Tíminn - 04.09.1976, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.09.1976, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Laugardagur 4. september 1976 í spegli tímans Kynferðislegt siðferðismat Lengi haföi æösti draumur Nancy Donnelly, tvitugrar stúlku I Oxon Hill, Md., U.S.A. veriö aö veröa sjóliösforingi i kaupskipaflota Bandarikjanna. Hún fékk inngöngu I sjóliðsfor- ingjaefnaskóla ' kaupskipaflot- ans i Kings Point, N.Y. En dvöl hennar þar varö heldur enda- slepp. Astæðan til þess var sú aö komið var aö henni ásamt skólabróður hennar I rúminu i herbergi hennar i heimavist skólans. Ekki tókst aö bera kennsl á karlmanninn, þar sem hann var snöggur aö íela sig undir rekkjuvoöunum, en Nancy var rekin fyrir agabrot. Alitiö er, aö rekkjunautur hennar hafi veriö þá- og nú- verandi unnusti Nancýjar, Mark Lewis, sem líka stundaöi nám við skólann i Kings Point og er nú útskrifaður þaöan. Nancy-er bitur yfir þeirri meö- ferð, sem hún hlaut, og telur ástæöu til aö halda, aö óllk meö- ferð á henni og rekkjunautnum eigi rætur að rekja til kynferöis- fordóma. Rannsókn fer nú fram á meðferð skólans á máli þessu. Lesley-Ann datt í lukkpottinn % Lesley-Ann Down heitir ung, brezk leikkona, sem gat sér gott orð i sjónvarpsþáttunum brezku „Upstairs — downstairs”. Það eru ógrynni af ungum leikkon- um, sem biöa eftir tækifærum til að komast aö I kvikmyndum, — og þá auðvitað helzt aö leika á móti einhverjum þekktum leik- ara, þvi að þá eru meiri mögu- leikar til þess að myndin „slái i gegn” og þá er frægðin á næsta leiti. Það var verið aö byrja á kvik- myndinni „Bleiki pardusinn er aftur á ferðinni,” og aöalhlut- verkið, lögreglustjórann Jacpu- es Clouseau, leikur auövitað Peter Sellers, eins og I fyrri myndinni um Bleika pardusinn. Maud Adams, sænsk leikkona, átti aö leika á móti Peter, en hún sætti sig ekki við svefnher- bergis-atriði, sem hún átti aö leika I allsnakin, en þvi neitaði Maud Adams. Þá var farið á stúfana aö leita aö nýrri stúlku, sem hæföi i hlutverkiö, og varö Lesley-Ann Down fyrir valinu. — Þar datt ég i lukkupottinn, sagöi Lesley-Ann, að fá aö leika á móti Peter Sellers! Ég skii alls ekki hvaö Maud Adams hafði á móti þessu svefn- herbergis-atriöi. Jú, auövitaö varö ég aö fara úr fötunum, en hvaö meö það? — Áhorfendur fá aöeins að fjá skuggamynd af mér nakinni. ★ ★ ★ Nýjustu fréttir af aspirín Lyfjaframleiðendur Bayer- fyrirtækisins i Þýzkalandi hafa nýlega sett á markað nýja teg- und af hinu gamalkunna aspirinlyfi. Þetta nýja lyf kalla þeir „aspisol”. Það er vel upp- leysanlegt I vökva, og þess vegna hægt að gefa þaö meö sprautu. Þannig verkar lyfiö miklu fljótar á likamann, og einnig endast áhrifin lengur. Vfsindamennirnir, sem unnu aö þessari uppgötvun, segja, aö aspisol eigi eftir að koma að miklu leyti i stað annarra sterk- ari og hættulegri deyfilyfja, eins og t.d. morfins. Margir sjúkl- mgar verða að taka sterkar verkjapillur daglega, t.d. viö liöagigt og lika margir krabba- meinssjúklingar. 1 sumum, og jafnvei mörgum slikum tilvik- um væri miklu heppilegra aö nota aspisol, segja þeir, þvi að morfin er svo vandmeðfariö og hættulegt. með morgunkaffinu DENN! DÆMALAU5I „Nei, þaö er enginn krakki á þessu heimili. — Þetta er elli- heimili.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.