Tíminn - 04.09.1976, Síða 3
Laugardagur 4. september 1976
TÍMINN
3
FUNDU PJÖTLUR OG
FLÍSAR FRÁ FYRRI
FB-Reykjavlk. 1 fyrradag fór
tuttugu manna hópur frá Húsavík
i fornleifaleitarleiðangur i gil
nokkurt i Grisatungufjöllum, en
þar höfðu fundizt fornleifar fyrir
einum 11 árum. t þetta sinn fundu
mennirnir nokkrar pjötlur, rauð-
ar og bláar, auk tréflisa, sem
sennilega eru úr atgeirssköftum.
Þormóður Jónsson fréttarit-
ari Timans á Húsavik var með i
ferðinni, og fer frásögn hans hér á
eftir:
— í októbermánuði 1965 fund-
ust forn vopn i djúpu gili i Grisa-
tungufjöllum, sem eru i suður frá
ÖLDUM
Tjörnesi milli Reykjahverfis i
Suður-Þingeyjarsýslu og Keldu-
hverfis i Norður-Þingeyjarsýslu.
Mikil og gömul fönn var i gilinu,
og talið liklegt, að vopin
hefðu nýlega verið komin undan
fönninni, þegar þau fundust.
Þá var talið hugsanlegt, að fleira
kynni að leynast i fönninni.
— Nú, þegar búið var að vera
hlýtt og langt sumar hjá okkur á
Norð-Austurlandi, og auk þess
snjólétt á siðastliðnum vetri, var
talið liklegt, að fönnin hefði
minnkað svo, að forvitnilegt gæti
verið að svipast þar um. Þvi var
það, að við fórum á fimmtudag-
inn, um tuttugu félagar i Rotarý-
klúbbi Húsavikur, i könnunarleið-
angur á þessar slóðir. Tveir fé-
lagar okkar, Hjörtur Tryggvason
bæjargjaldkeri og Jóhann Her-
mannsson fulltrúi skattstjóra,
höfðu kannað staðinn sumarið
1969 og fundu þá m.a. járnhlifar
af atgeirssköftum. Þessa könnun-
arferð fóru þeir i samráði við
þjóðminjavörð.
— Þeir Hjörtur og Jóhann
töldu.að fönnin i gilinu væri meiri
nú, en hún var árið 1969, og urðum
við þvi heldur vondaufir um að
finna nokkuð merkilegt. Þá gerð-
ist það, að Sigurjón Jóhannesson
skólastjóri kom auga á mjög fún-
ar tréflisar I grjóturð upp af fönn-
inni. Við nánari leit þar fundum
við smápjötlur af fornum klæð-
um, i bláum og rauðum lit. Þess-
ar pjötlur voru mjög fúnar og
vildu detta i sundur við snertingu.
— Þessi fundur gefur til kynna,
að forvitnilegt gæti verið, aö leita
frekar i grjóturðinni, en hún er
mjög mikil og þvi geysimikið
verk að kanna hana til hlitar.
— Vopnin, sem fundust 1965,
voru þrir atgeirar með trésköft-
um. Þeir voru á sihum tima send-
ir til Danmerkur til aldurs-
ákvörðunar, og taliö var að þeir
Hér er Þór Magnússon
þjóðm inja vörður meö at-
geirana, sem settir voru
saman úr þeim flisum, sem
fundust árið 1965. (Tima-
mynd Gunnar).
Hollenzki stórmeistarinn Jan
Timman dvaldist á Austfjörðum
og tefldi fjöltefli á vegum Skák-
sambands Austurlands 18. og 19.
ágúst.
Fyrra fjöltefliðför fram á Eski-
firöi 18. ágúst. Timman tefldi við
29 skákmenn. Hann vann 26
skákir, gerði 1 jafntefli og tapaöi
2 skákum. Þéir sem unnu Timm-
an voru: Jóhann Þorsteinsson,
Reyðarfiröi og Jón Baldursson,
hefðu verið smiðaðir- i lok
fimmtándu aldar, eða snemma á
16. öld.
