Tíminn - 14.09.1976, Blaðsíða 14
14
TÍMINN
Þriðjudagur 14. september 1976.
Það var dýrlegt að sjá
knöttinn hafna í netinu"
— sagði Hermann Gunnarsson,
— Þetta var auðveldari leikur en ég étti von á, sagði Ingi
Björn Albertsson, fyrirliði Valsliðsins, eftir að
Valsmenn voru búnir að tryggja sér bikarinn á Laugar-
dalsvellinum. — Ég bjóst við, að Skagamenn myndu
verða erfiðari, sérstaklega þar sem þeir höfðu aldrei
unnið bikarinn, þrátt fyrir 7 tilraunir. Þeir voru mjög
frískir i byrjun, en samt náðu þeir aldrei að ógna, þar
sem vörnin hjá okkur var góð. — En eftir að við vorum
búnir að skora, náðum við öllum tökum á leiknum, og
Skagamennirnir hreinlega gáfust upp, sagði Ingi Björn.
— Hvernig var að byrja leikinn
— Þaö var mjög erfitt að byrja,
þar sem taugaspennan hafði sitt
að segja, og svo var Laugardals-
völlurinn mjög þungur og
erfiður. Við ákváðum þvi i
byrjun, að reyna snöggar lang-
sendingar á milli varnarmanna
Skagamanna og hlaupa siðan inn
i eyðurnar. Þetta tókst full-
komlega hjá okkur og eftir að við
vorum búnir að skora (2:0)
gátum við farið að slappa af og
leika meira með knöttinn. Það
var mjög auðvelt að leika siðari
hálfleikinn, þar sem mótspyrna
Skagamanna var engin, sagöi
Ingi Björn.
Hermann Gunnarsson kom
Valsmönnum á bragðið með þvi
aö skora 2 góö mörk með stuttu
millibili. — Það var stórkostlegt
að taka á móti bikarnum og
standa þar með uppi með tvö-
faldan sigur — bæði Islands-
meistaratitilinn og bikarinn.
Þessu hef ég lengi beðið eftir,
sagði Hermann.
— Það var dýrlegt að sjá
knöttinn hafna i netinu.
Guðmundur átti algjörlega fyrra
markið — hann sendi knöttinn út
til min, og ég gat ekki annað en
skorað.
— Nú voruð þið seinir I gang
— Já, það var eins og Skaga-
menn losnuðu undan okkur úr
hinni miklu spennu, sem fylgir
• /
unum
— seglr Knapp
— Þetta er giæsiiegt hjá
strákunum i Val, þcir sýndu
það, að Valslíðið er sterkasta
liö tsiands, sagði Tony Knapp,
landsliösþjálfari eftir úrslita-
leikinn. — Skagamenn voru
betrií fyrri hálfleik —já, mjög
góðir. En þeim tókst ekki að
skora. Valsliðið sýndi ekki
mikiö af knattspyrnu i fyrri
hálfleiknum — en þær sóknar-
lotur, sem Valsmenn náðu,
voru stórhættulegar Vals-
menn eiga þrjá mjög snjalla
sóknarleikmenn, sem ógna
alltaf mikið, þar sem þeir
Hermann, Gunnarsson, Ingi
Björn Albertsson og Guð-
mundur Þorbjörnsson eru.
Það er alltaf hætta á feröum,
þegar þeir eru meö knöttinn
uppi við mark andstæöing-
anna.
— Valsmenn tóku siðan leik-
inn i sinar hendur i siöari hálf-
leik og yfirspiluðu Skaga-
menn, sem höfðu misst trúna
á, að þeir gætu orðiö bikar-
meistarar. Mikil örvænting
greip um sig hjá þeim. Þaö
var sorgiegt aö sjá hvernig
þeir féllu saman, sagði Knapp.
— SOS
SAGT EFTIR
LEIKINN
úrslitaleikjum I bikarkeppninni.
