Tíminn - 14.09.1976, Blaðsíða 7

Tíminn - 14.09.1976, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 14. september 1976. TÍMINN 7 Svíar auka niðurgreiðslur Búnaðar- tíðindi Gísli Kristjánsson skrifar Dönsk dýralæknisfávísi? t sænska búnaðarblaðinu LAND segir frá þvi I lok júni s.I., að til þess að halda verðlagi iskefjum og iþyngja ekki fram- færslu fólksins með ört vaxandi verðlagi iifsnauðsynja, við breyttan verðgrundvöll þar I landi; hafi sú leið verið valin, að verja af rikisfé 400 milljónum sænskra króna til niður- greiðslna, en 309 milljónir' hljóta að fara út I verðlagið sem hækkun á ýmsum búvörum. Af rikisfé i Svíariki er nú varið 3,2 milljörðum sænskra króna til þess að greiða niður neyzluvörur. Það nemur um 132 milljörðum islenzkra króna á arinu með núgildandi gengi peninganna, en það mundi vera um 14.700 islenzkar krónur á hvern ibúa þar i landi. Að sjálfsögðu er það misjafnt hvernig niðurgreiðslum er varið. Sem dæmi um fyrir- komulagið má nefna, að væri mjólkin ekki greidd niður mundi hún kosta 117 islenzkar krónur hver litri, en i reyndinni er verð hennar á markaði aöeins 58 krónur islenzkar, og niður- greiðslan nemur þvi réttum helmingi raunvirðis. Hve mikil niðurgreiðsla er á hvert kg af kartöflum er ekki tilgreint, en hinsvegar segir i greininni, að samtals sé varið til niðurgreiðslna á þeirri vöru 3300 milljónum islenzkra króna, en það eru um 370 krónur á mann um árið. Þessar niðurgreiðslur eru að mestu leyti til þess að halda niðri verði á innfluttum kartöflum, en á siðasta ári voru mjög tilfinnanleg afföll á upp- skeru kartaflna þar i landi, svo að mikið varð að flytja inn til neyzlu á siðasta vetri. Þær 309 milljónir sænskra króna, sem raunverulega hljóta nú að færast sem verðhækkanir á búvörum á þessu ári, koma fyrst og fremst niður á hinum ýmsu tegundum kjötvöru, mis- jafnlega mikið eftir tegundum. Vaxandi dýrtið hefir rikt þar i landi eins og viðar, en viðleitni til að halda verðlagi niðri er viðurkennd þar i landi eins og i mörgum öðrum löndum þrátt fyrir mikla velsæld þjóðarinnar. G.K. — „Veterinær uforstand” er yfirskrift á grein i vikublaði danskra bændasamtaka LANDSBLADET þann 13. ágúst s.l. Um nokkur undanfarin ár hef- ur þróazt missætti milli danskra dýralækna og bændanna þar i landi, sem mörgum sinnum hef- ur verið um rætt i blöðum og timaritum, fyrir ýmsar sakir,en einkum vegna efnahagslegra atvika, þar sem bændur telja dýralæknana hafa seilzt of djúpt i vasa bænda eftir fjármunum, og ýmis önnur atvik hafa þar orðið til ágreinings. Þetta hefur leitt til þess, að um 10.000 eða 7% bænda, efndu til félags- skapar um ráðunautaþjónustu i heilbrigðismálum með þeim árangri að talið er, að heilsufar hefur stórum batnað meðal bú- fjárins þar sem umrædd þjón- usta hefur verið rækt. Ráðu- nautaþjónustan hefur miðað að þvi að efla hreysti búfjárins og fyrirbyggja kvilla svo sem unnt er, en dýralæknar telja, að þar sé farið inn á þeirra sérsvið og úr hendi þeirra dregið hlutverk, sem þeim beri að rækja. Hins vegar telja bændur dýralækn- ana hafa vanrækt heilbrigðis- þjónustuna og telji sér meiri persónulegan hag I að koma á vettvang og lækna sjúklinga. Upp úr ýmsum ágreiningi hafa málaferli risið og telja bændur allar stofnanir dýralæknasam- takanna sameinast um málin með stéttinni. Hvetja bændasamtökin þvi sina menn til að sameinast um aukna ráðunautaþjónustu, þvi að betra sé að fyrirbyggja en að lækna þá kvilla, er hrjá búfé bænda. Stjórn félaga þeirra, er stendur að framtakinu i heil- brigðisþjónustu með aðstoð ráðunauta, krefst þess nú að fá aðild að heilbrigðisstjórninni (Det veterinære sundhedsraad) til þess að i þeirri stjórn „eigi þó sæti aðiljar með heilbrigða skynsemi og vit hvað við á i al- mennri þróun á sviði búfjár- ræktar og eðlilegs heilsufars bú- fjárins, en það ér mikilvægur þáttur i efnahagslegri afkomu landbúnaðarins” segir stjórn samtaka bænda i nefndri grein. Við þessa fregn má bæta þvi að um hliðstæðu umrædds ágreinings hefur til þessa ekki veriðuin að ræða hér á landi, og við skulum vona að til hans komi aldrei. Um leið skal þá undirstrikað að þjónusta dýra- læknanna er hér mikilvæg, og traustur hiekkur i samstarfi við ráðunautaþjónustu okkar, með Tilraunastöðina á Keldum sem bakhjarl á breiöum vettvangi. A þetta er vert að minna og von- andi vilja allir aðiljar votta þau þýðingariniklu hlutverk, sem þar eru rækt á sviði búfjár- búskapar okkar. Auglýsið í Tímanum smám saman. Heildarverð orgelsins nemur öllum sóknar- gjöldum kirkjunnar i 10 ár. Við þessa sömu messu var kvaddur meðhjálpari kirkjunn- ar sl. 25 ár, Vilhjálmur Óskars- sori i Reiðholti, en hann var einnig formaður sóknarnefndar siðustu árin. Prestur og söfnuð- ur Mælifellskirkju eiga honum mikið að þakka fyrir alla þá al- úð við kirkjuna og kirkjugarð- inn, sem hann hefur sýnt. Vilhjálmur hefur nú flutzt úr sókninni og fylgja honum þakkir og góðar óskir. Næstkomandi sunnudag messar séra Bjartmar Krist- jánsson á Reykjum i Tungusveit i tilefni þess, að liðin eru þrjátiu ár frá þvi, að hann vigðist til Mælifellsprestakalls. Hann þjónaði brauðinu I 22 ár, og voru hann og kona hans, frú Hrefna Magnúsdóttir, mjög vinsæl hér I sveit* Verð aðgöngumiða kr.: 800 i stúku, 600 i stæði, 200 fyrir börn KNATTSPYRNUDEILD FRAM Nýtt kirkjuorgel Hollendinga og V-Þjóðverja A.S.-Mælifelli. — Sunnudaginn 5. september sl. var tekið i notk- un nýtt fimm radda kirkjuorgel á Mælifelli. Haukur Guðlaugs- son söngmálastjóri þjóðkirkj- unnar útvegaði hljóðfærið i Hamborg eftir mikla leit að orgeli, sem þyidi að standa i sveitakirkju, óúpphitaðri nema á messudögum. Hljóðfærið kostaði hingað komið rúm 400 þúsund, þar af eru söluskattur og flutnings- kostnaður 120 þúsund. Fyrir mörgum árum stofnaði Helga Steinþórsdóttir á Fitjum orgelsjóð við kirkjuna, en þá var hið fyrra hljóðfæri orðið ó- nothæft. Móðir Helgu, Margrét Magnúsdóttir á Nautabúi, gaf svo stórgjöf i sjóðinn til minn- ingar um síðari mann sinn, Sigurjón Helgason, fyrir þrem- ur misserum. Án sllkrar gjafar væri févana og tekjulitlum söfn- uði með öllu ókleift að eignast slikan grip sem hið nýja kirkju- orgel er. Mikið er þó ógreitt enn, en vonazt er til, að úr þvi rætist Forsætisráð- herra í sumar- leyfi gébé Rvík.— Geir Hallgrimsson, forsætisráðherra, fór á sunnudag til útlanda I stutt sumarleyfi, seg- ir I frétt frá forsætisráðuneytinu, sem blaðinu barst I gær. A meðan forsætisráðherra er fjarverandi, verður Matthias A. Mathiesen, fjármálaráðherra, handhafi for- sætisráðherraembættisins. Á Laugardalsvelli í DAG KL. 17.30 Fram - Slovan BRATISLAVA Komið og sjáið tékknesku snillingana SEM SIGRUÐU LANDSLIÐ MARIAN MASNY, 26 ára, mjög sókndjarfur ieikmaður og marka- skorari, sem hefur leikið 22 lands- leiki. ONDRUS, fyrirliði Slovan og tékkneska landsliðsins hampar Evrópubikar landsiiða. Tvær átján ára stúlkur með tvö börn vilja komast sem ráðs- konur á sitt hvort sveitaheimilið, helzt i sömu sveit. Upplýsing- ar í síma 5-36-31 eftir kl. 5. VINSAMLEGAST ATHUGIÐ! 100.000 kr. verðlaunin hafa enn ekki komið fram. Hendið ekki tómum fernum nema eftir vandlega athugun. JROPICANA® Sólargeislinn frá Florida

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.