— Þessi fundur okkar nú var
tilkynntur forseta vorum, sem
mun tilkynna hann núverandi
þjóðminjaverði.
Við snérum okkur siðan til Þórs
Magnússonar þjóðminjavarðar,
og spurðum hann um þennan
fund, og sömuleiðis það, sem
fannst árið 1965. Hann sagði m a..:
— Sköftin af atgeirunum voru
öll brotin. Þeir tindu saman allt,
sem þeir fundu þá, og siðan tókst
að setja saman eitt skaftið. Af
öðru skaftinu er siðan partur, en
mikið vantaði I það þriðja.
— Þessar taiúeifar, sem nú
hafa fundizt þarf að senda i ein-
hverja góða rannsóknarstofu i
útlandinu. Þá verður hægt að
komast að raun um, hvaða efni
þetta er, og frá hvaða tima það
er, þvi erlendis eru mjög margir
sérfræðingar, sem gætu skorið úr
um slikt.
— Atgeirar eins og þeir sem
flisarnar eru úr, eru viða til á
söfnum erlendis, bæði i Kaup-
mannahöfn og annars staðar.
Þetta eru vopn frá þvi um sextán
hundruð.
— Mér vitanlega eru ekki til
sögur um atburði, sem eiga að
hafa gerzt á þeim slóðum, sem
minjarnar fundust. Einhverjir
hafa þó reynt að setja þetta
saman við þjóðsögu, sem á að
hafa gerzt á Reykjaheiði, §n það
er alveg út í bláinn. 1 þeirri sögu
er sagt frá viðureign manna við
bjarndýr. Sú saga hefur sennilega
aldrei gerzt.
Hertar út-
lánareglur
banka?
—hsRvik. t fyrradag var
fundur með bankastjórum
Seðlabankans og bankastjór-
um viðskiptabankanna um
stefnu bankanna I útlána-
málum, en staðan var
þannig i júlilok, að útlánin
voru oröin meiri heldur en
gert var ráð fyrir I sam-
komulaginu, sem gert var i
ársbyrjun. Af þessum sökum
er við þvi að búast, að hert
verbi á útlánareglum á næst-
unni.
Sveinn Jónsson, aðstoðar-
bankastjóri Seðlabankans,
sagði I gær, aö ákveðinn
hefði verið annar fundur á
þriðjudaginn i næstu viku um
sama efni. Niðurstöðutölur
fyrir ágústmánuð væru enn
ekki komnar, en fylgzt hefur
verið með útlánaaukning-
unni mánaðarlega, og þvi
væri ekki að vænta neinna
ákvarðana fyrr en i fyrsta
lagi á fundinum.
Vildi Sveinn þvi ekki tjá
sig frekar um málið að svo
stöddu, en heyrzt hefur, að
útlánareglur verði nú hertar,
svo að ekki veröi farið fram
úr fyrrgreindu samkomu-
lagi, sem hljóðaði upp á 16%
hámarksaukningu útlána á
árinu.
Kaup á vélunum yrði að sjálf-
sögðu háð samþykki rikis-
stjórnarinnar sökum rikis-
ábyrgðar, sem Flugleiðir hafa
fengið, svo og gjaldeyriseftirliti
og bönkum. Alfreð kvað tilboðið
enn á algjöru athugunarstigi og
þvi hefði það ekki verið fært i tal
við þessa aðila.
Alfreð sagði, að vélarnar væru
nýlegar og þeim hefði verið flogið
um 3000 tima hvorri, en um er að
ræöa systurflugvélar. Alfreð
sagði, að ekki væri ósennilegt að
Flugleiðir myndu selja einhverj-
ar af sinum vélum, ef gengið yrði
að tilboði Lockheedverksmiðj-
anna.
— Það væri miklu hagkvæm-
ara að kaupa báðar vélarnar en
aðeins aðra þeirra, i sambandi
við varahluti og annaö, sagði Al-
freð.
