Tíminn - 04.09.1976, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.09.1976, Blaðsíða 7
Laugardagur 4. september 1976 TiMINN 7 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulitrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steimgrimur Glslason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhús- inu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aöalstræti 7, slmi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — aug- lýsingaslmi 19523. Verö I lausasölu kr. 50.00. Askriftar- gjald kr. 1000.00 á mánuöi. Blaöaprent h.f. Að finna vanmátt sinn Það er ekki nýtt af nálinni, að fram á sviðið stigi náungar, sem liggur það mjög á hjarta að gera hróp að Mjólkursamsölunni. Skipulag það, sem verið hef- ur litt breytt til skamms tíma á sölu landbúnaðar- afurða, kom sem bjargræði á kreppuárunum, og við þá breytingu, sem þá varð á mjólkurvinnslu og mjólkursölu, tókst að gera allt i senn: Koma á geril- sneyðingu allrar sölumjólkur, lækka mjólkurverðið i búðunum og hækka það verð, sem bændur fengu. Slikur óskapnaður hafði dreifing mjólkur áður verið á hinum svokallaða frjálsa markaði. Þessum miklu og augljósu endurbótum var svarað með mjólkurstriðinu alræmda — einum þeirra þátta i stjórnmálasögu landsins, er mest er til skammar þeim, sem létu ofstæki hlaupa með sig i gönur, þegar illt hafði verið fært til betri vegar. Siðan hefur þó eimt eftir af þessum fráleitu við- horfum, og meðal okkar hafa alla tið siðan verið hópur manna, sem rekið hefur fjandskap við Mjólkursamsöluna og blásið eftir getu að gömlum glæðum. Flaggað hefur verið pólitiskri kennisetn- ingu um verzlunarfrelsi, en undirrótin hefur einfald- lega verið eiginhagsmunabarátta fárra manna, er töldu sig eygja hagnaðarvon sér til handa með þvi að þjarma að Mjólkursamsölunni og sverta hana i aug- um fólks. Hér á árunum var hafin tangarsókn, sem stefndi að þvi marki, að smásöluverzlun með mjólk yrði tek- in úr höndum Mjólkursamsölunnar. Þetta hefur nú haft framgang, og þá hefði sýnzt trúlegt, að kyrrðist geð þeirra, sem horft höfðu öfundaraugum til Mjólkursamsölunnar vegna búða hennar. Af grein, sem einn forvigismanna þeirra, Hjörtur Jónsson, skrifaði i Morgunblaðið á fimmtudaginn, má þó glöggt sjá, að svo er ekki. Svo er mál með vexti, að meðal kaupmanna er komin upp óeining um þessa brey tingu, þar eð þeir er minna hafa umleikis telja sig sjá fram á að stórbúða- eigendur hafa leikið á sig og muni þröngva kosti þeirra. Almenningur óttast verri þjónustu en áður, bæði muni sum hverfi verða mjólkurbúðalaus og tvi- sýna á, hvort sú fyrirgreiðsla, sem Mjólkursamsalan veitti viðskiptavinum sinum um helgar, verði eins góð i höndum hinna nýju aðila, ef hún verður þá nokkur. Loks eru stúlkur þær, sem áður afgreiddu i búðum Mjólkursamsölunnár, uggandi um sinn hag. Til svars við þessari ólgu er grein Hjartar skrifuð. Hann er að fela getuleysi sitt,og aðferðin er sú, að ala sem mest á öllum þeim rógi, sem verstur hefur verið uppihafður á liðnum timum. Þetta er vafalaust gert i þvi skyni að draga athyglina frá þvi, að ekki er sem sól risi eftir skuggalega nótt, þótt dreifing mjólkur i Reykjavik verði ekki lengur á vegum Mjólkursamsölunnar. Fjasað er um „einokunar- anda” og ,,einokunarhring”, sem rofinn hafi verið og rifjaðar upp hinar illviljuðustu útleggingar á orðum, sem fallið hafa fyrir löngu i deilunum um mjólkur- sölumálin. Þannig talar maður, sem stendur and- spænis vanmætti sinum. Allt er þetta að sjálfsögðu út i hött. Mjólk er fram- leidd handa fólki að neyta hennar og dreifingin i búðunum fer fram vegna fólksins. Hér eiga ekki við neinar kennisetningar, og það eitt skiptir máli, að Hjörtur og menn hans geti séð fólki fyrir mjólk með jafnódýrum og þægilegum hætti og áður. Annað er aukaatriði. En Hirti nægir ekki rógur um Mjólkursamsöluna. Að greinarlokum er skotið á bændastéttina alla og reynt að kveikja þann grun, að meðferð mjólkur sé áfátt og eftirlit með henni tortryggilegt. Ekki er það gæfusamlegt atferli. J.H.. Karamanlis vinsæll Hagur Grikkja vænkast undir stjórn hans Karamanlis hefur tekizt aö bæta efnahag þjóöarinnar RIKISSTJÓRN Konstantins Karamanlis, forsætisráöherra Grikklands, hefur nú verið við völd i Grikklandi i 2 ár. Það er óhætt aðsegja, að þetta