Tíminn - 04.09.1976, Síða 1
ÆNGIRf
Áætlunarstaðir:
Blönduós — Sigluf jörður
Búðardalur — Reykhólar
Flateyri — Bíldudalur
Gjögur — Hólmavík
Hvammstangi — Stykkishólm-
ur — Rif Súgandaf j.
Sjúkra- og leiguflug um allt
land
Simar:
2-60-60 &
2-60-66
197. tölublað —Laugardagur 4. september — 60. árgangur.
]
Stjórnlokar
Olíudælur
Oliudrif
Síðumúla 21
Sími 8-44-43
Hrafn Bragason, umboðsdómari í óvísanakeðjumólinu:
ÉG VEIT DÆMI ÞESS, AÐ REIKN-
INGI HEFUR EKKI VERIÐ LOKAÐ
— 15 einstaklingar, 12 fyrirtæki og 26 reikningar í óvísanakeðjunni
— rösklega 16 þúsund tékkar að heildarupphæð tveir milljarðar
Gsal-Reykjavik. — Ég treysti
mér ekki til þess að birta nöfnin,
sagði Hrafn Bragason umboðs-
dómari i keðjuávisanamálinu á
fundi með fréttamönnum i gær,
þar sem hann lagði fram
greinargerð um málið. — Hugs-
anlega verða nöfnin birt siðar,
þegar rannsóknin er komin
lengra á veg og ef sekt sannast er
sjálfsagt að birta nöfnin. Það eru
engir opinberir hagsmunir i þessu
máli fram komnir, sem gera það
að verkum, að rétt væri að birta
nöfn reikningshafanna, sagði
Hrafn.
Flest allir bankar koma við
sögu þessa máls og nefndi Hrafn
eftirtalin nöfn: Alþýðubanki,
Útvegsbanki, Landsbanki, Bún-
aðarbanki, Verzlunarbanki,
Iðnaðarbanki og Sparisjóðurinn
Pundið. Þá kvaðst Hrafn vera
þess fullviss að annar banki væri
tengdur þessu máli, en hann væri
ekki kominn inn i myndina á
þessu stigi.
Seðlabankinn sendi i fyrradag
bréf til Sakadóms Reykjavikur
þar sem þetta tékkamisferli er
kært. Þar er þvi haldið fram að
við könnun á tékkareikningum
hafi komið i ljós, að reikningshaf-
ar hafinotað þá að verulegu leyti
til þess að stofna til og viðhalda
umfangsmikilli og flókinni tékka-
keðju.
Rúmlega 16 þúsund tékkar voru
tilmeðferðar og nam heildarupp-
hæð þeirra tveimur milljörðum. í
könnuninni kemur fram, að 5 að-
ilar hafa hver um sig gefið út
ávisanir fyrir 100-557 milljónir á
tveggja ára timabili. 8 aðilar hafa
framselt yfir 100 milljónir hver
yfir timabilið. Athuganir voru 26 ,
reikningar, en það eru 15 menn,
sem ávisa á þessa reikninga. Þá
er hér um 12 fyrirtæki að ræða,
sum þeirra ekki á firmaskrá.
Siðasta setningin I greinargerð
Sjónvarpið í gær:
Seinkun ó útsendingu
vegna starfsmannafundar
HV. Reykjavik—Svo sem lands-
menn uröu varir við I gærkvöldi,
hófust útsendingar sjónvarpsins
þá ekki á venjulegum tima, held-
ur drógust rúmlega stundarfjórð-
ung.
Timinn hafði i gærkvöld sam-
band við Eið Guðnason, frétta-
mann hjá Sjónvarpinu, og fékk
hjá honum þær upplýsingar að
tafirnar hefðu orðið vegna fundar
um launamál hjá Starfsmannafé-
lagi sjónvarpsins. Hefði fundur-
inn dregizt nokkuð á langinn, en
hann hófst klukkan 19.00.
