Tíminn - 04.09.1976, Síða 13
Laugardagur 4. september 1976
TÍMINN
13
Slovan
kemur
með
7 leik-
menn
Enn ein sprengjan í sambandi við vinnubrögð stjórnar
KSÍ er sprungin!
iReynir fró Arskógsströnd og
Afturelding aetla ekki að fara
— sem tryggðu
Tékkum Evrópu-
meistaratitilinn
SLOVAN Bratislava, mótherjar
Fram i UEFA-bikarkeppni
Evrópu, hafa sent Framörum
skeyti þess efnis, aö þeir komi
meö alla sina sterkustu leikmenn
til Reykjavikur. Þar af eru 7
landsliösmenn, sem tryggöu
Tékkum Evrópumeistaratitil
landsliöa með þvi aö vinna sigur
yfir V-Þjóöverjum 5:3 i vita-
spyrnukeppni, eftir aö þjóöirnar
skildu jafnar (2:2) eftir venjuleg-
an leiktima.
Frægasti leikmaður liösins er
fyrirliöinn Anton Öndous sem er
einn bezti knattspyrnumaöur
Evrópu. Framarar mæta Slovan
á Laugardalsvellinum þriöju-
daginn 14. september og verður
þá gaman að sjá hvað þeir gera
gegn hinum sterku tékknesku
landsliðsmönnum, sem lögðu
Hollendinga og V-Þjóðverja að
velli I Evrópukeppninni.
til Eskifjarðar
-þar sem ákveðið hefur verið, að
baráttan um 10. sætið í 2. deild
eigi að fara fram
ÍÞRÓTTASÍÐA Timans hefur frétt það eftir
áreiðanlegum heimildum að Reynir frá Árskógs-
strönd og Afturelding i Mosfellssveit hafii ákveðið
að mæta ekki til leiks á Eskifirði, þar sem ákveðið
hefur verið að keppnin um 10-unda sætið i 2. deild
eigi að fara fram. Mikil óánægja er hjá þessum fé-
lögum vegna ákvörðunar stjómar K.S.í. að setja 3-
liða keppnina um 2. deildarsætið á Eskifjörð, eða
rétt við bæjardyr þriðja liðsins i úislitum, Þróttar
frá Neskaupstað.
allt of hrifin af vinnubrögðum
KSl-manna, sem höfðu engin
samráð við félögin, og stjórnin
ákvað að láta keppnina fara fram
á Eskifirði, þrátt fyrir það, að
Reynir og Afturelding voru biiin
að mótmæla keppnisstaðnum og
skýra frá þvi, að félögin myndu
ekki mæta til leiks á Eskifirði,
þar er þau töldu staðinn ekki hlut-
lausan, vegna litillar fjarlægðar
frá Neskaupstað.
Þá má geta þess, að félögin
hafa frétt, að leikmenn Þróttar
hefðu byrjað að æfa á vellinum á
Eskifirði, áður en það endanlega
var ákveðið að keppnin færi þar
fram, hverju sem það sætti. Þá
benda þau á, að það sé aðeins 15
minútna keyrsla frá Neskaupstað
til Eskifjarðar, þannig að leik-
menn Þróttar komast heim til sin
á milli leikja á meðan Reyni og
Aftureldingu sé boðið svefnpoka-
pláss.. Þá finnst félögunum ein-
kennilegt, að Þróttarar fái fri á
Frh. á bls. 15'
Á morgun
Viðtal við Inga
Björn Albertsson,
fyrirliða
íslandsmeistara
Vals
Mikið kurr er nú i herbúðum
Reynis og Aftureldingar, sem
hafa skipað sér á bekk með knatt-
spyrnufélögum sem eiga á einn
eða annan hátt bágt með að sætta
sig við vinnubrögð þau, sem
stjórn K.S.l. hefur beitt i sumar,
en stjórnin hefur gert hver mis-
tökin á fætur öðrum.
Reynir og Afturelding eru ekki
Baróttan
gegn
Belgum
— leiknum verður sjónvarpað
Landsliöiö á æfingu I Laugardalnum I gær.
(Timamynd: Gunnar)
B ARÁTTAN gegn
Belgiumönnum i undan-
keppni HM-keppninnar
verður háð á Laugar-
dalsvellinum á morgun
kl. 18.15. Matthias Hall-
grimsson mun ekki taka
þátt i baráttunni, þar
sem hann fékk ekki leyfi
hjá forráðamönnum
Halmia, til að leika, þar
sem Halmia er að leika
þýðingarmikinn leik i
Sviþjóð um helgina.
Viljoen fró keppni
Aston Villa mætir Ipswich á Villa Park
ASTON VILLA; hefur nú forystu i
ensku 1. deildarkeppninni, mætir
Ipswich á Villa Park i dag. Eftir
góðan sigur (3:0) á Manchester
City i deildarbikarkeppninni á
miðvikudaginn er ástæðulaust
annað en að ætla að Villa-liðið eigi
alls kostar við Ipswich á Villa
Park og haldi þannig forystu i
deildinni.