Við vorum seinir í gang, en þegar
við vorum komnir á skrið, réðu
Skagamenn ekkert við okkur. Það
var greinilegt, að þeir höfðu sætt
sig við það I hálfleik, að þeir væru
búnir að tapa báráttunni um
bikarinn j 8. skiptið.
Karl Þórðarson, hinn leikni
leikmaður Skagamanna, var ekki
mjög ánægður með leik sfns liðs.
— Þetta var mjög erfiður leikur —
og taugaspennandi. Það voru
ódýr mörk, sem við fengum á
okkur, við brotnuðum við mót-
lætið og örvæntingin fór að segja
til sin. Það virðist vera erfitt áð
vinna bikarinn, sagði Karl.
— Nú náðuð þið góðum tökum á
leiknum i byrjun
— Já, en okkur tókst ekki að
skora. Ef við hefðum náð að skora
i byrjun, er ómögulegt að segja
hvernig farið hefði. Ég hef trú á,
að hefði okkur tekizt það, værum
við nú sigurvegarar, en ekki
Valsmenn, sagði Karl.
Þröstur Stefánsson lék sinn
sjötta úrslitaleik með
Skagamönnum i bikarkeDDninni:
— Það er sárt að þurfa enn einu
sinni að horfa á eftir bikarnum.
Þetta var mjög taugaspennandi
leikur og erfiður — sérstaklega
eftir að Valsmenn voru búnir að
skora mörkin, sem voru ódýr.
Þeir fengu frið inni I teignum hjá
okkur — og þeir nýttu varnarmis-
tök okkar fullkomlega, sagði
Þröstur.
Sigurður Dagsson, landsliðs-
markvörður úr Val, lék sinn
þriðja úrslitaleik gegn Skaga-
mönnum. Hann er mjög ánægður
með árangur Vaisliðsins: — Það
HERMANN GUNNARSSON.... sést hér kljást við Arna Sveinsson, Jón Alfreðsson sést I baksýn. (Tima-
mynd Róbert)
er greinilegt, að Skagamenn bola
ekki spennuna, sem fylgir þvf að
leika úrslitaleiki um bikarinn.
Þeir hafa alltaf verið auðveldir
viðfangs I þeim úrslitaleikjum,
sem ég hef leikið gegn þeim.
Dýri Guð.undsson átti mjög
góðan leik I vörn Valsmanna: —
Það var litil ógnun i þessu hjá
Skagamönnum. Þeir voru auð-
veldari en ég bjóst við.
Albert Guðmundsson, hinn
efnilegi leikmaður Vals: — Þetta
er gifurleg upplifun. Það var
mjög erfitt að byrja leikinn, og ég
hef aldrei verið eins tauga-
óstyrkur fyrir leik. Hin mikla
spenna, sem fylgir þvi að leika
úrslitaleiki, þar sem ekkert má
fara úrskeiðis, varð til þess, aö
við náöum ekki tökum á miðj-
unni, fyrr en við vorum búnir að
skora, sagði þessi leikni piltur.
SOS
— mæfa Skagamönnum annað kvöld
í Evrópukeppni meisfaraliða
— VIÐ ERUM komnir hingað til að vinna sigur á Skagamönnum,
sögðu forráðamenn tyrkneska „spútnikliðsins” Trabzonspor, sem
kom til landsins i gær. Skagamenn mæta tyrkneska liðinu á Laug-
ardalsvellinm annað kvöld I Evrópukeppni meistaraiiða.
Trabzonspor-liðið er nú eitt sterkasta iið Tyrklands og I iiöinu
leika 5 iandsliðsmenn. Trabzonspor lék sl. keppnistimabil I fyrsta
skipti 11. deildarkeppninni í Tyrklandi og tryggði sér þá meistara-
titil Tryklands.
SIGURÐUR DAGSSON.... markvörðurinn snjalli hjá Val, sem var kosinn Knattspyrnumaður ársins hjá Val 1976, sést hér hlaupa „heiöurs-
hring” ásamt félögum sinum á Laugardalsvellinum. (Timamynd Róbert)