Aðspurður um fundarefni sagði
Eiður að á dagskrá hefði verið
launamál. Svo til ekkert hefði
miðað i samkomulagsátt i við-
ræðum þeim sem sjónvarpsfólk
átti við fjármálaráðuneytið á
fimmtudag og væri rikjandi mjög
almenn óánægja meðal starfs-
manna stofnunarinnar.
Hrafns hljóðar svo, en hann var
beðinn um frekari skýringar á
henni á fundinum: „Hitt vil ég
segja, að nöfn þessara reiknings-
hafa og þeirra, er starfa i skjóli
þeirra, ættu ekki að sæta neinum
tíðindum i bankakerfinu”.
Hrafn sagðisthafa unnið sem
borgardómariI 12 ár ogm.a. haft
með höndum tékka- og vixilmál
ýmiss konar. Sagði hann, að nöfn
þessara reikningshafa hefðu flest
öll komið þar við sögu og þvi
þyrftu nöfn þeirra ekki að sæta
neinum tiðindum i bankakerfinu.
I greinargerð Hrafns kemur
fram, að enginn þessara banka
hafi , enn sem komið er, gefið
upp, að þeir hafi tapað fjármun-
um vegna þeirrar starfsemi þess-
ara reikningshafa. Siðan segir:
„1 þessusambandi er rétt að taka
fram, að jafnvel þótt ákveðnir að-
ilar nái fjármagni úr bönkum
með tékkakeðju, þá er ekki þar
með sagt, að viðkomandi bankar
tapi endilega fjármagni. Hitt er
réttara, að reikningshafinn tekur
sér á þennan hátt lán án þess að
spyrja nokkurn aö þvi og án þess,
að minnsta kosti i sumum tilfell-
um, að borga nokkuð fyrir það.
Hversu umfangsmikið mál þetta
er að fjármagni til liggur ekki
fyrir i dag.”
Ekki kvaðst Hrafn hafa full-
vissu fyrir þvi, aö reikningum
allra þessara reikningshafa hafi
veriðlokaðibönkunum, þótt hann
hefði hins vegar vissu fyrir þvi,
að þeim hefði nær öllum verið
lokað. — Ég veit dæmi þess, að
reikningi hefur ekki verið lokað,
sagði Hrafn.
í greinargerð sinni segir Hrafn
Tölvuskýrslurnar um ávis-
anakeöjuna eru miklir doð-
rantar, eins og sjá má á
þessari mynd, sem Gunnar
tók i gær.
áeinum stað: „Rannsókn min er
aðeins sakamálsrannsókn, en sú
spurning vaknar óneitanlega,
hvort hluti þessa máls varði ekki
bankakerfið sem slikt: ,,Kom
fram á fundinum, að misbrestur
væri á þvi, að allir bankarnir lok-
uðu á reikningshafa sem heföi
brotið reglur um tékkaviöskipti.
Vegið að
utanríkis-
róðherra
fjarstöddum
1 GREIN eftir Vilmund
Gylfason, sem birtist i Dag-
biaöinu i gær, er vegiö aö
Einari Ágústssyni utanrikis-
ráöherra vegna veðskulda-
bréfs, sem Landsbankinn
hefur keypt af honum siöast
liöiö vor, aö fjárhæö 5,7 mill-
jónir króna.
Grein þessi birtist einmitt
þá daga, er utanrikisráð-
herra dvelst einhvers staðar
1 Júgóslaviu i framhaldi af
heimsókn sinni til Tékkó-
slóvakiu og Ungverjalands,
og er ekki væntanlegur heim
fyrr en eftir allmarga daga.
Hún er meö öðrum orðum
birt, þegar hann getur ekki
svarað fyrir sig fyrr en seint
og um siðir og verður sú að-
ferð að teljast álassverð, þar
eð enginn getur gert grein
fyrir þessu máli frá sjónar-
miði utanríkisráðherráns
nema hann sjálfur.
