Tíminn - 04.09.1976, Blaðsíða 11
Laugardagur 4. september 1976
TÍMINN.
11
hljóðvarp
LAUGARDAGUR
4.september
7.00 Morgunútvarp
Veðurfregnir kl. 7.00,8.15 og
10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15
(og forustugr. dagbl.), 9.00
og 10.00. Morgunbæn kl.
7.55. Morgunstund
barnanna kl. 8.45: Sigurður
Gunnarsson heldur áfram
sögu sinni „Frændi segir
frá” (4). Óskalög sjúklinga
kl. 10.25: Kristin Svein-
björnsdóttir kynnir.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veðurfregnir og fréttir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.30 tJt og suður Asta R.
Jóhannesdóttir og Hjalti
Jón Sveinsson sjá um sið-
degisþátt með blönduðu
efni. (16.00 Fréttir. 16.15
Veðurfregnir).
17.30 Ferðaþættir eftir Bjarna
Sæmundsson fiskifræðing.
Oskar Ingimarsson les úr
þókinni ,,Um láð og lög”
(2).
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki.
Tilkynningar.
19.35 Fjaðrafok Þáttur i
umsjá Sigmars B. Hauks-
sonar.
20.00 óperutónlist:
20.55 Frá Húsavik til
Kalifomiu með viðdvöl i
Wihnipeg. Pétur Pétursson
ræðir við Ásgeir P.
Guðjohnsen.
21.20 Danslög frá liðnum
árum. Dieter Rieth-
sextettinn og hljómsveit
Gerhards Wehners leika.
21.50 „Hvernig herra Vorel
tilreykti sæfrauðspipuna”,
smásaga eftir Jan Neruda.
Halldreður örn Eiriksson
islenzkaði. Steindór
Hjörleifsson leikari les.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir Danslög
23.55 Fréttir. Dagskrárlok.
sjonvarp
Laugardagur
4. september
18.00 tþróttir Umsjónarmaður
Bjarni Felixson.
Hlé.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Maður til taks. Breskur
gamanmyndaflokkur. Þeg-
ar kötturinn er úti. Þýðandi
Stefán Jökulsson.
21.00 Pýramidarnir, elstu
furður heims. Pýramldarn-
ir egypsku eru frægustu
fornminjar i heimi og laða
árlega til sin skara ferða-
manna og visindamanna. í
þessari mynd er sögð saga
þeirra, skýrt nákvæmlega
frá rannsóknum á þeim,
greint frá greftrun konunga,
smurningum og lýst þeirri
dulúð, sem hvilir yfir pýra-
mfdum. Þýðandi Þórhallur
Guttormsson. Þulur Sigur-
jón Fjeldsted.
21.50 Cluny Brown. Bresk
gamanmynd frá árinu 1946.
Aðalhlutverk Charles Boyer
og Jennifer Jones. Myndin
hefst i Lundúnum árið 1939.
Ung stúlka, Cluny Brown,
sem alist hefur upp hjá
frænda sinum, pipulagning-
armanni, hefur mikið yndi
af að hjáípa honum við störf
hans. Hann vill að hún læri
nytsamleg störf við kvenna
hæfi ogkemur henni i vist á
sveitasetri. Þýðandi Dóra
Hafsteinsdóttir.
23.25 Ðagskrárlok.
ET í JÖTUNHEIMUM
FJALLANNA S9
annar meiddist í síðu. Þó hefði kannski enn verra hlotizt
af, ef Eiríku hefði ekki tekizt að sefa bróður sinn. Hann
var þó ekki mýkri á manninn en svo, er hann fór, að hann
steytti kreppta hnefana að fólkinu. Enginn áræddi að
elta hann út á vatnið og freista þess að lækka í honum
rostann í góðu tómi. Menn voru vægast sagt forviða.
Þetta var í fyrsta skipti i sögu byggðarinnar, að maður
frá Marzhlíð lét hendur skipta. Jafnvel mennirnir, sem
meiðslin hlutu, höfðu ekki sinnu á því að bölva og heitast
við hann. Þeir f urðuðu sig bara á því, að það skyldu vera
óbrotin bein í skrokknum á þeim eftir aðganginn.
