Tíminn - 14.09.1976, Blaðsíða 17

Tíminn - 14.09.1976, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 14. september 1976. TÍMINN 17 Greenwood fyrstur til að skora hjá „Boro" — en markið dugði Sunderland ekki til sigurs Middlesbrough fékk á sig fyrsta markið í deildarkeppninni á móti Sunderland. Greenwood skoraði fyrir Sunderland i fyrri hálfleik, og leit iengi vel út fyrir, að það mark myndi duga þeim til sigurs. En mjög hvattir áfram af 29.000 áhorfendum tókst Middlesborough að jafna og skora sigurmarkið stuttu seinna, og var þar hinn 19 ára Alan Willey að verki i bæði skiptin. Middiesbrough er þvi með átta stig, eins og Liver- pool, eftir 5 leiki. 5f-Manchester City lék á Maine Road á móti Bristol City, og var leikurinn að mestu leyti einstefna á mark Bristol. En mörkin létu á sér standa þar til á 27. mlnútu að Tueart lék upp vinstri kant, lék á leikmenn Bristol City hvern af öðrum og vippaði siðan knett- inum laglega yfir Cashley i marki Bristol, en hann hafði hætt sér of framarlega. Aðeins minútu siðar gerði Peter Barnes hiö sama upp hægri kant, sú breyting varð aöeins á hjá honum, að skot hans lenti i stöng og inn. Það sem eftir var af leiknum átti Manchester City, en knötturinn vildi ekki aftur i mark Bristol. Fear skoraði mark þeirra rétt fyrir leikslok, og eins og svo oft vill verða, segir markatalan 2-1 mjög rangt til um gang leiksins. ^t’Newcastle og Manchester United kepptu i hifandi roki og grenjandi rigningu á St. James Park I Newcastle. Cannell náði forystunni fyrir Newcastle á 13. minútu, en 5 minútum seinna hafði Pearson jafnað metin fyrir Manchester, er hann notfærði sér varnarmistök Newcastle. Á 35. minútu skoraði Greenhoff með skoti af 35 metra færi, og hjálpaði vindurinn þar mikið til. Staðan var þannig 2-1 i hálfleik fyrir Manchester. I seinni hálfleik haföi Newcastle vindinn i bakið, og tókst þeim að jafna, er Burns skoaraði. Þrátt fyrir góð tækifæri beggja liða urðu mörkin ekki fleiri og jafnteflið var sanngjarnt eftir gangi leiksins, en leikmenn þóttu sýna góðan leik þrátt fyrir hinar slæmu aöstæður. ^ 38.448 áhorfendur voru á St. Andrews i Birmingham, en þar keppti heimaliðiö við WBA, sem er frá útborg I Birmingham. Þótti þetta vel leikinn leikur og sigur- markið skoraði Tony Brown, þegar langt var liðið á seinni hálf- leik. WBA náði þannig báðum stigunum, og var það nokkuð sanngjarn sigur. Jf-Coventry átti alls kostar við Norwich á heimavelli sinum, Highfield Road. Ferguson skoraði fyrra mark þeirra fljótlega I fyrri hálfleik, og Forbes skoraði siðan sjálfsmark i seinni hálfleik og gerði það út um leikinn. Lið Norwich er alls ekki eins sann- færandi nú og á slðasta keppnis- timabili, það sem liðið vantar til- finnanlega er einhver, sem getur skorað mörk. ^Everton sýndi stórgóðan leik i seinni hálfleik á móti Stoke og skoraði þá þrjú mörk. Telfer skoraði fyrstu tvö mörkin og Bob Latchford bætti hinu þriðja við rétt fyrir leikslok. Everton sýndi þarna fyrsta flokks knattspyrnu, liðið getur dottið niður á góða leiki, en á siðan afar slæma leiki inn á milli, leiki, sem valda þvi að Everton kemur aö öllum likind- um ekki til með að vera i barátt- unni um efstu sætin I þetta sinn. Jf-Tottenhamsýndi stórgóðan leik á móti Leeds á White Hart Lane. Jones skoraði mark þeirra i fyrri hálfleik, en miðao við gang leiksins, hefði þriggja til fjögurra marka sigur Tottenham alls ekki verið ósanngjarn. ^■Arsenalfór létt með West Ham á Upton Park, heimavelli West Ham. Alan Ball var i miklum ham og undirbjó bæði mörkin, hið fyrra fyrir Stapleton i fyrri hálf- leik, og það siðara fyrir Ross á 46. minútu. Leikurinn var einstefna að marki West Ham, og það þrátt fyrir, að MacDonald væri ekki með, en hann var meiddur. West Ham vantar tilfinnanlega marka- skorara i lið sitt, og á laugar- daginn bauö liðið 200.000 pund I Ray Hankin frá Burnley, en ekki er vitað um undirtektir forráða- manna Burnley. J^-Varla þarfað taka þaö fram, aö Leicester gerði jafntefli, hið fimmta I röö I jafnmörgum leikjum. Nú léku þeir á Portman Road I Ipswich, og úrslitin uröu 0- 0 jafntefli i leiðinlegum leik.. Hereford kemur enn d óvart Nýliðarnir I 2. deild, Hereford, koma æ ofan i æ á óvart með góð- um leikjum. Nú iéku þeir á City Ground i Nottingham á móti liði Brian Clough, Nottingham For- est. Hereford náði fljótlega tveggja marka forystu