Lockheed fyrirtækið hefur ver-
ið mikiö i fréttum siðustu vikur og
mánuöi, ekki vegna flugvéia
sinna, heldur vegna mútustarf-
semi, og hafa þekktir stjórnmála-
menn þurft að afsala sér völdum,
þegar upp hefur komizt að þeir
hafa þegið mútur frá Lockheed.
Timman tefldi á Austfjörðum
Gsal-Reykjavik. — Flugleiðir
hafa nú til athugunar tilboð frá
bandarisku flugvélaverksmiðjun-
um Lockheed um kaup á tveimur
notuðum fiugvélum af
Tristan-gerð. Alferö Eliasson,
forstjóri Flugleiða sagði I samtali
við Timann i gær, að verðið á
þessum tveimur vélum banda-
riska fyrirtækisins væri mjög
hagstætt tilboð verksmiðjanna
væri nú til athugunar hjá stjórn
Flugleiða.
Eskifirði. Jafntefli gerði Guð-
björn Sigurmundsson, Nes-
kaupstað.
Siðara fjölteflið fór fram á
Reyðarfirði 19. ágúst. Timman
tefldi við 25 skákmenn. Hann
vann 24 skákir og tapaði 1. Sá,
sem vann Timman,var Guðbjörn
Sigurmundsson, Neskaupstað.
Skákmenn á Austurlandi eru
mjög ánægðir með komu Timm-
ans og vona, að fleiri meistarar
feti i fótspor hans.
Flugleiðir athuga
tilboð Lockheed
íslenzkur iðnaður kynntur um land allt
SJ-Reykjavik Fatakaupstefns
fyrir almenning og verzlunar
menn, sú stærsta, sem hér hefui
verið haldin, hefst I Laugardals
höllinni á miðvikudag. Þar sýna
30 fyrirtæki framleibslu sina
þ.á.m. gull og silfursmiðir, og
auk þess kynna hárskerar og
hárgreiðslukonur iðngreinai
sinar. Dagur iðnaðarins veröui
á ýmsum stöðum á landinu á
þessu ári og því næsta. 1 man
verður kynningarvika á islenzk-
um matvælum. Umbúðasam-
keppni verður haldin og islenzk-
ur iðnaður kynntur á fundum
þjónustuklúbba og ýmissa
félagasamtaka. Farandsýning
verður á ýmsum stöðum, en
með henni verður reynt að gera
grein fyrir stöðu iðnaðarins i
nútið og framtið.
1 gær hófst starfsár Islenzkrar
iðnkynningar, sem stendur til 1.
september 1977. Formlegt upp-
haf þessa „iðnkynningarárs”
var I verksmiðjunni Dúk, sem
framleiðir fatnað, og fluttu þar
ávörp Gunnar Thoroddsen
iðnaðarráðherra, og Hjalti Geir
Kristjánsson, sem kynnti iðn-
kynninguna, sem nú er að hefj-
ast, og beinist að þvi að efla sölu
á islenzkum iðnaðarvörum og
glæða almennan skilning á
mikilvægi iðnaðarins, þeirri
miklu atvinnu, sem hann veitir,
gjaldeyrisöflun og þeim gjald-
eyrissparnaði, sem hann hefur i
för með sér. Einnig talaði Halí-
dóra ólafsdóttir iðnverkakona
hjá Dúk h.f., sem lét m.a. i ljós
þá skoðun sina, að hún efaðist
ekki um, að islenzkur iðnaður
stæði þeim erlenda á sporði ef
verkafólk hér hefði starfsaö-
stööu á borð við það sem geröist
hjá samkeppnisfyrirtækjum
iðnaðarins erlendis. Lét hún i
ljós þá ósk, að tekjumöguleikar
I framleiðsluiðnaði ykjust, en
eins og er væru þeir slðri en i
öðrum greinum. Algengt væri,
að starfsfólk liti á starf i verk-
smiðjum sem bráðabirgðastarf
þangað til annað betra fengizt.
Þetta þyrfti og kæmi til með aö
breytast með betri kjörum og
auknu áliti starfsgreinarinnar.
