Tíminn - 26.08.1976, Page 11
Fimmtudagur 26. ágúst 1976
TÍMINN,
11
<
hljóðvarp
Fimmtudagur 26. ágúst
7.00 Morgunútvarp Veöur-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Frétör kl. 7.30, 8.15 (og for-
ustugr.dagbl),9.00og 10.00.
Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund barnanna kl.
8.45 Baldur Pálmason les
söguna ,5umardaga á Völl-
um” eftir Guörúnu Sveins
dóttur (4). Tilkynningar kl.
9.30. Létt lög milli atriöa.
Viösjóinnkl. 10.25: Ingólfur
Stefánsson sér um þáttinn.
Tónleikar. Morguntónleikar
kl. 11.00: Zdenék Bruder-
hans og Pavel Stépán leika
Sónötu nr. 8 i G-dúr fyrir
flautu og pianó eftir Haydn/
Nicanor Zabaleta og kamm-
ersveit undir stjórn Paul
Kuentz leika Konsert fyrir
hörpu og hljómsveit nr. 1 i
C-dúr eftir Ernst Eichner/
Italski kvartettinn leikur
Strengjakvartett i B-dúr
(K589) eftir Mozart.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veöurfregnir og fréttir.
Tilkynningar. A frivaktinni
Sigrún Siguröardóttir kynn-
ir óskalög sjómanna.
14.30 Miödegissagan: „Leikir i
fjörunni” eftir Jón óskar
Höfundurinn byrjar lestur-
inn.
15.00 Miödegistónleikar
Sinfóniuhljómsveitin í San
Francisco leikur „Protée”,
sinfóniska svitu nr. 2 eftir
Milhaud, Pierre Monteus
stjórnar. Sinfóniuhljóm-
sveit Lundúna leikur Sin-
fóniu nr. 4 i f-moll eftir
Vaughan Williams, André
Previn stjórnar.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veöurfregnir). Tón-
leikar.
16.40 Litli barnatiminn Sigrún
Björnsdóttir hefur umsjón
með höndum.
17.00 Tónleikar.
17.30 Færeyska kirkjan, saga
og sagnir, — annar hluti
Halldór Stefánsson tók sam-
an og flytur ásamt öörum.
Einnig flutt dæmi um fær-
eyska kirkjutónlist.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 IsjónmáliSkafti Harðar-
sonog Steingrimur Ari Ara-
son sjá um þáttinn.
20.00 Gestir iútvarpssai: Aage
Kvaibein og Harald Bratlie
leika saman á selló og
pianó: a. Sellósónata i
G-dúr eftir Sammartini. b.
Sellósónata i d-moll eftir
Debussy.
20.20 Leikrit: „Æðikoilurinn”
eftir Ludvig Holberg (áöur
útv. 13. febrúar 1965). Þýð-
andi: Dr. Jakob Benedikts-
son. Leikstjóri: Klemenz
Jónsson. Persónur og leik-
endur: Vilgeschrei: Valur
Gislason. Leonóra dóttir
hans: Bryndis Pétursdóttir.
Krókarefur: Bessi Bjarna-
son. Pernilla: Herdis Þor-
valdsdóttir. Magöalóna
ráöskóna: Inga Þóröardótt-
ir. Leandir: Baldvin Hall-
dórsson. Leónard bróöir
Vilgeschreis: Jón Aöils.
Korfits: Gestur Pálsson. Ei-
ríkur Maösson: Rúrik
Haraldsson: Pétur Eiriks-
son: Gisli Halldórsson. Aör-
ir leikendur: Jóhanna Norö-
fjörö, Guðmundur Pálsson.
Flosi Ólafsson, Helgi Skúla-
son, Þorgrimur Einarsson,
Ævar R. Kvaran, Valdemar
Helgason, Karl Guðmunds-
son og Benedikt Arnason.
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir Kvöldsag-
an Ævisaga Siguröar
Ingjaldssonar frá Bala-
skaröi Indriöi G. Þorsteins-
son rithöfundur les (2).
22.40 A sumarkvöldi Guð-
mundur Jónssonkynnir tón-
list um drauma.
f í JÖTUNHEIMUM
FJALLANNA 5,
Þegar Jónas hafði legið svona hálfa klukkustund, voru
dyrnar loks opnaðar. En það var ekki Stína sem kom inn
heldur Nikki bróðir hennar. Hann var á aldur við Jónas,
nýkvæntur og búsettur í Kyrtilfelli, tæplega eina mílu í
austur frá Björk.
