Tíminn - 14.09.1976, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 14. september 1976. TtMINN 9
Wmmm
Otgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjóm-
arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri:
Steimgrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhús-
inu við Lindargötu, simar 18300 —'18306. Skrifstofur I
Aöalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug-
lýsingasimi 19523. Verð i lausasölu kr. 50.00. Askriftar-
gjald kr. 1000.00 á mánuöi. Blaðaprent h.f.
Búskapur, markaður,
landgæði
Siðari árin hefur gætt verulegrar tilhneigingar
meðal bænda i þá átt að hverfa frá kúabúskap, en
stunda i þess stað einhliða sauðfjárbúskap. Frum-
orsökin er eflaust sú, að menn eru ekki jafnbundnir
heima við sauðfjárbúskapinn. Kýr verður að mjalta
tvisvar á dag allt árið, en að sauðfénu þarf ekki að
hyggja nokkra mánuði á ári hverju. Óhagstætt
tiðarfar um heyannir, og litill og gæðarýr heyfengur
af þeim sökum, eins og átt hefur sér stað um Suður-
land og Vesturland þessi siðustu ár tvö, ýtir undir
þetta, þvi að skemmri tima tekur að f jölga arðbæru
sauðfé en mjólkurkúm, þegar menn neyðast til þess
að skerða bústofninn um stundarsakir. Loks er
talið, að nú upp á siðkastið hafi sauðfjárbúskapur
skilað öllu meiri arði en mjólkurframleiðsla.
Tvennt er það, sem þessi sveifla frá kúabúskap til
sauðfjárbúskapar hefur iskyggilegt i för með sér.
Ef þessu fer fram til lengdar, verður hörgull á
mjólk og mjólkurafurðum, eins og raunar varð á
markaðssvæðinu sunnan lands i fyrravetur, og i
kjölfar þess koma dýrir aðflutningar um langa vegu
auk þess sem skerðist um mjólk til vinnslu i dýrum
og vönduðum mjólkurbúum á þeim svæðum, sem
seilzt er til, þegar bændur i nálægum héruðum full-
nægja ekki Faxaflóamarkaðnum. í öðru lagi eykst
álag á sumarhaga sauðfjár, jafnt þá sem þegar eru
ofsetnir og ofbeittir sem hina, sem meiri beit kunna
að þola. Ekki bætir úr skák, að jafnframt á sér stað
hroðaleg landniðsla vegna hrossastóðs, sem þýtur
upp um allar jarðir, oft i eigu manna, sem hleypa
þvi upp sér til gamans einvörðungu og litilla eða
jafnvel alls engra nytja fyrir samfélagið.
Nú er auðvitað skylda okkar að nýta landið, alveg
eins og okkur ber að nýta miðin, og frá sauðfjár-
bændum landsins fær þjóðin bæði góða og holla
fæðu, sem er ein meginuppistaðan á matborði Is-
lendinga, auk þess sem ull og gærur eru hráefni
handa iðnaði, sem veitir miklum fjölda fólks vinnu
og skilar umtalsverðum gjaldeyri i þjóðarbúið. En
öll nýting til lands og sjávar verður að vera með
forsjá, þannig að ekki sé verið að skerða þann stofn
landsgæða, sem okkur hefur verið trúað fyrir. Þetta
verða allir að hafa rikt i huga, hvort heldur þeir
stunda landbúskap eða fiskveiðar, og mistök á þvi
sviði eru ófyrirgefanlegri nú en nokkru sinni fyrr,
þvi að nú vitum við, hvað við erum að gera, og
höfum verið rækilega á það minnt, hvað af þvi hlýzt,
ef ekki er gætt fullrar varúðar.
Að sjálfsögðu eru allir staðhættir þannig i sumum
héruðum, að þar á og verður sauðfjárbúskapur að
vera meginuppistaðan. En svo einkennilega vill til,
að þar eru sumarhagar ekki alls staðar nýttir eins
og talið er að áhættulaust væri. Aftur á móti gerist
oft og viða i héruðum, þar sem beitarþungi af
völdum sauðfjár er þegar stórum meiri en sumar-
landið þolir, að kúabúskapur er lagður fyrir róða,
en sauðfé fjölgað i þess stað. Og þetta gerist i lands-
hlutum, sem liggja vel við mjólkurflutningi á
öruggt markaðssvæði.
