7 6. Hel-b5 7. Bb3-d6 8. C3-0-0 9. h3-Rb8. Timman hefur málsháttinn „heima er bezt” ekki i huga, þegar hann leikur Rb8, heldur er þetta upphafið að hinu svo- nefnda Breyer-afbrigði, sem Karpov og Spassky hafa haft mikið dálæti á. Hér áður fyrr sást varla annað i þessari stöðu en Ra5 eða h6. Hugmyndin er að tengja svörtu peðin á drottningarvængnum sem bezt saman og auka svigrúm mann- anna. 10. d4-Rbd7 11. Rbd2. Ekki veit ég hvað hefur orðið um 11. c4, sem var svo hvass leikur og vin- sæll sbr. Fischer-Portisch 1966. En hins vegar hefur það sýnt sig, að Rh4 er skaðlaus, þvi ekki þarf að þiggja peðið á e4. 11. - Bb7 12. Bc2. Meginhugmyndin er að valda peðið á e4, svo hægt sé að koma riddaranum á d2 fyrirá betri reit., en auk þess er losað um b-peðið. 12. -He8 13. Rfl-Hér kom b4 til greina. 13. - Bf8 14. Rg3-g6 15.a4 (Bg5 leiðir ekkitil neins fyrir hvitann)c5 16. b3. Að minu mati, þá getur þetta ekki veriö annað en lé- legur leikur. Bezt er d5 sbr. Spassky-Karpov 1974, en Westerinen er trúlega einn af þeim, sem vilja hafa taflið sem mest opið. Það fær hann svo sannarlega i þessari skák. 16. - d5. Nú er Timman kominn með betri stöðu. 17. Rxe5-Rxe4 18. Rxe4 dxe4 19. Bf4. Auðvitað ekki Bxe4, þvi þá tapar hvitur manni eins og lesendur geta séð. 19. -cxd4 20. cxd4-f6 21. Rg4.Með tilliti til framhaldsins, þá hlýtur Rxd7 að vera sterkara. 21. -g5 22. Bh2-f5 23. Re5-Bd6 24. axb5- axb5 25. Hxa8-Bxa8 26. b4. Eftir þennan leik er taflið auðunnið fyrirTimman. Meiri mótspyrnu hefði veitt Rxd7 ásamt Dd2. 26. - Rxe5 27. dxe5-Bxb4 28. Bb3+- Kg7 29. Dxd8-Hxd8 30. Hal-Bc5 31. e6-f4 32. g3-e3 33. gxf4-exf2+ 34. Kfl-Be4 35. Bdl-Hd2 36.Be2- Bf5 og Westerinen gaf enda staðan gjörtöpuð. Skemmtilega tefld skák hjá Timman. MÓL. Járnblendisamningar á lokastig í haust Eins og áður hefur komið fram i fréttum, var viðræðum haldið áfram i Reykjavik s.l. mánudags- kvöld 23. þ.m. milli fulltrúa iðnaðarráðuneytisins og norska fyrirtækisins Elkem-Spigerverk- eta/s um þátttöku fyrirtækisins i byggingu og rekstri Járnblendi- verksmiðjunnar i Hvalfirði, segir i fréttatilkynningu frá iðnaðar- ráðuneytinu. Almennar samningsviðræður fóru fram i gær og leiddu þær til jákvæðrar niðurstöðu. Hafa full- trúar viðræðuhópanna náð sam- komulagi um þau meginatriði, sem verið hafa til umræðu á fyrri fundum. Þess er að vænta, að gerð aðal- samnings og tæknisamninga verði komin á lokastig að rúmum mánuði liðnum. Standa vonir til að unnt verði að ljúka endanlegri afgreiðslu þeirra mála, sem enn eru óútkljáð varðandi byggingu verksmiðjunnar á skömmum tima eftir það. Sérfræðingar beggja aðila munu næstu daga fjalla um tæknileg atriði varðandi samningana og fyrirtækið. Fyrir nokkru var sótt um lán til byggingar verksmiðjunnar hjá Norræna fjárfestingarbankanum I Helsingfors. Lánsumsóknin var rædd I dag við bankastjóra Nor- ræna fjárfestingarbankans, hr. B. Lindström. Endanleg afstaða bankastjórnarinnar mun liggja fyrir siðar I haust. 1 byrjun þessa mánaðar var hafin bygging vinnubúða að Grundartanga fyrir 64 menn. Verða þær fullbúnar i lok október n.k. Þvi næst er áformað aö hefja framkvæmdir við undirstööur verksmiðjunnar. Samkvæmt þeim áætlunum, sem nú liggja fyrir, mun verk- smiðjan hefja framleiðslu með einum bræðsluofni á miðju ári 1978, en siðari ofn verða tekinn i notkun um áramótin 1979-1980. Formenn viðræðunefndanna eru sem áður dr. Rolf Nordheim, framkvæmdastjóri hjá Elkem- Spigerverket a/s og dr. Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri. (frá iðnaðarráðuneytinu). Auglýsið í Tímanum Þýzkur lífefna- fræðingur til aðstoðar við rannsókn JH-Reykjavik. — Siðastliðinn laugardag kom hingað til lands þýzkur visinda- maður, dr. Kiesling að nafni og lifefnafræðingur að mcnnt, til aðstoðar þýzka rannsóknarlög- reglumanninum Karli Schutz. Dr. Kiesling er frá Wiesbaden, starfsmaður i tæknideild saka- málalögreglunnar þar, en það er einmitt i Wiesbaden, sem Karl Schutz gegnir störfum rannsóknarlögreglumanns. Dr. Kiesling er sérfræðingur i rannsókn likamsefna og likams- leifa á sviði sakamála, svo sem blóðs, þvags, saurs og sæöis, og hefur hinn bezta tækjabúnað til rannsókna sinna. Það mun hafa verið fyrir meðalgöngu Karls Schutz, að hann fékkst hingað til lands, enda munu þeir vera gamlir samstarfsmenn. Dr. Kiesling mun þegar hafa rannsakað gögn, sem til greina töldust geta komið, og að ein- hverja vitneskju gætu gefið, en ekki liggur á lausu vitneskja um það, hvaða gögn það hafi verið eða hvað i ljós kann að hafa komið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.