Þessir ungu menn höfðu varla sézt fyrr, þótt tiltölu-
lega skammt væri milli Bjarkar og Marzhlíðar.Heimilin
voru í rauninni sitt á hverju samgöngusvæði. Sumir
frumbýlinganna höfðu helgað sér land við Malgómaj-
vatnið og þaðan upp með Angurmannselfi að Koltur-
vatni, en annar hópur þessara útherja hafði leitað upp
með Flumá að Flaumsvatni og inn með Síkisvatni,
Bjarkarvatni og Feðgafljóti. Þeir sóttu að vísu einnig i
norskan kaupstað, en verzlunarstaður þeirra var mun
norðar en Krókurinn. I Sikisnesi var kirkja og grafreit-
ur. Enginn vissi til hlítar, hvort þessara svæða hafði
byggzt fyrr. Það var þó engum vafa undirorpið, hvað
snerti Marzhlíð og Björk. Faðir Brands hafði verið her-
maður í stríðinu við Rússa. Eftir friðargerðina 1809
hafði hann lagt land undir fót og loks slegið tjöldum sín-
um við norðvesturenda Bjarkarvatns og hafið á eigin
spýtur nýtt stríð og ekki ævintýraminna við auðnina
þarna upp f rá. Brandur sá, sem nú var á Iffi, hafði fæðzt
í Björk. Svona langa sögu átti byggðin í Marzhlíð sér
ekki.
Nikki og Jónas heilsuðust með handabandi og þó ekki
tortryggnislaust. En ekki leið á löngu, áður en þeim
skildist, að þeir gátu talað frjálsmannlega saman.
Brandur hafði sagt syni sínum, að Jónas hefði meitt sig
og viilzt af réttri leið. Nánar hafði hann ekki spurt um
málavexti, en Jónas var líka fús að segja frá ævintýri
sínu.
— Ég komst á jarfaslóð, og vargurinn hafði hlaupið
alla leið inn á Hrísháls. Ég var að grafa hann út úr
skaf li, þegar veðrið skall allt í einu á eins og hendi væri
veifað. Það var óstætt á svipstundu og ég átti ekki
annars úrkostar en skríða niður í holuna og láta skefla
yfir mig. Jarfinn var þarna líka í skaflinum. Ég fann
óþefinn af kvikindinu, en þótti ekki ráðlegt að reyna að
grafa mig niður að honum.
Jónas lýsti nú fyrir Nikka vist sinni þarna í skaf linum,
þar til upp birti daginn eftir. Hún hafði ekki verið sem
verst. Hálfsoltinn hafði hann náttúrlega verið, og svo
varð hann auðvitað að halda sér vakandi.
— Það var orðið lygnt, þegar ég skreið upp úr f önninni,
en svo lágskýjað að ég sá lítið í kringum mig.
— Og þú hefir tekið skakka stefnu?
— Nei, ekki þá. Jarf inn hafði rif ið sig upp rétt á undan
mér, og ég fór í slóð hans.
— Fórstu að elta jarfann? hrópaði Nikki. Frá mörgum
þrekraunum hafði hann heyrt sagt, en þess hafði hann
aldrei heyrt getið, að maður héldi áf ram að elta villidýr,
eftir að hafa legið upp undir tuttugu klukkutíma í fönn.
Jónas leit undrandi á hann.
— Auðvitað elti ég jarfaskrattann, sagði hann. Ein-
hvers staðar hlaut ég að finna hann. Ég gekk svo í
nokkra klukkutima og loks kom ég auga á hann. Hann
var að klifra upp í klettagil og ég skaut á hann en hitti
víst ekki. Ég hljóp þá eftir honum og komst upp á gil-
barminn svo barst leikurinn niður í gilið aftur og þá fór
löppin á mér svona.
Þá lá við að Jónas roðnaði af blygðun, þegar hann
sagði frá þvi, að hann hefði sett á sig skiðin og ætlað að
renna sér niður gilbrekkuna en misst vald á þeim á svell-
glotta og endasenzt langt niður í gilið. Hann hafði með
naumindum getað risið upp er hann stöðvaðist loks.
— Ég sá jarfanum ekki einu sinni bregða fyrir eftir
þetta og hugsaði að nú væri skammar nær fyrir mig að
halda heim. Ég litaðist um, en gat ekki almennilega
áttað mig á stefnunni. Ég reyndi að nota skíðin, sem
bæði voru heil, en þá brást mér fóturinn alveg. Og svo
datt myrkrið á.
Jónas þagði um hríðog velti því fyrir sér, sem hann nú
tók til bragðs. Nikki beið nokkur andartök, en svo
hrópaði hann ákafur?
— Jæja! Og hvað gerðir þú þá?
— Ja, ég varð náttúrlega að grafa mig í fönn og hafast
þar við um nóttina. En daginn eftir var heiðskírt veður,
og þá sá ég reykinn héðan. Þetta virtist ekki vera langt,
en þó var komið f ram undir kvöld þegar ég komst hérna
niður að vatninu og ég var víst ekki orðinn til mikilla af-
reka, þegar f aðir þinn kom á móti mér með sieða.
Þannig var sagan af því er Jónas hvarf á f jallinu, og
f rásögn hans bar það ekki með sér, að honum þætti þetta