Þetta er alvarleg brenglun, óhagkvæm og hættu-
leg i senn. Vafalaust þarf að gera hlut mjólkur-
framleiðenda betri en hann er nú og taka þá meðal
annars mið af þvi, hve kúabændur eru bundnir við
störf sin árið um kring. Það er misbrestur á eðli-
legri verkaskiptingu bændastéttarinnar, og það
skortir varnir gegn þvi, að hemjulaus hrossabú-
skapur til gamans eins valdi örtröð.
Úr Arbeiderbladet í Osló:
Kynþóttaóeirðir
í Bretlandi
— og fasistar í sókn
Upp á síðkastið hafa kyn-
þáttaóeirðir blossaö upp i
Bretlandi hvaö eftir annað.
Átök hafa orðið svo hörð, að
mörg hundruð manna hafa
slasazt, bæði lir hópi lögreglu-
manna og borgara. Miklar
skemmdir hafa orðið á húsum,
og einkum hafa skrifstofur,
búðir og veitingahús orðið illa
úti.
1 Bretlandi er fjöldi fólks,
sem þangað hefur flutzt frá
fyrrverandi nýlendum Breta.
Orsakir þess, að það leitaði
þangað, eru margvislegar.
Sumir flúðu undan óeirðum og
róstum i heimkynnum sinum,
aðrir komu einungis i þeirri
trú, að þeim myndi vegna bet-
ur i nýju landi. Þetta fólk var
talið brezkir þegnar, en þegar
stjórnvöld i Bretlandi urðu
þess áskynja, hversu margt
fólk dreif að, fóru þau að reisa
skorður við þessum aðflutn-
ingum. En þá þegar var fólk af
ýmsum aðfluttum kynþáttum
orðið margt. Þetta fólk settist
að i hverfum, sem það helgaði
sér, og fljótt fór á þvi að bera,
að hvitir nágrannar litu það
hornauga, svo að ekki sé
meira sagt. Kynþáttarigurinn
blossaði upp og tók stundum á
sig mynd ódulins fjandskapar.
Sérstaklega gerðust þeir, sem
mjög voru hægrisinnaðir
svarnir fjandmenn aðkomu-
fólks, og tóku að mynda með
sér samtök, sem sum hver
höfðu jafnvel aðskilnaðar-
stefnu að suður-afrlskri fyrir-
mynd á stefnuskrá sinni.
í kosningunum 1970 buðu
samtök af þessu tagi fram I tiu
kjördæmum og fengu riflega
ellefu þúsund atkvæði. í febrú-
arkosningunum 1974 urðu
frambjóðendurnir fimmtiu og
fjórir og atkvæðin yfir sjötiu
og sex þúsund. Þeim hafði þvi
vaxið ásmegin á þessum ár-
um, er mestri hörku vildu
beita við innflytjendurna. 1
siðustu þingkosningum i Bret-
landi, októberkosningunum
1974, voru atkvæðin, sem féllu
niutiuframbjóðendum I skaut,
orðin eitt hundrað og fimmtán
þúsund. Það var yfir 3% allra
atkvæða i hlutaðeigandi kjör-
dæmum.
Nú hafa þessi samtök uppi
ráðagerðir um að bjóða fram i
meira en þrjú hundruð kjör-
dæmum I næstu kosningum,
og þegar hafa þau krafizt
sama réttar i útvarpi og sjón-
varpi og hinir gamalgrónu
flokkar landsins njóta.