tima- bil hefur verið það farsælasta i nútimasögu landsins, bæði stjórnmálalega og efnahags- lega séð. Karamanlis nýtur ekki einungis vinsælda innan Grikklands heldur einnig utan þess. Hann hefur skapaö sér gott nafn, sem skiptir miklu máli á þessum siðustu timum, þar sem engin stór nöfn finn- ast. En spurningin er hvort persónan ein dugi til að gera þær breytingar, sem nauðsyn- legar eru til að bæta afkomu þjóðarinnar og gera Grikk- land að fullgildum meðlim Efnahagsbandalags Evrópu. ÞAÐ MA segja, að saga Grikklands á þessari öld ein- kennist fyrst og fremst af ó- stöðugleika. Fram aö seinni heimstyrjöldinni skiptist Grikkland á að vera konungs- veldi og lýðveldi. Hernám Þjóðverja rauf þessar sveifl- ur, en þráðurinn var tekinn upp aftur eftir striðiö. 1946 kaus þjóðin konungs- sinna i rikisstjórn og nokkru siðar vildi hún fá konung sinn aftur. I þrjú ár geisaði svo borgarastyrjöld, þar sem kommúnistar börðust við kon- ungssinna, en þeir siðar- nefndu nutu öflugs stuðnings Breta og Bandarikjamanna. NAFN Karamanlis er tengt tveimur hagstæðustu timabil- um þjóöarinnar. Annars vegar eru það tvö siðastliðin ár og hins vegar eruþað árin 1955-’63,en þá var Karamanlis einnig forsætis- ráðherra. A þessum árum bætti hann stjórn fjármál- anna, náði stjórn á hinu hækk- andi verðlagi og stuðlaði að þróun i framleiðslu landbún- aðar og iðnaðar. 1963 fór hann sjálfviljugur I útlegð, en þá var George Papandreou orðinn forsætis- ráðherra. Arið eftir tók Kon- stantin II við konungsdæminu og hann hafði ekki setið lengi við völd, þegar þeir Papandreou lentu i deilum út af völdum konungs, en hann réði þá yfir hernum. Konung- ur rak forsætisráðherrann, en tveimur árum síðar, 21. april 1967, tók herinn undir stjórn Papadopoulosar öll völd i sin- ar hendur. SENNILEGA eru deilur Grikkja og Tyrkja út af Kýpur og, nú siðast út af oliunni i Eyjahafinu, mesta vandamál Karamanlis. Vandamál Kýpur, sem eitt sinn var nýlenda Breta, er I aðalatriðum þannig, að um 80% ibúanna eru af griskum ættum, en afgangurinn af tyrkneskum, og hafa grisku Kýpurbúarnir krafizt samein- ingar við Grikkland. Úr þvi hefur aldreiorðið, en hins veg- ar fékk Kýpur sjálfstæði árið 1960. 1 júli 1974 blossuöu bardagar upp að nýju á eynni, en þá hafði Papadopoulosi veriö varpað úr sessi i Grikklandi. Skömmu eftir að vopnahlé var samið, þá sagði herstjórnin i Aþenu af sér og kallaöi á borg- aralega stjórn. Þá fyrst gat Karamanlis komið heim úr 11 ára útlegð sinni i Paris en þaðan hafði hann stjórnað mótspyrnunni gegn herstjórn- inni. t nóvember 1974 voru svo haldnar fyrstu lýöræðislegu kosningarnar i Grikklandi i meir en áratug. Þar sigraði hinn nýi Demókrataflokkur Karamanlis glæsilega og hlaut 220 þingsæti af 300 möguleg- um. KARAMANLIS telur sjálf- ur, að mesta þrekvirki hans séu umbæturnar i efnahags- málunum. Vextir hafa verið hækkaðir til að laða erlenda fjárfesöngu til Grikklands, og þá sérstaklega til námurekst- urs og vinnslu hráefna. Enda þótt Grikkland sé i Evrópu, þá er það aðallega að nafninu til. Tekjurnar eru ein- ungis um helmingur þess, sem hin löndin i Efnahagsbanda- laginuhafa og margar af mik- iivægustu stofnunum þjóöfé- lagsins eru vanþróaðar. t.d. háskólarnir og rikisstofnan- irnar. Það er eitt af helztu verkefnum Karamanlis að vinna bug á þessum vankönt- um, áður en Grikkland verður talið fullgildur meðlimur Efnahagsbandalasins. SEM mikill stjórnmálamað- ur, þá er Karamaniis auövitað umdeildur. Að visu, segja vinstri menn, er Karamanlis góður maður, en hann viil halda öllum spilunum i sinum höndum. Þess ber að gæta, að i fyrsta skipti i sögu Grikk- lands eru kommúnistar með- höndlaðir sem menn, en ekki glæpamenn. T.d. hefur Kara- manlis þann hátlá.að ráðfæra sig alltaf jafnt við kommún- ista sem hægri menn, áður en mikilvægar stjórnmálalegar ákvarðanir eru gerðar. Þetta þyrfti hann auðvitaö ekki að gera, þar sem hann hefur svo gifurlegan þingmeirihluta. Hægrimenn segja hins veg- ar, að Karamanlis sé alltof til- litssamur við vinstri menn. Og þá sérstaklega kommúnista, sem i þeirra augum eru enn glæpamenn. Þessar ásakanir bera þess einungis vott, að Karamanlis ermikilmenni, þvi að þau eiga alltaf að vera umdeild. MöL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.