Jónas sagði hvorki föður sínum né bræðrum frá senn-
unni, sem orðið hafði á Saxanesi. En sagan lá samt ekki í
þagnargildi. Þegar Jónas kom að Laufskálum, nokkrum
dögum síðar, spurði Aron hann, hvernig því véki við, að
hann skyldi ráðast á Saxanesbændurnar með hníf og
byssu. Jónas þybbaðist við. Hvers konar kjaftasögur
voru þetta? Hann hafði ekki notað önnur vopn en hnef-
ana. Byssan hafði hangið heima og hníf urinn — ja, hann
þurfti ekki á honum að halda. Loks sagði Jónas bróður
sínum, hvaðgerzt hafði á Saxanesi og þegar Aron vissi,
að lagðar höfðu verið hendur á hann, áður en berserks-
gangurinn kom á hann, harðnaði á honum brúnin.
— Þetta var rétt, Jónas, sagði hann grimmdarlega.
Það er kominn tími til þess, að fólk viti, að Hlíðarmenn
láta ekki troða á sér.
Jónas virti Aron fyrir sér.
— Hefir einhver hér á Laufskálum verið að hnotabít-
ast við þig? spurði hann seinlega.
— Hvað áttu við?
— Ég myndi kannski taka þann hinn sama í karphúsið,
þegar tóm gæfist til.
Aron var hugsi litla stund. En svo fullvissaði hann
bróður sinn um það, að allt væri eins og það ætti að vera.
Þrátt fyrir þessa staðhæfingu Arons, var Jónas mjög
ögrandi við fólkið í Laufskálum. En það lét eins og það
yrði þessekki vart. Aron lét þetta afskiptalaust, og með
sjálfum sér naut hann þess að heyra, hvernig Jónas
kastaði hnífilyrðum á báða bóga, án þess að nokkur
þyrði að gjalda þessum óspektarmanni í sömu mynt. Nú
fékk það sjálft að reyna, hvernig það var að taka þegj-
andi við hverju, sem að því var rétt!
Þegar hann var háttaður um kvöldið, spurði kona
hans:
— Hvað hefir eiginlega gripið bróður þinn?
— Ekki neitt, held ég.
— Hann var sífelltað reyna að koma af staðófriði.
— Það getur ekki verið rétt.
— Jú. Af hverju er hann orðinn svona æstur?
— Það veit ég ekki, svaraði Aron. Og það var satt, því
að hann furðaði sig manna mest á því, hve uppivöðslu-
samur Jónas var orðinn.
— Og hann er dónalegur við kvenfólk.
— Það er alls ekki rétt.
— Jú, segi ég. Hann hrækti að Ellu, þegar hún kom inn
og spurði hann, hvernig hann hefði fariðað því að bjarga
sér í stórhríð uppi á háf jöllum. Hann hlýtur að vera orð-
inn geggjaður.
Aron þagnaði, því að hann vissi það af gamalli reynslu,
að konan varð alltaf að hafa síðasta orðið. Hann hug-
leiddi þetta hins vegar með sjálf um sér, og hann gat ekki
borið á móti þvi, að framkoma Jónasar hafði verið
einkennileg. Hafði hann ringlazt í útilegunni? Jæja — ef
það kæmi ekki f ram nema innan hæf ilegra takmarka, þá
höf ðu bændurnir við Kolturvatnið bara gott af því. En að
hann væri dónalegur við kvenfólk — hefði hrækt að Ellu
— nei, þaðgatekki verið. Hann var vissulega ekki neinn
kvenhatari!
Kona Arons hafði því miður rétt fyrir sér. Jónas var
ekki lengur mjúkur á manninn við stúlkurnar. Það lá við
að hann nísti tönnum í hvert skipti, sem ung stúlka kom í
námunda við hann. Þær reyndu að gera sig eins blíðar í
máli og þær gátu og dilluðu sér framan í karlmenn, en
þegar til alvörunnar kom — ja svei, þá var fyrst spurt
um það, hvort menn ættu kýr og hús og hefðu þolanlegt
jarðnæði. Allt átti að vera til reiðu — ekki annað en
ganga inn og setjast við kjötpottinn! Það voru þó fáar
stúlkur á Laufskálum, og þess vegna hafði Jónas látið
svo lítið að þiggja þar næturgistingu.
Jónas fór frá Laufskálum morguninn eftir, urrandi
eins og hundur, sem misst hef ir af kjötbeini. Hann fór þó
ekki heim, heidur tók stefnu yfir að Saxnesi. Já — þeir
höf ðu dreift út þeirri sögu, að hann hefði ráðizt á þá með
hníf og byssu. Þeir skyldu ekki sleppa við syndagjöldin!
HVELL
G
E
I
R
I
D
R
E
K
I
K
U
B
B
U
R
'Hinum megin viö eldána
. og ísvegginn!