Þessari hreyfingu var ekki
mikill gaumur gefinn I upp-
hafi. Það er nú að breytast, og
að þvi stuðlar ekki sizt, að fas-
istunum hefur orðið undarlega
vel til atkvæða I ýmsum
kosningum, þar á meðal i
aukakosningum til þings. í
sumar hafa þeir fengið tiu af
hundraði i aukakosningum til
þingsins, um tuttugu af hundr-
aði við sveitarstjórnarkosn-
ingar i Leicester og nær þrjá-
tiu I tveimur hverfum i
Lundúnum. 1 júlimánuði fengu
tvenn samtök, sem byggja til-
veru sina á hatri á lituðu fólki,
samanlagt nær 44,5% atkvæða
i Deptford, og i Lewisham I
suðausturhluta Lundúna 48%
— langt um meira en verka-
mannafulltrúinn, sem þó bar
sigur úr býtum.
Höfuðstefnumið annarra
þessara samtaka er brott-
rekstur alls fólks, sem ekki er
hvitt á hörund, úr Bretlandi,
auk strangrar löggæzlu yfir-
leitt. Einn æsingamannanna,
Hoaas að nafni, neitar þvi ein-
faldlega, að sex milljónum
Gyðinga hafi verið útrýmt I
heimsstyrjöldinni og er I
miklu vinfengi við helztu
menn þessara samtaka, sem
einnig hafa tilhneigingu til
þess að telja Gyðingaofsóknir
nazista uppspuna einn.'
Samtökin afneita þó, að þau
hafi samúð meö nasistum. En
undir niðri logar þó einnig
Gyðingahatur, og sannað er,
að einn foringjanna skrifaði
þegar árið 1962 sendiráði eins
Arabarikisins og bað um
fimmtán þúsund pund, sem
verja skyldi til þess að berjast
gegn Sionisma og samtökum
Gyðinga.
Það er þó ekki óvild i garð
Gyðinga, sem hefur hljóm-
grunn i Bretlandi, heldur af-
staöan til innflytjendanna
hörundsblökku. Það er andúð-
in á þeim, sem er orðin út-
breidd.
Upp úr þessum jarðvegi eru
sprottnar þær óeirðir, sem
orðið hafa i Bretlandi að
undanförnu, þar á meðal i
Notting Hill hátiðisdaga vest-
ur-indiska fólksins, sem þar
býr. Nú linnir ekki ásökunum
og gagnásökunum vegna þess,
sem þar gerðist, en slikt er að
sjálfsögðu eins og olia á eld.
Vestur-Indiamenn hafa gert
þá kröfu, að lögreglumenn fái
ekki að koma inn á tiltekiö
svæði, og borið þá þeim sök-
um, að þeir hafi kallað fólk
þar skepnur og öörum illum
nöfnum i uppþotunum. Lög-
regiustjórinn, Robert Mark,
hefur tekið upp hanzkann fyrir
undirmenn sina og sagt, að
hann geti ekki ætlað þeim að
vera annað en menn, sem
bregðist við á svipaðan hátt og
aðrir, þegar að þeim kreppir.
Þessir atburðir allir hljóta
að vera áhyggjuefni i Bret-
landi, bæði þær óeiröir, sem
þar hafa orðið, og ekki siður
hitt, hversu margt fólk virðist
reiðubúið til þess að láta af-
stöðu sina til hinna hörunds-
blökku innflytjenda ráða þvi,
hvernig það greiðir atkvæði I
kosningum. Stjórnmálamenn
vona þó, að flestir hugsi sig
um tvisvar, áður en þeir kasta
atkvæði á æsingamenn með
fasistahneigð, sem leitast við
að fiska i gruggugu vatni,. i
allsherjarkosningum, þótt
þeim hafi tekizt að ná ótrúlegu
fylgi i aukakosningum og öör-
um þeim kosningum, sem
minna máli skipta.
Hæpið er þó, að þessi alda
hjaðni að svo stöddu, á meðan
óeirðir og árekstrar kynda
undir og æsa hugi fólks. Ekki
mun heldur bæta ástandið, ef
til þess kemur, að margt fólk,
sem átt hefur heimkynni i
Rhódesiu, hrökklast þaðan til
Bretlanús, þvi að einsýnt þyk-
ir, á hvora sveifina það muni
leggjast.
Frá kynþáttaóeiröunum i Notting Hill
—JH.