Talið er, að næsta áratuginn
bætist 16000 nýir einstaklingar á
islenzkan vinnumarkað. Gert er
ráð fyrir, að mannaflaþörf
framleiðslugreinanna minnki
vegna aukinnar sjálfvirkni og
takmarkaðra‘auðlinda. Aætlað
er þvi, að iðnaðurinn þurfi að
vera þvi viöbúinn að veita um
4000 nýjum launþegum atvinnu
á þessum tlma, en þjónustu-
greinar hvers konar munu taka
við langmestum hluta mannafl-
ans.Sú hefur orðið raunin á
annars staðar, að öflugur iðnað-
ur styður að almennri hagsæld
og talið er, að hverju starfi i
framleiðsluiðnaði fylgi 3-4 störf
I öðrum atvinnugreinum. Þaö er
þvi ljóst, að eigi að takast að
tryggja fulla atvinnu næstu ár-
in, þarf iönaðurinn að eflast,
ekki hvað sizt úti um land, þvi
það er ein af meginforsendum .
þess, aö byggð haldist þar I
blóma, að fólk eigi þar aðgang
að þeirri tryggu atvinnu, sem
velrekin iðnfyrirtæki geta veitt.
Vinnandi fólk i landinu er taliö
um 100.000 manns og þar af
vinna um 27.000 eða 27% viö iðn-
að, en vani hefur verið að telja
fiskiðnað (þar vinna 6000
manns) og úrvinnslu land-
búnaöarafurða til frumfram-
leiðslugreinanna, sjávarútvegs
og landbúnaðar, að undantekn-
um lagmetisiðnaöi, ullai'- og
skinnaiðnaði. Þessi 27% skipt-
ast þannig, að i framleiösluiðn-
aöi vinna 12% i þjónustuiðnaði
4% og I byggingariönaði starfa
11%.
Talið er, að á siðasta ári hafi
hlutur iðnaðar I þjóðarfram-
leiðslunni verið um 36.5% eða
meiri en hlutur sjávarútvegs,
landbúnaðar og verzlunar (að
undanskilinni bankastarfsemi)
samanlagt 33,6% Þá er taliö, að
verömætasköpun á starfandi
mann i almennum iðnaði hafi
verið 1 milljón 657 þúsund krón-
ur og 2 millj. 222 þús. kr. i
byggingariðnaði. í sjávarútvegi
var þessi verðmætasköpun 1975
talin vera 1 milljón 833 þúsund
krónur, 940 þúsund i landbúnaði
og 1 millj. 440 þús. kr. i verzdun.
Taliö er, að á siðasta ári hafi
hlutur iðnaðarins i heildargjald-
eyrisöfluninni verið um 13.7%.
Hins vegar verður mikilvægi
iðnaðarins fyrir heildargjald-
eyrisstöðuna ekki metið af þess-
ari tölu. Þótt mjög sé erfitt að
meta i tölum hve mikinn gjald-
eyri islenzkur iðnaður spari
þjóðinni með framleiöslu sinni,
hafa sérfræðingar áætlað, aö á
siðasta ári hafi sú tala verið
nálægt 30 milljöröum. Það ár
varð viðskiptajöfnuðurinn
óhagstæður um nær 21 og hálfan
milljarö króna og þótti flestum
nóg um, hvað þá ef flytja hefði
þurft inn allt sem islenzkur iðn-
aður framleiddi.
Forystumenn iðnaðarins telja
hann ekki njóta jafnréttis á viö
frumatvinnugreinarnar. Sem
dæmi má nefna framlög rikisins
til rannsókna- og þjónustustofn-
ana i þágu atvinnuveganna. Þau
framlög eru I ár til sjávarútvegs
og fiskiðnaðar 495 millj. kr., til
landbúnaðar 247 millj. kr., en til
iðnaðar 109 millj. kr.. Og framlög
rikisins til stofnlánasjóöa nema:
til sjávarútvegs 380 millj. kr., til
landbúnaðar 338 millj. kr. og til
iðnaðar 100 millj. kr.