Aston ViUa hefur farið vel af
stað og munar þar mest um að
einn af lykílmönnum iiðs'ins,
Brian Little, sem skoraði 2 morK
gegn Manchester City, er nú bú-
inn að ná sér fullkomlega eftir
meiöslin sem hrjáðu hann sl.
keppnistimabil, svo að hann gat
ekki leikið mikiö með liðinu þá.
Colin Viljoen hinn snjalli mið-
vallarspilari Ipswich, mun ekki
geta leikið meö liðinu á næstunni.
Viljoen var skorinn upp við
meiöslum I hæl nú I vikunni. Að-
gerðin heppnaðist mjög vel,
þann,,ig að þessi snjalli S-Afriku-
maöur á að vera tilbúinn I slaginn
eftir 6 vikur.
LEEDS... fær Derby i heimsókn
á Elland Road og ætti þaö að vera
stórleikur umferðarinnar. óvist
er, hvort Tony Currie, sem Leeds
keypti frá Sheffield United fyrir
240 þús. pund getur leikið með
Leeds, þar sem hann hefur ekki
getað æft i vikunni, vegna
meiðsla i hné. Þá eiga þeir Paul
Medeley og Eddie Gray við
meiðsl að striða, Medeley i nára
og Gray á fæti.
Liverpool.. mætir Coventry á
Anfiels Road i Liverpool og verð-
ur fróðlegt að sjá hvort Coventry
notar nýju leikmennina sina þrjá,
og nái að sýna sama glansleik og
á móti Leeds um siðustu helgi.
Malcolm McDonald... veröur i
sviösljósinu á Highbury i’Lundún-
um, þegar Arsenal mætir Man-
chester City. Það má búast við
um 40 þús. áhorfendum á leikinn
til að sjá þennan mikla marka-
skorara, sem skoraði mark (3:2)
gegn Carlisle i deildarbikar-
keppninni, og Trevor Ross hinn
efnilega sóknarleikmann, sem
skoraði þá 2 mörk.
Annars verða þessir leikir
leiknir i 1. og 2. deildarkeppninni i
dag.Til gamans er spáð i leikina:
Arsenal-Manchester City......1
Aston Villa-Ipswich .........1
BristolCity-Sunderland.......x
Leeds-Derby..................2
Leicester-Everton ...........x
Liverpool-Coventry ..........1
Manchester Utd.-Tottenham ... x
Middlesborough-Newcastle.....x
Norwich-Birmingham...........1
Q.P.R.-WBA...................1
Stoke-West Ham ..............1
2. deild
Blackburn-Blackpool...........2
Carlisle-Hull.................x
Fulham-BristolR...............1
Hereford-Burnley..............x
Luton-Nottingham .............1
Millwall-Chelsea..............2
Notts County-Bolton...........x
Oldham-Cardiff................1
Orient-Plymouth...............2
Southampton-Sheffield Utd.....x
Wolves-Charlton ..............1
1 annarri deiyinni eru nokkrir
áhugaverðir leikir á skrá, m.a.
Hereford-Burnley , Lut-
on-Nottingham og Lundúna
„dérbyið” Millwall-Chelsea, en
Chelsea hefur byrjað keppnis-
timabilið vel og með sama á-
framhaldi ætti áhorfendum aö
fara fjölgandi á hinum stóra og
glæsiiega velli þeirra.
En nánar um þessa leiki eftir
helgi. — ó.O.
íslenzki landsliðshópurinn fór
til Þingvalla i gærkvöldi, þar sem
landsliðið mun dveljast fram að
landsleik. Jóhannes Eðvaldsson
mun ekki koma til Reykjavikur
frá Skotlandi fyrr en tveimur tim-
um fyrir landsleikinn, ef ekki
verður frestun á flugi frá Lundún-
um, en hann mun halda til London
frá Glasgow i fyrramálið til að ná
flugi til tslands. Þess má geta til
gamans, að Jóhannes verður
krýndur tþróttamaður ársins 1975
fyrir landsleikinn á morgun og
mun honum þá vera afhent hin
veglega stytta, sem tilheyrir
nafnbótinni.
Belgiumenn komu til landsins i
gærdag, og fóru þeir á æfingu á
Laugardalsvöllinn um 6 leytið i
gær. Þeir voru ekki allt of hrifnir
af vellinum, sem þeim fannst of
mjúkur. Það má búast við fjöl-
mörgum áhorfendum á Laugar-
dalsvöllinn á morgun, en þeir,
sem komast ekki til að sjá bar-
dagann, fá tækifæri til að sjá hann
á skjánum annað kvöld, en þá
verður leikurinn sýndur i heild.
Eyja-
menn
töpuðu
HAUKAR uröu fyrstir og
jafnframt siöastir til aö
leggja Vestmannaeyinga aö
velli i 2. deildarkeppninni i
knattspyrnu, þegar þeir
unnu sigur (2:1) á Eyja-
skeggjum I Eyjum i siöasta
leik þeirra i deildinni. Sig-
uröur Aöalsteinsson sá um
sigur Hauka — hann skoraði
bæöi mörk Hafnarfjaröar-
liösins, en Sigurlás Þorleifs-
son skoraöi mark Eyja-
manna.