með mörkum McNeil og Spiring, en þeir Butlin og Bowyer jöfnuðu fyrir hlé fyrir Nottingham. I seinni hálfleik skoraði Bowyer aftur, og siðar Robertson, og náði Nottingham þannig 4-2 forystu. En Hereford var ekki á þvi að gefast upp, og McNeil skoraði þriðja mark þeirra, og sitt sjötta mark i deildinni, i fjórum leikj- um. Þrátt fyrir góðar tiiraunir tókst Hereford ekki að jafna, en leikurinn þótti mjög fjörugur og skemmtilega leikinn, og vonandi er, að póstsamgöngur veröi I lagi I næstu viku, þar sem þetta er leikurinn, sem á aö sýna I Is- lenzka sjónvarpinu á laugardag- inn kemur. Best dregur enn áhorfendur að hjá Fulham. Hvorki fleiri né færri en 25.800 mættu til að sjá Fulham leika á móti Wolves 12. deildinni á Carven Cottage, en það er u.þ.b. þreföld meöalaðsókn hjá Fulham siöasta keppnistimabil. Eftir að Framhald á bls. 19. Evróþumeistarar Tékka 1976: Leikmenn Slovan eru skrifaðir með feitu letri: Ondrus, Viktor, Dobias, Capkovic, Masny.Moder, Svehlik, Pivarnik.Peneka, Nehoda og Gögh. Framarar mæto stjörnum Slovan á Laugardalsvellinum í dag „Geta leikið í 90 mínútur án þess að blása úr nös" — segir Asgeir Sigurvinsson um hina frábæru leikmenn Slovan Bratislava — LEIKMENN Slovan Bratislava eru af ar skemmtilegir knattspyrnumenn, léttleikandi og sterkir, sagði Ásgeir Sigurvinsson, þegar við spurðum hann um Slovan-liðið, en Ásgeir og félagar hans hjá Standard Liege léku gegn Slovan fyrir stuttu og lauk leiknum með jafntefli — 1:1 — Þetta eru karlar, sem geta leikið í 90 mínútur, án þess að blása úr nös, sagði Ásgeir. , Ásgeir sagði, að leikmenn Slovan væru mjög góðir einstak- lingar. — Þeir eru samt sterkari sem heild, leika knattspyrnu, er gleður augað. Framarar fá þarna frábært lið, sem leikur mjög skemmtilega sóknarknattspyrnu ÞORBERGUR Atiason, hinn kunni markvöröur úr Fram, er nú enn einu sinni farinn á spitala til að láta skera sig upp við brjósklosi I hné. Þor- bergur hefur fjórum sinnum verið skorinn upp við' brjósk- — og byggist leikur liðsins á snöggum og útsjónarsömum skiptingum, sagði Asgeir. Framarar mæta Slovan-liðinu á Laugardals.vellinum kl. 17.30 i kvöld og má búast við skemmti- legum leik. Slovan-liðið kom losi — tvisvar I hægri fæti og verður aðgerðin nú einnig gerð á honum. — Ég reikna fastlega með að leggja skóna endanlega á hilluna, sagöi Þorbergur. hingað i gær og komu allir sterk- ustu leikmenn liðsins með þvi, þar af 7 leikmenn, sem tryggðu Tékkum Evróputitil landsliða með þvi að vinna sigur yfir Hol- lendingum og V-Þjóðverjum i Júgósláviu. Það er valinn maður i hverju rúmi i liðinu, sem er talið eitt allra sterkasta félagslið Evrópu i dag. Þeir leika Fram-liðið mun stilla upp sinu sterkasta liði gegn Slovan, en það verður skipað þessum leikmönn- um: Arni, Trausti, Simon, Jón, Sigurbergur, Ásgeir, Gunnar, Agúst, Eggert, Rúnar og Krist- inn. Þaö verður gaman að fylgj- ast með leikmönnum Fram-liðs- ins og þá sérstaklega Arna Stefánssyni, landsliðsmarkverði, sem átti stórleiki i markinu gegn Belgum og Hollendingum. 1 kvöld kl. 17.30 fær hann að spreyta sig gegn 7 landsliðsmönnum Tékka. Verði aðgöngumiða á leikinn er stillt I hóf, þannig aö stúkusæti kostar kr. 800, stæði kr. 600 og barnamiði kr. 200. Knattspyrnu- unnendur ættu ekki að láta sig vanta á Laugardalsvöllinn i dag — þar fá þeir að sjá nokkra fremstu knattspy rnumenn heims. ✓ Þorbergur enn d skurðarborðið „NÁÐUM OKKUR EKKI Á STRIK" F — sagði Asgeir Sigurvinsson og Standard Liege gerði jafntefli — VIÐ náðum okkur ekki á strik, en það var gott að ná stigi gegn Molenbeek, sagði Ásgeir Sigurvinsson eftir að Standard Liege gerði jafntefli (0:0) gegn Molenbeek í fyrsta leik liðsins í 1. deildarkeppn- inni i Belgíu. Ásgeir er nú að veröa góður eft- ir meiðslin, sem hann hefur átt við aö glima. Standard-liöiö var afar óheppiö að tryggja sér ekki sigur, þvi að það sótti nær látlaust undir lokin, en tókst ekki að skora, þrátt fyrir góð markfæri. Charleroi vann sigur 2:1 yfir Beveren. Guðgeir Leifsson lék ekki með liöinu og hefur ekki leik- iö meö þvi aö undanförnu. Mar- teinn Geirsson og félagar hans hjá Royal Union unnu góban sigur (2:1) um helgina og eru þeir nú i einu af efstu sætunum i 2. deildar- keppninni. Stefán Halldórsson hefur ekki getað leikið meö liðinu að undanförnu, vegna meiðsla.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.