Nokkrír bændur hafa
auglýst bú til sölu
vegna lélegra heyja
ASK-Reykjavik. —Ef bændur sjá
fram á, aö þeir muni hætta bú-
skap innan fárra ára, nota ein-
hverjir þeirra vafalaust tækifæriö
núna tii aö bregöa búi, sagöi Arni
Jónasson erindreki Stéttarsam-
bands bænda i samtali viö Tim-
ann i gær. — Hjá Stéttarsam-
bandinu vitum viö til dæmis þeg-
ar um nokkra bændur, sem hafa
auglýst til sölu heil kúabú á Suö-
ur- og Vesturlandi. Ég álft, aö
þetta séu menn sem hafa hugsað
sér aö hverfa heldur frá búskap
en aö leggja út I þann kostnaö,
sem er samfara fóöurkaupum.
Þeir meta stööu sina þannig, aö
þaö sé fjárhagslega betra. En
hins vegar er þetta allt ennþá svo
óljóst, aö þaö er ekki hægt aö
segja mikið um þaö.
Árni sagði, að litiö væri vitaö
um framboð á heyi I haust og enn-
þá væri litið um fyrirspurnir
varðandi heykaup. Bændur biðu
eftir þvi að sjá, hver heyskapar-
lok yrðu. Þá væri ekki enn ljóst,
hvort einhverjar fyrirgreiðslur
yröu I sambandi við flutninga.
— Það hafa nokkrir bændur af
Noröur- og Austurlandi hringt til
okkar, sagöi Arni, — og sagt, að
þeir hefðu hey til sölu, en yfirleitt
er um litið magn að ræöa.
Verð á heykilói er svipað og i
fyrra, enn sem komið er. En Arni
sagði, að samkvæmt útreikning-
um væri framleiösluverð á kiló-
inu 23 til 25 krónur. Aftur á móti
mun t.d. Hestamannafélagið
Fákur hafa keypt töluvert magn
af heyi norður i Eyjafirði fyrir
skömmu og fengið kilóið nokkuð
ódýrara en verð það sem Arni
ræddi um.
Eins og kunnugt er, hefur land-
búnaðarráðuneytiö stöövað út
flutning á heyi þar til ljóst verður
hve mikil þörfin verður sunnan og
vestan lands. Hins vegar hefur
farið utan smáræði af heyi, um 30
tonn til Færeyja. Þá hefur sala á
heykögglum einnig verið stöövuð,
nema til óþurrkasvæðanna.
Ákveðið að
skipa nefnd til
að beina
innkaupum
opinberra aðila
að íslenzkri
framleiðslu
SJ-Reykjavík. Akveðið hefur
verið að skipa nefnd til þess
að athuga gaumgæfilega
hvernig bezt verði á málum
haldið svo að rikið, sveitar-
félög og opinberar stofnanir
beini, svo sem frekast er
unnt, innkaupum sinum að
innlendri iðnaðarfram-
leiðslu. Jafnframt á nefndin
aö skila tillögum um hvernig
beita megi opinberum inn-
kaupum sem tæki til eflingar
iðnþróunar.
Frá þessu skýrði Gunnar
Thoroddsen iðnaðarráöherra
við upphaf islenzkrar iðn-
kynningar, sem standa mun
yfir til næsta hausts, I fata-
verksmiðjunni Dúk hf. Iðn-
görðum i gær.
Ráðherra sagði ennfrem-
ur, að unnið hefði verið að
þessu máli að undanförnu,
en nefndin kæmi til meö aö
starfa á breiðari grundvelli.
Gunnar Thoroddsen sagði
ennfremur mikilvægt, að al-
menningur sýndi áhuga og
skilning á þvi að kaupa is-
lenzkar iðnaðarvörur og
hvatti alla landsmenn til að
gera sanngjarnan saman-
burö á Islenzkum og innflutt-
um varningi og kaupa inn-
lendar vörur I auknum mæli.
O